Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 60

Morgunblaðið - 03.05.1989, Síða 60
SJÓVÁ-ALMENNAR ISýll félag inoil aterkar ra-tnr MIÐVIKUDAGUR 3. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. taldar 3% Islandsmet aflakóngs V cst man n aeyj um. ÞÓRUNN Sveinsdóttir VE sló í gær 19 ára gamalt vertíðarmet Geirfugls GK, sem var 1.704 tonn. Auk þess að slá aflametið, var í gær innbyrt þrjátíuþúsundasta tonnið, sem báturinn hefúr aflað frá því hann hóf veiðar á vertíðinni 1971 og mun aflaverðmæti þess á verðlagi dagsins í dag vera nálægt 1.200 til 1.500 milljón- um króna. Þórunn landaði í gær 30 tonnum og hefur því komið með 1.734 tonn að landi á þessari vetíð. f apríl kom Þórunn með 870 tonn að landi. Þeir bátar, sem aflað hafa mest á vetarvertíð auk Geirfugls eru Sæbjörg VE, sem aflaði 1.663 tonna 1969, Albert GK 1.517 tonna 1970, Skarðsvík SH 1.522 1972 og Amfirðingur RE, sem gerður var út frá Grindavík 1970 og aflaði þá 1.502 tonna. Á þessari vertíð er Jóhann Gíslason ÁR kominn með 1.518 tonn og var báturinn í gær í mokfiskiríi suður af Eyjum. Grímur Kostnaðar- hækkanir í fiskvinnslu ARNAR Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, segir að samtökin hafi fengið nægar tryggingar frá ríkisstjórninni fyrir því að fisk- vinnslan geti borið þær kostn- aðarhækkanir sem af nýgerð- um kjarasamningum við Al- þýðusamband íslands stafa út samningstímann. Hann segir kostnaðarhækkanirnar um 1,5% við gildistöku samnings- ins, en 3% þegar hann er að fúllu kominn fram. Einnig hafi fengist tryggingar fyrir því að tekjutap við lækkun á 5% verð- jöfnunargjaldi með frystum fiski í áföngum og endur- greiðslu á söluskatti yrði mætt á annan hátt. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagðist fagna því að aðilar á almennum vinnumarkaði væru búnir að gera kjarasamninga. Hann segir útgjaldaauka ríkissjóðs vegna aðgerða ríkisstjómarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum 800-1.000 milljónir. Það sé svipuð upphæð og nemi hærri tekjum ríkis- ins fyrstu mánuði ársins en áætlan- ir hafí gert ráð fyrir. Þar komi til betri innheimta söluskatts og eflaust meiri harka í innheimtu. Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, segir þessa samninga raunhæfa, en stærsti gallinn við þá væri að ekki væri í þeim tryggingarákvæði, þannig að kaupmátturinn á samn- ingstímanum væri mjög háður því hvemig stjómvöld tækju á málum. Sjá ennfremur kjarasamning- inn í heild á bls. 59, og fréttir á miðopnu ogþingsíðu, bls. 35. Fjórar vikur frá upphafí verkfalls háskólamanna: Kemiarar gerðu hróp að §ár- málaráðherra og gengu á dyr hjá Blóðbankanum. Fiskeldisstöðv- ar sjá fram á seiðadauða og rekstr- arstöðvun vegna fóðurskorts leysist ekki deila náttúrufræðinga og ríkis- ins á næstunni. Á þriðja þúsund viðskiptaskjala bíða þinglestrar hjá borgarfógeta í Reykjavík. Farið er að bera á fugladauða í kjúklingabú- um þar sem slátrun liggur niðri vegna verkfalls dýralækna. Þetta eru nokkur dæmi um afleiðingar verkfalls háskólamanna. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði á fundi með HIK-félögum í gær að eðlilegt væri að sáttasemjari legði fram sáttatil- lögu ef ekki semdist á næstu dægr- um. Fulltrúaráð HÍK kom saman til fundar í gærkvöldi og að sögn Wincie Jóhannsdóttur formanns HIK var það niðurstaða fundarins að viðræður deiluaðila hefðu ekki leitt til þess að lausn væri í sjón- máli. „Við höfum beðið um tilboð, en því hefur verið neitað að svo stöddu og vísað í þá kjarasamninga sem aðrir hafa gert og sagt að það væri það sem um væri að ræða. Það er sum sé enn verið að ve- fengja að við höfum sjálfstæðan samningsrétt," sagði hún. Hún sagði ennfremur að fulltrúaráðið hefði sett niður