Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 57

Morgunblaðið - 03.05.1989, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 57 Þessir hringdu ... Gullarmband tapaðist Breitt gullarmband tapaðist í Reykjavík í lok janúar. Um er að ræða grip sem hefur mikið per- sónulegt gildi fyrir eiganda. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 32651. Vísa frá 1940 Á.V. hringdi: Veturinn eða vorið 1940 var sungin í Reykjavík vísa sem ég kann aðeins brot af: í króknum Möggu ég kyssti Við kommandör og vín Mig langar til að vita meira um þessa vísu, hvernig hún er í heild og eftir hvem. Fólk sem var hér í stríðsbyrjun kann þetta. Prestskosningar Sóknarbarn í Bústaðasókn hringdi: Ég vil endilega fá að kjósa prest sjálf. Ekki að fámennur hópur ráði þessu. Ég held það sé líka betra fyrir prestinn að hafa meirihluta sóknar á bak við sig. Það er nóg að fámennur hópur kjósi biskup. Presturinn þarf að vinna fyrir mig og ef mér líkai’ hann ekki myndi ég bara leita annað. Bankastjórarnir Sverrir og Valur P.S. hringdi: Það er búið að segja svo margt misjafnt um bankastjórann hann Sverri vin minn Hermannsson, en Valur Amþórsson hefur ekki látið svo lítið að heilsa upp á hinn al- menna bankamann. En Sverrir lét það vera sitt fyrsta verk að heilsa öllum, bæði lágum og háum. Léleg sorphreinsiþjónusta í Kópavogi Kópavogsbúi hringdi: Ég vil færa fram kvörtun vegna hreinsunar sorps í Kópavogi í vet- ur. Það er illa gengið frá tunnu eða umgjörð og þegar að pokinn hefur verið tekinn úr tunnunni þá er hún öll sundurlaus og nýi pok- inn sem maður fær hangir laus á milli loks og umgjarðar. Þetta hefur komið þráfaldlega fyrir í vetur og þó er góður aðgangur að tunnunni. Ég er ósátt við þetta. Maður borgar fyrir þessa þjónusta og þó mennimir séu í akkorði þá ber þeim að vinna sín verk. Ég er búin að hringja tvisvar sinnum og kvarta yfir þessu við bæjaryfír- völd, sem hafa lofað að koma kvörtuninni til réttra aðila, en það virðist lítið vera gert í málinu. Verkfallið óþolandi ástand Grunnskólakennari í HÍK hringdi: Ég er hjartanlega sammála Menntaskólakennara sem skrifar í Velvakanda 28. apríl með það að þetta verkfall er orðið óþolandi ástand. Það verður að fara að leysa það. Spurningin er fyárhag hversu margra heimila HÍK er tilbúið að leggja að veði í verk- fallinu. Mér finnast kröfur HÍK sanngjamar en ekki tímabærar. Það sem HÍK hefur afrekað núna er að vekja almenna andúð fólks á kennarastéttinni. Ég held að kennarar vilji ekki búa við slíkt. Ég hef mikla trú á því að mikill meirihluti kennara vilji fá að semja sem allra fyrst og mæta í skólana. Það hefur gleymst mikið í um- ræðunni að krakkarnir á barna- skólastiginu hafa misst úr nær fjórar vikur á meðan jafnaldrar þeirra hafa verið í kennslu allan tímann. Þolinmæðin er á þrotum. Það verður að semjast um helgina á þeim nótum sem háskólakennar- ar vom að semja á. Hinar kröfum- ar em vonlausar núna. Heimskir bílstjórar? Þ.S. hringdi: Í könnun hefur komið fram að Islendingar séu skynsöm og án- ægð þjóð. Hvar er þetta fólk? Ekki bak við stýri á bíl. Sam- kvæmt könnun er fram fór í Svíþjóð á notkun stefnuljósa reyndust þeir er ekki notuðu ljós- in vera undir meðalgreind. Út- koman yrði ekki góð fyrir íslen'd- inga pg má ég spyija: Em skyns- amir íslendingar ekki bak við stýri heldur aðeins hinir sem em undir meðalgreind? Endursýnið flogaveikiþáttinn Starfsmaður á dagvistunar- heimili hringdi: Getur stöð 2 ekki endursýnt þáttinn um flogaveiki sem var í 19:19 þriðjudaginn 25. apríl? Kvenmannsúr fannst Kvenmannsúr