Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROl llR FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 51 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA Reuter Maradona og félagar hans í Napol! fagna í Stuttgart eftir að hafa tekið við UEFA-bikarnum. Geysilega mikil- vægursigur „EG vil byrja á því að þakka leikmönnum Stuttgart fyrir að leggja höfuðáherslu á að leika góða knattspyrnu. Fyrir leikinn var mikið talað um að hér yrði háð einhvers konar stríð, en annað kom á daginn. Knatt- spyrnan var í hávegum höfð og ég vil, fyrir hönd allra leik- manna Napólí-liðsins, þakka mótherjum okkar fyrir það," sagði Diego Maradona, á blaðamannaf undi eftir leikinn í gærkvöldi. Þessi sigur er geysilega mikil- vægur fyrir Napólí - okkur leikmenn og allt fólkið í borginni. Eftir að við urðum ítalskir meistar- ar 1987 vorum við óheppnir í Evr- ópukeppninni, þegar Real Madrid sló okkur út. Nú fórum við alla leið og það er stórkostlegt. Við höfum enn einu sinni sannað hversu góðu liði við höfum á að skipa." Diego sagðist ánægður með lífið hjá Napólí. „Það er stórkostlegt að leika fyrir þetta félag. Þau gerast ekki sterkari í dag," sagði hann. „Mættum of- jörlum okkar" „VIÐ erum með gott lið, en í báðum leikjunum vantaði okk- ur sterkan leikmann — Klins- mann í Napólí og Buchwald í kyöld, og við það minnkuðu vissulega möguleikar á sigri," sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart, ísamtali við Morg- unblaðið eftir leikinn. Eg er auðvitað ekki ánægður með útkomuna. Við lékum ekki eins og við getum best, en því má ekki gleyma að við vorum að leika við eitt besta lið Evrópu. Við áttum möguleika meðan staðan var 0:0 °g 1:1, en eftir að þeir komust í 2:1 voru þeir orðnir öruggi'r með sigur. Við hefðum þurft að skora þrjú mörk til viðbótar. Eftir það sýndu þeir líka allar sínar bestu hliðar. Léku eins og þeir vilja helst leika og gera best — drógu sig til baka og beittu stórhættulegum skyndisóknum." Haan sagði leikmenn Stuttgart alls ekki þurfa að skammast sín fyrir að hafa beðið lægri hlut sam- anlagt gegn Napólí-liðinu. „Það var stórkostlegt að komast í úrslit í keppninni. Auðvitað hefði verið gaman að vinna bikarinn, en við mættum einfaldlega ofjörlum okk- ar. Lið Napolí er frábært - sterkara en okkar og vann bikarinn verð- skuldað. Leikurinn var skemmtileg- ur og var góð auglýsing fyrir íþrótt- ina. Það er í raun ótrúlegt að sex mörk skuli vera skoruð í úrslitaleik Evrópukeppninnar," sagði Haan. „Þeir voru foetri" Napolí-liðið var einfaldlega of sterkt fyrir okkur. Þeir voru betri og áttu sigurinn skilið," sagði Maurizio Gaudino, sem skoraði ann- að mark Stuttgart í leiknum í gær - en hann skoraði einmitt einnig í fyrri leiknum. Gaudino svaraði því neitandi hvort það hefðu verið mistök hjá Arie Haan að láta þrjé leikmenn vera í framlínunni hjá Stuttgart, þegar vitað væri hversu hættulegar skyndisóknir Napolí væru. „Við urðum að vinna leikinn og þetta var það eina sem við gátum gert. Að reyna að leika nógu sterkan sóknar- leik." „Draumurinn var úti þegar við fengum fyrsta markið á