Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 40
40 Minning: Guðmundur Jó- hannsson félags- málaráðunautur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Elskulegur frændi minn, Guð- mundur Jóhannsson, er dáinn. Ég var svo lánsöm að kynnast honum í veikindum okkar, fyrst á gjör- gæsludeild Landakotsspítala og síðan fórum við á Heilsuhælið í Hveragerði. Þar áttum við svo margar ógleymanlegar stundir saman. Þar kynntist ég þessum yndis- lega móðurbróður mínum, sem ég þekkti lítið áður. Hann bauð mér í margar bílferðir og fræddi mig um svo ótal margt. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta þau hjón glöð og hress í Skíðaskálanum í Hvera- dölum síðastliðið sumar og áttum við með þeim hjónum yndislega stund, sem er mér ógleymanleg. Þá minningu mun ég geyma ásamt laginu hans fallega „Minning" sem hann gaf mér nótur af. Ég bið Guð að blessa Lóu hans, börnin og barnabörnin, sem ég vissi að voru honum svo kær. Þessar ljóðlínur eftir Stgr. Thor- steinsson hæfðu honum vel: Elli þú ert ekki þung anda guði kærum Fögur sál er ávallt ung undir silfur hærum. Guð biessi minningu hans. Bergþóra Þorvaldsdóttir. Guðmundur Jóhannsson, mágur minn lézt í Landspítalanum að kvöldi hins 7. maí s.l. Hann hafði verið kallaður inn á spítalann á miðvikudegi, gekkst undir skurðað- gerð á föstudegi og allt virtist í fyrstu ætla að ganga vel. En skyndilega versnaði líðan hans síðari hluta sunnudags og varð eng- um vörnum við komið. Sjúkrahús- dvölin varð því ekki löng. Ég held að Mummi, eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyldunnar, hafi gert sér fulla grein fyrir því að aðgerðin gæti reynst honum um megn, en slíkt var ekki á honum að sjá eða heyra, þegar við hjónin heimsóttum hann daginn fyrir að- gerðina. Hann var léttur í skapi, eins og honum var eiginlegt og gerði að gamni sínu, enda var víl ekki að hans skapi. Honum féll áreiðanlega betur h$ fornkveðna: „Glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana", og hann fékk að falla með fullri reisn. Mummi fæddist í Reykjavík og ólst upp á Skólavörðustíg 20, þar sem foreldrar hans, hjónin Jóhann Þórðarson og Sigríður Guðmunds- dóttir, reistu sér íbúðarhús. Þau eignuðust tvær dætur, auk Mumma, þær Guðfinnu, sem giftist Einari Pálssyni, sem kenndur var við fyrirtæki sitt, Nýju blikksmiðj- una, og Rósu, sem giftist Hafsteini Linnet í Hafnarfirði. Þær eru báðar látnar. Sigríður, kona Jóhanns, lézt í spænsku veikinni 1918. Þá eignaðist hann hálfsystur, Sigríði Guðnýju, eiginkonu undirrit- aðs, eftir að faðir hans kvæntist þriðju eiginkonu sinni, Margréti Jónsdóttur árið 1927. Guðmundur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Gíslínu Þórðardótt- ur eða Lóu, eins hún er jafnan köll- uð, árið 1931, og eignuðust þau fjögur börn, Sigríði Borgþór, Jó- hann og Svövu. Borgþór er Iátinn fyrir nokkrum árum, en hin lifa föður sinn. Nú þegar leiðir okkar skilja, lang- ar mig að minnast mágs míns ör- fáum orðum, eins og hann kom mér fyrir sjónir. Mummi lærði blikksmíði hjá Ein- ari í Nýju blikksmiðjunni og gat sér gott orð við þá iðn, enda verkséður og laginn smiður. Síðar varð hann verkstjóri í Vélsmiðjunni Héðni og vann þar, þegar ég kynntist honum fyrst. Á þessum árum tók hann mikinn þátt í félagsstarfsemi iðnað- armanna og hagsmunabaráttu þeirra. Kynni okkar hófust þó fyrst að marki fyrir tæpum 40 árum og þró- uðust brátt í vináttu, sem engan skugga bar á. Mummi hafði átt við áfengisvandamál að stríða, en um þetta leyti var hann að sigrast á þeim af eigin rammleik. Um svipað Ieyti kynntist hann AA-hreyfmg- unni og gerðist einn af stofnendum samtakanna hér á Iandi, eins og t Eiginkona mín, ERNAJÓNSDÓTTIR, Háaleitisbraut 107, lést í Landspítalanum 13. maí. Fyrir hönd aðstandenda, OddurJónsson. t Eiginmaöur minn, INGEMAR GUSTAFSSON, lést í sjúkrahúsi í Kungsbacka 6. maí. Auður Björg Ingvarsdóttir. t Móðursystir mín, frú GUÐRÍDUR JÓHANNESSON (áður NORÐFJÖRÐ), lést i Borgarspítalanum mánudaginn 15. maí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Jakob Löve. t Faðir okkar, ÞÓRODDUR ÓLAFSSON frá Ekru, lóst í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn 16. maí. Fyrir hönd annarra vandamanna, Erla