Morgunblaðið - 11.05.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.05.1989, Qupperneq 46
MQRftliNBLAÐID, HMMTUDAGUR 11. MAÍ 1989 Hanna María Frið- jónsdóttír - Minning Fædd 23. júlí 1915 Dáin2. maí 1989 Við erum mörg sem munum hana Hönnu. Gömul kona með geislandi bros, hlýju og ástúð í hverri hreyf- ingu. Við munum hana í kaupfélags- markaðinum á Miðvangi bjóðandi gestum og gangandi, sem þar áttu leið um, kaffi og afslöppun mitt í önn dagsins. Það var ótrúlega notalegt að tylla sér niður í gestahominu á Miðvang- inum og njóta þar kaffisopa í ör- skamma stund, gleyma andartak erli og amstri líðandi dags í nota- legri gestrisni og hjartahlýju gam- allar konu, sem þrátt fyrir aldur og oft erfiða lífsbaráttu ljómaði af gleði og góðvild til alls og allra. Þannig var hún Hanna, og þann- ig mun hún lifa í minningu okkar. Hanna María Friðjónsdóttir kvaddi þennan heim, sem við hrær- umst í frá degi til dags, þriðjudag- inn 2. maí síðastliðinn. Hún lagði óhrædd upp í ferðina yfir landamæri lífs og dauða, því að hún var trúuð kona og var ein- læg í þeirri vissu að líf væri eftir þetta líf, og fullviss þegs að endur- fundir hennar og okkar sem eftir lifum bíði einhvers staðar í óráðinni framtíð. Okkur vinum hennar og vanda- mönnum er bæði gott og mann- bætandi að hugsa til þeirra endur- funda. Slík var og er hún Hanna okkar. Hanna María Friðjónsdóttir fæddist hinn 23. júlí 1915 á Skálum á Langanesi. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Guðbrandsdóttir og Friðjón Stefánsson sjómaður. Veröldin fór ekki mildum hönd- um um Hönnu Maríu, þegar hún var að stíga fyrstu spor sín í þessum heimi. Þegar hún var ársgömul missti hún á sama sólarhringnum móður sína og tvær systur. Það var þungt áfall fátækri fjölskyldu. Faðir hennar stóð þá einn uppi með þær systurnar tvær sem eftir lifðu, Hönnu og eldri systur hennar Fjóju. Á þeim tíma voru úrræðin ekki mörg fyrir fátæka menn sem stóðu í þessum sporum. Friðjón kom hinni ársgömlu dóttur sinni fyrir hjá frænku þeirra, Svanhvíti Helga- dóttur í Kumlavík, en Fjólu eldri dóttur sína hafði hann hjá sér og annaðist hana næstu árin. Hanna María var í umsjá frænku sinnar næstu fjögur árin, en árið 1920 fer hún að Eiði á Langanesi til Daníels Jónssonar, sem þá bjó þar með Arnþrúði dóttur sinni. Og þar ólst Hanna upp í skjóli þeirra Daníels og Arnþrúðar og í þeim átti hún hald og traust allar götur síðan. Þarna festi Hanna María rætur. Hún var bundin óijúfandi tryggða- böndum þeim Daníel og Arnþrúði. Hún kallaði Daníel „afa“ en Am- þrúði „fóstru“ og segir það eitt sína sögu. Arnþrúður giftist síðar Halldóri Benediktssyni, en sonur þeirra Benedikt er kennari og kenndi m.a. hér í Hafnarfirði. Síðustu æviár sín dvaldi Arnþrúður á elliheimilinu á Sólvangi og þar lést hún. Þær voru ófáar heimsóknimar hennar Hönnu til þessarar „fóstru" sinnar og Amþrúður fór ekki á mis við eðlislæga umhyggju Hönnu Maríu, frekar en aðrir samferða- menn hennar á lífsleiðinni. Ung að aldri fór Hanna María að vinna fyrir sér, svo sem títt var á þessum tíma, en á Eiði átti hún heima til 16 ára aldurs. Þá fór hún til Kristínar Jósefsdóttur, en hún rak þá hótel á Þórshöfn. Hjá henni vann Hanna í nokkur ár, þó ekki samfellt. Þá var Hanna vinnukona í tvö ár hjá Júlíusi Hafstein