Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 27 byggja rú" lengi sem hún lifir. Þegar talað er um skógrækt má ekki gleyma bless- uðu birkinu sem átti sinn stóra þátt í því að þjóðin gat lifað í landinu fyrr á öldum. Þjóðin lifði en skógur- inn dó. Örlítið brot af mannkyninu nýtur þeirra forréttinda að vera íslending- ar. Hvernig metum við það, hvernig þökkum við það. Herskylda er lögboðin í flestum löndum heims. Henni verða flestir að hlýta hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þar er fólki kenndur vopnaburður og meðferð skotvopna til þess að drepa með mann og annan.^ Við íslendingar erum blessunar- lega lausir við slíkt en ísland vant- ar gott landvarnarlið, ekki með vopn í höndum heldur með hugar- fari eins og góður og þakklátur sonur og dóttir bera til góðrar móð- ur. Ætti það ekki að vera öllum þeim sem meta sinn íslenska þegnrétt einhvers, og sitt íslenska þjóðerni, bæði ljúft og skylt að vilja hjálpa sjálfum skaparanum til þess að gera fallegt land fallegra og gott land betra og með því gjalda fóstur- jörðinni sín fósturlaun á þann hátt að græða upp og klæða eitthvað af þeim blásnu holtum, melum og móum sem hvarvetna blasa við augum allra þeirra sem hafa opin augu fyrir gróðurfari þessa Iands og vita og skilja hvernig það var, hvernig það er og hvernig það gæti verið. Það er sagt að gróður- störf séu mannbætandi. Ef svo er ætti það ekki að vera fráhrindandi að fást við slík störf á góðviðris- stundum að sumarlagi, því það er enginn svo góður að hann þoli ekki að vera ofurlítið betri. Það mætti varpa fram þeirri spurningu hvort það væri nokkuð sérstaklega stórmannleg fórn þótt menn eyddu nokkrum vordögum af ævi sinni í það að fegra og bæta sitt föðurland og auka hin fátæk- legu klæði þess. Það er ekki hægt að ætlast til þess að skógræktarfélögin vítt og breitt um landið haldi uppi þeirri nytjaskógrækt sem þörf er á, held- ur á hún að vera á vegum Skóg- ræktar ríkisins með stuðningi þjóð- arinnar allrar á bak við sig. Hlutverk skógræktarfélaganna er fyrst og fremst það að græða upp og fegra þær landspildur sem þeim eru afhentar til starfsemi sinnar af viðkomandi sveitarfélög- um. Þau eru oft ódrjúg til trjárækt- ar vegna lélegra landkosta en á öðru er ekki völ oft á tíðum. Með starfsemi sinni eru félögin að stuðla að því að almenningur fái notið útivistar í fegurra umhverfi en ann- ars hefði orðið og þau hafa sýnt og sannað með starfsemi sini að hér er víða hægt að rækta upp skóg með góðum árangri miklu víðar en menn hafa haldið. Hér hefur legið í landi sú hugar- farslega pest að hér væri ekki hægt, hér mætti ekki og hér ætti ekki að rækta upp skóg. Þessa pest þarf skógræktarfólk að uppræta með öllu og reka sterkan áróður fyrir máli sínu sem heyrist frá ystu nesj-" um til innstu dala, það þarf ekki að vera feimið eða niðurlútt við að boða sína trú en umfram allt þarf það að láta verkin tala. Þá er von til þess að hin dottandi þjóð og ráða- menn hennar í þessum efnum fari að rumska og gá til veðurs og hugsa til framkvæmda. íslenska þjóðin hefur lyft mörg- um grettistökum. En skógræktin hefur oftast gleymst. Sumir andstæðingar skógræktar þykjast kvíða því að skógræktarfólk með starfi sínu spilli útsýni og jafn- vel útliti landsins. Það vakir ekki fyrir neinum, það munu allir geta notið útlitsins sem þess óska og vilja því landslag og veðurfar sjá til þess. En hitt getur alltaf skeð að menn leggist niður á milli þúfna og telji sér og öðrum trú um að þeir hafi ekki nóg útsýni. Ásókn fólks á sumrin á hina fegurstu staði þar sem skógurinn grær er sönnun þess að