Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 - NAUST 19/5-21/5 Grillaour ferskur Jkumar med sveppamús (Grilledfresh lobster <mith mushroom mousse) SmjörsteiMar svaráraglstjriiigiiir meb romm- og rúsínusósu (Butterfriedbreastpfgaulimot with rum and raiAn sauce) alka men (Cheesecake withfruits) 1.9»0,- Boróapantanir í súna 17759 TUNGIIÐ: GRINDERS Í KVÖLD ásamt Megasi og fleírum góðum gestum Einstakur viðburður! Opiðfrákl.21-01 Miðaverð kr. 700,- Kaffileikhús í Bíókjallaranum Sýningar í kvöld og sunnudagskvóld Saga úr dýragarðinum Sýningar hefjast kl. 21 fclk í fréttum FOLDABORG Börnin heimsækja forsetann Ifyrri viku heimsóttu börnin á dagheimilinu Foldaborg forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Börnin voru um fimmtíu talsins og höfðu þau með sér heimatilbúinn blómvönd sem þau færðu forsetanum, auk þess sem þau voru öll með íslenskan fána. Forsetinn tók á móti barna- hópnum í kirkjunni og sungu þau nokkur lög, meðal annars lagið „Maístjarnan". Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel og voru börnin afskaplega ánægð yfir því að fá að hitta forsetann. BILL WYMAN Nýtrúlofaður veitinga- maður í Lundúnum Bill Wyman, bassaleikari rokkhljómsveitarinnar Roll- ing Stones, hefur opnað veitingahús í Lundúnum sem nefnist „Sticky Fingers" (Klístraðar krumlur) eftir einni plötu hljómsveitarinnar. Lítið hefur borið á Rolling Stones að undanförnu; raunar hefur verið skýrt frá því að hljómsveitin sé hætt að starfa en þess á milli lýsa' meðlimir sveitarinnar, ekki hvað síst gítarsnillingurinn smáfríði Keith Richard, yfir því að tími sé kominn til að halda í tónleikaferðalag. Þeir piltarnir láta aldurinn lítt á sig fá sem raunar þótti sannast ágætlega er þau Bill Wyman og fegurðardísin hárprúða, Mandy Smith, opin- beruðu trúlofun sína á veitingastaðnum nýja á dögunum. Hann er 52 ára, hún 19. FUNDAHÖLD Borðalagðir í Borgarnesi Það vakti athygli Borgnesinga fyrir skömmu þegar fjölda lög- reglustjóra, sýslumanna og ráðu- neytismanna sást bregða fyrir á götum bæjarins. Við eftirgrennslan kom í Ijós að tilefni komu þessara manna til Borgarness var fundur dómsmálaráðuneytisins með lög- reglustjórum landsins. Meðal dag- skrárefnis á þessum fundi mun meðal annars hafa verið umræða um aðhald í rekstri embættanna og fjármálastjórnun, breyting á skrán- ingu og skoðun bifreiða með til- komu Bifreiðaskoðunar íslands hf., málefni Lögregluskóla ríkisins, fangelsismál og forvarnir. Theodór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.