Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 19 Skilaboð til Guð- rúnar Agnarsdóttur eftir Sigurð Þór Guðjónsson Háttvirti alþingismaður og læknir! Ástæðurnar fyrir skilaboðum mínum til yðar eru þessar: Þann 12. janúar skrifaði ég í Morgunblaðið „Galopið bréf til heil- brigðisráðherra og smáskeyti til dómsmálaráðherra". Þar sagði ég frá kæru á lækni á Litla-Hrauni er send var embætti landlæknis. Ég greindi frá afgreiðslu málsins og spurði ráðherra nokkurra spurn- inga. Hann svaraði í Morgunblaðinu 3. febrúar. Svör Guðmundar Bjarnasonar voru ailsendis ófullnægjandi. Ég ritaði því aðra grein sem ég af- henti ritstjórn Morgunblaðsins fyrir miðjan marsmánuð. En hún hefur ekki birst ennþá og mér eru engar vonir gefnar að svo verði á næst- unni. Astæðan eru þrengsli á blað- inu og hve löng ritsmíðin er, enda ber hún heitið „Voðalöng grein um voðalegt ranglæti". Þessi dráttur á birtingu er auðvitað afleitur fyrir málstað minn ekki síst þegar um andsvar er að ræða við annarra skrifum. En ekki tjóir að mögla yfif valdi örlaganna. í greininni álykta ég loks eftir margvíslegan rökstuðning að allt þetta mál sé þjóðfélagslegur glæpur og varði því samfélagið í heild en þúsundir ein- staklinga sérstaklega. Ég sýni ljós- lega fram á hve svör heilbrigðisráð- herra eru ófullnægjandi og rek áfram furðulega afgreiðslu land- læknis á kærunni. Ég segi m.a. frá trúnaðarbroti þessa hæstsetta emb- ættismanns í læknastétt og Ijúg- vitnaleiðslum gegn sjúklingnum sjálfum sem aldrei fékk að vitna sjálfur! Og ég vek athygli á 17. grein læknalaga þar sem læknum er gert skylt að tilkynna það land- lækni ef þeir verða varir við „mis- tök" eða „vanrækslu" sem ætla má að skaði hljótist af. Það verður því áreiðanlega handagangur í öskjunni i FÆST Í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- * STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI 4 Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir fljótt stíflum • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dómubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunn af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar Tilbúinn stífflu eyöir og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf. s. 77878,985-29797. , • , ¦ ',::.= ¦¦.. Sigurður Þór Guðjónsson „Ég efast ekki um að þér bregðist við lesn- ingúnni eins og sönn manneskja, fyrirmynd- aralþingismaður og ábyrgur læknir." meðal ellefu hundruð löghlýðinna íslenskra lækna þegar grein mín kemur fyrir þeirra augu og almenn- ings! En ég nenni ekki að^ bíða eft- ir því framyfir aldamót. Ég er svó ansi bráðlátur. Þess vegna hef ég valið um þetta atriði til bráðabirgða þann kost að senda þeim lækni, er gegnir því ábyrgðarstarfi að vera áberandi al- þingismaður flokks sem lætur sig réttlæti, jafnrétti og fagurt mannlíf nokkru varða, þessa óprentuðu grein ásamt fyrri greinum er varða málið og ýmis gögn sem aldrei hafa komið á prent. Þetta er ástæðan fyrir því að ég færi yður þessi skilaboð til eftir- breytni frú Guðrún Agnarsdóttir. Eg efast ekki um að þér bregðist við lesningunni eins og sönn mann- eskja, fyrirmyndaralþingismaður og ábyrgur læknir. En mikið þætti mér vænt um að þér létuð mig frétta í Morgunblað- inu af skjótum viðbrögðum yðar. Og ef þér vilduð fá einhverjar nánari skýringar þá er ég í síma- skránni eins og hver annar góð- borgari. Það yrði mér sérstök ánægja að ræða við yður um hvað sem er hvenær sem er og hvar sem er. Með vinsemd og virðingu. Höfuadur er rHhöi'uiulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.