nefnd til að und- irbúa viðbrögð við mögulegum að- gerðum ríkisins, svo sem að það kæmi fram sáttatillaga, bráða- birgðalög yrðu sett eða að skipaður yrði gerðardómur. Nefndinni hefði verið falið að hafa í huga hörðustu möguleg yiðbrögð HÍK í hveiju til- felli. „Ef Ólafur Ragnar lætur þetta fara út í sáttatillögu þá er hann að afskrifa starf skólanna á þessu ári, vegna þess tíma sem atkvæða- greiðsla tekur,“ sagði Wincie Jó- hannsdóttir. Ekki náðist í Guðlaug Þorvalds- son ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Sjá ennfremur bls. 24. Beðið um 8% verðhækkun á bensíni OLÍUFÉLÖGIN hafa farið fram á það við Verðlagsráð, að útsölu- verð á bensínT* hækki um 8%, fari úr 43,80 í 47,30 krónur hver lítri. Jafnframt er óskað hækk- unar á svartolíu og gasolíu. Ástæðan er um 30% hækkun á innkaupsverði frá því verð var síðast ákveðið hér heima 8. apríl síðastliðinn. Fundur í Verðlagsráði hefur ekki verið boðaður og verður ákvörðun í fyrsta lagi tekin á föstudag en líklegast eftir helgi. Verð á bensíni á alþjóðlega markaðnum í Rotter- dam er með allra hæsta móti nú. Miðað við verðið þar í dag, þyrfti útsöluverð á hveijum litra af bensíni hér að vera rúmlega 51 króna. Olíu- félögin hafa til þessa komizt hjá því að kaupa bensín á hæsta verð- inu og vonazt er til að verð erlend- ins fari lækkandi. Áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur var að vonum kampakát með aflametið á heimstíminu í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Ríkisendurskoðun: Fullvirðisrétti úthlut- að fyrir utan verðábyrgð Ríkisendurskoðun telur áð reglugerðarbreytingar nr. 157 og 445 árið 1987 eigi sér ekki lagastoð. Þær hafi valdið því að úthlutað hafi verið fullvirðisrétti til framleiðenda sem ekki rúmist innan þeirra verðábyrgða sem búvörulög frá árinu 1985 geri ráð fyrir að ríkissjóður taki á sig með árlegum búvörusamningum við Stéttarsam- band bænda. Á grundvelli þessara reglugerða, meðal annars, hafi verið úthlutað fúllvirðisrétti til bænda sem geti numið samtals 2.800 til 2.900 tonnum af kindakjöti á samningstímanum. Ríkisendurskoðun álítur að ríkis- valdið sé ekki bundið af greiðslu- skyldum í formi verðábyrgðar vegna fullvirðisréttar sem úthlutað hafí verið á fyrrgreindan hátt. Þá framleiðslu yrði að flytja út og kostnaður vegna útflutningsbóta sé áætlaður um 1 milljarður króna. Landbúnaðarráðuneytið óskaði eftir því í nóvember 1988 að Ríkis- endurskoðun gerði ítarlega úttekt á framkvæmd búvörulaga frá árinu 1985. í niðurstöðum stofnunarinnar kemur fram að gera þurfi verulegt átak í að aðlaga sauðfjárframleiðsl- una í landinu að þörfum innanlands- markaðarins, eins og markmið lag- anna um búvöruframleiðslu geri ráð fyrir. Virkan framleiðslurétt, eins og hann sé áætlaður á árinu 1992, þurfí að minnka sem svari til kinda- kjötsframleiðslu um 200 verðlags- búa. Kjarasamningur staðfestur. Fjármálaráðherra býst við sáttatillögu FÉLAGSMENN HÍK gerðu hróp að Ólafi Ragnari Grímssyni fiár- málaráðherra, sem mætti á fúnd í baráttumiðstöð þeirra í gær, og gengu á dyr þegar hann lýsti því yfir að BSRB-samningur yrði fyrir- mynd samnings við aðildarfélög BHMR, en í dag eru liðnar fjórar vikur frá því að verkfall þeirra hófst. I dag er búist við að sáttafúnd- ur í deilunni heíjist hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 fyrir hádegi. Forsvarsmenn kennara, mennta- málaráðuneytis og stjórnendur skóla eru sammála um að semjist ekki í þessari viku sé mjög óvíst um lyktir skólastarfs í vetur. Vand- ræðaástand er á öllum deildum Landspítala, að sögn Árna Björns- sonar formanns Læknaráðs spítal- ans, bæði vegna verkfalls hjúkr- unarfræðinga og náttúrufræðinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.