Þóroddsdóttir, Sigríður Þóroddodóttir. mörgum er kunnugt. Segja má að hann hafi helgað AA-samtökunum starfskrafta sína frá upphafi þeirra, allt til síðustu stundar. Hann gekk þar heilshugar til starfa, enda hefði annað verið mjög ólíkt honum. Hann vann mér vitanlega aldrei verk sín með hangandi hendi eða tók þau vettlingatökum. Framhald þessarar sögu þekkja margir betur en ég, þótt auðvitað fengjum við að fylgjast með. AA- félögunum fjölgaði ört og margir gerðust virkir í baráttunni. En álagið á Mumma var mikið, einkum á þeim árum, sem Bláa- bandið var rekið og hann veitti því forstöðu. Vinna hans fólst m.a. í aðstoð við fársjúka áfengissjúklinga á öllum tímum sólarhringsins, jafn- vel vökum yfír þeim, aðstoð við aðstandendur, sem margir hverjir höfðu gefið upp alla von, og svo mætti lengi telja. Skilningur og eig- in reynsla Mumma af baráttunni við áfengið kom þarna að ómetan- legu gagni sem og meðfæddir eigin- leikar hans, fádæma starfsorka, hlýja, umburðarlyndi og græsku- laus gamansemi, sem oft hjálpaði mikið. Það leiðir af sjálfu sér, að heim- ili Mumma og Lóu hlaut oft að sitja á hakanum vegna starfa hans. Við, sem stóðum þeim nærri, urðum þess Iíka vör að mikið álag var á Lóu. Hún svaraði í símann á ýmsum tímum sólarhringsins og tók skila- boð, þegar þess var þörf. Grun hef ég um að margar eiginkonur og mæður áfengissjúklinga hafi átt hauk í horni, þar sem hún var, enda gat hún farið nærri um líðan þeirra. En Mummi átti sér mörg fleiri áhugamál, enda vel gefinn og fjöl- hæfur. Hann las alla tíð mikið, naut þess að ferðast og hafði mikla unun af tónlist, annaðist söngstjórn, bæði hér í borginni og utan henn- ar, auk þess sem hann fékkst við tónsmíðar. Mummi var ágætur bridsspilari og stundaði sund af mikilli reglusemi um fjölda ára, svo eitthvað sé nefnt. Hann gekk í Frímúrararegluna fyrir um 25 árum og starfaði þar, unz yfir lauk. Þótt ættingjar vissu gjörla um annir Mumma, þótti næstum ófært . að halda veizlu eða efna til annarr- ar gleði, hvort sem tilefnið var nú ferming, gifting, afmæli eða annað, án þess að fá þau hjónin þangað. Mummi hélt þá gjarnan tækifæris- ræður, sem blandaðar voru gamni og alvöru. Hann kunni líka flestum betur að segja skemmtilega frá, og þannig sé ég hann einmitt fyrir mér, þegar ég sit við að rita þessar miningar, kátan og hressan, því hann var hrókur alls fagnaðar og mikið líf í kringum hann, þegar svo stóð á. Ég er forsjóninni þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Mumma og við hjónin, börn okkar og fjöl- skyldur þeirra, fyrir að njóta vin- áttu hans. Við sendum Lóu og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Einar M. Jóhannsson í dag verður minn gamli vinur Guðmundur Jóhannsson borinn til hinstu hvflu. Ég mætti honum fyrst sem verkstjóra hjá Nýju blikksmiðj- unni, og síðar hjá Héðni. Hann var einn af stofnendum Bláa bandsins, sem var fyrsta stofn- un hér í borg sem var til að hjálpa vínhneigðum mönnum. Seinna stofnaði hann Vistheimilið Víðinesi, fyrir vínhneigða og fatlaða, sjúkra- hús með menntuðu starfsfólki. Guðmundur var spaugsamur og hafði sérstakt lag á að segja eitt- hvað spaugilegt. Ég votta ættmennum og öllumí Víðinesi samúð mína. Einar Valgarð Bjarnason í dag glymur klukkan vini mínum, Guðmundi Jóhannssyni. Högg hennar, dimm og drungaleg, renna saman við hófaslög hestsins bleika og minna á riddarann dapra, sláttumanninn slynga, þann er hef- ur í hendi sér tímaglasið sem telur sandkorn ævi okkar allra. Sigðina hans fær enginn flúið. Nú er sand- ur langrar og starfssamrar ævi t Bróðir okkar og mágur, MAGNÚS VILHJALMSSON frá Efsta-Bœ, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 19. maí kl. 11.00. Kristbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðm. Þór Sigurbjörnsson, Magnús Villi Vilhjálmsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Þóra Þórðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ V. GUÐJÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maf kl. 15.00. Jóhanna Stefánsdóttir, Óttar KJartansson, Hermann Stefánsson, Olga Halldórsdóttir, Oddný Kristlh Óttarsdóttir, Kjartan Sœvar Óttarsson, Sigurður Ingi Hermannsson. t Utför THEÓDÓRS