Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 37 Sigurbjörg Amunda- dóttir - Minning Fædd6. nóvember 1901 Dáinll. maíl989 Sigurbjörg amma lést í Land- spítalanum að morgni fimmtudags- ins 11. maí. Amma fæddist í Kald- árholti, Holtahreppi, Rangárvalla- sýslu. Dóttir Ámunda steinsmiðs Guðmundssonar og Jóhönnu J6- hannesdóttur. Hún ólst upp hjá afa sínum og ömmu, hjónunum Guð- mundi Amundasyni og Kristínu Andrésdóttur. Giftist Gísla Sigurðs- syni rakara á Selfossi, en þau slitu samvistir. Börn þeirra: Reynir f. 1922, d. 1923; Ámundi Reynir f. 1924; Ingi- gerður Kristín f. 1928 og Hulda f. 1929, d. 1974. Lengst af bjó amma á Laugavegi 48. Hún ól börn sín upp af miklum dugnaði, en oft var þröngt í búi hjá ungri konu með þrjú börn. Amma var ákveðin og samvisku- söm. Mikil reisn var yfir henni, og var hún mikið fyrir að klæða sig og börn sin fallega. Hún var mikil saumakona. Handbragð ömmu sýndi sig í því sem hún lét frá sér fara, og nutum við barnabörnin góðs af í ríkum mæli. Eftir að börn ömmu komust á legg vann hún við verzlunar- og saumastörf hjá Feldinum í Reykjavík í 12 ár. Kynni okkar ömmu urðu enn rneiri er hún bjó um nokkurra ára skeið á æskuheimilum okkar. Þá var oft á kvöldin spjallað saman, spilað eða lesnar sögur, jafnvel voru keyptir ömmu-staurar og kók. Arið 1975 flutti amma í Hátún lOb. Þar átti hún lítið en fallegt heimili. Kynntist hún þar mörgu góðu fólki sem hún naut samvista við. Alltaf átti amma eitthvað gott handa langömmubörnunum. Erfið- ast verður fyrir þau að skilja að langamma er ekki lengur á meðal okkar. Blessuð sé minning elsku ömmu. Því fell ég nú til fóta, frelsarinn Jesú, þér. Láttu mig nafns þíns njóta. Náð og vægð sýndu mér. Ég skal með hiýðni heiðra þig nú og um eilífð alla. Þá huggar þú, herra, mig. (Hallgrímur Péturss.) Barnabörn Sverrir Samúels- son - Kveðjuorð Sverrir Samúelsson hefur kvatt okkar heim. Margar bestu bernsku- minningar okkar eru tengdar Sverri. Hann var vinur foreldra okkar alla tíð og hélt tryggð við okkur þótt þau hyrfu á brott. Efst í hugum okkar eru allar stóru stundirnar svo sem afmæli, fermingar og aðrar fjölskyldusam- komur sem Sverrir festi á filmu. Margur er kunningsskapurinn á lífsleiðinni en færri sem teljast til raunverulegra vina. Slík voiuhjónin Ellen og Sverrir. Stakur prýðismað- ur var Sverrir og einkenndist hans fas allt af hæversku, en í augum hans var alltaf glettni og skop- skyggni. Það voru ófá skipti sem Sverrir fékk okkur systkinin til að hlæja. Þá sérstaklega er pabbi okk- ar og hann sáu skoplegu hliðarnar á öllum sköpuðum hlutum og var þá fátt heilagt. Að leiðarlokum viljum við systk- inin þakka samfylgdina og vottum aðstandendum fyllstu samúð okkar. Elín, Lára og Hrafnhildur Hansdætur Karlmannaskór: stærðir4l-46 litir - svart, hvítt Kvenskór: stæröir 36-42 litir-brúnt. blátt ELBA _^Ék ^MP >v ' A ^pr V-' - * Kvenskór: stæröir 36-42 litir-hvftt UTE Laugaveg 95 S. 624590 PÓSTSENDUM Barnaskór: teg. 17450 stærðir 27-35 litir hvítt teg. 17448 stærðir 27-35 litir grænt teg. 17447 stærðir 27-35 Itir blátt j -; ORLOFSHUS A SPANI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hve mest á Spáni? Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einbýlishús, sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squas- hvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laugardaginn 20. maí og sunnudaginn 21. maí, frá kl. 11.00-16.00. Kynnisferð til Spánar 31. maí-7. júní. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, ____ símar 91-17045 og 15945. fiR Viltu skrifa leikþátt? Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Jafnréttisráð hafa ákveðið að láta vinna Jeikþátt, sem verður sýndur á vinnustöðum. Markmið leiksýningarinnar á að vera að vekja áhorfendur til umhugsunar um stöðu kvenna og karía. Leikþátturinn skal sérstaklega lýsa hvort og hvernig staða karla hefur breyst til samræmis við breytta stöðu kvenna. Leikþátturinn má taka 25-30 mínútur í flutningi og æskilegt er að leikendur séu ekki fleiri en þrír. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari sam- vinnu, skili stuttri lýsingu á efni og umfangi verksins til auglýsingadeildar Morgunblaðsins merkt: „Leikþáttur - 7053" fyrir 6. júní nk. Menningar- og fræðsiusamband alþýðu. Jafnréttisráð Stjórn Ásmundarsafns samþykkti að láta gera eitt hundrað tölusettar afsteypur af verkinu Piltur og stúlku frá árinu 1931 eftir Ásmund Sveinsson. Myndin er nú til sýnis og sölu í Ásmundarsafni. Upplýsingar eru veittar í Ásmundarsafni í síma 32155 frá kl. 13.00-16.00. ÁSMUNDARSAFN v. Sigtún - 105 Reykjavík s. 32155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.