Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐŒ) IÞROl llR ETMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 49 SMAÞJOÐALEIKARNIR Á KÝPUR Valur B. Jónatansson skrifar frá Kýpur 1 ¦ ÍSLENSKA sjónvarpið mun í samvinnu við sjónvarpið á Kýpur senda út 15 mínútna samantekt á hverju kvöldi eftir seinni fréttir kl. 23.00. I _ ÁGÚST Ásgeirsson, formaður FRÍ, er aðaldómari í frjálsíþrótta- keppninni, sem fram fer á Makar- fon leikvanginum. Ágúst er einn af þremur dómurum, hinir eru frá Kýpur og Alþjóða frjálsíþróttasam- bandinu. Ef einhver vafaatriði koma upp í keppninni munu þessir þrír dæma í málinu. ¦ MALTA hefur sótt um að fá að halda Smáþjóðaleikana árið 1993. Umsóknin verður tekin fyrir á fundi um helgina. Andorra mun halda leikana árið 1991 og er undir- búningur þegar hafinn. Um síðustu helgi var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri 50 metra sundlaug sem verður tilbúin árið 1991. ¦ KÝPURBÚAR hafa byggt glæsilega sundhöll sérstaklega fyrir leikana. í henni eru 50 m útilaug og 25 m innilaug. ¦ ALLAR fslensku stúlkurnar sem keppa á leikunum urðu að gangast undir kyngreiningrpróf og borga fyrir það 15 dollara hver. Kyngreiningin átti upphaflega að fara fram á íslandi en verkfall náttúrufræðinga kom í veg fyrir Íað. Niðurstöður liggja ekki fyrir. I ALBERT prins af Mónakó er kominn hingað til Kýpur og mun fylgjast með leikunum. Albert er meðlimur í Alþjóða ólympíunefnd- inni. Albert skrifaði Ragnheiði Runólfsdóttur, sundkonu, bréf til íslands fyrir skömmu og vonaðist til að hitta hana á leikunum. Það má geta þess að Albert hreifst mjög af Ragnheiði á síðustu smáþ- þjóðaleikum sem haldnir voru í Mónakó 1987. Þá bauð hann henni meðal annars i mat. ¦ MAKARÍOS leikvangurinn, þar sem opnunarhátíðin fór fram í gær, tekur um 25 þúsund manns í sæti. Á honum eru 10 hlaupabraut- ir, sem ekki er mjög algengt, og aðstaða öll til fyrirmyndar. A opn- unarhátíðinni í gær komust færri að en vildu. ¦ FARANGUR nokkurra kepp- enda skilaði sér ekki með hópnum til Nikósíu á mánudag. Þar á með- al vantaði spjót írisar Grönfeld, sem var í sérstökum hlífðarhólki. Það sem á vantaði kom þó í gær, þar á meðal hólkurinn, en spjótið vantaði. SKIÐI Firmakeppni SKRR Firmakeppni SKRR verður hald- in á skíðasvæði Víkings í dag, 18. maí, kl 18.30. Keppt verður í tveggja brautakeppni með útslátt- arfyrirkomulagi. Allt besta skíða- fólk Reykjavíkur tekur þátt í keppn- inni. Rúta fer frá Kók verksmiðj- unni við Stuðlaháls kl. 18. w Frjálsíþróttir: Þrír Islendingar á verðlaunapall Súsanna og Jón Arnar unnu silfur- verðlaun og Martha bronsverðlaun ISLENDINGAR unnu tvenn silf- ur- og ein bronsverðlaun á Smáþjóðleikunum í gær og öll ífrjálsum írþóttum. Jón Arnar Magnússon og Súsanna Helgadóttir unnu til silf urverð- launa í 100 m hlaupi og Martha Ernstdóttir varð þriðja í 1500 m hlaupi. Jón Arnar hljóp 100 metrana á 10,92 sek en sigurvegarinn sem var frá Kýpur, hljóp á 10,62 sek. „Ég sat eftir í byrjun, en að öðru leyti var ég ánægður með hlaupið. Maður