Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.05.1989, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 Vogaskóli 30 ára: Skólasýning og fj ölsky lduhátí ð Þess er minnst um þessar mundir að 30 ár eru liðin síðan hann tók til starfa. Af því tilefni verður haldin sérstök hátíðarsamkoma að kvöldi 3. maí, fyrir boðsgesti og núverandi og fyrrverandi starfemenn skólans. Þá munu nemendur vinna eingöngu að verk- efnum er tengjast afmælinu vikuna 2. til 5. maí og munu þeir ásamt kennurum vinna að uppsetningu skólasýningar, sem opnuð verður almenningi á uppstigningardag, 4. maí frá kl. 14 til 17:30. Hin árlega fjölskylduhátið í íþróttasalnum verður haldin fostu- dagskvöldið 5. maí. A skólasýningunni verða sýnd verkefni nemenda úr myndmennt, handmennt, heimilisfræði og öðrum námsgreinum úr öllum aldursflokk- um allt frá forskóla upp í 9. bekk. Gert hefur verið líkan af gamla íþróttahúsinu við Hálogaland, braggnum sem byggður var á stríðsárunum er síðar var nýttur til íþróttakennslu í skólanum. Salurinn var aðalkeppnissalur borgarinnar í handbolta og körfubolta þar til íþróttahöllin í Laugardal var tekin í notkun. Á fjölskylduhátíðinni sjá nem- endur sjálfir um skemmtiatriði og selja auk þess veitingar og happ- drættismiða og rennur allur ágóð- inn af skemmtuninni í ferðasjóð 9. bekkinga sem fara í þriggja daga fræðslu- og skemmtiferð til Vest- mannaeyja. (Úr fréttatilkynningu.) Dómkirkjan; Dagur aldraðra er á morgun Á MORGUN, uppstigningardag, er dagur aldraðra i kirkjunni. Þá verður messa í Dómkirkjunni klukkan 2 e.h. Þar prédikar sr. Ólöf Ólafedóttir, prestur við hjúkrunarheimilið Skjól í Reylqavík, en sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Eftir messuna verður kirkjugest- um, 67 ára og eldri, boðið til kaffi- drykkju á Hótel Borg. Þar mun Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), óperusöngkona syngja einsöng við Dómkirkjan. undirleik Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. Þess er vænst, að eldri borgarar í Dómkirkjusöfnuðinum fjölmenni til messunnar og kaffidrykkjunnar á eftir. (Frá Dómkirkjunni) Frá fundinum á Lækjartorgi. Útifimdir í Reykjavík 1. maí 10-15 þúsund manns í miðbæmim Frá fúndinum á Hótel Islandsplaninu, Mikill mannfjöldi var samankominn í miðbæ Reykjavíkur á baráttudegi verkalýðsins 1. maí, enda blíðskaparveður og tveir útifúndir tengdir kröfúgöngu. Gangan hófst klukkan 14.00 á Hlemmi og þokaðist hægt vegna mannfjölda niður Laugarveginn. Fulltrúaráð Verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnema- samband ísland héldu síðan sinn baráttufund á Lælqartorgi, en félagar í BHMR héldu áfram að Hótel íslandsplaninu þar sem þeir héldu baráttufund. Að sögn Pálmars Halldórssonar hjá Iðnnemasambandi íslands, sem skipulagði dagskrá verka- lýðsdagsins fyrir fyrrnefnda hóp- inn, var áætlað að milli 10.000 og 15.000 manns hefðu verið í miðbænum þegar mest var. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið: • Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. • Rafstofan Bæ, Borgarfirði. • Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. • Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi. • Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal • Póllinn hf., ísafirði. • Rafsjá hf., Sauðárkróki. • Sír hf., Akureyri. • Grímur & Árni, Húsavík. • Raftækjaverslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. • Rafvöruverslun Stefáns N. Stefánssonar, Breiðdalsvík. • Kristall, Höfn í Hornafirði. • Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. • Árvirkinn hf., Selfossi. • Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar, Garði. • Ljósboginn, Keflavík. Arlegft gestaboð Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavík Kvennadeild og Skagfírðingafélagid í Reylqavík verða með hið árlega gestaboð fyrir eldri félaga og gesti þeirra á morgun, uppstigningadag. Gestaboðið verður í félags- og veisluhlaðborð að vanda. Sam- heimilinu Drangey, Síðumúla 35. koman hefst klukkan 14.00. Þar verður dagskrá í tali og tónum Nýtt Yor- blóm selt ásunnudag I | VORBLÓMIÐ, árleg bók sem unglingaregla I.O.G.T. gefúr út, verður selt næstkomandi sunnu- dag. Þá ganga félagar í bama- stúkum í hús og selja bókina. Vorblómið er ætlað börnum og unglingum og er sala þess helsta Qáröflunarleið barnastú- kanna, segir í frétt frá útgef- anda. Vorblómið er ekki selt í verslun- um, heldur er eingöngu gengið með bókina í hús fyrsta sunnudag maímánaðar. í bókinni eru teikni- myndasögur, smásögur, ljóð, skrýtlur, leikir, ævintýri og fleira. Bókin er myndskreytt og 80 blaðs- íður að stærð. Almenna auglýs- ingastofan sá um myndskreytingu og hönnun útlits. I ritnefnd eru Ólafur F. Hjartar, Ásgerður Ingi- marsdóttir, Eðvarð Ingólfsson og Mjöll Matthíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.