okkur" - sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart „DRAUMURINN um UEFA- bikarinn var úti, þegar við feng- um fyrsta markið á okkur — er Alemao skoraði. Við sofnuðum á verðinum og leikmenn Nap- olí náðu að ref as okkur fyrir það. Þeir skoruðu mark úr sínu fyrsta tækif æri,"sagði Arie Haan, þjálfari Stuttgart, eftir að Napolí hafði tryggt sér UEFA-bikarinn í Stuttgart, með því að gera jafntefli, 3:3. Nap- olí vann fyrri úrslitaleikinn, 2:1, íNapólí. Markið kom á afar slæmum tíma fyrir okkur - eftir aðeins nítján mínútur. Það létti aðeins yfir okkur þegar Klinsmann jafnaði, en síðan kom rothöggið þegar Ferrara skoraði, 2:1. Þá urðum við að skora þrjú mörk til að halda í vonina. Það var of mikið fyrir okkur," sagði Haan, sem bætti síðan við: „Það er engín skömm að falla fyrir köpp- um eins og Maradona, Cereca, Carnevale og Ferrara, sem eru allt leikmenn á heimsmælikvarða. Við geruðum okkar besta - skor- uðum þrjú mörk, en það var of mikið að fá á sig þrjú mörk. Sóknar- leikmenn okkar voru ekki á skot- skónum. Sérstaklega var það Fritz Walter sem brást. Hann er miklu betri leikmaður en hann sýndi í kvöld," sagði Haan. Varnarleikmenn Stuttgart sofn- uðu heldur betur á varðinum þegar Napólí náði að skora fyrsta markið. Alemao komst á auðan sjó, eftir Stuttgart—SMapolí 3 : 3 (4:5) T_ Neckar-leikvangurinn (Stuttgart, sfðari úralitaleikur UEFA-keppninnar, miðvikudag- inn 17. maí 1989. Mörk Stuttgart: Jiirgen Klinsmann (27.), Fernando De Napoli sjálfsmark (70.), Olaf Schmáler (90.). Mörk Napolí: Alemao (18.), Ciro Fcrrara (39.), Careca (62.). Dómari: Victoraino Arminio frá Spáni. Gul spjöld: Engin. Lið Stuttgart: Eike Immel, G'nther Schafer, Michael Schröder, Srecko Katanec, Jiirgen Hartmann, Nils Schmáler, Karl Allgöwcr, Fritz Walter (Olaf Schmiiler 78.), Jiirgen Klinsmann, Ásgeir Sigurvinsson, Marizio Gaudino. Lið Napolí: Giuliano Giuliani, Ciro Ferrar, Giovanni Francini, Giancarlo Corradini, Alemao (Bigliardi 29.), Alessandro Renica, Luca Fusi, Fernando De Napoll, Careca (Caravante 69.), Diego Maradona, Andrea Carnevele. Ahorfendur: 70.000. Careca með 40 stiga hita! Framherjinn Careca var með fjörutíu stiga hita á þriðjudags- kvöldið, daginn fyrir leik. Hann lék þó með í gær, stóð sig vel og skor- aði þriðja mark Napolf. Ég verð að viðurkenna að við lugum hálfpartinn að ykkur blaða- mönnum á fundinum fyrir leikinn - ég biðst afsökunar á því en þetta mátti ekki fréttast," sagði Bianchi, þjálfari Napolí, í gærkvöldi, er hann tilkynnti um veikindi Brasilíu- mannsins. „Careca er það góður leikmaður að við máttum ekki missa hann. Það sýndi sig lfka hversu mikils virði hann er okkur," sagði Bianchi. Careca var tekinn út af í siðari hálfteik, þegar staðan var 3:1. „Ekkitalaumleikinn" „Ég bið ykkur um að sleppa mér við það að tala um leikinn sjálfann. Ég er svo hamingjusamur nú að ég get það ekki það — mér er ómögulegt að fara að kryfja leikinn til mergjar strax," sagði Bianchi, þjálfari Napólí, á blaðamannafund- inum eftir leikinn. Bianchi var greinilega hrærður yfir sigri liðs síns. „Það vita allir hve sterk UEFA-keppnin er. I keppninni