Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 27

Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 ■—i—m n~>-----m----—— - Reuter Útffir prinsessu Syrgjendur bera mynd af Pang-ja prinsessu, ekkju síðasta krón- prins Kóreu. Þeir fóru fyrir líkfylgdinni sem lagði upp frá keis- arahöllinni í Seoul en prinsessan var greftruð skammt fyrir utan höfuðborgina á mánudag. HVÍTASUNNUKAPPREIÐAR HESTAMANNAFÉLAGSINS FÁKS hefjast fimmtudaginn 11. maí ki. 17.00 með keppni í B-flokki. Föstudaginn 12. maí kl. 17.00 keppni í A-flokki. Laugardagurinn 13. maí. Kl. 09.00 töltkeppni Ki. 11.30 unglingaflokkur Kl. 13.00 barnaflokkur Kl. 14.00 raðað í 6.-10. sæti í B-flokk Kl. 14.30 raðað Í.6.-10. sæti í A-flokk Kl. 15.00 raðað í 6.-10. sæti í tölti Kl. 15.30 kappreiðar Keppt verður í 300 m brokki og 150 m skeiði báðir sprettir. Mánudagur 15. maí kl. 12.30: Hópreið Fáks- manna, mótið sett og töltsýning unglingaklúbbs Fáks. Kl. 13.00 úrslit í unglingaflokki 1.-5. sæti Kl. 13.30 úrslit í barnaflokki 1.-5. sæti Kl. 14.00 úrslit í B-flokki 1.-5. sæti Kl. 14.30 úrslit í A-flokki 1.-5. sæti Kl. 15.00 úrslit í tölti 1.-5. sæti Kl. 15.30 kappreiðar Keppt verður í 250 m skeiði, 250 m stökki, 350 m stökki og 800 m stökki. Keppendur athugið að keppni í barna- og unglingaflokki, A-flokki, B- flokki og tölti fer fram á Asavelli. Hestamannafélagið Fákur Hryðjuverkamenn í Danmörku: Einn þeirra vann á Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN af hryðjuverkamönnunum tíu, sem handteknir voru í Dan- mörku á föstudag, hafði starfað á Kastrup-flugvelli í sjö ár, meðal annars við að ferma flugvélar, að sögn danska dagblaðsins Jyl- landsposten. Þetta var á árunum 1973-80. Yfirmaður flugvallarins, Knud Heinesen, sagði í samtali við blaðið að þessar upplýsingar hefðu komið sér mjög á óvart og rannsakað yrði hvort einhver hinna hryðjuverka- mannanna tengist flugvellinum. Um svipað leyti og maðurinn hætti störfum á flugvellinum hlaut hann dóm fyrir skemmdarverk, rán og íkveikjur á vegum Sósíalíska frelsishersins í Danmörku á árunum 1979-80. Hann hætti störfum á velli- numn í janúar 1980 vegna þessara mála, að sögn Jyllandsposten. Hryðjuverkamennirnir tíu eru Kastrup grunaðir um að hafa átt þátt í mestu ránum sem framin hafa verið í Dan- mörku á undanförnum átta árum. Auk þess er talið að þeir-séu viðriðn- ir mannrán og morð. Þeir hlutu þjálf- un í æfingabúðum fyrir hryðjuverka- menn á Sýrlandi og tengjast hryðju- verkasamtökunum Alþýðufylking- unni fyrir frelsun Palestínu, PFLP. Lögreglan fann fjölmörg vopn í eigu hópsins í Kaupmannahöfn. RISARNIR UNDE OG LANSING SAMEINAST LINDE A.G. í Vestur-Þýskalandi og LANSING LTD. íBretlandi hafa sam- einast í eitt fyrirtæki, LINDE WGA Group, með aðsetur íAschaffenburg í V-Þýskalandi. LINDE A. G. er nú lang stærsti framleiðandi á hvers konar vörulyfturum í Vestur-Evrópu með verksmiðjur íÞýskalandi, Frakklandiog Bretlandi. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA hefur nú tekið að sér umboð fyrir LINDE vörulyftara og býður fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr á rafmagns og dísel vörulyfturum, með lyftigetu frá 0,5 til 42 tonna. Kynnist úrvalinu hjá okkur. Það er fjölþætt, verðið sanngjarnt og gæðin ótvíræð. UNDE-LANSING UMB0ÐIÐ Á ÍSLANDI BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 7UM h r WTnr/vf í ... starfsemi Ferétaskrifstöfunnar raskastþví svolítið fram á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.