Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 ¦I Grinders íTunglinu í kvöld heldur íslensk/bandaríska blússveitin Grinders tónleika í Tunglinu og ver&ur gestkvæmt á svioinu á þeim tónleikum. Grinders eru Kristján Kristjánsson, sem leikúr á gítar og syng- ur, Þorleifur Guðjónsson, sem leikur á bassa, Derrick „Big" Walker, sem leikur á munnhörpu og syngur, og Professor Wash- board, sem leikur á þvottabretti og raftrommur. Grinders Ijúka hér á landi tón- í samtali við Rokksíðuna sagði leikaferð um Norðurlönd, sem staðið hefur í tvo mánuði, en sveitin hyggst halda í hljóðver hér á landi til að taka upp tón- leikadagskrá ferðarinnar. Kristján Kristjánsson hefur starfað í Svíðþjóð í mörg ár sem tónlistarmaður undir nafninu K.K. Son og komið hingað til lands til tónleikahalds í nokkur skipti, síðast seint á síðasta ári. Þorleif Guðjónsson er ekki mikil þörf að kynna, en hann hefur leikið með allmörgum tón- listarmönnum hér á landi síðustu ár; einna mest með Bubba Morthens og hvað lengst í Frökkunum. Þorleifur er nú í blússveitinni Vinir Dóra. Derrick Big Walter er blökku- maður sem starfað hefur með mörgum af helstu blústónlistar- mönnum Bandaríkjanna. Hann hóf sinn tónlistarferil sem saxó- fón- og munnhörpuleikari og hefur leikið með mönnum eins og Mike Bloomfield og Elvin Bis- hop og með blústónlistarmönn- Kristján að sveitarmenn ætluðu sér ekki að gera neitt sérstakt með þá snældu annað en að hafa hana í farteskinu og selja á tónleikum, enda væru upptök- urnar ætlaðar til að skrásetja sveitina eins og hún væri í dag, fyrst og fremst. Hann sagði einnig að þeir félagar hefðu yf rið nóg að gera og lifðu ágætis lífi á sínum tónleikaferðum og sagði sveitarmenn vilja hafa tón- leikaferðirnar stuttar og ekki fara of langt að heiman, enda fjölskyldumenn. Þeim hefði ver- ið boðið að fara í langa Evrópu- ferð, en það væri of stór biti. Einnig hefði verið reynt að véla sveitina til Bandaríkjanna, en til þess að þeir fengjust þangað þyrfti að vera mikið fé í boði. Þorleifur fór utan til að leika með sveitinni í Norðurlanda- ferðinni og var með í mánuð, en þurfti þá að hverfa heim í vinnu. Kristján fékk hann til liðs við sveitina, enda eru þeiræsku- vinir, og ætlunin að eitthvað um á við Percy Mayfield, Luther Tucker, Big Mama Thornton, Lowell Fulson og Albert Collins. Professor Washboard, sem heitir reyndar Scott Alexander, hóf sinn tónlistarferil í Arkansas í Bandaríkjunum sem bluegrass- tónlistarmaður en sneri sér síðar að rytmablús og blús. Scott leikur á þvottabretti og raftrommur, sem hann berfram- an á sér og slær á með járn- klæddum fingrum. Bluegrassblús Eins og áður sagði eru Grind- ers hingað komnir til að taka upp tónleikadagskrána sem verður síðar gefin út á snældu. Ljósmynd/Ari Matthíasson Grinders; Professor Washbo- ard, Derrick Big Walker, Krist- ján Kristjánsson og Þorleifur Guðjónsson á innfelldu mynd- inni. framhald verði á samstarfinu. Eins og áður sagði eru Grind- ers blússveit fyrst og fremst sem leikur sína blöndu af Miss- issippiblús og bluegrass, en það bregður einnig fyrir klassískum Chicagofrösum og rytmablús. Gestir Grinders í kvöld verða Magnús Eiríksson gítarleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðs- leikari og Ellen Kristjánsdóttir söngkona, sem er systir Kristj- áns. Húsið opnar kl. 22.00, en tónleikarnir hefjast að öllum líkindum er nær dregur mið- nætti. Seli á Borginni. Ljósmynd/BS STRÁKAMÚSÍK Langi Seli og Skuggamir, sú góðkunna sveit, sendi frá sér plötuna Breiðholtsbúgí fyrir nokkru, en titillagið stefnir nú örugglega upp vinsældalista popprásanna. Ekki er gott að segja hvort mönnum komi þessi velgengni á óvart, því sveitin hefur lengi verið ein vinsælasta tónleikasveit Reykjavíkur. Langi Seli og Skuggarnir eru í hópi þeirra sveita sem starfa með Smekkleysu, útgáfufyrir- tæki sem er líklegast þekktast fyrir að hafa Sykurmolana á sínum snærum. Smekkleysa hefurgengistfyrirýmsum uppá- komum á liðnum árum þar sem leikið hefur verið á ýmsa strengi, mis smekklega, síðan fyrirtækið var stofnsett í sept- ember 