hugsjón og starf skógrækt- arinnar og skógræktarfólkið að friða og bæta við og fegra þær gróðurtorfur sem enn finnast er ótvíræð viðurkenning á stefnu og starfí skógræktarfólks. Til eru þeir sem finnast sumar stöðvar skóg- ræktar ríkisins vera farnar í æ ríkari mæli að snúa sér að uppeldi og sölu á garðplöntum í staðinn fyrir að einbeita uppeldi að hinni eiginlegu skógrækt, með uppeldi skógarplantna og gróðursetningu þeirra. Þetta stafar sjálfsagt af því að Skógrækt ríkisins er í fjársvelti, vegna þess að þeir sem fjármálum stjórna hafa ekki enn öðlast skilning á hlutverki skógræktarinnar. Þess Jón Magnússon vegna eru þeir sem stöðvunum stjórna að afla þeim tekna á þennan hátt. Þrátt fyrir þröngan fjárhag hefur Skógrækt ríkisins tekist að halda uppi góðri og myndarlegri starfsemi í stöðvum sínum, einkum á Hallormsstað. Það er hollt og gott fyrir hvern og einn að kunna að hagnýta sér hverja líðandi stund til góðra verka, því ónotuð stund kemur aldrei til baka en í vel notuð- um tíma geymist og lifir það verk sem vel er unnið. Vitur maður sagði endur fyrir löngu: Gróðursettu tré, því þau munu lifa og vaxa á meðan þú sefur og þau munu geyma minn- ingu þína löngu eftir að þú ert allur. Allir þeir sem sjá líf, tign og feg- urð í fallegum trjágróðri úti í náttú- runni ættu ekki lengur að standa álengdar aðgerðarlausir heldur taka virkan þátt í landvörninni og upp- græðslunni og vera sér þess meðvit- andi að þeir væru að gera góða hluti sér til ánægju og sæmdar og öðrum til eftirbreytni. Plöntum vökvum rein við rein ræktin skapar framann hvað má höndin ein og ein allir leggi saman. (M.J.) Og blessum þessi hljóðu heit sem heill vors lands eru unnin hvert líf sem græddi einn lítinn reit og lagði einn stein í grunninn. (E.B.) Danskur maður gaf okkur jörðina Haukadal í Biskupstungum og pen- inga með svo hægt væri að hefja þar skógrækt. Þetta gerði hann af ást og virðingu til lands og þjóðar. Norðmenn gáfu peninga sem voru notaðir til að byggja upp til- raunarstöðina á Mógilsá. Einnig gáfu þeir peninga til skógræktar í Morgunblaðið/Emilía Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri, við nýju íþróttamiðstöðina en gert er ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tekinn í notkun í haust. lagi og ná þannig niður byggingar- kostnaði, auk þess sem mannvirkið kæmi fyrr að fullkomnum notum. í þessu sambandi er rétt að geta þess að bæjarstjórn var einhuga um þessa leið til fjármögnunar fram- kvæmdanna en það verður að telj- ast mikilsvert, þégar um jafn viða- mikið verkefni er að ræða og raun ber vitni. Hitt ber svo jafnframt að hafa í huga, að þessi fjármögnunar- leið var því aðeins gerð, að heildar- skuldir Garðabæjar voru óverulegar fyrir." Á þessu ári verður hafist handa við stækkun Flataskóla um 4 til 5 kennslustofur og verður hann þá komin í þá stærð sem viðmiðunar- tölur menntamálaráðuneytisins gera ráð fyrir í 450 til 500 nem- enda skóla. Þá hefur verið ákveðið að veita 10 milljónum til byggingar leikskóla í Bæjargili og hefjast framkvæmdir væntanlega á þessu ári. Hafharaðstaðan batnar „Eitt af því sem ástæða er til að vekja athygli á er að umtalsvert átak verður gert í framkvæmdum við viðlegukantinn við höfnina í Arnarnesvogi. Að þeim loknum batnar aðstaða fyrirtækja þar til mikilla muna því þau hafa þurft að sinna sínum viðskiptavinum frá Hafnarfirði, þar sem hafnaraðstaða hefur ekki verið fyrir hendi hjá okkur," sagði Ingimundur. „Þegar lokið verður við viðleguna og inn- siglingin hefur verið dýpkuð er hægt að taka þarna að um 300 til 500 tonna skip. Þessar fram- kvæmdir