Morgunblaðið - 13.05.1989, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAI 1989
27
Minning:
Krístín Vilhjálmsdótt-
ir frá Þuríðarstöðum
Þriðjudaginn 2. maí sl. lauk ævi
konu, sem komin var á nítugasta
aldursár og verður mér ævinlega
minnisstæð fyrir margra hluta sakir.
Er það Kristín Vilhjálmsdóttir, sem
hóf ævi sína á Þuríðarstöðum í
Fljótsdal 18. október 1899, en ólst
upp og dvaldist á ýmsum stöðum á
Héraði.
Fátt eitt veit ég um æviferil þess-
arar gömlu vinkonu okkar fyrir þann
tíma, sem ég kynntist henni hjá
Oddsstaðafjölskyldunni í Vest-
mannaeyjum fyrir 35 árum. Hins
vegar varð mér brátt ljóst, að hún
var náskyld húsfreyjunni á Odds-
stöðum, Guðrúnu Grímsdóttur,
tengdamóður minni, enda kölluðu
þær alltaf hvor aðra frænku. Þær
voru líka báðar Austfirðingar og
höfðu báðar mátt þola ástvinamissi
og veikindi á ungum og viðkvæmum
aldri og eins að alast að nokkru leyti
upp hjá vandalausum. Þætti mér
ekki ótrúlegt, að slík örlög hafi tengt
þær saman þeim böndum, sem rofn-
uðu ekki, meðan báðar lifðu, og eins
að taka kjörum sínum með einstakri
prýði. Tengdamóðir mín hafði flutzt
til Vestmannaeyja og gifzt þar, og
þangað mun Kristín hafa leitað alls-
nemma vegna margs konar veik-
inda, sem hijáðu hana um miðbik
ævinnar og raunar á ýmsan hátt
alla hennar ævi. Það mun hafa orð-
ið upphaf þess, að hún var meira
og minna á Oddsstöðum hjá þeim
sæmdarhjónum Guðrúnu og Guðjóni
Jónssyni og átti þar ævinlega víst
skjól þegar hún þurfti þess eftir
sjúkrahúslegur og aðra læknismeð-
ferð. Þá dvaldist Kristín oft á heim-
ili Halldórs bróður síns, bæði meðan
hann bjó austur á Fljótsdalshéraði
og eins eftir að hann og fjölskylda
hans fluttist að Sýrlæk í Flóa. Var
þessi fjölskylda henni einkar kær.
Segja má, að æviferill Kristínar
og fjölskyldu minnar hafi legið sam-
an óslitið síðustu 35 árin eða svo.
Þess vegna get ég af eigin raun
borið henni vitni um þau ár. Kristín
kom mér fyrir sjónir sem einstaklega
nægjusöm og þakklát kona fyrir allt
það, sem fyrir hana var gert. Hún
hafði fæðzt með bæklaða fætur.
Snemma á ævi hennar hafði verið
reynt að lagfæra þann galla, en tókst
engan veginn sem skyldi, enda
læknavísindi hér á landi á fyrri hluta
aldarinnar í beinaðgerðum á frum-
stigi. Hætt er við, að öðruvísi hefði
til tekizt með fætur Kristínar nú á
dögum. Mátti segja, að hún lifði upp
frá því við verulega skerta gangvist.
Þó fór hún allra sinna ferða, enda
hafði hún lært að lifa lífinu í sam-
ræmi við aðstæður sínar.
