Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR m;í(,'íí FTMMTUDAGUR 11. MAI 1989 KNATTSPYRNA Sovétmenn stöðvuðu Tyrkií Istanbúl SOVÉTMENN, sem sluppu með skrekkinn í fyrsta leik í 3. riðli undankeppni Heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu og gerðu 1:1 jaf ntefli við íslend- inga á Laugardalsvelli, hafa verið ósigrandi í riðlinum síðan. í gær sóttu þeir Tyrki heim, höfðu mikla yfirburði, en unnuaðeins 1:0. Alexei Mikhailichenko gerði eina mark leiksins á 40. mínútu, skoraði af 10 metra færi, og eftir það léku gestimir við hvern sinn fingur — sigurinn var aidrei í hættu. Heimamenn byrjuðu með látum, en komust ekkert áleiðis gegn sterkri vöm mótherjanna. Fram- heijar Tyrkja, Tanju Colak, marka- kóngur Evrópu á síðasta keppn- istímabili, og Ridvan Dilmen vom heldur ekki með á nótunum, þegar félagar þeirra reyndu að byggja upp sóknarleik. Vasily Rats, Sovétríkjunum, og Mustafa Yucedag, Tyrklandi, vora bókaðir. Næsti leikur í riðlinum verður 17. maí. Þá leika Austur-Þjóðveijar og Austurríkismenn. 31. maí verður viðureign Sovétmanna og íslend- inga í Moskvu og síðan koma tveir leikir íslands og Austurríkis; á Laugardalsvelli 14. júní og 23. ágúst í Austurríki. HM 3. RIÐILL TYRKLAND - SOVÉTRÍKIN 1 Fj.lelkja U J T Mörk Stig SOVÉTRlKIN 4 3 1 0 7: 1 7 TYRKLAND 5 2 1 2 8: 6 5 AUSTURRÍKI 2 1 0 1 3:4 2 ÍSLAND 3 0 2 1 2:4 2 A-ÞÝSKAL. 4 1 0 3 3: 8 2 Mm FOLK H HALLDÓR Kristjánsson var kjörinn formaður handknattleiks- deildar KR á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu, en Kristján Örn Ingibergsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hann verður hins vegar varaformaður. Aðrir í stjórn eru Kristinn Ingason, ritari, Frið- rik Halldórsson, gjaldkeri, og með- stjórnendur þeir Guðjón B. Hilm- arsson, Jóhannes Stefánsson, Agúst Baldursson, Heimir Fjel- steð og Ingvar Stefánsson. ídag Fyrsta fijálsíþróttamót sum- arsins, Vormót ÍR, fer fram í dag og hefst kl. 18:15. Yfir 90 þátttakendur eru skráðir og meðal keppenda verða flestir þeirra sem halda á Smáþjóðaleikana á Kýpur í næstu viku. í 3000 m hlaupi karla er keppt um Kaldals- bikarinn og má búast við góð- um árangri og mikilli keppni í því hlaupi, en 14 era skráðir til leiks. Þá er einnig keppt um farandbikar í 400 m hlaupi kvenna. KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND jne Bratseth átti mjög góðan leik með Bremen. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Bratseth skoraði eftir einleik Werder Bremen vann Leverkusen, 2:1, og mætir Dortmund í úrslitaleik bikarkeppninnar NORÐMAÐURINN Rune Brat- seth var yfirburðarmaður hjá Werder Bremen - þegar félag- ið vann Bayer Leverkusen, 2:1, í gærkvöldi. Aðeins 20 þús. sáu leikinn, sem var daufur miðað við leik Dortmund og Stuttgart. Það verða því Bremen og Dort- mund sem leika til úrslita í Vestur-Berlín. Leikmenn Leverkusen vora hættulegri í byijun, en þvert á gang leiksins skoraði Bremen á 21. mín. Bratseth einleik þá skemmti- ■iHi lega í gegnum vörn FráJóni Leverkusen og end- Halldóri aði einleikur hans l?®^arfsj/n' með skoti - 0:1. Bremen vora sterk- ari fram að leikhléi, en í seinni hálfleik vora leikmenn Leverkusen frískari og náði S-Kóreumaðurinn Bum-kun Cha að sundra vöm Bremen á 55. mín. Hann sendi knöttinn þá til Pólveijans Andrzej Buncol, sem jafnaði, 1:1. Þó að Leverkusen hafi verið starkari undir lokin vora það leik- menn Bremen sem náðu að tyggja sér sigur þremur mín. fyrir leikslok. Nýliðinn Dieter Eilts skoraði sigur- markið. FOLK Ovæntur sigur Chicago Michael Jordan með 11 stig íframlengingu gegn NewYork CHICAGO Bulls vann óvæntan sigur á New York Knicks f fyrsta leik liðanna í undanúr- slitum Vestur-deildarinnar. Chicago sigraði 120:109 eftir framlengdan leik í New