Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Dr. Sæmundur Guðmunds- son. Doktorspróf í fæðinga- hjálpogkven- sjúkdómum Sæmundur Guðmundsson, læknir, hefur nýlega varið doktorsritgerð sína við Lundarháskóla í Svfþjóð. Doktorsvðrnin fór fram þann 7. aprfl sl., en hann lauk embættisprófi \ læknisfræði fi-á Háskóla íslands árið 1979. Doktorsritgerðin fjallar um nýja aðferð á sviði fæðinga- hjálpar. Aðferðinni er hægt að beita til að sjá hvort fóstrinu hættir við súrefnisskorti í fæð- ingu. Eftir kandidatsárið á íslandi hélt Sæmundur til Svíþjóðar, þar sem hann hefur stundað sérnám í kvensjúkdómum og fæðingahjálp. Hann starfar nú við kvennadeild sjúkrahússins f Malmö. Sæmundur er fæddur í Reykjavík árið 1950. Foreldrar hans eru Elín Sæmundsdóttir og Guðmundur Sigurjónsson. Eiginkona Sæmundar er Sigr- ún Sigurjónsdóttir og eiga þau þrjú börn. Dr. Guðmundur Jóhann Ara- son. Doktor í líf- eðlisfræði Guðmundur Jóhann Arason varði doktorsritgero (PhD) f lífeðlisfræði hinn 12. desem- ber sl. við Lundúnaháskóla. Ritgerð hans ber heitíð „Inter- nal defence reactions of Litt- orina Littorea". Guðmundur Jóhann er fseddur á Fagurhólsmýri f Öræfum 18. febrúar 1954; Hann fluttist með foreldrum síhúm, Sigríði Guð- mundsdóttur og Ara Jónssyni, fyrst að Borgarhöfn árið 1956, og síðan til Reykjavíkúr árið 1959. Grunnnám sótti hann í Vogaskóla, gekk síðan í Mennta- skólann við Tjörnina, og lauk þaðan stúdentSprófi árið 1974. Frá Háskðla íslands lauk hann BS-prófi í líffræði árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám i lífeðlisfærði við Bedford college í London árin 1979 til 1984, en hóf þá störf á Rannsóknarstofu í ónæmisfræði við Landspítalann og hefur starfað þar síðan. Kona Guðmundar er Anna Hólmfríður Yates, blaðamaður, og eiga.þau þrj'ú börn. Ríkið á að vera til fyrir fólkið — en ekki fólkið fyrir ríkið eftír Sólveigu Pétursdóttur Þrígreining ríkisvaldsins í lög- gjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdavald er sá trausti grunnur sem stjórnarfar okkar byggist á. Stjórnarskráin mælir fyrir um þessa aðgreiningu, þar sem hverj- um þætti er ætlað að takmarka vald hins til þess að koma í veg fyrir misbeitingu þess, því búum við í lýðfrjálsu landi. Þessi stað- reynd ætti að vera öllum ljós, ekki síst prófessor í stiórnmálafræði, en af þeirri stöðu hefur Ólafur Ragnar Grímsson lengst af haft sitt lifibrauð. Ástæða þess að ég minni á þetta sérstaklega hér, er sú „uppákoma" sem prófessorinn og fjármálaráð- herrann stóð fyrir á Alþingi íslend- inga nú nýverið er Iiann krafðist þess að þingmenn felldu frum- varp sem áður hafði náðst víðtækt samkomulag um. í frumvarpi þessu, sem undirrituð mælti fyrir og flutt var af þing- mönnum úr öllum flokkum, er lagt til að felld verði úr lögum um stað- greiðslu opinberra gjalda og lögum um virðisaukaskatt ákvæði um forgang þeirra skattakrafna, sem lög þessi fjalla um, í þrotabúum og skuldafrágöngubúum (dán- arbúum). Verður að ætla að þingmenn hafi ef til vill ekki gert sér fulla grein fyrir afleiðingu þessarar lagasetningar gagnvart réttar- stöðu annarra kröfuhafa á þeim tíma er þessi lög voru sett og virð- isaukaskatturinn kemur heldur ekki til framkvæmda fyrr en um næstu áramót. í þessu sambandi má benda á þá staðreynd að emb- ættismenn framkvæmdavaldsiris sjá oft um samningu slíkra ákvæða eða svonefndra tæknilegra atriða í lagafrumvörpum og í þessu til- viki var ekki leitað til sérfróðra manna á sviði skiptaréttar. Það voru mistök að mínu mati því að með þessu móti var ríkinu fært það vald á hendur að óþolandi er með öllu gagnvart almenningi í þessu landi. Forgang-ur ríkisvaldsins Ef farið verður að vilja fjár- málaráðherra og núgildandi lögum verður ekki breytt, mundu kröfiir ríkisins ganga fyrir þinglýstum veðréttindum á þann hátt að fólk í