Kristín var feikilega myndarleg í
höndum sínum eða myndvirk, eins
og Austfirðingar nefna það. Er eng-
inn efi á, að saumaskapur alls konar
og fatasaumur hefur orðið henni
mjög góð afþreying og fengið hana
til að gleyma ýmsum þeim mein-
semdum, sem hana hijáðu. Um 1960
fór hún á Reykjalund og starfaði þar
á saumastofu um fjölmörg ár. Var
öllum ljóst, að þar leið henni mjög
vel, enda var hún þar, meðan kraft-
ar leyfðu. Þá fluttist hún í hús Ör-
yrkjabandalagsins í Hátúni og dvald-
ist þar, unz hún fór á Elliheimilið
Grund á síðasta ári. í Hátúni undi
hún hag sínum vel í snoturri íbúð,
þar sem hún sá að öllu leyti um sig
sjálf fram á síðustu ár. Ekki sat hún
auðum höndum í Hátúninu fremur
en annars staðar, því að hún tók að
sér að sauma sloppa fyrir fyrirtæki
hér í borg. Forráðamenn þess sögðu
mér, að þeir væru undrandi yfir-
því, hversu öll vinna hennar væri
vönduð og vel af hendi leyst, og var
hún þó komin á áttræðisaldur, þegar
hún vann þetta verk. Þá má það og
koma hér fram, að vél sú, sem
Kristín notaði við þennan saumaskap
sem og annan, var orðin meira en
hundrað ára gömul og auðvitað
handsnúin, því að fætur Kristínar
þoldu ekki fótsnúna vél.
Eitt var það, sem einkenndi
Kristínu Vilhjálmsdóttur sérstak-
lega. Það var frábær reglusemi í
öllum hlutum og mikið hreinlæti.
Júlíus A. Karlsson,
Blönduósi - Minning
Júlíus Auðunn Karlsson, Mýrar-
braut 23, Blönduósi, er látinn. Hann
fæddist á Mosfelli í Svínadal 18.
október 1923.
Við Júlíus ólumst upp í Langadal,
vinir, nágrannar og fóstbræður.
Margs er að minnast. Hann varð
minn fyrsti leikbróðir og vinur í
Húnavatnssýslu.
Við vorum þá ungir, 9 og 11 ára
gamlir og „sveitin", í Langadal, var
stórkostleg á þeim dögum. Sennilega
er hún enn í dag, og til framtíðar
ungu fólki stórkostleg.
Margt brölluðum við Lúlli, eins
og hann var ávallt kallaður. Veiði-
skapurinn var ofarlega á blaði, eink-
um silungsveiðar. Ég held að enginn
lækur eða tjörn, í okkar nágrenni,
hafi ekki verið könnuð, jafnvel vitað
hvort ekki fyndist þar hornsíli eða
brúnklukka. Síðar kom svo til
ijúpnaveiðin.
A okkar æskuárum var erlent
herlið á Blönduósi, það fór ekki
framhjá okkur, eða öðrum, þar um
slóðir. Öll tæki og tól, sem við sáum,
viðkomandi hernum, varð Lúlla mik-
ið til umhugsunar. Ég veit hve oft
hann talaði um þetta og honum birt-
ist ný sýn. Hann sá hvað vélar gátu
gert til hagsbóta. Um þetta töluðum
við endalaust, í þá daga. Svo kom
að því, árið 1944, að vatnsaflsstöð
til virkjunar rafmagns var gerð á
Holtastöðum, og allt var ljósum prýtt
á þeim bæ. Þá áttum við Lúlli þá
ósk heitasta, að þannig gæti það
eins orðið í „Kotinu", Holtastaða-
koti. Lúlli hugsaði og gerði margs-
konar tilraunir, til úrlausnar þessu
máli.
Jú, eitt haustkvöld, þegar báðir
áttum að fara heim með slátur frá
Blönduósi, með hestakerrum, var
teningnum kastað.
Við vissum af miklum vírahönk-
um, á Ennismelnum, em herinn ætl-
aði að grafa í jörð niður. Við tókum
traustataki þijár hankir og settum
í kerrurnar hjá okkur. Næsta kvöld
logaði á einni rafmagnsperu í bað-
stofunni í Holtastaðakoti.
Alltaf var jólakakan góð hjá Guð-
rúnu og Kalla í Kotinu, en gleðin
og hamingjan yfir þessari einu ljósa-
peru. Það er ógleymanlegt minning.