sýslumanni á Húsavík og hafði oft á orði mynd- arskap og heimilishætti þar, sem hefðu orðið sér góður og ómetanieg- ur skóli. Frá Húsavík lá leið Hönnu til Akureyrar, en þaðan fór hún eftir árs dvöl til Þórshafnar í vinnu á hótelinu þar. Síðar ræðst hún vinnukona til Sigfúsar Aðalsteinssonar í Hvammi í Þistilfirði, sem þar bjó ásamt konu sinni. Þar bjuggu þá einnig öðru búi systkini Sigfúsar, Björn, Berg- þór og Hólmfríður. Brátt hófust góð kynni með þeim Hönnu Maríu og Bimi Aðalsteins- syni og til hans ræðst hún, fyrst sem ráðskona. Hinn 23. október 1943 giftist svo Hanna María Birni. Þá hófst óvenju gott og traust hjónaband þeirra, sem entist þeim vel alla ævi og aldr- ei bar skugga á. Svo hafa börn þeirra sagt, að allt til hinsta dags Björns hafi samskipti þeirra Hönnu frekar minnt á fólk í tilhugalífi, en fólk sem hefur áratuga sambúð að baki. Slík var dagleg ástúð þeirra og umhyggja hvort fyrir öðru. Hanna María og Björn bjuggu búi sínu í Hvammi í Þistilfirði allt til vorsins 1961. Og þar eru böm þeirra fædd, Hólmfríður Bergþóra, Aðalheiður Jóhanna og Guðmund- ur, sem öll lifa móður sína. Auk þeirra eignuðust þau Hanna og Bjöm dreng og stúlku sem önduð- ust skömmu eftir fæðingu, óskírð. Vorið 1961 hættu þau Hanna og Bjöm búskap í Hvammi, eins og áður er sagt, og fluttu til Þórs- hafnar. Þar stóð heimili þeirra næstu níu árin. Og enn sem fyrr var lífsbaráttan hörð. Bjöm stundaði byggingar- og fískvinnu, þegar þá vinnu var að hafa, en annars hvað sem til féll hveiju sinni. En Hanna lét ekki sinn hlut eftir liggja. Bráðlega fór hún að taka fólk, sem þar dvaldi í lengri eða skemmri tíma, í fæði og gistingu. Bæði var gestrisnin og góðvildin henni í blóð borin og svo var einnig þörfín knýjandi að koma sér og sínum áfram í lífínu. Fólki þótti gott að njóta návistar Hönnu, það gleymdi henni ekki og vildi sem lengst eiga hlut í henni. Um þetta talar skýru máli, hversu margir þeir gestir voru, sem sendu Hönnu jólagjafir eftir kynni sín af henni og sýndu henm á margvíslegan annan hátt vináttu og ræktarsemi. Haustið 1970 flytjast þau Björn og Hanna til Hafnarfjarðar og stóð heimili þeirra þá á Lindarhvammi 6. Og í Hafnarfírði áttu þau síðan heima allt til æviloka. Síðustu æviár sín dvaldi Hanna á Hrafnistu í Hafnarfirði og undi þar glöð við sitt, sátt við samferða- menn sína og tilveruna, eins og reyndar einkenndi hana allt ævi- skeiðið. Hún minntist oft með sér- stakri þökk og hlýju starfsfólksins þar og þá ekki síst þeirra hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Kolbeins Helgasonar, sem reyndust henni afburða góð. Ég kynntist fyrst Hönnu, þegar hún vann sem ræstingarkona í Víði- staðaskóla og síðar í versluninni á Miðvangi 41, en þar starfaði hún allt frá því að verslunin þar var opnuð og svo lengi sem henni ent- ist aldur og heilsa til. Ég er þakklátur fyrir öll þau kynni og tel mig auðugri mann eft- ir þau en áður. Þannig manneskja var Hanna María Fn'ðjónsdóttir. Hið veraldlega skipti hana ekki máli, en lífíð í kring um hana og mannlegi þátturinn í tilverunni því meira. Hún trúði á hið góða í veröld- inni. Allir samferðamenn hennar voru hver öðrum ágætari að hennar mati. Slík viðhorf eru of fágæt í heiminum í dag og kannski væri hann annar og betri, ef fleiri gerðu