Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Menningarhátíð á Austurlandi AKVEÐIÐ hefur verið að efha til menningarhátíðar á Austurlandi í samvinnu við sveitarstjórnir í Austurlandskjördæmi sumarið 1989. Hátíðin hefst 19. maí og henni lýkur 20. ágúst. 11 sveitarfélög tilnefndu aðila í samstarfsnefnd sem hefur tekið þátt í undirbúningnum í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Sér- stök hátíðarnefnd hefur séð um undirbúning á hverjum stað. Menningarhátíðir hafa verið haldnar á vegum menntamála- ráðuneytisins á Akureyri 1986, ísafírði 1987 og á Sauðárkróki 1988, en voru þá eingöngu haldn- ar í einu sveitarfélagi í kjördæm- inu. Tilgangur þessara hátíða er m.a. að varpa ljósi á margs konar menningarstarfsemi í fjórðungn- um og vera hvatning til athafna í þeim efnum. Sveitarfélögin munu ennfremur nota þetta tæki- færi til að skiptast á menningar- dagskrám sem þau hafa undirbúið sérstaklega fyrir hátíðina. Menningarstofnanir í Landsvirkjun: 150milljónatíl- boð í stjórnhús OPNUÐ hafa verið tilboð hjá Landsvirkjun í byggingu sljórnhúss við Blönduvirkjun. Stjórnhúsið er þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1.350 fermetrar að flatarmáli. í því verður stjórnherbergi, ro- fasalur, verkstæði, geymslur o.fl. Skila skal húsinu að mestu leyti fullfrágengnu með loft- ræstibúnaaði, raflögn, pípulögn og innréttingum. Verkið nær einnig til þess að gera undirstöður fyrir spenna og háspennubúnað utanhúss og að ganga frá lóð við húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði steypt upp að mestu á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu á næsta ári. Alls bárust sex tilboð í verkið auk eins frávikstil- boðs, sem hér segir: Byggingarfélagið Hlynur hf. og Trésmiðjan Borg hf., Sauðár- króki, 151.250.505, Hagvirki hf., Hafnarfirði, 179.445.000, Fossvirki, Reykjavík, 168.666.447, S.H. Verktakar, Hafnarfirði, 126.941.671, frá- viksboð 124.441.671, ísberg sf., Reykjavík, 116.371.662, Tré- smiðjan Stígandi hf., Blönduósi, 129.985.284. Kostnaðaráætlun ráðunauta: 170.571.000. Tilboðin verða nú könnuð nán- ar með tilliti til útboðsgagna og borin endanlega saman. Að því búnu mun stjórn Landsvirkjunar taka afstöðu til þeirra. Reykjavík koma með atriði: Þjóð- leikhúsið mun sýna Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonar- son og Listasafn íslands verður með sýningar á verkum austfir- skra listamanna í eigu safnsins. Þessar sýningar verða á Djúpa- vogi, Höfn í Hornafirði, á Egils- stöðum, en sýningin þar verður viðamesta sýning listasafnsins utan Reykjavíkur til þessa, og í Neskaupsstað, en um þær mundir eru 60 ár liðin síðan bærinn fékk kaupstaðarréttindi. (Úr fréttatilkynningu) Frá fræðslufundi, sem haldinn var í tengslum við aðalfund Krabbameinsfélags Islands og í tilefhi af 25 ára afinæli Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Um 25 konur deyja árlega úr brjóstakrabbameini: Hægt er að lækka dánartíðni um 30% með röntgenmyndatökum - segir Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir röntgendeildar Krabbameinsfélagsins Brjóstakrabbamein er algengast krabbameina og hefur tíðni þess farið vaxandi síðustu áratugi. Það telur nú um fjórðung allra krabba- meina kyenna. Árin 1981-86 greindust að jafnaði rúmlega 90 tilfelli árlega á Islandi og um 25 konur deyja úr sjúkdómnum árlega, marg- ar á besta aldri. Þetta kom meðal annars fram í ávarpi Baldurs F. Sigfússonar, yfir- læknis Röntgendeildar Krabba- meinsfélags Islands, á fræðslu- fundi, sem haldinn var fyrir nokkru í tengslum við aðalfund KÍ og 25 ára afmæli Leitarstöðvar KÍ. Rönt- genmyndataka af brjóstum er sú aðferð, sem gefið hefur hvað besta raun í greiningu sjúkdómsins. Með myndatöku má finna mun minni æxli en við þreifingu, einkum ef þau liggja djúpt eða erfitt er að þreifa brjóstin. Meira en helmingur æxla, sem greinast á þennan hátt, finnast ekki við þreifingu. Athugan- ir hafa leitt í ljós að hægt er að lækka dánartölu um og yfir 30% með notkun röntgentækni við grein- ingu brjóstakrabbameins. Þá hefur hlutfallsleg fjölgun lítilla æxla, sem finnast við hópskoðun með brjósta- myndatöku, orðið til þess að mun fleiri konum býðst takmörkuð skurðaðgerð, sem gengur undir nafninu fleygskurður, í stað þess að missa allt brjóstið, að sögn Bald- urs. Skipuleg hópsköðun með brjósta- myndatöku á Islandi mun vera hin fyrsta sem nær til heillar þjóðar. Hinn 2. nóyember 1987 hófst í Leitarstöð KÍ skipuleg, samræmd leit að legháls- og brjóstakrabba- meini, þar sem öllum konum 40-69 