York og hafa vonir liðsins, um að ná í úrslit, fengið byr undir báða vængi. Að venju var það snillingurinn Michael Jordan sem gerði gæfumuninn. Hann gerði þó „að- eins“ 34 stig en 11 þeirra komu í ■■■■■I framlengingunni. Gunnar Hann átti einnig 10 Valgeirsson fráköst og 11 stoð- skrífar sendingar. Leikurinn var mjög spennandi en Bill Cartwright fékk tækifæri til að tryggja Chicago sigur er staðan var 103:103 en náði ekki að skora. Því var fram- lengt og þá- hafði Chicago mikla yfirburði. „Við vissum að ef við ætluðum í úrslit urðum við að sigra í að minnsta kosti einum leik á útivelli,“ sagði Michael Jordan. Rick Pitinio, þjálfari New York, sagði lið sitt enn Mochael Jordan fór enn einu sinni á kostum. eiga möguleika: „Nú þurfum við að vinna næsta leik [í New York] og svo einn til tvo leiki á útivelli. Ég held að við getum það.“ Chicago er því komið með foryst- una, 1:0. Næsti leikur fer fram í New York en svo koma þrír leikir í Chicago. Golden State sigraði Phoenix á útivelli og kom það einnig á óvart. Lið Golden State hefur þó leikið mjög vel að undanförnu og nú vora það þrír leikmenn sem gerðu bróð- urpartinn af stigunum. Chris Mullin (37), Terry Teagle (29) og Mitch Richmond (25) léku allir mjög vel. Eddy Johnson var stigahæstur í liði Phoenix með 35 stig. Staða liðanna er jöfn, 1:2, en Golden State stendur betur að vígi þarsem liðið á þijá næstu leiki á heimavelli. NBA-úrslit Undanúrslit: Austurdeild: New York—Chicago Bulls....109:120 (Chicago er yfír 1:0) Vesturdeild: Phoenix—Golden State......122:127 (Staðan er jöfa 1:1) Evrópukeppnin Undanriðill i Osló: England—Danmörk..............74:55 Sviss—Noregur....,...........66:65 Undanriðill í Vin: Austurríki—Finnland..........84:73 Tékkóslóvakla—Rúmenia.......107:71 FráJóni Halldóri Garðarssyni iV-Þýskalandi ■ LEIKMENN og þjálfarar í V-Þýskalandi, á móti nýju reglun- um í „Bundesligunni." Þá telur Franz Beckenbauer, landsliðs- þjálfari, er erri ánægður með þær. „Ég hef aldrei vitað um aðra eins vit- leysu í sambandi við deildarkeppni,“ sagði hann. _ ■ INTER Mílanó skuldar Bay- ern Miinchen enn peninga fyrir þá Lothar Matthaus og Andreas Brehme - og er komið að skuldar- dögum næsta sumar. Sá orðrómur er nú uppi að Inter, sem mun kaupa Jurgen Klinsmann frá Stuttgart, sé tilbúið að lána Klinsmann - upp í skuld, í eitt ár. ■ MIÐAR ganga nú á svörtum markaði í Stuttgart - á leik Stuttgart og Bayern. Tölur eins og 14.000 ísl. kr. hafa verið nefnd- ar í því sambandi. ■ JUVENTUS hefur nú hug á að næla sér í annan Sovétmann. ítalskt blað sagði frá því í gær að Oleg Protassow væri efstur á óskalista félagsins. ■ BRÖNDBY varð bikarmeist- ari í Danmörku. Félagið vann Ik- ast IF, 6:3, eftir framlengingu. ■ ANDERLECHT hefur fest kaup á belgíska landsliðsmannin- um Marc van der Linden frá Antwerpen á 56 millj. ísl. kr. Sigurlið KA Morgunblaöið/Rúnar Þór KA-menn sigraðu í Tactit mótinu í knattspyrnu, vormóti Knattspyrnuráðs Akureyrar, eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. KA sigraði Þór 4:1 og Tindastól 2:1, og gerði markalaust jafntefli við Leiftur. Á myndinni er sigurlið KA, eftir sigurinn á Þór í síðasta leik mótsins. Aftari röð frá vinstri: Jón Grétar Jónsson, Halldór Kristinsson, Jóhannes Valgeirsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Gauti Laxdal, Halldór Halldórs- son, Erlingur Kristjánsson, Arnar Freyr Jónsson, Jónas Guðmundsson, Guðjón Þórðarson jijálfari, Kristján Einarsson, Stefán Gunnlaugsson, formað- ur knattspyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Örn Viðar Arnarson, Arnar Bjamason, Arni Hermannsson, Stefán Ólafsson, Þorvaldur Örlygsson, Haukur Bragason og Davíð sonur Stefáns Gunnlaugssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.