þetta lífsviðhorf Hönnu Maríu að sínu. Hanna María Friðjónsdóttir var trúuð kona. Hún efaðist ekki um tilveru eftir dauðann og hugsaði gott til endurfunda við ástvini sína, þegar vegferð hennar í þessu jarðlífi tæki enda. Það segir sig sjálft, að kona eins og Hanna María lét sér annt um börn sín, tengdabörn og barnaböm. Öll gátu þau alltaf sótt til hennar sólskin og yl. Þau kveðja nú móður, tengda- móður og ömmu með innilegri þökk og geyma í sjóði minninganna perl- ur, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Þeir fjársjóðir verða aldrei fullmetnir. Um leið og ég þakka Hönnu Maríu samfylgdina á genginni götu, sendi ég börnum hennar, tengda- bömum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. En minningu Hönnu Maríu Frið- jónsdóttur fylgir hjartans þökk frá okkur samferðamönnum hennar, fyrir glaðværa brosið, góðvildina og samskiptin öli,- — já, fyrir sól- skinið sem birtist í hvert eitt sinn er við minnumst hennar. Útför Hönnu Maríu Friðjóns- dóttur hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Hörður Zóphaníasson Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við bömin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvislar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... (Davíð Stefánsson) Þegar ég nú veit að ég á ekki eftir að hitta hana Hönnu mína, hérna megin aftur, þá langar mig að festa örfáar minningarperlur á blað. Hún auðsýndi mér svo mikil gæði og elskulegheit, að slíkt hef- ur enginn mér vandalaus sýnt. Ég sé Hönnu fyrir mér á kaffístofunni á Miðvangi, veitandi starfsfólki hressingu á löngum vinnudegi, ég sé hana í kaffíhominu okkar, einn- ig á Miðvangi, með kaffíkönnu og djúskönnu, veitandi viðskiptavin- um, alltaf brosandi, alltaf svo fín og vel til höfð, þar er hennar sakn- að nú. Til Hönnu kom ég þegar veikindi steðjuðu að mér og mínum og hún átti alltaf einhver ráð, til Hönnu kom ég þegar mig vantaði sokka eða vettlinga á bömin og hún bætti úr því. Til Hönnu kom ég „stressuð" og fannst ég ekki sjá út úr verkefnum dagsins og hún sýndi mér allt önnur og meiri verðmæti svo daglegt amstur varð leikur einn. Til Hönnu kom ég og hlustaði á fróðleik um fyrri tíma og hlustaði þó, ekki nógu mikið eða nógu lengi. Ég sakna Hönnu^- hlýjunnar hennar og faðmlaganna, en hún var tilbúin að fara, hlakk- aði til að hitta þá sem á undan vom farnir, sagðist vera búin að skila sínu héma megin, átti góða heimvon. Megi Guð gefa mér þvílíkt æðraleysi þegar þar að kemur, því þá hef ég eitthvað lært af Hönnu minni og víst er ég ríkari af hennar kynnum. Hafí Hanna heila þökk. Góðar kveðjur sendi ég börnum hennar og þeirra fjölskyldum. Denna Hjónaminning: Anna Eiríksdóttír og Guðbjöm Þórarinsson Fædd 26. maí 1906 Dáin 8. desember 1986 Fæddurll. maí 1894 Dáinn3. september 1988 í dag, 11. maí, hefði afí okkar Guðbjöm Þórarinsson orðið 95 ára gamall. Af því tilefni viljum við barnaböm þeirra hjóna, Önnu Eiríks- dóttur og Guðbjöms, minnast þeirra og rifja upp fáeinar af þeim ótal- mörgu góðu minningum sem við eig- um um afa og ömmu á Langeyri. Afí og amma bjuggu í litla húsinu sínu, Langeyri við Heijólfsgötu, í hartnær 50 ár. Langeyri er því sam- tvinnuð öllu sem viðkemur minning- unum um afa og ömmu, enda mót- uðu þau svip hússins og staðarins eins og þeim