þar að venjast hitanum því hann gerir manni erfitt fyrir," sagði Jón Arnar hinn efnilegi frjálsíþróttamaður eftir hlaupið. Jón Arnar, sem verður tvftugur á þessu ári, er eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsum íþrótt- um á íslandi. Hans aðalgrein er tugþraut og er hann því að keppa hér í einskonar aukagreinum. Hann keppir í Iangstökki í dag og ætti að eiga möguleika á verðlaunasæti. „Eg er mjög ánægður með bæt- inguna. Það er jú alltaf takmarkið að bæta sig og það skemmir ekki að gera það hér," sagði Súsanna Helgadóttir sem varð í 2. sæti í 100 m hlaupi á 11,95 sek. Sigurvegar- inn var frá Kýpur hljóp á aðeins 0,04 sek betri tíma. Súsanna, sem er 19 ára og keppir fyrir FH, átti áður best 12,04. Martha Ernstdóttir varð þriðja í 1.500 m hlaupi, en hennar aðal- greinar eru 3.000 og 5.000 m hlaup. Hún leiddi hlaupið allt þartil einn hringur var eftir, en þá fóru stúlkur frá Kýpur og Luxemburg fram úr henni. Tími Mörthu var 4:36,17 mín, en sigurvegarinn hljóp á 4:34,74 mín. Guðmundur Skúlason keppti í 800 m hlaupi og varð sjötti á 1:54,06 mín. Sigurvegarinn hljóp á 1:51,51 mín. Skotfimi: Gunnar efstur Gunnar Kjartansson stóð sig frábærlega á fyrsta keppnis- degi í leirdúfuskotfimi í gær. Hann er í efsta sæti með 72 stig af 75 mögulegum. Emil Kárason er einnig á meðal keppenda og er hann í 7. sæti með 57 stig. í leirdúfuskotfimi eru þrjár umferðir á hverjum keppnisdegi, sem eru þrír, og er skotið á 25 leirdufur 5 hverri umferð. Gunnar skaut niður 23 dúfur í fyrstu umferð, 24 í annarri og allar í þeirri þriðju, og verður að telja það frábæran árangur. Aðeins einn annar keppenda náði þéssum árangri. Emil skaut niður 19 f fyrstu umferð, 20 í annarri og 18 í þriðju umferð. Keppni í leirdúfu- skotfimi heldur áfram í dag og á morgun. Blak: Kennslu- stund Blaklandsliðið var hreinlega tekið í kennslustund Kýpur- mönnum sem sigruðu 15:7 í fyrstu hrinunni, þá 15:1 og loks 15:5. Það var einungis í fyrstu hrinunni sem íslenska liðið virtist ætla að halda haus; komst í 7:9 en fékk síðan á sig 6 stig í röð. Sennilega fer best á því að menn gleymi annarri hrin- unni sem fyrst, en það tók Kýpur- menn einungis 7 mínútur að gera út um hana og sigra með 14 stiga mun. Það var bókstaflega allt sem mistókst hjá íslenska líðinu í þess- um leik; uppgjafír fóru ýmist í ne- tið eða þær voru of langar. Þá réð hávörnin ekkert við skelli andstæð- inganna og virtust leikmenn mjög taugaóstyrkir. Kvennalandsliðinu gekk ekki mikið betur en blaklandsliðinu; það skoraði einungis 26 stig gegn 75 stigum Lúxemborgkvennanna. Með öðrum orðum þá var munurinn nær þrefaldur. ¦ KÝPURBÚARhaf&gertgóð- látlegt grín að íslendingum vegna útreiðarinnar í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Þar fengu íslendingar ekkert stig, en voru þeir einu sem gáfu Kýpurbúum 12 stig. Kýpurbúar hafa nú lofað þvf að svara í sömu mynt og gefa Islendingum stig, en hvort þau verða tólf skal látið ósagt. Það fer kannski örlítið eftir framlagi ís- lendinga í næstu keppni. ¦ JON Óskar Sólnes, íþrótta- fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem er hér á Kýpur til að fylgjast með leikunum, hefur þvertekið fyrir að þvo sér um hendurnar. Ástæðan er sú að Albert Mónakó-prins kom og heilsaði honum með handabandi i veislu sem mótsstjórn hélt blaða- mönnum. Jón var mjög upp með sér af þessu handabandi og greini- lega ekki á því að þvo af sér fingra- för prinsins. Súsanna Helgadóttir tryggði sér silfurverðlaun í 100 m hlaupi. Sund: Helga og Eðvarð Þór settu met Sundkeppnin hófst í gær með undanrásum í 50 m skrið- sundi, 100 m baksundi og 200 m fjórsundi. Allir íslensku keppend- urnir komust í úrslit, en þau munu fara fram f dag. Eðvarð Þór Eðvarðsson setti nýtt smáþjóðamet í 100 m baksundi er hann synti á 1.03,39 mín. Hann tryggði sér einnig sæti f úrslitum f 200 m fjórsundi ásamt Arnþóri Ragnarssyni. Helga Sigurðardóttir setti smá- þjóðamet í 50 m skriðsundi; bætti þar met Bryndísar Ólafsdóttur, sem synti í riðlinum á undan, og bætti hennar tíma um 0,50 sek., synti á 28,25 sekúndum. Magnús Ólafsson og Arnþðr Ragnarsson komust báðir í úrslit í 50 metra skriðsundi. Magnús varð annar í sínum riðli og Arnþór 5. í sínum, en tími hans var það góður að hann slapp sem 8. maður í úrsli- takeppnina. Köríuknattleikur: •V Afall gegn Andorra Karlalandsliðið tapaði n\jög óvænt fyrir landsliði Andorra í fyrsta landsleik þessarra þjóða í körfuknattleik. Leiknum lyktaði með fjögurra stiga sigri Andorra 79:83. Staðan í hálfleik var 43:42 okkar mönnum í vil. íslenska liðið átti á brattann að sækja nær allan leikinn þó munurinn væri aldrei mikill. „Liðið náði einfaldlega ekki upp neinni stemmningu í leiknum. Hvort hægt er að kenna um þreytu leik- manna eða miklum hita hér á Kýp- ur veit ég ekki," sagði Gunnar Þor- varðarson, fararstjóri liðsins. „Það er mjög slæmt að tapa fyrir liði sem maður vissi ekki einu sinni að væri til. Áfall sem þetta verður ekki umflúið og það eina sem hægt er að gera er að bíta á jaxlinn og gera betur næst." Vera má að tuttugu og fjögurra tíma ferðalag íslenska liðsins frá Portúgal hafi setið í leikmönnum, en liðið kom ekki til Nikösíu fyrr en kl. 4 aðfaranótt fimmtudags, en leikurinn fór fram einungis 10 tímum síðar. Lið Andorra hafði á að skipa einum bandarískum leik- manni með tvöfalt ríkisfang og | skoraði hann 26 stig og tók yfir 20 fráköst og munar svo sannarlega um minna. Kvennalandsliðið lék gegn Lúx- emborg og tapaði 75:26. Bestu markmenn heims nota P reu/ch Utsölu- staðlr: Reykjavik: Boltamaðurinn, Bragasport, Búsport, Sportbeer, Sportbúðln, Bikarinn, Sport, Útlsport, Útilit, Sparta, Hólasport. Hafnarfjörður: Sportgallerí. Keflavík: Sportbúð Úskars. Hveragerél: Hverasport. Selfoss: Sportbær. Esklfjoröur: Hákon Sófusson. Akureyrl: Sporthúsið, Sportbúðin. Vestmannaeyjar: AxelÓ. ísafjörður: Sporthlaöan. Stykkishólmur: Litlibær. Akranes: Versl. Óðinn. Einkaumboö á islandi fyrir Fteusch: Enok hf., Hamraborg 14, 200 Kópavogi, s. 40097.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.