ára, svo og 35 ára, var boðin brjóstamyndataka á röntgendeild- inni. Aðrar konur allt frá tvítugu eru skoðaðar með þreifingu, en sendar í myndatöku eða töku stungusýnis, ef tilefni gefst. Úti á landi var farið að bjóða upp á brjóstamyndatöku á síðasta ári. Notað er meðfærilegt röntgentæki, sem sent er á milli staða. Röntgen- deild Fjórðungssjúkrahúss Akur- eyrar fékk eigið brjóstamyndatöku- tæki að gjöf frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og sér hún um leitina í Eyjafírði. Á heildina litið virðist fyrsta reynsla hópskoð- unar lofa góðu, að sögn Baldurs. Hinsvegar segir hann að þátttaka mætti vera betri, einkum meðal kvenna yfir fimmtugt, eigi kostnað- ur og fyrirhöfn að skila umtalsverð- um árangri í formi lækkunar dánar- tölu. Um það bil 11.600 konur voru rannsakaðar með brjóstamynda- töku á sl. ári auk rúmlega 200 kvenna, sem leituðu sjálfar eftir skoðun vegna grunsamlegra ein- kenna í brjóstum. Kópavogur: Tveir listamenn fá starfslaun bæjar- listamanns Kópavogs STARFSLAUN bæjarlistamanns Kópavogs voru afhent í þriðja sinn 11. maí síðstliðinn, á afinæli bæjarins. Að þessu sinni hlutu þau þeir Sigurður Bragason óperusöngvari og Hjörtur Pálsson rithöfiindur. Að lokinni afhendingu söng Samkór Kópavogs undir sljórn Stefáns Guðmundssonar lagið í Kópavogi eftir Sigfús Halldórsson, heiðurs- listamann bæjarins, við texta eftir Böðvar Guðmundsson. Sigurður Bragason hlýtur starfs- einnig sungið í óperum þar á meðal laun frá 1. júlí til 31. desember næstkomandi. Hann lauk prófi frá Tónlistarskóla íslands vorið 1978 og frá Söngskólanum í Reykjavík 1981, en stundaði síðan framhalds- nám á ítalíu. Fyrir síðustu jól gaf hann út hljómplótu, en hann hefur Landsþing St. Georgs-skáta 13. landsþing St. Georgsgildanna á íslandi var haldið á Akureyri 30. apríl sl. í umsjá gildisins á Akureyri. Mðrg mál voru á dagskrá þingsins en hæst bar þó umræður um Norðurlandaþing sem haldið verður í Reykjavik i júlí 1990. Rúmlega 100 manns úr öllum gildum landsins sátu þingið. Björn Stefánsson landsgildismeistari, Guðni Jónsson varalandsgildis- meistari og Elsa Kristinsdóttir rit- ari gáfu ekki kost á sér til áfram- haldandi setu í stjórn og voru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf. í stjórn voru kosin: Áslaug Frið- riksdóttir, Reykjavík, landsgildis- meistari, Hörður Zophaníasson, Hafnarfirði, varalandsgildismeist- ari, Garðar Fenger, Reykjavík, Sonja Kristensen, Keflavík, Aðal- geir Pálsson, Akureyri, Jón Bergs- son, Hafnarfirði, Hilmar Bjartmarz, Reykjavík. Töfraflautunni eftir Mozart og Tos- ca eftir Puccini. Sigurður fær starfslaunin til að undirbúa tónleika með verkum eftir Verdi, Donizetti og Bellini, sem ráðgert er að flytja bæði hér heima og erlendis. Einnig mun hann æfa hlutverk í óperu, sem íslenska hljómsveitin flytur á næsta ári. Hjörtur Pálsson hlýtur starfslaun frá 1. janúar til 30. júní 1990. Hann lauk kandídatsprófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla íslands 1972, en hefur síðan auk fastra starfa sem blaðamaður og dag- skrárstjóri ríkisútvarpsins um ára- bil, lagt stund á ljóðagerð og rit- störf í ríkum mæli og tekið virkan þátt í bókmennta- og menningar- lífí. Eftir hann liggja fjórar frum- samdar ljóðabækur, eitt rit um sagnfræði og auk þess hefur hann þýtt mikinn fjölda skáldverka, bæði í bundnu máli og óbundnu. Hjörtur fær starfslaun til að vinnan að ljóða- gerð. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastióri Félags íslenskra iðnrekenda, (t.v.) og Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa-Síríusar, ásamt tveimur af starfsmönnum Ora í Kópavogi. Á milli þeirra er auglýs- ingaspjald sem FÍI hefur látið útbúa. Félag íslenskra iðnrekenda: Auglýsingaspjöld sett upp í verslunum og fyrirtækjum FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur látið útbúa þrjár gerðir af auglýs- ingaspjöldum sem sett verða upp i verslunum, söluturnum og iðnfyr- irtækjum. Spjöldunum, er ætlað að koma boðskap Félags íslenskra iðnrekenda á framfæri við verslunarfólk, neytendur og starfsmenn i iðnaði. Ungmennafélög aðstoða FÍI við að dreifa auglýsingaspjöldunum á landsbyggðinni. Á spjöldunum er boðskapurinn til neytenda sá að með því að velja íslenskt sé stuðlað að atvinnu hérlendis. Verslunarfólk er hins vegar hvatt til að velja íslenskri gæðavöru þann sess sem henni beri í verslunum og starfs- menn iðnfyrirtækja eru hvattir til vandvirkni, þar sem íslensk gæða- vara verði til með þeirra vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.