Morgunblaðið - 13.05.1989, Page 39
8Sr
39
aaer íam ,f;r auuAtiíiAOU/J aia/vjavruoíiQM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989
SKAFMIÐAHAPPDRÆTTI
Sögur af vinningshöfiim
Sumir halda því fram að íslenska
þjóðin sé happasjúk og það
má segja með sanni að henni þyki
gaman að bogra yfir skafmiðum
ýmiskonar. Flestir fá lítinn eða eng-
an vinning, bölva öllu peningaplokki
og til eru menn sem verða súrir
yfir eigin spilafíkn. En einhveijir
hljóta stóru vinningana og skafóðir
gera svo vel að kyngja'því. Þeir
heppnu eru reyndar ekki svo fáir
því til dæmis fara hjá Happaþrennu
Háskólans ijórir hálfrar milljón
króna vinningar út á mánuði. Af
ýmsum ástæðum fréttist lítið af
vinningshöfum sjálfum en til gam-
ans var spjallað við nokkra þeirra
heppnu.
Ragnar Ragnarsson, 10 ára
drengur í Reykjavík, var að fara í
pössun til ömmu sinnar um helgi
og fór með sælgætispeninga með
sér. Einhverra hluta vegna hætti
Ragnar við að kaupa sér gotterí og
keypti sér tvo skafmiða í staðinn.
Amma hans skóf af miðunum fyrir
hann og stóðu þau í þeirri meiningu
að hann hefði unnið fimm hundruð
krónur. En óekkí. Afgreiðslustúlkan
hrópaði upp yfir sig; þetta væru
fimm hundruð þúsund krónur og
ekki afhentar á staðnum. „Amma
fékk algjört kast,“ segir Ragnar og
héldu þau upp á vinninginn með
sælgætisáti. Og fyrir peningana
voru keypt ríkisskuldabréf sem
hann fær ekki innleyst fyrr en um
18 ára aldur.
Kennari í Reykjavík sem ekki
vildi láta nafns síns getið var að
fara í kennslu en aldrei þessu vant
fór hún stofuvillt. Beið hún í tómri
stofunni drykklanga stund en fór
Sveinn Jónsson og Kristín Jóns-
dóttir, sem er ellefu ára, við nýja
píanóið.
síðan í leikskólann að sækja dóttur
sína. Hún kom við í Kringlunni og
keypti sér tvo skafmiða, fékk
hundrað krónur og keypti aðra tvo.
Og viti menn — fímm hundruð þús-
und króna vinningur. Hún fagnaði
happinu; keypti sér risaís, kampavín
og blóm og það fyrsta sem eigin-
manninum datt í hug er heim kom
var að tilkynna ætti að von væri á
nýjum fjölskyldumeðlim.
Fjölskylda Trausta Kristinssonar
í Skagafirði er ein þeirra sem hafði
heppnina með sér. Hún ætlaði til
ömmu á Sauðárkróki um páskana
eins og venjulega en komst ekki
fyrr en á þriðjudag eftir páska. Á
leið til baka báðu þrír synir þeirra
um „lottó“ ög fór heimilisfaðirinn
og keypti fjóra skafmiða. Helgi
Hrannar, þriggja ára, sem oftast
var smáheppnastur af þeim, var að
skafa af sínum tveimur, en gekk
ekki of vel og bað þann elsta, 15
ára, að hjálpa sér. „Ég held hann
hafí unnið 500 þúsund,“ hrópar sá
15 ára upp yfir sig. Þau fóru öll
að hlæja því venjulega höfðu vinn-
ingarnir ekki verið stærri en
fimmtíu ,eða hundrað krónur. Eins
og vænta mátti gátu þau vel notað
aurana sem þau skiptu bróðurlega
á milli sín.
Sveinn Jónsson, verslunarmaður
á Tvistinum í Reykjavík, var lengi
búinn að velta því fyrir sér að kaupa
sér eitt búnt af happaþrennum. Dag
einn lét hann loks verða af því og
allir viðstaddir, eiginkona, tengda-
dóttir og sonardóttir, hjálpuðu hon-
um að skafa. Eftir að búið var að
skafa alla miðana var hljóðjð dræmt
í fólki. „Iss, engir vinningar“ var
viðkvæðið. Ákvað Sveinn að festa
kaup á öðru búnti.
Og aftur fóru menn að skafa.
Ekki virtust þau ætla að hafa
heppnina með sér, og kvörtuðu sár-
an. En Sveinn er bjartsýnn maður;
„þetta kemur, þetta kemur,“ sagði
Sveinn sem fyrir löngu hafði Iofað
sonardóttur sinni píanói eða flygli
fengi hann vinning. Og þegar að-
eins sjö miðar voru eftir af tvö
hundruð sagði Sveinn við telpuna:
„Jæja, gjörðu svo vel, hvort viltu
heldur flygil eða píanó."
Ekki að spyija að því, píanó vildi
telpan gjarnan eignast.
Kvennadeild Rey kjav íkurdei I dar
Rauða kross íslands
Fræðslu- og kynningarfundur um sjúkravinastörf
Kvennadeildar RRKI verðurá Hótel Lind miðviku-
daginn 17. maíkl. 20.00.
Stjórnin.
20%
VERÐIÆKKUN
Eldhúsinnréttingar
Bad herbergisinnrétt Ingar
Fataskápar
Sýningarsalur opinn:
Mónudaga-föstudaga frá kl. 09.00-12.30 og 13.30-18.00
Laugardaga frá kl. 11.00-16.00
Sunnudagafrá kl. 13.00-16.00
Innréttingar 2000 hf.,
Síðumúla 32, sími 680624.
VINABÆJAMÓT
Norrænt
„gull-
brúðkaup“
Þann 3ja júní 1989 eru
fimmtíu ár liðin frá því
fyrstu bæir á Norðurlöndum
mynduðu svokallað vinabæja-
samband. Það voru Uddevalla
í Svíþjóð og Thisted í Dan-
mörku. Dagana 3. til 11. júní
næstkomandi verður viðamikil
hátíð í Thisted í Danmörku þar
sem saman koma þúsundir
manna frá þeim sex hundruð
bæjum sem bundist hafa vin-
áttuböndum á þessu tímabili.
Reiknað er með að um tíu
þúsund gestir mæti á hátíðina.
Við upphaf hátíðarinnar mun
Margýét. Danadrottning heiðra
hana ásamt fjölda ráðherra.
Dagskráin er mjög fjölbreytt,
boðið er upp á ýmsa leiki, list-
sýningar og íþróttir. Meginá-
herslan verður þó lögð á tengsl
þau sem eru á milli fólks út frá
einkunnarorðum vinabæjanna.
ídagkl. 14-18
í tilefni mæðradags munu
Vigdís Hauksdóttir skreytinga-
meistari Blómavals og danski
skreytingameistarinn Michael
Jörgensen sýna og kynna sér-
staka mæðradagsblómvendi.
Gróóurhúsinu v/Sigtún Simi: 68 90 70