Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 52

Morgunblaðið - 03.05.1989, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 fclk í fréttum SKRÚFUMÓTIÐ NÁÐU í 10 VERÐLAUN Skrúfumót fímleikasambandsins var haldið í Digranesi fyrir skömmu. Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum sendi hóp stúlkna til keppni á mótinu. Stóðu stúlkurnar sig vel á mótinu og komu heim með 10 verðlauna- peninga. Stjóm fimleikafélagsins tók á móti keppendum og þjálfurum er þeir komu til Eyja í gærmorgun og færði þeim hamingjuóskir og blóm í tilefni árangursins. Grímur , , Morgunblaðið/Silli „Eg heiti Ami og er frændi hennar Lindu, þú veist,“ segir ungi trommuleikarinn. HÚSAVÍK LífoglistíBestabæ Barnaheimilið Bestibær á Húsavík bauð foreldrum og öðmm bæj- arbúum til síns heima fyrir nokkru til að kynna starf heimilisins og sýna muni og myndir sem börnin hafa fengist við að gera á liðnum vetri. Á sýningunni var að sjá margvíslegan sköpunarkraft, frumlega og skemmtilega muni og myndir, listaverk á sínu sviði. Bestibær tók til starfaí nýju, glæsilegu og velbúnu húsi 1980. Heimilinu er tvískipt, bæði dagheimili og leikskóli og samtals eru þar 120 börn á 2—6 ára. Eftirspum eftir plássum er meiri en hægt er að fullnægja. Dagvistarforstjóri er Helga Jónína Stefánsdóttir. - Fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Björnsson Vel búinn vélsleði til fjallaferða og eigandi hans, Halldór Jónsson frá Akureyri. Sleðinn er búinn lórantæki og síma og öðrum búnaði. Halldór fer margar hálendisferðir á veturna og var nýlega á ferð um Hofsjökul. LEIKLIST LH í móttöku hjá Radjív Gandhi ÓLAFSFJÖRÐUR Bikarmót vélsleðamanna Þriðja og síðasta bikarmót vél- sleðamanna í vetur var haldið á Ólafsfírði fyrir skömmu. Var mótið haldið í samvinnu við Stöð 2 og Sjóvá-Almennar en skipulagning var í höndum Ólafsfirðinga. Mótið sóttu um 70 vélsleðaeigendur hvað- anæva af landinu. Keppt var í hæfnisakstri og spyrnu í fimm stærðarflokkum vél- sleða. Fór mótið hið besta fram í blíðskaparveðri. Sparisjóður Ólafs- Qarðar gaf verðlaun til mótsins og Skeljungur hf. gaf sérstakan bikar; „Tröllaskagabikarinn", sem veittur var fyrir besta árangur Ólafsfirð- inga. Bikarinn hlaut Finnur Steingrímsson á Indy Trial. Sigurvegari í spyrnukeppni varð Árni Grant á Indy 650, Kristmund- ur Þórisson sigraði í stærðarflokki 3 á JAG, Árni Valsteinsson sigraði í stærðarflokki 4—5 á Indy 400, Jón Ingi Sveinsson sigraði í stærðar- flokki 6 á Indy 500, Árni Grant sigraði í stærðarflokki 7 á Indy 650 og Benedikt Valtýsson sigraði í stærðarflokki 8 á Indy 650. - SB. Einn keppandanna á fúllri ferð á bikarmóti vélsleðamanna sem haldið var á Ólafsfirði fyrir skömmu. Ifebrúarmánuði síðastliðnum fór ijórtán manna hópur frá Leik- félagi Hafnarfjarðar í leikferð til Indlands á mót áhugamanna í leik- list. Daginn eftir komuna þangað, þann 12. febrúar, var þeim hópum sem þegar voru komnir boðið til móttöku hjá forsætisráðherra landsins, Radjív Gandhi, þar sem hann sýndi þeim þann heiður að bjóða fólk velkomið. Ljósmynd þessi barst nýlega frá aðalræðismanni íslands í Nýju Delhí og er ein af fáum sem tekin var á staðnum. Gestir Radjív Gandhi máttu ekki hafa með sér myndavél- ar og var þar að auki leitað á fólki að vopnum. íslenska fólkið var að vonum mjög ánægt að fá að hitta forsætisráðherrann. Færði það hon- um brúðu í íslenskum þjóðbúningi. Fyrir miðju á myndinni er forsætisráðherra Indlands, Radjív Gandhi, og hópar þeir er mættir voru á hátíðina. Það er íslendingar, Belg- ar, Búlgarir, Japanir og Kóreumenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.