Oft sagði ég á þessum árum: „Nú
hleyp ég eins og skot út í Kot.“ Þau
urðu hlaupin mörg.
Lúlli var einstakur hagleiksmaður
í höndunum. Það var eins og hann
gæti smíðað úr hveiju sem var. Eft-
ir öll mín kynni af Lúlla, þá veit ég
að enginn getur verið smiður nema
að hann sé að eðlisfari rólegur og
yfirvegaður. Þannig var Lúlli.
Hann var einstakur heimilisfaðir,
sívinnandi og mátti ekki vita vamm
sitt í neinu. Þannig þekkti ég hann
og þannig var hann fram á síðasta
dag, einstakt tryggðartröll og vinur,
mér ógleymanlegur um alla tíð.
Ég og kona mín, Erla, þökkum
Lúlla alla hans tryggð og vináttu.
Þá vottum við ekkju hans Rögnu
Kristjánsdóttur og einkabarni þeirra,
Hjörleifi, okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Júlíusar Auð-
uns Karlssonar, frá Holtastaðasókn.
Hörður Valdimarsson
Kristrún Baldursdótt-
ir, ljósmóðir - Minning
Fædd 8. nóvember 1938
Dáin 5. maí 1989
Þú guð sem þjáðra þrautir skilur
og þerrar sorgartár,
oss gef að þinnar ástar ylur
vor allra lækni sár.
Og lát þú vora veiku hljóma
oss varða leið að dýrðar þinnar ljóma
svo gegnum sérhvert skuggaský
oss skíni sól þín, björt og hlý.
(Jón í Garði)
A þessu kalda vori hefur dauðinn
kvatt dyra hjá konu í blóma lífsins.
Öll eigum við erfitt með að skilja
þau rök tilverunnar sem liggja þar
að baki. Það eina sem við vitum
er sá kaldi veruleiki sem við blasir.
Það eina sem við eigum eftir eru
minningamar, ljúfar og hlýjar, og
svo vonin um æðri heim þar sem
ástvinir mætast í fyllingu tímans.
Á þessum dapurlegu tímamótum
streyma minningarnar fram í hug-
ann, minningar um liðnar sam-
verustundir með Lillý, frænku og
vinkonu. Til hennar var gott að
koma — vináttan var falslaus og
traust og látin í té af örlæti og
hlýju. Öll framkoma hennar ein-
kenndist af látleysi og einstakri
hógværð hjartans. Kímnin var aldr-
ei langt undan — kímni sem var
full velvildar og skilnings þeirrar
manneskju sem hafði kynnst lífinu
sjálfu, gleði þess og sorgum.
Nú þegar leiðir skiljast sendum
við Birgi og börnunum svo og öðr-
um aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum þeim guðs
blessunar.
Lilla og Ottar
Að vonum fer oft svo með háum
aldri, að fólk skynjar ekki, að ýmsu
getur orðið ábótavant í þeim efnum.
En því var ekki að heilsa hjá Stínu
frænku. Þar voru allir hlutir á sínum
stað og hvorki hrukka né blettur á
nokkrum hlut í hennar fórum til
síðasta dags.
Ekki giftist Kristín eða eignaðist
heimili í venjulegum skilningi. Engu
að síður varð hún enginn einstæðing-
ur í lífinu. Hún átti bæði systur og
bræður, sem eignuðust maka og
börn. Systkini hennar eru löngu lát-
in, en hún bar mikinn og hlýjan hug
til fjölskyldna þeirra og var það
gagnkvæmt. Þá rofnaði sambandið
við þau Oddsstaðasystkin aldrei, og
veit ég, að það var henni mikils virði
alla tíð og þá ekki sízt, þegar aldur
færðist yfir og heilsu tók að hraka
hin síðustu árin. Ég fann sjálfur,
hversu þakklát Kristín var fyrir það,
sem fyrir hana var gert, og hafði
hún orð á því í hinni síðustu legu
sinni.
