Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 Heimsókn Carlssons lýkurídag Morgunblaðið/Sverrir Opinberri heimsókn Ingvars Carlssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýkur síðdegis í dag, en árdegis fara Carlsson og kona hans til Hafnar í Hornafirði. í gær fóru ráðherra og föruneyti m.a. til Þingvalla og í gærkvöldi sat hann boð íslenzkra jafnaðarmanna. Myndin var tekin af sænska forsætisráðherranum ásamt ráðherrum Alþýðuflokksins, þeim Jóni Baldvin Hannibalssyni, Jóni Sigurðssyni og Jóhönnu Sig- urðardóttur. Sja nánar um heimsoknina á bls. 21. Tveir menn í gæzluvarðhaldi: Umfangsmesta fíkni- efhamál hérlendis TVEIR ungir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmesta kókaínsmygli sem komist hefur upp hérlendis.Lög- reglan hefur lagt hald á 430 grönun af kókaini. Alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins sem kom upp í byrjun mánaðarins. Enginn hinna grunuðu hefur áður komið við sögu fíkniefhamála. Tveir þeirra voru látnir Iausir um menn í fíkniefnadeild lögreglunnar helgina og hafði annar þá setið í varðhaldi í viku en hinn ( 10 daga. Þá var framlengdur um 15 daga varðhaldstími manns sem hafði áður verið 10 daga í haldi og fjórði maður- inn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í 30 daga. Efnunum var smyglað hingað til lands frá Bandaríkjunum. Lögreglu- segja öruggt að hér sé á ferð um- fangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hérlendis en verjast að öðru leyti frétta af gangi þess. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á 6-700 grömm af kókaíni, í þremur allumfangsmiklum málum. Lögregla hefur ekki fyrr náð í svo mikið magn kókaíns á einu ári. Hlutafjársj óður: Hlutdeildarbréfboðin til greiðslu á skuldum Fiskveiðasjóður metur stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig STJÓRN Hlutafjársjóðs hefur stofhana, sem eru helztu lánar- Finnst að verið sé að kasta stríðshanska - segir forseti bæjarstjórnar Kópa- vogs um ályktun stjórnar SSH „ÞAÐ eru einkennileg vinnubrögð srjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að rjúka til og taka afstöðu í deilumáli sem þessu í stað þess að vinna að samvinnu sveitarfélaganna, eins og henni ber skylda til," sagði Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, um ályktun stjórnar SSH um deiluna um Fossvogsdal. í henni segir m.a. að ámælisvert sé að rifta einhliða samningum milli sveitarfélaga. hefur beint því tíl þeirra sjóða og lána- Reutcr Guðbjörg Gissurar- dóttir í Mexíkó Guðbjörg Gissuarardóttir, sem varð í 2. sæti í Fegurð- arsamkeppm' íslands f fyrra, tekur þátt i keppninni Ungfrú alheimur í Mexikó 23. maí n.k. Hér má sjá hana til hægri fylgjast með sýningu þar í borg í gær ásamt Ungfrú Möltu. drottnar fyrirtækja í sjávarút- vegi, að þeir taki svokölluð hlut- deildarbréf (skuldabréf) sem greiðslu á skuldum þeirra fyrir- tækja, sem Hlutafjársjóður tek- ur til. Ákveðin svör hafa ekki borizt sjóðssfjórninni, en líklegt er að lánardrottnarnir meti stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og fari frani á viðunandi trygg- ingu að baki hlutdeildarbréf- anna. Hlutafjársjóður hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann taki þátt í fjárhagslegri endur- skipulagningu þeirra fyrirtækja, sem um það hafa sótt, en þau eru 20, flest úr sjávarútvegi. Sjóðurinn mun starfa þannig, að hann gefur út svokölluð hlut- deiidarbréf til greiðsiu ákveðins hluta skulda viðkomandi fyrir- tækja hjá helztu lánardrottnunumr en fær á móti hlutabréf í fyrirtækj- unum. Hlutdeildarbréfín eru með tvennum hætti, a- og b-bréf og njóta a-bréfin ríkisábyrgðar. Sjóðnum er ætlað að taka til þeirra fyrirtækja, sem verst eru sett og fengu ekki afgreiðslu hjá Atvinnu- tryggingasjóði útflutningsgreina. Már Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóðs, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að stjórn sjóðsins hefði ákveðið að ræða við stjórn Hluta- fjársjóðs, en án allra skuldbind- inga. Stjórnin vildi skoða hvert fyrir- tæki fyrir sig og meta stöðu þess áður en ákveðið væri hvort hlut- deildarbréfin yrðu tekin sem greiðsla á skuldum og yrði það þannig metið hverju sinni út frá hagsmunum Fiskveiðasjóðs. „Við munum ekki taka við nein- um skuldabréfum nema þau séu vandlega tryggð og veð verði ekki síðri en við höfum að jafnaði," sagði Már Elísson. Heimir segir ályktunina með öllu órökstudda og að það geti ekki verið innan verksviðs stjórnar SSH að gerast dómari í deilu tveggja sveitarfélaga á svæði hennar. Stjórnin minnist ekki í ályktun sinni á einhliða uppsögn borgarinnar á samningum um sorphauga heldur sé beinlínis verið að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum í sam- starfsnefnd sveitarfélagana og það þætti meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi mjög óviðeigandi. „Sam- tökin eiga ekki að vera einhver dómstóll, sem hreykir sér í dómara- sætinu, heldur eiga þau að vera vettvangur til að stuðla að sam- vinnu sveitarfélagana. Okkur finnst að verið sé að kasta stríðshanska í okkur," sagði Heimir. Að sögn Heimis, mun mál þetta ekki hafa verið á auglýstri dagskrá stjórnar SSH, en tveir fulltrúar frá Kópavogsbæ sitja í stjórn SSH. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ric- hard Björgvinsson, hafi samþykkt ályktunina, en fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar, Valþór Hlöðversson, hafði boðað forföll skömmu áður en stjórnarfundurinn hófst. Heimir sagðist búast við að bæjarráð Kópa- vogs fjallaði um ályktunina á fundi sínum í dag. Nýr forstjóri Bílaborgar HARALDUR R. Jónsson við- skiptafræðingur hefur verið ráð- inn forstjóri Mazda-umboðsins Bílaborgar. Þórir Jensen, fráfar- andi forstjóri, lætur af stðrfum af heilsufarsástæðum. Haraldur fæddist 26. maí 1953. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1978. Sama ár varð hann framkvæmdastjóri Sjóla- stöðvarinnar hf. í Hafnarfirði. Hann hefur þegar hafíð störf hjá Bíla- borg. Greiðslukortasvikari úrskurðaður í gæslu ANNAR piltanna tveggja, sem sviku greiðslukort út með því að falsa nöfn ábyrgðarmanna, kom til landsins um siðustu helgi frá Bandarikjun- um. Hann var handtekinn í flugstöðinni á KeflavikurflugveUi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. þessa mánaðar. Félagi hans dvelst enn ytra og ingum sem stofnaðir voru í nokkrum • hafði RLR hvorki haft fréttir af dval- arstað hans né fyrirætlunum. Þá sagði Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn að enn lægi ekki fyrir hve háa upphæð mennirnir hefðu svikið út, með kortunum og af ávísanareikn- bönkum hér, en sagði að nefndar hefðu verið tolur á bilinu 2-3 milljón- ir króna. Kortin hafa ekki verið not- uð frá því að upp komst hér heima hvernig þau hefðu verið fengin. Stjórn Sambandsins: Hlutafé í Álafossi aukið um 90 milljónir króna Tap SÍ S á fyrsta ársfjórðungi minna en í fyrra STJÓRN Sambands islenzkra samvinnufélaga ákvað á fundi sínuni á þríðjudag að auka hlutafé Sambandsins í Alafossi um 90 milljón- ir króna. Að sögn Olafs Sverríssonar, stjórnarformanns SÍS, voru stjórnarmenn ekki ánægðir yfir þvf að þurfa að auka hlutafé á sama tíma og Sambandið þyrfti að selja eignir, en það hefði ver- ið gert að skilyrði fyrír lánafyrirgreiðslu við Álafoss að Samband- ið ætti áfram helming f fyrirtækinu á móti Framkvænidasjóði. Sambandið hefði því orðið að auka við hlut sinn, ella hefði fyrir- tækið lent uppi á skerí. Framkvæmdasjóður leggur til aðrar 90 milljónir í hlutafé. Umfangsmikil endurskipulagn- ing hefur farið fram að undan- förnu á fjárhag Álafoss. Fyrirtæk- ið hefur staðið í samningum við banka og sjóði um skuldbreyting- ar og lánafyrirgreiðslu svo nemur hundruðum milljóna. Sala á eign- um og hagræðing í rekstri er einn- ig í gangi, og stefnt hefur verið að því að minnka skuldir fyrirtæk- isins í 1.100 milljónir króna. Ála- foss hefur meðal annars fengið vilyrði fyrir 200 milljóna skuld- breytingaláni úr Atvinnutrygg- ingasjóði og sótt um 100 milljónir til Hlutafjársjóðs. „Það er búið að skrapa saman fjármuni upp á mörg hundruð milljónir til að bæta hag fyrirtæk- isins og við erum heldur bjartsýn- ir um að salan sé á uppleið," sagði Ólafur Sverrisson í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum von um viðbótarsamning við Rússa og okkur gengur betur á vestrænum mörkuðum en undanfarna mán- uði. Með hóflegri bjartsýni vonum við að þetta hafist." Ólafur sagði að á stjórnarfundi SfS hefði Guðjón B. Ólafsson for- stjóri lagt fram skrifleg svör við bréfi Ólafs frá fyrra mánuði, þar sem Guðjón var krafinn ná- kvæmra svara um það, hvernig hann hygðist rétta af rekstur Sambandsins. „Sum svörin voru góð, og önnur lakari. Stjórnar- menn fengu þau í hendur ásamt bréfi mínu og hafa þá tímann fyrir sér að setja sig betur inn í málin en ella hefði verið," sagði Ólafur. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp efni svaranna. Ólafur sagði að stjórnarmenn hefðu farið ofan t rekstrarreikning SÍS og rætt um ástand og horf- ur, en sú umræða héldi áfram á næsta stjórnarfundi um mánaða- mótin. Hvað afkomu SÍS á fyrsta fjórðungi þessa árs varðaði sagði Ólafur að hún væri skárri en á sama tíma í fyrra. Tap væri enn á rekstrinum, en væri líklega um þriðjungur af því, sem verið hefði í fyrra. Jllc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.