A. JÓNSSONAR, forstöðumanns, fyrrverandi formanns Sjálfsbjargar, verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 19. mai kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Theodórs A. Jónssonar, í Sparisjóöi Vélstjóra á gíróroikningi 292400. Elísabet Jónsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir. runninn út. Fjölbreyttu og farsælu ævistarfi er lokið. Það þýtur í sigð- inni. Uppskeran er hafin. Axið er mikið að vöxtum, kornin mörg og mjölvamikil. Hér sannast að mjór er mikils vísir. Guðmundur fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1907. Hann var fyrirburður, lítill og hrár. Fyrstu dögum ævi sinnar eyddi hann í baðmull í skókassa og var vart hugað líf. Vegna umönnunar dug- andi ljósmóður og ástríkra foreldra, þeirra hjónanna Jóhanns Þórðar- sonar, verkstjóra hjá Reykjavíkur- borg og konu hans, Sigríðar Guð- mundsdóttur, svo og vegna þeirrar seiglu og þess lífsvilja, er alla tíð einkenndi Guðmund, lífið hann af bylji þessara fyrstu ævidaga og önnur hret sem á hondum dundu síðar. Hinn granni, sveigjanlegi en þó sterki reyr svignaði í storminum en brotnaði ekki. Þung sorg móður- missis er hann var enn barn að aldri og sviplegs sonarmissis síðar á ævinni beygði hann í svip en bug- aði ekki. Rammur safi lífsþróttar, lífsgleði og lífstrúar, sem í æðum hans rann, rétti hann ætíð við á ný. Guðmundur Jóhannsson var lág- vaxinn maður, léttur og kvikur í hreyfingum. Samt stendur hann mér ætíð fyrir hugskotssjónum sem stór maður, stór í kærleika, stór í þjónustulund og stór í hugsjónum. Víst var hann stoltur maður, en aldrei stærilátur. Hann var ákafa- maður, en aldrei flumbrari, bæði lagtækur og vandvirkur. Afkasta- mikill starfsmaður, sem þó safnaði aldrei veraldlegum auði, en auðgað- ist af vinum og öðrum þeim verð- mætum er mölur og ryð fá ekki grandað. Glaðlyndur var hann og hafði góða kímnigáfu, en undir niðri alvörugefinn, trúmaður, sem gð hafði bænheyrt um æðruleysi. Það átti hann öðrum mönnum í ríkara mæli. Hann var hrókur alls fagnað- ar á góðri stund og nutu þá vinir og félagar ágætrar tónlistargáfu því hann var ekki einasta söngelsk- ur og lék á slaghörpu og orgel, heldur einnig liðtækur höfundur dægurlaga sem einhver lifa enn. Þrátt fyrir það, að hann var í eðli sínu hugsjónamaður og eldhugi, var hann of sanngjarn og sveigjanlegur til þess að verða nokkru sinni of- stækismaður. Guðmundur var bók- hneigður en gafst sjaldan tóm til að liggja yfir bókum. Hann las þó alltaf eitthvað fyrir svefninn og safnaði þannig miklum fróðleik er hann miðlaði öðrum af örlæti hjart- ans. Axið var þungt, kornin mörg og mjölvamikil. Guðmundur lagði gjörva hönd á fleira í starfi og fé- lagsmálum en upp verði talið í stuttri minningargrein. Starfsævina hóf hann sem sendill hjá Ziemsen. Síðar tóku við störf og nám í blikk- smíði hjá Nýju blikksmiðjunni. Þar starfaði hann frá 1928 til 1947, síðustu sjo árin sem verkstjóri. Hann lauk sveinsprófi í iðninni árið 1931 og hlaut meistarabréf 1944. Hann starfaði sem verkstjóri hjá vélsmiðjunni Héðni á árunum 1947 til 1954. Framkvæmdastjóri með- ferðarheimilis Bláabandsins fyrir áfengissjúka, á Flóagötu 29, var hann frá stofnun þess, árið 1955. Eftir að ríkið keypti húsið og tók við rekstri þess, sem Flókadeildar Kleppsspítalans, starfaði hann þar áfram sem félagsmálaráðunautur í fullu starfi til ársins 1977, en síðan í hálfu starfí meðan hann hafði heilsu til. Frá árinu 1973 var hann stjórnarformaður Vistheimilisins í Víðinesi og þar var starfsvettvang- ur hans allt til dauðadags. Störf Guðmundar að félagsmál- um voru mörg og margvísleg bæði innan stéttarsamtaka blikksmíða og mannræktarsamstaka ýmiskon- ar. Þ6 ber þar hæst aðild hans að stofnun AA-samtakanna á íslandi árið 1954, þátttöku hans í starfí þeirra æ síðan og hlutverk hans sem Nestor samtakanna hin síðari árin. Þegar harðnar á dalnum, hret- viðri dynja og hjarnið hylur jörð, flykkjast hreggbarðir fuglar þang- að sem reyrinn granni ber hið þunga ax. Úr.fræjum hans fá þeir þrótt til að þreyja af veturinn og hinn granni reyr með sín nærandi fræ verður þeim sá vinur, er í raun reyn- ist. Félagar Guðmundar í deildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.