Og nú er þessi gamla vinkona
horfin úr hópnum. Enda þótt hún
bærist lítt á í lífi sínu og eignaðist
hvorki afkomendur né þá hluti, sem
mölur og ryð fær grandað, skilur
hún eftir góðar minningar hjá því
samferðafólki, sem henni kynntist.
Margt í fari herinar mætti verða
okkur, sem lifum á tímum allsnægta
og mikilla kröfugerða, til fyrirmynd-
ar og um leið til áminningar um
það, að ekki er allt fengið með tíman-
legum verðmætum. Þar vegur sjálft
manngildið mest og með það vega- I
nesti er ég óhræddur um heimkomu
Kristínar Vilhjálmsdóttur, þegar hún
steig fram fyrir dómara allra tíma.
Að síðustu þakka ég og fjölskylda
mín hinni látnu heiðurskonu fyrir
órofa tryggð og ánægjulega sam- -
fylgd-
Jón Aðalsteinn Jónsson
Andrés Markús Þor-
leifsson — Kveðjuorð
í gær var til moldar borinn Andr-
és Markús Þorleifsson sonur Gunn-
hildar Eiríksdóttur og Þorleifs
Markússonar í Efstalundi 2 í
Garðabæ.
Dánarfrétt kemur sífellt sem
reiðarslag, a.m.k. ef hún varðar
skyldmenni eða vini. Hinn 4. maí
sl. fengum við harmafregnina um
að Markús væri látinn, hefði látist
í hræðilegu slýsi. Oft er sagt að
þeir deyi ungir sem guðimir elska.
Markús var aðeins rúmlega
tvítugur að aldri og var einstaklega
hress, lífsglaður og vildi öllum vel.
Markús talaði ekki um hlutina
öðruvísi en að gengið væri til verka
og hendur stæðu fram úr ermum.
Hann var mjög sterkur persónu-
leiki. Kom það glögglega í ljós í
hveiju sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Maður á erfitt með að trúa því
að Markús sé farinn, við munum
helga brot úr hjarta okkar minningu
hans. Við hefðum gjaman viljað
eiga með honum fleiri samveru-
stundir. Enginn ræður hvenær
klippt er á vináttustrengi og dauð-
inn aðskilur um stundarsakir.
Elsku Gunnhildur, Þorleifur og
fjölskylda, þakka ykkur fyrir hlý-
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
JÓN HÖGNASON
skipstjóri,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, 1. maí.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Starfsfólki Hrafnistu eru færðar sérstakar þakkirfyrir góöa umönnun.
Högni Jónsson, Árný Guðmundsdóttir,
Vilborg Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson,
Ragnhildur Jónsdóttir, Sigurjón Stefánsson,
Grimur Jónsson.
legar móttökur. Við vottum okkar
dýpstu samúð, við festum okkur í
huga hans eilífa framtíð.
Blessuð sé minning Markúsar.
María Erlingsdóttir,
Sandra Lárusdóttir.
+
Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORMÓÐUR GUÐLAUGSSON,
Bauganesi 21, Reykjavík,
lést r Borgarspítalanum hinn 5. maí sl.
Útförin hefur farið fram í.kyrrþey að ósk hins látna.
Ásthildur Björnsdóttir,
Þórdi's Þormóðsdóttir, Úlfar Þormóðsson,
Hrönn Þormóðsdóttir, Logi Þormóðsson,
Anna Björg Þormóðsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og hlýhug við andlát og
útför
GUÐMUNDAR ÓFEIGSSONAR,
Brávallagötu 6.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sunnuhlíðar.
Ingunn Ófeigsdóttir,
Stefanía Katrín Ófeigsdóttir,
Gústaf Ófeigssson,
Guðrún Ófeigsdóttir
og fjölskyldur þeirra.