hafa staðið yfir í fjölda ára en erfilega gengið að fá til þeirra fjárveitingu." Heildarkostnaður við skolp- hreinsistöðina, sem reist verður við Arnarnesvog er talinn vera um 86 milljónir króna og hefur holræsa- gjald, sem fyrst var Iagt á árið 1987 þegar gefið 45 milljónir. Gerð- ar hafa verið rannsóknir á því hvernig best verði staðið að málum og munu framkvæmdir. hefjast seinni hluta siimars. Öll holræsi verða Ieidd að stöðinni og ef miðað er við nýjar reglur sem taka munu gildi um næstu áramót á stöðin að geta annað sínu hlutverki næstu áratugi. „Við ætlum að reyna að ljúka við verkið árið 1992 en strax að loknum fyrsta áfanga, sem verð- ur væntanlega um næstu áramót dregur verulega úr þeirri fjörum- engun sem nú er," sagði Ingimund- ur. Skorradal. Þar kom einnig til hin höfðinglega gjöf Hauks Thors og konu hans með gjöf sinni á jörðinni Stálpastöðum til skógræktar. Ég minni á þetta nú þótt langt sé um Iiðið síðan þessar gjafir voru okkur gefnar. En spyrja má, hvar er reisn okkar og stolt, að þurfa að láta útlenda menn hvetja okkur til starfs og dáða til að bæta og fegra okkar eigið land. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum skrifaði merkajgrein í Arsrit Skóg- ræktarfélags Islands 1974, sem hann nefndi „þjóðin lifír en skógur- inn dó." Þar kemur fram eftir upp- lýsingum hinna fróðustu manna, að landsmenn hafí þurft að nota árlega 45 tonn af járni og það hafí þeir unnið úr mýrarrauða. Þeir stungu hann líkt og mó, þurrkuðu hann, síðan var þetta brennt og þá sat járnið eftir. Til að hægt væri að nota það til smíða, þurft að marghita það og dengja og gera það þannig hæft til smiða. Járnið var aðallega notað í ljái, skeifur og ýmsa hluti til búskapar. Til þess að vinna járnið úr mýrar- rauða, gera það vinnsluhæft og vinna síðan úr því, þurftu lands- menn að hafa 65.000 tunnur af smíaðkolum, og til að ná þessu magni þurftu þeir að höggva þétt- vaxinn skóg af landsvæði sem nam 10 ferkílómetrum, eða 1.000 hekt- ara árlega fram eftir öldum. Það fór að draga úr viðarkolaþörfinni þegar innflutningur á járni hófst um miðjan 15. öld og löngu síðar komu innfluttu kolin. I grein Þórarins kemur fram, að landsmenn hafi þurft að smíða 14000 ljái árlega og að þeir hafi enst í 2 ár, þannig hafi verið 28.000 ljáir í notkun um sláttinn og þá hafí þurft að eldbera og dengja jafn- vel daglega. Auk þess sem skógurinn var höggvinn til kolagerðar var hann tekinn til eldiviðar, húsagerðar og svo sá vetrarbeitin fyrir því að hann gat aldrei endurnýjað sig. í 1.000 ár var skógurinn höggvinn, rifinn, brenndur og beittur. Þjóðin lifði en skógurinn dó. Bændur utan Eyjafjöllum skrif- uðu sýslumanni sínum bréf með beiðni um að hann hlutaðist til um að þeir fengju að gera til kola aust- ur í Skaftártungu. Bréfið var dag- sett 13. maí 1817 - til Vigfúsar Þórarinssonar, Hlíðarenda. Þetta var meira en smá bæjarleið. Þarna þurftu þeir að fara yfír a.m.k. átta ár, sumar mjög slæmar yfírferðar. Þetta dæmi sýnir hve skógurinn var mönnum fyrr á tímum gífurlega mikils virði. Það kom fram hjá þess- um mönnum að þeir gætu sætt sig við það þótt þeir fengju ekki nema helming á við það sem þeir áður höfðu fengið. Það er talið, að við upphaf byggð- ar hafí landið verið þakið gróðri til hálfs, þar af helmingur skóglendi eða sem sagt 25.000 ferkílómetrar. Nú eru aðelns eftir 1.000 ferkíló- metrar, minna getur það varla ver- ið. Þetta afhroð hefur landið orðið að gjalda fyrir búsetu þjóðarinnar í 1.100 ár. Er ekki kominn tími til þess að þjóðin fari að hugsa um það í al- vöru hve búseta hennar hefur kost- að landið