1986. Næsta uppátæki hjá Smekkleysu er skemmti- kvöld með fjórum íslenskum sveitum sem fyrirtækið stendur fyrir í New York í júlí í sumar og tengist eitt þeirra kvölda al- þjóðlegri tónlistarráðstefnu sem haldin verður á sama tíma. Því er sagt frá þessu öllu hér, í grein um Langa Sela og Skugg- ana, að LSS er einmitt ein þeirra sveita sem flýgur utan til tón- leikahalds og mum troða þar upp undir nafninu Oxtor, sem ýmsir kannast við frá dögum Oxzmá. Rokksíðan hitti fyrir þá Sela, Komma, Steíngrím og Jón Skugga, sem skipa sveitina, í æfingahúsnæði sveitarinnar í fyrirtækinu Hálfur heimur og hóf spjallið með því að inna þá eftir því hvort mikil vinna lægi að baki Oxtor og fyrirætlana um að leggja heiminn að fótum sér. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta allt, en ekk- ert of mikla. Þetta er náttúru- lega allt á byrjunarstigi enn sem komið er, en ef menn vilja leika þá erum við með. Sú tónlist sem þið leikiö er gjarnan kölluð rokkabillí og Bandaríkin eru upprunaland þeirra tónlistar. Hvaða mögu- leika eigið þið þar? Fólk hefur gaman af að líkja okkur við rokkabillísveitir eins og Stray Cats, en það er frekar vegna þess að við erum eina sveitin af yngri kynslóðinni sem fólk þekkir sem er að leika tón- list í þá átt. Við erum ekki að leika venjulegt rokkabillí og alls ekki eins og Stray Cats, sem eru fastir á sömu línu. Við reyn- um að koma víðar við og leitum að innblæstri meðal annars aft- ur til upprunalegrar rokkabillí- tónlistar. Á einum tónleikum okkar fyrir stuttu kallaði einhver utan úr sal „helvítis, djöfuls hippamúsík", þannig að það eru deildar meiningar. Við erum bara að spila okkar eigin tónlist og það er engin SIÐAN ástæða til að velta öðru fyrir sér. Til hvers að stíga á glerbrot þegar maður getur dansað á rósum? Breiðholtsbúgí og önnur lög sem á plötunni hafa verið á tón- leikadagskrá sveitarinnar all- lengi. Það að þau séu komin á plast gefur okkur kanski tækifæri á að láta þau falla í þagnargildi með tímanum. Þessi lög hafa verið að velkjast fram og aftur hjá okkur og taka stakkaskipt- um í gegn um tíðina og það er því viss léttir þegar þau eru loks komin í endanlega mynd á plötu. Breiðholsbúgí skríður upp vinsældalista og er til alls líklegt; kemur það á óvart? Nei, það er fullkomlega eðli- legt. Verður gert myndband? Lagið skýrir sig sjálft. Hvað er framundan? Við förum í tíu daga tónleika- ferð um landið uppúr miðjum júní, en annað hefur ekki verið áformað. Á tónleikum sem ég sá með Risaeðlunni fyrir skemmstu var áberandi að það voru eingöngu strákar sem dönsuðu framan við sviðið, en á tónleikum með ykkur eru það stelpur. Það er alltaf gaman þegar stelpumar eru með, en það er rétt að það er sem ímynd okkar og Eðlunnar séu ólíkir pólar. Við erum að spila strákamúsík og sennilega er það einmitt þannig tónlist sem höfðar til stelpn- anna. I 4 4 4 4 Laugardagur kl. 13:25 20. LEIKVIKA- 20. MA11989 Leíkur: 1 Everton Liverpool Leikur 2 Celtic - Rangers Leikur 3 Keflavík Valur Leikur 4 F.H. - K.A. Leikur 5 Þór Víkingur Leikur 6 K.R. Akranes Leikur 7 H.S.V. Stuttgart Leikur 8 Hannover Köln Leikur 9 Bayern M. - St. Pauli Leikur 10 B.Leverkusen - Frankfurt Leikur 11 B'Gladbach - Bochum Leikur 12 B.Dortm. - B.Uerdingen wmm teningur Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Áth. breyttánlbkunartíma! GETRAUNIR ÍALLTSUMAR! Nýjungar hjá Kaba- rett í Aust- urstræti Opnunartíma veitingahúss- ins Kabarette í Austurstræti 4 var breytt nýlega og hefiir stað- urinn hafið sölu áfengs öls. Opnunartími fylgdi áður tíma verslana en er nú frá 11.00— 22.00 alla daga vikunnar og til 11.30 yfir sumarmánuðina. Á boðstólum er súpa og 10 mismunandi smáréttir auk rétta dagsins. Lögð er áhersla á fljóta, góða og ódýra þjónustu. I Austurstræti 4 hefur undan- farin 50 ár verið starfrækt kaffi- og veitingasala undir ýmsum nöfnum. Eigandi sl. 5 ár hefur verið Örn Arnarsson matreiðslu- meistari. (Fréttatilkynning) Örn Arnarsson eigandi Kabaretts í Austurstræti. ,IÍVÍ Lil-tt- ——— iUliía 4 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.