Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 JMwgpnitl'Iafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjömJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80 kr. eintakið. Aldarafinæli Gunn- ars Gunnarssonar Idag er þess minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar, skálds. Eftir æsku á Valþjófs- stað og í Vopnafirði lá Ieið hans aðeins 18 ára til Dan- merkur, þar sem hann hóf rit- höfundarferil með miklum metnaði og dugnaði, þótt kjör- in væru kröpp. Gunnar var eitt þeirra íslensku skálda, sem skrifuðu á danska tungu og komst Tómas Guðmunds- son skáld eitt sinn þannig að orði, að hann vissi ekki hvort heimsbókmenntasagan kynni mörg dæmi þess, að byrjenda- verk ungs skáldsagnahöfund- ar hefði farið víðar eða verið gefið út oftar en skáldsaga Gunnars Borgarættin. í síðasta tölublaði Lesbókar var aldarafmælis Gunnars Gunnarssonar minnst, meðal annars með grein eftir Sigurð Hróarsson, bókmenntafræð- ing. Hann segir þar: „Gunnar er einn merkasti rithöfundur þjóðarinnar frá upphafi vega, og ef til vill það íslenskt skáld sem hvað ræki- legast hefur rýnt í hugar- fylgsni hins vitiborna manns— gjörðir hans, vitund og vit- leysur. Gunnar er mjög alvar- legur og ábyrgðarfullur rithöf- undur, honum er ávallt mikið niðri fyrir. Hann er heimspeki- legt skáld sem glímir við hinstu rök tilverunnar af tak- markalausri ástríðu og kröft- ugri innri þrá — eða kröfu. Allt höfundarverk hans er blóðlitað af ódrepandi lífsháska. Skáldverk hans eru tæpitungulaus styrjöld við angistarfull spurningarmerki tilvistarinnar; krafa um svör sem hvergi eru til. Viljandi velur hann sér ósigrandi and- stæðing." Gunnar var mjög afkasta- mikill rithöfundur og samdi yfír tuttugu skáldsögur. Eftir hann liggja einnig þrjár ljóðabækur, þrjú leikrit, tugir smásagna, heimspekirit og fjöldinn allur af ritgerðum og pistlum um ýmis málefni. A þessum tímum afþreyingar og íéttmetis hefur það ugglaust háð verkum Gunnars, að þau henta ekki til hraðlesturs og gera kröfur til lesandans sem hugsandi manns. Skáldið komst eitt sinn þannig að orði í samtali hér í Morgunblaðinu: „Sannleikur listarinnar á hvergi rót nema í hjarta þess sem að vinnur. Þar sem tekist hefur að sameina list og raun- veruleika, eru áhrifin skýrust frá manni til manns: allt þetta í listinni, sem við getum ekki hönd á fest: draumar, sýnir, jafnvel missýningar ráða því, hvort rétt sé farið með." Gunnar Gunnarsson sneri til íslands árið 1939 eftir 32 ára dvöl í Danmörku. Hann reisti sér glæsilegt hús á fæð- ingarstað sínum að Skriðu- klaustri. Fer vel á því að minn- ast aldarafmælis Gunnars með því að opna lista- og fræði- mannaíbúð í húsinu þar. Árið 1948 fluttist Gunnar til Reykjavíkur og lifði þar til æviloka 1974. Hann lét sig fleira skipta en skáldskapinn, enda var hann hamhleypa til verka og lét helst aldrei nokk- urn dag líða án þess að setj- ast við skriftir. Gunnar var eindreginn málsvari frelsis til orðs og æðis og andstæðingur kommúnisma eins og meðal annars kemur fram í þessum ávarpsorðum, sem hann ritaði í tilefni af stofnun Almenna bókafélagsins en hann var fyrsti formaður bókmennta- ráðs þess: „Almenna bókafélagið varð þess heiðurs aðnjótandi, löngu áður en það sendi frá sér nokkra bók, að verða fyrir aðkasti manna, aðallega þeirra, er kalla sig sósíalista, en hafa trúarjátninguna fornu: frelsi, jafnrétti, bræðra- lag, aðeins að yfirvarpi. Það sýna verkin, þar sem þeir ráða ríkjum, þótt orðin falli stund- um á aðra lund. Er gott eitt um það að segja, að verða fyrir harðhnjaski óhlutvandra manna, og munu forráðamenn félagsins láta sér annt um að eiga skilið meira af því tagi." í bókum sínum fjallar Gunnar Gunnarsson um veröld sem var. Hið sam-mannlega í þeim á þó jafn mikið erindi við nútíð og framtíð. Skáld sem glímir við hinstu rök til- verunnar af slíkri ástríðu og með þvílíku innsæi, má ekki fyrnast. Það skulum við hafa ríkt í huga á aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar. „Skógrækt þarf að b upp af hugsjón og tr eftír Jón Magnússon