Morgunblaðið - 11.05.1989, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
m;í(,'íí
FTMMTUDAGUR 11. MAI 1989
KNATTSPYRNA
Sovétmenn
stöðvuðu
Tyrkií
Istanbúl
SOVÉTMENN, sem sluppu
með skrekkinn í fyrsta leik í 3.
riðli undankeppni Heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu og
gerðu 1:1 jaf ntefli við íslend-
inga á Laugardalsvelli, hafa
verið ósigrandi í riðlinum
síðan. í gær sóttu þeir Tyrki
heim, höfðu mikla yfirburði, en
unnuaðeins 1:0.
Alexei Mikhailichenko gerði
eina mark leiksins á 40.
mínútu, skoraði af 10 metra færi,
og eftir það léku gestimir við hvern
sinn fingur — sigurinn var aidrei í
hættu.
Heimamenn byrjuðu með látum,
en komust ekkert áleiðis gegn
sterkri vöm mótherjanna. Fram-
heijar Tyrkja, Tanju Colak, marka-
kóngur Evrópu á síðasta keppn-
istímabili, og Ridvan Dilmen vom
heldur ekki með á nótunum, þegar
félagar þeirra reyndu að byggja upp
sóknarleik.
Vasily Rats, Sovétríkjunum, og
Mustafa Yucedag, Tyrklandi, vora
bókaðir.
Næsti leikur í riðlinum verður
17. maí. Þá leika Austur-Þjóðveijar
og Austurríkismenn. 31. maí verður
viðureign Sovétmanna og íslend-
inga í Moskvu og síðan koma tveir
leikir íslands og Austurríkis; á
Laugardalsvelli 14. júní og 23.
ágúst í Austurríki.
HM 3. RIÐILL
TYRKLAND - SOVÉTRÍKIN 1
Fj.lelkja U J T Mörk Stig
SOVÉTRlKIN 4 3 1 0 7: 1 7
TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5
AUSTURRÍKI 2 1 0 1 3:4 2
ÍSLAND 3 0 2 1 2:4 2
A-ÞÝSKAL. 4 1 0 3 3: 8 2
Mm
FOLK
H HALLDÓR Kristjánsson var
kjörinn formaður handknattleiks-
deildar KR á aðalfundi deildarinnar
fyrir skömmu, en Kristján Örn
Ingibergsson gaf ekki kost á sér
til endurkjörs. Hann verður hins
vegar varaformaður. Aðrir í stjórn
eru Kristinn Ingason, ritari, Frið-
rik Halldórsson, gjaldkeri, og með-
stjórnendur þeir Guðjón B. Hilm-
arsson, Jóhannes Stefánsson,
Agúst Baldursson, Heimir Fjel-
steð og Ingvar Stefánsson.
ídag
Fyrsta fijálsíþróttamót sum-
arsins, Vormót ÍR, fer fram í
dag og hefst kl. 18:15. Yfir
90 þátttakendur eru skráðir
og meðal keppenda verða
flestir þeirra sem halda á
Smáþjóðaleikana á Kýpur í
næstu viku. í 3000 m hlaupi
karla er keppt um Kaldals-
bikarinn og má búast við góð-
um árangri og mikilli keppni
í því hlaupi, en 14 era skráðir
til leiks. Þá er einnig keppt
um farandbikar í 400 m hlaupi
kvenna.
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
jne Bratseth átti mjög góðan leik með Bremen.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Bratseth skoraði
eftir einleik
Werder Bremen vann Leverkusen, 2:1, og
mætir Dortmund í úrslitaleik bikarkeppninnar
NORÐMAÐURINN Rune Brat-
seth var yfirburðarmaður hjá
Werder Bremen - þegar félag-
ið vann Bayer Leverkusen, 2:1,
í gærkvöldi. Aðeins 20 þús. sáu
leikinn, sem var daufur miðað
við leik Dortmund og Stuttgart.
Það verða því Bremen og Dort-
mund sem leika til úrslita í
Vestur-Berlín.
Leikmenn Leverkusen vora
hættulegri í byijun, en þvert á
gang leiksins skoraði Bremen á 21.
mín. Bratseth einleik þá skemmti-
■iHi lega í gegnum vörn
FráJóni Leverkusen og end-
Halldóri aði einleikur hans
l?®^arfsj/n' með skoti - 0:1.
Bremen vora sterk-
ari fram að leikhléi, en í seinni
hálfleik vora leikmenn Leverkusen
frískari og náði S-Kóreumaðurinn
Bum-kun Cha að sundra vöm
Bremen á 55. mín. Hann sendi
knöttinn þá til Pólveijans Andrzej
Buncol, sem jafnaði, 1:1.
Þó að Leverkusen hafi verið
starkari undir lokin vora það leik-
menn Bremen sem náðu að tyggja
sér sigur þremur mín. fyrir leikslok.
Nýliðinn Dieter Eilts skoraði sigur-
markið.
FOLK
Ovæntur sigur Chicago
Michael Jordan með 11 stig íframlengingu gegn NewYork
CHICAGO Bulls vann óvæntan
sigur á New York Knicks f
fyrsta leik liðanna í undanúr-
slitum Vestur-deildarinnar.