leika mörg mjög öflug lið, og sú staðreynd að við vorum að hampa bikarnum hér áðan er tilefni til mikillar gleði," sagði hann. „Lékum vel" Við þurfum alls ekki að skamm- ast okkar'. Við lékum vel í báð- um leikjunum, en Napólí er með frábært lið sem er erfitt viðureign- ar," sagði Karl Allgöwer, sem var fyrirliði Stuttgart í gærkvöldi. Allgöwer var spurður um hlut dómarans í leiknum. Sagðist hann ánægður með frammistöðu hans. „Það má alltaf nefha einhver vafa atriði En það er ekki hægt að fara fram á að dómarar geri ekki mis- tök. Hefði dómarinn í fyrri leiknum hins vegar dæmt sanngjarnt er aldr- ei að vita hvað hefði getað gerst..." sagði Allgöwér.' að stór gjá hafði opnast í varnar- vegg Stuttgart - hann sótti lagi og mm skoraði auðveldlega fram hjá Eike Immel, markverði Stuttgart. Þetta mark átti síðan eftir að setja svip á leikinn. Þrátt fyrir að Jiirgen Klinsmann hafi jafnað - með skalla eftir hornspyrnu Ásgeirs Sig- urvinssonar, voru leikmenn Napólí einum of sterkir fyrir Stuttgart. Þeir léku vel skipulagðan varnarleik og beittu stórhættulegum skyndi- sóknum. Snillingurinn Maradona lagði upp tvö mörk fyrir Napólí - fyrst skallaði hann knöttinn til Ferr- ara, sem skoraði örugglega og síðan sendi hann knöttinn til Careca, eft- ir skyndisókn. Careca þakkaði fyrir sig með því að skora örugglega, 3:1. Spennan í leiknum var úti og mf þrátt fyrir að Maurizio Gaudio og Olaf Schmaler hafi náð að. skora - skipti það ekki máli. Maradona og félagar voru búnir að tryggja sér UEFA-bikarinn. Stuttgart-Iiðið, sem var meira með knöttinn, náði sér ekki á strik í leiknum. Sóknarlotur liðsins voru ekki nægilega þungar, þannig að leikmenn Napólí, sem kunna svo sannarlega að verjast, voru aldrei í alvarlegri hættu. Ásgeir Sigur- vinsson kom vel frá leiknum - var % með góðar krossendingar, en þær . náðu ekki að skapa usla í sterkri vörn Napólí. Reuter Ferrera skorar annað mark Napolí í leiknum í gær. Þetta mark gerði draum Stuttgart að engu, því munurinn var þá of mikill. Verndardýriingnum þakkaður sigurinn BORGARBUAR Napólí réðu sér ekki fyrir kœti í gœr- kvöldi. Flugeldasprengingar og kampavínsgos var allstað- ar að sjá og margir báru styttu af verndardýrlingi borgarinnar; Janaríusi, sem var uppi á fjórðu öld, og þökk- uðu honum ákaft liðveisluna í leiknum gegn liði mót- mælendanna í norðri. Búist var við að f agnaðarlátum myndi ekki iinna fyrr en um fótaferðatíma í morgun. mW I búar borgarinn byrjuðu þegar aðþyrpast út á götur borgar- innar í þúsundatali eftir að Ciro Ferrera skoraði annað mark Nap- olí. Þegar svo loks var flautað til leiksloka var giskað á að um hálf milljón manna væri dansandi á götum úti í borginni og látandi öllum illum látum. Þá var fólk þegar farið að flykkjast á flug- völl borgarinnar þar sem búist var við heimkomu hetjanna í nótt. Opna ítalska tennismótið í Róm fór ekki varhluta af æsingi og spenningi ítala meðan á leiknum stóð, því meðan á viðureign Jimmi Connors og Massimo Cierra stóð æptu áhorfendur „MARK" í hvert sinn -sem Napólí-skoraði.- — - —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.