Þegar þurrir norðaustan vindar blása þá er oft mistur í lofti. Þá erum við sem búum á suðvestur- horni landsins vitni að því að hluti af landinu þínu og landinu mínu er að fjúka út á haf og kemur aldr- ei til baka, þá er ísland að minnka. Hvað er til úrbóta, jú, það er fyrst og fremst það að þjóðin öll, al- þingismenn og ríkisstjórn sjái það og skilji hvað er að gerast og hún hafi vilja, getu og dug til að sporna við hinum eyðandi og ágengu nátt- úruöflum og þeim eiginhagsmuna púkum sem telja sig mega fara með löndin eftir eigin geðþótta. Gegn öllum þessum öflum þarf öfluga landvörn, með Landgræðslu ríkisins og hennar forustusveit í broddi fylkingar, vel studda af al- þjóð og almannafé, þá er fyrst von til þess að hægt verði að snúa vörn í sókn. Þegar farið er um þjóðvegi lands- ins blasa við stór landsvæði víða, sem virðast vera ónotuð og fljótt á litið vel hæf til skógræktar. Af hverju eru þessi lönd ekki tekin til skógræktar? Það er til staðar nóg þekking og reynsla á þessum mál- um, — nóg lönd og vinnuafl ef menn kynnu að nota það. Þar á ég við hinn mikla fjölda unglinga sem er að ljúka skyldunámi. Ef þeir væru látnir vinna við skógrækt sem svaraði til tveimur til þremur vikum, sem þeir ættu allir að vera jafngóð- ir af, þá væri þarna mjög mikið og gott vinnuafl. Þessi vinna ætti að vera fastur liður í skólanáminu og skólastarfinu. Það ætti engum að líðast að túlka þetta sem þegn- skylduvinnu. Ef þessi háttur væri viðhafður mundi það hvíla mikið á skólamönn- um og kennurum því þeir þyrftu að fylgja krökkunum. Þar að auki þyrftu þeir að sýna tilhliðrunarsemi bæði vor og haust við þá skóla sem yrðu notaðir sem heimavist á meðan á plöntun stæði. Við flesta skóla er aðstaða til matargerðar, einnig sundlaugar og leikfimisalir. Það gæti hugsast að aðstaða til matargerðar og hrein- lætis væri ónóg þá væri hægt að bæta úr því með litlum færanlegum húsum eða býlum. Allir krakkar eiga svefnpoka sem þeir gætu sofið í á gólfinu í kennslustofum eða íþróttahúsi, en þeir þyrftu að fá svampdýnu til að liggja á. Það væri hægt að hugsa sér að sumt af því landi sem tekið yrði til þessara nota væri stórþýft, og það þyrfti að tæta og herfa, en láta síðan gróa upp af sjálfu sér í eitt eða tvö ár. Með því yrði það auð- farnara yfirferðar og drýgra til notkunar. Þau lönd sem tekin yrðu til þess- ara nota ættu að vera bæði stór °g g°ð, þar sem hægt væri að planta út í áraraðir. Þá væri æski- legast að geta notað skólastaði sem næstir væru hverju sinni. Allt þetta þarf að skipuleggja með raunsæi og fyrirhyggju — lönd- in og starfið. Einnig að samhæfa plöntuuppeldið og þau verkfæri sem yrðu notuð við plöntunina. Það væri hægt að hugsa sér að þarna færi fram ofurlítill vísir að kennslu í jarðfræði og/eða grasa- fræði. Fyrir suma unglingana væri þessi vera þeirra e.t.v. eina tæki- færið sem þeir hefðu til þess að komast í snertingu við móður jörð. Ef allir sem þetta mál varðar vildu vinna saman með jákvæðum huga, þá held ég að engir þeir erfið- leikar yrðu á veginum sem ekki mætti yfirstíga. Það er sagt að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal. Það er líka sagt að vilji sé allt sem þarf. Sýnum í verki vilj- ans merki — vilji er allt sem þarf Ef það kæmi á daginn að Skóg- rækt ríkisins hefði ekki nóg land til skógræktar þá væri það mikið hneyksli því ég veit ekki betur en ríkið eigi ótal jarðir út um allt land sem það leigir til framleiðslu á land- búnaðarvörum sem allt of mikið er af og sem kostar ríkið stórfé. Ein- hverjar af þessum jörðum væru trú- lega hæfar til skógræktar. Mér fyndist að þar ætti að leita leiða að taka þær úr ábúð og gefa því fólki sem þar býr kost á að vinna við hin nýju verkefni, og þau hús sem þar væru mundu nýtast á ýmsan hátt, ef framkvæmdir í skóg- rækt yrðu eins og þær þyrftu að vera. Þá mundi trúlega þurfa að fjölga uppeldisstöðvum með trjá- plöntum og þá lægi beinast við að það væri einmitt á þeim jörðum sem teknar væru til skógræktar, þó kæmu aðrar til greina. Það er sóun á verðmætum að nýta