Chicago sigraði 120:109 eftir
framlengdan leik í New York
og hafa vonir liðsins, um að ná
í úrslit, fengið byr undir báða
vængi.
Að venju var það snillingurinn
Michael Jordan sem gerði
gæfumuninn. Hann gerði þó „að-
eins“ 34 stig en 11 þeirra komu í
■■■■■I framlengingunni.
Gunnar Hann átti einnig 10
Valgeirsson fráköst og 11 stoð-
skrífar sendingar.
Leikurinn var
mjög spennandi en Bill Cartwright
fékk tækifæri til að tryggja Chicago
sigur er staðan var 103:103 en
náði ekki að skora. Því var fram-
lengt og þá- hafði Chicago mikla
yfirburði.
„Við vissum að ef við ætluðum
í úrslit urðum við að sigra í að
minnsta kosti einum leik á útivelli,“
sagði Michael Jordan. Rick Pitinio,
þjálfari New York, sagði lið sitt enn
Mochael Jordan fór enn einu sinni
á kostum.
eiga möguleika: „Nú þurfum við
að vinna næsta leik [í New York]
og svo einn til tvo leiki á útivelli.
Ég held að við getum það.“
Chicago er því komið með foryst-
una, 1:0. Næsti leikur fer fram í
New York en svo koma þrír leikir
í Chicago.
Golden State sigraði Phoenix á
útivelli og kom það einnig á óvart.
Lið Golden State hefur þó leikið
mjög vel að undanförnu og nú vora
það þrír leikmenn sem gerðu bróð-
urpartinn af stigunum. Chris Mullin
(37), Terry Teagle (29) og Mitch
Richmond (25) léku allir mjög vel.
Eddy Johnson var stigahæstur í liði
Phoenix með 35 stig.
Staða liðanna er jöfn, 1:2, en
Golden State stendur betur að vígi
þarsem liðið á þijá næstu leiki á
heimavelli.
NBA-úrslit
Undanúrslit:
Austurdeild:
New York—Chicago Bulls....109:120
(Chicago er yfír 1:0)
Vesturdeild:
Phoenix—Golden State......122:127
(Staðan er jöfa 1:1)
Evrópukeppnin
Undanriðill i Osló:
England—Danmörk..............74:55
Sviss—Noregur....,...........66:65
Undanriðill í Vin:
Austurríki—Finnland..........84:73
Tékkóslóvakla—Rúmenia.......107:71
FráJóni
Halldóri
Garðarssyni
iV-Þýskalandi
■ LEIKMENN og þjálfarar í
V-Þýskalandi, á móti nýju reglun-
um í „Bundesligunni." Þá telur
Franz Beckenbauer, landsliðs-
þjálfari, er erri
ánægður með þær.
„Ég hef aldrei vitað
um aðra eins vit-
leysu í sambandi við
deildarkeppni,“ sagði hann. _
■ INTER Mílanó skuldar Bay-
ern Miinchen enn peninga fyrir
þá Lothar Matthaus og Andreas
Brehme - og er komið að skuldar-
dögum næsta sumar. Sá orðrómur
er nú uppi að Inter, sem mun kaupa
Jurgen Klinsmann frá Stuttgart,
sé tilbúið að lána Klinsmann - upp
í skuld, í eitt ár.
■ MIÐAR ganga nú á svörtum
markaði í Stuttgart - á leik
Stuttgart og Bayern. Tölur eins
og 14.000 ísl. kr. hafa verið nefnd-
ar í því sambandi.
■ JUVENTUS hefur nú hug á
að næla sér í annan Sovétmann.
ítalskt blað sagði frá því í gær að
Oleg Protassow væri efstur á
óskalista félagsins.
■ BRÖNDBY varð bikarmeist-
ari í Danmörku. Félagið vann Ik-
ast IF, 6:3, eftir framlengingu.
■ ANDERLECHT hefur fest
kaup á belgíska landsliðsmannin-
um Marc van der Linden frá
Antwerpen á 56 millj. ísl. kr.
Sigurlið KA
Morgunblaöið/Rúnar Þór
KA-menn sigraðu í Tactit mótinu í knattspyrnu, vormóti Knattspyrnuráðs Akureyrar, eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. KA
sigraði Þór 4:1 og Tindastól 2:1, og gerði markalaust jafntefli við Leiftur. Á myndinni er sigurlið KA, eftir sigurinn á Þór í síðasta leik mótsins. Aftari
röð frá vinstri: Jón Grétar Jónsson, Halldór Kristinsson, Jóhannes Valgeirsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Gauti Laxdal, Halldór Halldórs-
son, Erlingur Kristjánsson, Arnar Freyr Jónsson, Jónas Guðmundsson, Guðjón Þórðarson jijálfari, Kristján Einarsson, Stefán Gunnlaugsson, formað-
ur knattspyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Örn Viðar Arnarson, Arnar Bjamason, Arni Hermannsson, Stefán Ólafsson, Þorvaldur Örlygsson,
Haukur Bragason og Davíð sonur Stefáns Gunnlaugssonar.