Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRA MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Af hverju þetta kæruleysi? Til Velvakanda. Alltaf þegar ég kem í Bláfjöll þá sárnar mér að sjá það kæruleysi sem viðgengst þar við skíðalyfturnar, því miðun Þó að við séu m þessir merki- legu íslendingar af víkingakyninu þá erum við eins og margsannað er ekki yfir það hafin að hér verða slys. Fyrir nokkrum árum síðan varð ég vitni að þvl í Bláfjöllum að kona féll úr lyftustól sem hún var að fara í og hún kallaði á hjálp en ungi maður- inn, vörðurinn, heyrði ekki - hann var nefninlega með svokallað vasa- diskó í eyrunum. Mér ofbauð svo að ég hringdi nokkru seinna á borgar- skrifstofuna og sagði frá þessu og hef sem betur fer ekki séð slíkt aftur en kæruleysið virðist alltaf vera. Eins og margir íslendingar hef ég verið á skíðum erlendis, hef verið á nokkrum skíðastöðum í Austurríki, og þess vegna sér maður muninn. Við stóllyfturnar úti eru víðast tveir menn og þeir eru svo vakandi að þeir sjá strax ef manneskja er óör- ugg og ef um Iítil börn er að ræða þá bókstaflega er þeim lyft upp í stólana og alltaf er maður uppi tilbú- inn að taka á móti fólki úr stólunum. Þar er alltaf maður til aðstoðar við toglyftur eða t-Iyftur. Hér er enginn Rauða ljón- inu verði lok- aðkl. 11.30 Til Velvakanda. Ég er einn þeirra sem búa í ná- grenni við Rauða ljónið. Eins og málum er komið er alveg ljóst að það fyrirkomulag sem nú er við rekstur Rauða Ijónsins getur ekki staðist til lengdar. Mitt mat er það að flestir íbúar á Seltjarnarnnesi séu hlynntir bjórkrá á Eiðistorgi, en með því skilyrði þó að rekstur hennar leiði ekki af sér endalausan umgang og ónæði fyrir nágrannana. Eina leiðin til að koma í veg fyrir almennt fyllerí og „hallæ- risplansstemmningu" er að loka Rauða ljóninu fyrr, annaðhvort kl. 11.30 eða í síðasta lagi kl. 1 eftir miðnætti. Þessi tillaga ætti að vera ásættanleg fyrir alla hagsmunaaðila og kemur í veg fyrir að upp úr sjóði sem virðist alveg óhjákvæmilegt. Nágranni Ljónsins » * * Hundavaktin Til Velvakanda. Ríkisfjölmiðlarnir stóðu á öndinni af virðmgu og spennu er nær dró úrslitum í kjarasamningum atvinnu- rekenda og verkalýðs: „Ríkisstjórnin er í viðbragðsstöðu," sögðu þeir lotn- ingarfullir. „Ríkisstjórnin ætlar að standa vakt í nótt, viðbúin að beita sér fyrir lausn vinnudeilunnar," stundu þeir, agndofa af virðingu fyr- ir fórnfýsi landsfeðra. Og sjá: Ríkis- stjórninni bárust 12 víxlar frá Ás- mundi í ASÍ og 8 frá Þórarni í Vinnu- veitendasambandinu. Og ríkisstjórn- in skrifaði viðstöðulaust upp á þá alla 20. Að vísu eru þessir víxlar að því leyti frábrugðnir venjulegum víxlum, að upphæðir eru óljósar og það sem meira er: Engar dagsetning- ar. Enda hafa ábyrgðarmennirnir ekki hugsað sér að láta þessa víxla falla fyrr en eftir daga ríkisstjórnar- innar. Alþýðubandalagið mun síðan framlengja flest loforðin í næstu al- þingiskosningum, nema til helv. þjóf- anna sem eiga skrifstofu- og verslun- arhúsnæði, og kenna svo næstu ríkis- stjórn um að hafa svikist um fram- kvæmdir. Á hinn bóginn þarf Framsókn gamla engar áhyggjur að hafa. Þetta eru