einum er lagið. Stein- hleðslur úr hraungrýti víðs vegar um lóðina bera afa vitni um þann dugn- að, útsjónar- og nægjusemi sem við öl! kynntumst svo vel og dáðumst að. Innan um náttúrulegt hraunið og hleðslur afa gróðursetti amma blóm sín og hlúði að. Þannig mynd- aði samspilið milli jarðarinnar og verka afa og ömmu sérstakt og hlý- legt yfirbragð. Það er ómæld vinna sem þurfti ár hvert að inna af hendi til að halda blómum og hleðslum við, enda ófáar myndimar í huga okkar af ömmu þar sem hún stendur í vinnugallanum sínum, moldug, útitekin og geislandi af gleði uppi í kletti eða ofan í gjótu og hlúir að blómunum sínum. Þar eru líka myndimar af afa að brýna ljáinn sinn, eða með málningarpensil í hendi, dyttar að girðingu eða gluggakarmi. Aðalstolt ömmu voru matjurta- garðarnir hennar, enda óvenju miklir að umfangi og fegurð. Amma hóf snemma matjurtarækt, sem var þá fátítt meðal fólks í bæjum, og stóð að þeirra rækt með miklum myndar- skap eins og öllu sem hún tók sér fyrir. hendur. Hún var sannarlega með græna fíngur og galdraði upp úr görðunum ótrúlegt góðgæti. Amma ræktaði bamabörnimsín ekki síður en jurtirnar. Gulrætur, rófur, næpur, rabbarbari, jarðarber og ófá- ar tegundir af káli og grasi kitluðu ósjaldan bragðlauka okkar og amma hamingjusamari eftir því sem við borðuðum meira. Amma og afi vóru afburða útsjón- arsöm og þurftu ekki að sækja langt yfír skammt eftir áburði á garðana. Síðsumars sóttu þau þang í fjöruna fyrir neðan húsið og geymdu í hrauk yfir veturinn. Þegar voraði dreifðu þau þessum áburði á garðana, síðan var stungið upp og sáð í. Sjálfsagt hefur áburðurinn átt sinn þátt í að gera grænmetið hennar ömmu jafn- gómsætt og raun bar vitni, en alúðin og natnin sem hún lagði í garðana rak endahnútinn á. Á meðan amma sveimaði milli kálgarða og blómabeða með skóflur og gafla, sat afi löngum í kjallaran- um sínum og felldi net. Afi var sjó- maður frá 12 ára aldri, allt fram að áttræðu, og kynntist flestum tegund- um sjómennsku. Frásagnarsniild afa var slík að hann hreif okkur með sér inn í liðna tíð á vit ævintýra til sjós og lands. Á slíkum stundum stóð tíminn í stað og við hlustuðum af athygli. Afi miðlaði bæði af eigin reynslu og annarra, enda víðlesinn og átti góðan bókakost. Þrátt fyrir að hann væri að kalla sestur í helgan stein, var ósjaldan leitað til hans og annarra karla á svipuðu reki til starfa hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar þeg- ar mikið lá við. Þau okkar sem urðu þess aðnjótandi að starfa með honum og hans kynsloðar mönnum, búum að því og eigum minningar um dugn- að þeirra, verkgleði og ósérhlífni. Það var notalegt að fara í kjallarann til afa, setjast niður með gulrót í munni og sjá möskvana mótast í höndum hans. Hljóður og rólegur í fasi hnýtti hann böndin eftir kúnstarinnar regl- um og unni sér aðeins hvíldar á hefð- bundnum matar- og kaffitímum. Þá trítlaði maður með afa upp í eldhús til ömmu og drakk mjólkurbland afa til samlætis, borðaði kleinu og brauð- sneið með gulrótarmarmelaði. Stór klukka tifaði inni í svefnherbergi í Síðustu forvöð að panta Macintosh tölvur skv. 2. afgreiðslu ríkissamningins, er 18. maf Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, sfmi 26844

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.