mikið og er ekki orðið tímabært að fara að gera eitthvað raunhæft í málinu og endurgjalda landinu eitthvað upp í það sem var — og hefur verið rifíð og tætt í aldanna rás. Ó, bjargið þið einhverju hamranna hlé himinsól vermdu þau lífrænu tré fyrir allt sem vor björk hefur borið og strítt svo hún beri oss framtíðarskóg. Ein frelsandi mund komi og hlúi nú hlýtt hinum harðgerðu viðum með unglimið nýtt vor guð lát þá vermast og gróa. (E.B.) Ég óska þess að skógræktarfólk megi vera og verða sem lýsandi kyndill í fararbroddi þess fólks sem vill með alúð og áhuga vinna að því að græða upp, og klæða eitt- hvað af þeim hrjóstrum og móum sem alls staðar eru á næsta leyti og með því gjalda landinu eitthvað upp í þá miklu skuld sem á okkur öllum hvílir, en alveg sérstaklega óska ég þess að kyndill Skógræktar ríkisins verði sem stærstur og bjart- astur sem aðrir geta litið upp til og haft að leiðarljósi og stefnuvita. Við ykkur sem enn eruð ung og á besta aldri vil ég segja þetta: Látið ykkur ekki henda það sama sem mig hendir nú, kominn á brautarenda, að ég finn sárt til þess að ég hefði getað. gert meira og ég hefði getað verið duglegri. En það er sagt, að það sé of seint að iðrast eftir dauðann. Ég gleðst þó við það litla sem ég hef gert. Það ættu sem flestir að stuðla að því að menningin megi vaxa í lundum nýrra skóga og það megi þróast gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár. Ég vil enda þetta rabb mitt með orðum Einars Benediktssonar. „Hver þjóð sem í gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa." Gleðilegt suniiir. Höfimdur er Hnfhfírdingur og áhugamaður um skógrækt. Sumaráætlun Flug- leiða í innanlands- flugi tekur gildi Flugleiðir tóku upp nýtt fargjaldakerfi í innanlandsfluginu samhliða sumaráætlun sinni 15. maí. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að þessar nýjungar miði að því að einfalda mjög fargjaldakerfið. Þeim sem borga full fargjöld sé boðin meiri forgangur en áður, en hinum ríflegri afsláttur. Ferðir í sumaráætluninni verða merktur í þremur litum og merkir hver litur ákveðinn verðflokk. Blár merkir að við- komandi ferð verður einungis seld á fullu verði. Ferðir merktar með grænum lit eru ætlaðar fólki sem ferðast með 20 prósent afs- lætti eða fjölskyldufargjaldi . Ferðir merktar með rauðum lit eru aftur ætlaðar fólki sem ferð- ast á 40 prósent afslætti eða fjöl- skyldufargjaldi. Unglingar og aldraðir geta notið 40 prósent afsláttar í öllum ferðum, en þeir miðar eru ekki bókunarhæfir. Að sögn talsmanna Flugleiða, nota íslendingar innanlandsflug- ið afar mikið og óvíða í heiminum meira. Árið 1988 fluttu til dæm- is Flugleiðir 260.000 farþega til ákvörðunarstaða í innanlands- flugi. Miðað við höfðatölu er það einungis Aeroflot hið sovéska sem flytur fleiri landsmenn á vélum sínum. Ferðatíðni verður aukin til minni staða í sumar með þeim hætti að lent verður á fleiri stöðum í einu og sama flug- inu. Akvörðun um þetta var tek- in eftir athugun sem gerð var í vetur meðal viðskiptavina Flug- leiða. Meiri hluti reyndist vilja meiri ferðatíðni og þá með aukn- um millilendingum Fokkervéla í stað fleiri ferða minni véla. Þeir staðir sem fá nú meiri ferðatíðni eru Húsavík, Sauðárkrókur og Patreksfjörður, en fyrirkomulag- ið hefur verið reynt á flugleiðum til Sauðárkróks og Húsavíkur síðan í febrúar og gefið góða raun. I sumar bjóða Flugleiðir til sölu 160.000 sæti í innanlands- flugi oger reiknað með 105.000 farþegum og verður flogið í 3.400 klukkustundir. í sumará- ætlun eru um 1800 brottfarir frá Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.