ekki landið á hagkvæman og skynsamlegan hátt, og það er tímasóun að vera að velta vöngum áratug eftir áratug um það hvort það muni vera fjárhagslega hag- kvæmt að rækta upp nytjaskóg — um það er engin spurning. Það sýna dæmin frá hinum norðurlöndunum. Þær þjóðir yita hvers virði skóg- arnir eru fyrir þær og haga sér samkvæmt því, og okkur er alveg óhætt að taka þær okkur til fyrir- myndar í þessum efnum. Þess vegna eigum við að rækta upp skóg til nytja og yndis. Það vita allir, að þeir sem hefja skógrækt bera ekkert úr býtum nema þá lífsfyllingu sem felst í vel unnu starfi. Skógrækt þarf að byggja upp af hugsjón og trú — hugsjón vegna þess að þeir sem hefja hana njóta hennar ekki, en þeir þurfa að hafa trú á því að aðrir muni njóta góðs af þeirra starfi sem á eftir þeim koma. Þeir þurfa að hafa trú á því að þeir séu að stofna til sparisjóðs sem kom- andi kynslóðir geta sótt arðinn í. Sá sjóður á að vera uppvaxandi trjágróður, þar sem trén verða verð- meiri með hverju árinu sem líður. Þess vegna eigum við að rækta upp skóg, til gagns og yndis. Skógrækt á erfitt uppdráttar vegna þess að það eru svo margir sem vilja fá laun sín greidd að kvöldi, og jafnvel áður en starf er hafið. Slíkur hugsunarháttur hentar ekki skógrækt. Ég veit vel að skóg- rækt leysir ekki allan vanda, en hún ætti að vera liður í því að gera landið byggilegra og auka fjöl- breytni atvinnumöguleika og at- vinnulífsins. Þess vegna eigum við að rækta upp skóg óbornum kyn- slóðum til gagns og yndis og landinu til varnar. Timbur og trjávið þarf þjóðin svo Fjárhagsáætlun Garðabæjar; 29% tekna varið til framkvæmda Skolphreinsistöð við Arnarnesvog í FJÁRHAGSÁÆTLUN Garðabæjar fyrir árið 1989 kemur fram að heildar tekjur bæjarfélagsins eru um 462,5 miUjónir króna. Þar af er áætlað að um 329,2 niilljónum króna verði varið til reksturs en 133,3 miujónum króna til framkvæmda á árinu eða 29% af tekjunum og er það óvenjulega hátt hlutfall að sögn Ingimundar Sigurpálsson- ar bæjarsrjóra. Meðal helstu framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á árinu eru gatna- og holræsagerð og er áætlað að verja um 78 miHj- ónum króna tíl þeirra. Að auki er gert ráð fyrir að hefja framkvæmd- ir við skolphreinsistöð við Arnarnesvog en til að standa straum af þeim kostnaði hefur verið lagt á sérstakt holræsagjald á hverja íbúð undanfarin tvö ár. Hafa safiiast 45 milljónir í sjóðinn en gjaldið á að greiða fram til ársins 1993. „Þetta er alveg sér verkefni og ég held einsdæmi að sveitarfélag fari þessa leið, að safna fyrst í sjóð áður en verkið er bafið," sagði Ingimundur. í fjárhagsáætluninni er meðal annars gert ráð fyrir að 6,2 milljón- um verði varið til ræktunar á opnum svæðum og til lóðaundirbúnings í þremur hverfum, það er í iðnaðar- hverfinu í Molduhrauni, í Bæjargili og í miðbænum. Þar er félag aldr- aðra í Garðabæ að byggja þjónustu- íbúðir og hefur bærinn í hyggju að kaupa tvær íbúðanna þar af eina fyrir um 5 milljónir á þessu ári en aðrar íbúðir í byggingunni verða í einkaeign. Garðabær hefur keypt 10 hjúk- runarrými hjá DAS í Hafnarfirði og verða síðustu afborganir greidd- ar á þessu ári. Þá hefur heilsu- sræslustöðin við Garðaflöt verið stækkuð og er áformað að innrétta nýja húsnæðið á þessu ári. Iþróttasalurinn tilbúinn í haust Rúmlega 100 milljónir hafa verið lagðar til íþróttamiðstöðvarinnar og hefur sundlaugin þegar vérið tekin í notkun og er gert ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tilbúinn í haust ásamt hluta af þjónustuaðstöðunni. „Fjárhagsstaða bæjarsjóðs er mjög góð. Meginhluti langtímalána bæjarins eru lán, sem tekin hafa verið vegna nýbyggingar íþrótta- miðstöðvarinnar, og er áætlað að greiða þau niður á næstu tíu árum," sagði Ingimundur. „Ákvörðun um lántöku í tengslum við þessar fram- kvæmdir byggði fyrst og fremst á því, að þar með mætti stytta bygg- ingartímann verulega miðað við það sem áður hefur tíðk^st um jafn umfangsmiklar framkvæmdir. Hægt var að bjóða verkið út í einu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.