fannst í síðustu viku við Vesturberg í Breiðholti. Eigandinn er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 74677. Reiðhjól hvarf Bleikt og hvítt EuroStar 24“ reiðhjól hvarf frá Miðtúni 76 27. apríl sl. Finnandi vinsamlegast hringi í Elísabetu í síma 14244. Fundarlaun. í tilefni kennaraverkfalls Auðunn Bragi Sveinsson hringdi: Mikið hefur verið rætt um launamál kennara og þeir talið sig þar alltof láglaunaða. Um þetta mál datt mér í hug vísa. Kennaramir beija í borðin þá bömin gerast villt og þver. Og þegar launin em orðin alltof lág, þeir beija sér. v Og eitt enri... Ég er búinrv Oub -íct m'ig tuLlsaddan. oS því ob Korfd á mynd'moioíTbm SeUeck." . P Víkverji skrifar Ileikskrá Þjóðleikhússins sem gefin er út í tilefni af sýning- unni á Ofviðrinu eftir William Shakespeare stendur meðal ann- ars: „í Prósperó [gjörningamanni verksins sem Gunnar Eyjólfsson leikur] sjáum við ekki aðeins hinn fjölkunnuga mann í hlutverki heimspekings, og hinn almáttuga galdramann sem boðar nýja vísindaöld sem er í dögun, við sjáum einnig töframanninn sem skapar leikhúsið og galdur þess.“ Víkveija þótti ánægjulegt að sjá þessa sýnirigu og þar tekst að beita göldrum leikhússins með eftirminnilegum hætti. Einmitt þess vegna ætti verkið að höfða jafnt til ungra áhorfenda og til hinna sem eldri eru. Þeir sem ótt- ast leikverk Shakespeares á þeirri forsendu að þau séu löng og þung- melt ættu að ganga á hólm við fordóma sína með því að bregða sér á sýningu á Ofviðrinu. Hún kemur þeim áreiðanlega þægilega á óvart. Ef Víkveiji tekur mið af þeim fjölda fólks sem var í leikhúsinu samtímis honum mætti ætla að vegna dræmrar aðsóknar yrði Ofviðrið ekki langlíft á fjölum Þjóðleikhússins. XXX Nýja brautin sem verður sunn- an við Slökkvistöðina í Reykjavík og sveigir síðan inn á Miklubraut á hinu mikla umferð- arhorni, sem þar er í smíðum, er nú að taka á sig mynd. Víkveiji hefur oftar en einu sinni vakið máls á nauðsyn þess að gerðar séu rástafanir fyrir gangandi veg- farendur í terigslum við þessa stórframkvæmd; þannig verði um hnúta búið að auðvelt sé að kom- ast fótgangandi úr Hlíðahverfinu upp í Óskjuhlíð sem á eftir að hafa enn meira aðdráttarafl eftir að útsýnishúsið hefur verið tekið í notkun í tengslum við hitaveitu- geymana. Ef til vill er það aðeins athugun- arleysi Víkveija að kenna, að hann hefur ekki orðið þess var að hönn- uðir þessarar akbrautar sem á eftir að anna hvað mestri umferð í landinu hafi skýrt opinberlega frá því, hvemig þeir sem ekki eru á bíl eiga að komast upp í útsýnis- húsið til dæmis ef þeir koma eftir Lönguhlíð eða ganga eftir hita- veitustokknum úr austurátt. Fá göngusvæði eru fallegri í Reykjavík en suðurhlíðar Öskjuhl- íðar og með öllu ástæðulaust að fæla fólk frá að njóta þeirra. xxx Nú geta hjólreiðamenn, að minnsta kosti á Suðurlandi, tekið fram fararskjóta sína eftir snjóþungan vetur. Aðstaða til að nýta þá er misjöfn enda miðast flest umferðarmannvirki einungis við bílinn og aftur bílinn, sem hefur algjöran forgang! Víkveiji vill leyfa sér að minna á ný á hugmynd, sem hann hefur einhvern tíma hreyft, þess efnis, að göngu- og hjólreiðabraut verði lögð með allri strandlengjunni frá Elliðaávogi inn í Fossvog. Slík braut myndi gjörbreyta aðstöðu fyrir þá sem vilja hlaupa, ganga eða hjóla sér til heilsubótar án þess að fara út úr höfuðborginni. Uss. Hún er nýsofriuð ... Fyrir alla muni, byijaðu aftur að reykja ... HÖGNI HREKKVÍSI „GEIZÐU t3AÐ FyRIR. AilG.' L-'ATTU LEIKHÚSIÐ UM &ÖNGIMKI / *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.