alltof margir víxlar til að nokkur vegur sé að muna stundinni lengur hvað á þeim stendur. Það verða stór augu sem Steingrímur rekur upp á morgun eða hinn ef einhver fer að rifja upp loforðalistann. Hann mun ná enn einu metinu í betinu. Melamaður við toglyfturnar og stólalyftuvörður- inn í skúrnum uppi, já það er hrein undantekning ef hann er tilbúinn til aðstoðar ef með þarf. Ég held að hann eigi alltaf að standa tilbúinn við stólana. Og meira að segja strák- arnir, sem eru til þesss að taka við miðum og gá hvort fólk er með dags- kort, þeir nenna varla að líta upp. Og þess vegna freistast krakkar kannski til þess að svindla sér og það er mjög slæmt, nóg er um aga- leysi hjá okkur í þessu landi. Heilmikið af hjólum hefur slitnað af toglyftunum og ætti auðvitað að gera við þetta jafn óðum, nóg er nú biðin samt og ekki getur það verið svo kostnaðarsamt. En það eru smá- munir miðað við hitt málið sem varð- ar öryggið sem við eigum heimtingu á að fá að njóta. Pálína Hermannsdóttir SIEMENS -gæði TRAUSTUR OG AFKASTAMIKILL ÞURRKARIFRÁ SIEMENS íslenskar fjölskyldur í þúsundatali telja SIEMENS þvottavélar og þurrkara ómissandi þægindi. Þú getur alltaf reitt þig á SIEMENS. WT 33001 Hægtaöleiöaloftútfrá öllum hliöum. Þurrkar mjög hljóðlega. Tímaval upp í 140 mínútur. Hlífðarhnappur fyrir viðkvæman þvott. Tekur mest 5 kg af þvotti. Verð kr. 39.500,- Muníö umboðsmenn okkar víðs vegar um landið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300 Spennandi sumardvöl í júní og júlí TÖLVUSUMARBÚÐIR FYRIR ÆSKUNA Tölvufræðslan býður í júní og júlí upp á fimm daga ógleymanlega sumardvöl fyrir börn og unglinga á aldrin- um 9-14 ára. Dvalið er á Kleppjárnsreykjum í hinu búsældarlega Borgarfjarðarhéraði, skammt frá Reykholti, bæ Snorra Sturlusonar. Á daginn er blandað saman skemmtilegri tölvukennslu þar sem veitt er grundvallarþekking á tölvur og hollri útiveru í íslenskri náttúru. Þarna er hægt að gera sér margt til skemmtunar, stunda boltaíþróttir, frjálsar íþróttir, almenna útileiki og fara í sundlaugina, sem er á staðnum. Farið verður í gönguferðir, náttúruskoðun og skoðunar- ferðir til fjölmargra sögustaða í Borgarfirði. Leiðbeinendur hafa mikla reynslu á sviði tölvu- og íþrót- takennslu. Á kvöldin verða haldnar skemmtilegar og fjörugar kvöld- vökur. Dagsetning h>pa: Hópur 1 12/6 til 16/6 Hópur 2 19/6 til 23/6 Hópur 3 23/6 til 28/6 Hópur 4 28/6 til 2/7 Hópur 5 10/7 til 14/7 Innritun og nánari upplýsingar í símum 687590 og 686790. Hringiö og við sendum bækling um hæl. Hópur 6 14/7 til 18/7 Hópur 7 18/7 til 22/7 Hópur 8 22/7 til 26/7 Hópur 9 26/7 til 30/7 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúnl 28. SIEMENS-dæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVÖTTAVÉL FRÁ SIEMEIMS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. I þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. (tarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH & NORLAND Nóatúni4, 105 Reykjavlk. Ég vil gjarnan fá sendan bækling meö nánari upplýsingum um þessa athyglisverðu vél. Heimilistang SMITH& ¦JPHaK NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.