venjulegum viðskiptum getur tapað stórfé. Maður sem selur öðrum manni hlut, t.d. bíl, og lánar allt söluverðið gegn þing- lýstu veði á 1. veðrétti í bílnum, á það á hættu ef kaupandinn verð- ur gjaldþrota og skuldar virðis- aukaskatt eða staðgreiðslu, að ríkissjóður hirði allt andvirði bílsins úr þrotabúinu. Með öðrum orðum veðréttur seljandans víkur fyrir kröfu ríkissjóðs. Ríkið nær þannig fjármunum tíl sín, ekki á kostnað vanskilamannsins, heldur á kostnað lánardrottna hans. Núverandi reglur, sem skerða þannig rétt kröfuhafa munu bitna á mörgum, t.d. launþegum, lífeyr- issjóðum og stéttarfélögum, svo og þeim, sem eiga bótakröfur vegna vinnuslysa á hendur gjald- þrota eða látnum vinnuveitanda. Það er ekki hægt að færa nein rök fyrir því að hagsmunir ríkisins fyrir innheimtu opinberra gjalda séu svo ríkir, að þeir eigi að skerða réttindi kröfuhafa sem þessara. Þá eru ótalin þau áhrif sem núverandi fyrirkomulag mun hafa t.d. á rekstur bankanna hvað varð- ar veðhæfni framboðinna trygg- inga og veða sem bankarnir hafa nú þegar. Gera má ennfremur ráð fyrir því að veðbókarvottorð verði næsta marklaus, þar sem ekki yrði hægt að ganga úr skugga um það hversu há forgangskrafa ríkis- sjóðs yrði. Það má nærri geta hvaða áhrif slíkt hefði á allt við- skiptalíf í landinu. Hverjum mætti lána og hverjum væri hægt að treysta? Verði þessum lagaákvæðum ekki breytt eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, þá munu gjald- þrotaskipti fara fram nær ein- göngu í þágu innheimtuaðila ríkis- sjóðs, en aðrir kröfuhafar munu. sárasjaldan eiga nokkurn mögu- leika á greiðslum upp í kröfur sínar. Óhætt er að fullyrða, að hér er um stórt réttlætismál að ræða, bæði hvað varðar grundvöll kröfu- réttinda almennt og réttarstöðu aðila í viðskiptum. Þess utan njóta innheimtumenn opinberra gjalda ýmissa sérstakra þvingunar- og fullnustuúrræða lögum samkvæmt fram yfir aðra kröfuhafa, svo sem eins og vald til að stöðva rekstur fyrirtækis sem skuldar skatta. Samhljóða nefitidarálit Mælt var fyrir frumvarpi því sem hér um ræðir og ætlað er að breyta þeim réttaráhrifum sem lýst hefur verið, í neðri deild þings- ins og var því vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar, svo sem venja er til og hlaut þar mjög ítarlega umfjöllun. Sýndu nefhdarmenn fiillan skilning á eðli þessa máls og eiga þeir þakkir skilið fyrir vönduð vinnubrögð. Náðu þeir fullkomnu samkomulagi og sendu því frá sér samhljóða nefhdarálit, enda þótt fjármálaráðuneytið legðist að lok- um gegn frumvarpinu, aðallega á þeim forsendum, að þeSsir skatt- peningar séu vörslufé í þrotabúi og megi jafnvel líta svo á að öðrum kröfuhöfum sé tryggð „ólögmæt auðgun" þar sem verið er að draga inn í skiptin fé sem tilheyri ekki búinu. í umsögn ráðuneytisins segir ennfremur orðrétt: „Vissulega kunna ákvæði sem þessi að rýra möguleika veðkröfuhafa til þess að fá fullnustu í þrotabúum. Það þykir hins vegar réttlætanlegt þegar tekið er tillit til eðlis þeirra skattkrafna sem hér um ræðir." Ég hygg að svörin við þessum rökum séu þegar ljós og staðreynd að fjármálaráðherra ber á þeim fulla pólitíska ábyrgð, þótt auðvit- að sé ekki hægt að útiloka það að hér sé um einhvern misskilning að ræða. Uppákoma á Alþingi En Ólafur Ragnar lét ekki þar við sitía. Er þetta mál hafði verið á dagskrá neðri deildar um nokk- urn tíma þá gat talsmaður fjár- hags- og viðskiptanefndar loks mælt fynr nefndarálitinu er fjár- máláráðherra gaf sér tíma til að mætá í þingið. Og það merkilega gerðist að á þessum síðustu dögum þingsins þegar. mörg stórmál bíða afgreiðslíi þá'éyddi hann nær heil- um degi í aðfaerjast gegn því frum- varpi sem hér um ræðir. Mér er tjáð ad uppákoma sem þessi sé nánast einsdæmi í sögu þings- ins, enda hlaut frumvarpið Sólveig Pétursdóttir „Það er auðvitað mjög alvarlegt raál ef það er sannfæring Ólafs Ragn- ars Grímssonar að ríkis valdinu beri þessi forgangsréttur alveg án tillits til þess hvaða áhrifslíkthefðiárétt- arstöðu almennings." meirihluta f afgreiðslu neðrí deildar. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál ef það er sannfæring Ólafs Ragnars Grímssonar að ríkisvald- inu beri þessi forgangsréttur alveg án tillits til þess hvaða áhrif slíkt hefði á réttarstöðu almennings. Hitt er þó ekki síður alvarlegt að mínu mati, að hann, sem talsmað- ur framkvæmdavaldsins, reyni að þvinga fulltrúa löggjafarvaldsins til eftirgjafar á máli, sem menn úr öllum flokkum, líka hans eigin, hafa þegar náð samkomulagi um. Löglegt en siðlaust, kann einhver að segja, en á það get ég ekki fallist. Ég tel að hér sé um að ræða brot á þrígreiningu ríkis- valdsins sem tryggt er í stiórn- arskrá og að fjármálaráðherra misbeití hér valdi sínu. Ég tel einnig að stjórnmála- fræðiprófessorinn hljóti að komast að sömu niðurstöðu ef hann géfur sér tíma til að skoða þetta mál betur. Það er a.m.k. ljóst, að slík vinnubrögð geta ekki talist til sóma hjá lýðræðisþjóð. Það sem eftir stendur er þó auðvitað það grundvallaratríði sem þetta mál snýst um, að ríkið á að vera tíl fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir ríkið. Höfundw er varaþingmaður Sjálf- stæðisBokksins í Reykjavfkurkjör- dæmi. „Bankastjórinn og Ögurvíkurmálið" eftír Elínu Hirst Skrif eins og þau sem Sverrir Hermannsson ástundar eru sem betur fer sjaldgæf á síðum íslenskra dagblaða og vart svaraverð. Hins vegar verður ekki hjá því komist að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum. Fyrst varðandi Ög- urvíkurmálið. Eins og flestir muna gerði Bankaeftirlit Seðlabankans athugun á því hvort Sverrir ætti hlut í Útgerðarfélaginu Ögurvík eða sæti þar í stjórn eftir að hann tók við bandastjóraembætti í Lands- bankanum. Samkvæmt lögum um viðskiptabanka mega bankastjórar ekki eiga hlut eða silja í stjórnum annarra fyrirtækja nema fyrir hönd bankans. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans skrifar undir bréf sem stíórnarformaður Ögurvíkur hf. um sfðustu áramót, tæpu hálfu árí eftir ^ð h^ni^. tók, við starfí bankastjóra Landsbank- „Það mál stendur eftir sem einn af minnisvörð- um um launagreiðslur sem þóttu orka tvímælis og lítið meira um það að ségja." ans. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar tvö þann 25. janúar síðast- íiðinn, en þá var umrætt bréf tæp- lega mánaðar gamalt. Hvers vegna tók Sverrir þátt í stjórnarathöfnum sem stjórnarformaður í Útgerðarfé- laginu Ögurvík löngu eftir að hann var að eigín sögn búinn að segja sig úr stjóm fyrirtækisins? Um þetta fjallaði fréttin. Varðandi biðiaun Sverris. Það mál stendur eftir sem einn af minn- isvörðum um launagreiðslur sem þóttu orka tvímælis og lítið meira ,um það að segja.Þó raá bætayið að þingmennirnir Lárus Jónsson og- Tómas Árnason sem báðir hættu á þingi til að taka við bankastjóra- embættum á undan Sverri óskuðu ekki eftir biðlaunum. Sverrir Hermannsson gefur í skyn í ruglingslegri grein sinni í Morgunblaðinu þann 13. maí síðast- liðinn að undirrituð gangi erinda Ólafs Ragnars^ Grímssonar fjár- málaráðherra. I því sambandi ér rétt að minna á fréttir sem undirrit- uð hefur flutt á Stöð tvö að undanf- örnu. Þar má nefna eftirgjöf fjár- málaráðherra á skattaskuldum NT, óvenjulegt veð sem fjármálaráð- herra tók gilt vegna skattaskulda Bókaforlagsins Svart á hvítu, svo og afturköllun fjármálaráðuneytis- ins á boðaðri aðgerð um lokum fyr- irtækja sem skulduðu staðgreiðslu- skatta í Reykjavík. Þetta segir allt sem segja þarf um gildi samsæris- kenninga Sverris Hermannssonar. Elfn Hirst.aULUllM.i.iUtUí. I HbfandurerQöltmðlabæðlngur ofrfréttamaðuráStöðtvS. _„<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.