Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Hallborg Sigurjóns- dóttir - Minning Fædd7. desember 1921 Dáin6. inaí 198» Yndi það sem ást þín skóp er minn stærsti hagur. Vanti þig í vinahóp verður langur dagur. (Höf. Guðlaug Bjartmarsdóttir) Hún sefur svefninum langa. Kyrrð og ró hefur færst yfír sál hennar. Þetta er j svo óraunverulegt, amma dáin. Ég velti því fyrir mér \-t hvenær ég sá ömmu seinast, jú nokkrum dögum fyrir fyrirhugaða ferð afa og ömmu til Mallorka. Hún og afi komu og sýndu okkur ferða- pappírana. Þau voru að grínast með að þau væru að flýja veturinn, því vorið yrði komið þegar þau kæmu aftur. Vorið kom og einnig amma og afi. En á leiðinni heim veiktist amma og það alvarlega. Þrír dagar liðu og amma virtist á batavegi, en fjórði dagurinn leið og amma lokaði augunum. Amma hugsaði alltaf fyrst um börnin. Er við komum í heimsókn fengum við alltaf eitthvað gott að borða. Reyndin varð sú að þegar bræður mínir fengu bílpróf og fisk- *• ur var hafður í matinn heima, þá skruppum við „aðeins" til ömmu. Við vissum að hjá ömmu var alltaf herramannsmatur á boðstólum handa hverjum sem kom. Það er erfitt að lýsa ömmu á þann veg sem hún á skilið. Ég hef aldrei þekkt neina manneskju sem hafði eins mikinn góðvilja í sínu fari. Hún var næm, fórnlunduð, samviskusöm og dugleg. Hún var stórkostleg persóna, persóna sem erfitt er að skilja við. Við vitum að lífið verður að hafa sinn vanagang, þó sárt sé að þurfa að viðurkenna að amma sé farin. Við öll, er þekktum ömmu, höfum misst mikið, þó sérstaklega afi og börn þeirra. Við getum huggað okkur við að vita að hún hvílir í friði. Blessuð sé minning hennar. Þú hefur oft, það segi ég satt, sungið ljóð í haga og margan dapran getað glatt gleðisnauða daga. (Höf. Rakel á Þverá) Guðlaug Edda Siggeirsdóttir Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) í dag verður til moldar borin elskuleg amma okkar sem lést í t Þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför HELGU KARLSDÓTTUR frá Mið-Samtúni. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Kristnesspítala fyrir langa og góða aðhlynningu. Guðlaugur Ketilsson, Ingi Steinar Guðlaugsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS ERLÉNDSSONAR frá Breiðabólsstöðum, Bessastaðahreppi. Vigdi's Björnsdóttir, Þórir Helgason, Erlendur Björnsson, Auður Aðalsteinsdóttir, Dagbjartur Björnsson, Eyrún Sigurjónsdóttir, bamabörn og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför GUNNLAUGS LÁRUSAR MAGNÚSSONAR, Esjubraut 9, Akranesj. Kristín Aöalsteinsdóttir, Lena Gunnlaugsdóttir, Magnús Þorbergsson, Einar Ó. Magnússon og fjölskylda, Sigrún Magnúsdóttir og fjölskylda, Ester Óskarsdóttir, Aðalsteinn Haraldsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa. HERMANNS JÓNSSONAR, frá Sæbóli, Aðalvík. Þórunn Finnbjarnardóttir, Jón Sigfús Hermannsson, Helga I. Hermannsdóttir, Jón S. Hermannsson, Sigríður B. Hermannsdóttir, Finnbjörn A. Hermannsson, Hermann Þ. Hermannsson, Oddur Þ. Hermannsson, Jakob H. H. Guðmundsson, Sigrún Siggeirsdóttir, Kristján Einarsson, Oddný A. Óskarsdóttir, Elfn H. Gústafsdóttir, Þóra Þórarinsdóttir, og bamaböm. Lokað Vegna jarðarfarar THEODÓRS A. JÓNSSONAR verða skrifstofur Sjálfsbjargar, dagvistun, sjúkraþjálfun og heilsuræktin Stjá lokuð föstudaginn 19. maí 1989. Framkvæmdastjórn. Landspítalanum 6. maí eftir stutta legu. Minningarnar sem við systkinin eigum um hana ömmu í Garðabæ eins og við kölluðum hana eru ómet- anlegar. Til hennar var alltaf gott að koma. Hún var alltaf svo róleg og blíð og var alltaf jafn ánægð að fá okkur í heimsókn. Móttökurnar sem við fengum þegar við heimsóttum hana voru konunglegar því þó hún segðist ekkert eiga til að gefa okkur var borðið hlaðið kræsingum sem ömmu einni var lagið. Margar af skemmtilegustu stundunum voru þegar við komum ríðandi á hestunum okkar til henn- ar. Þá var víst að bæði hestar og reiðmenn fengu í svanginn. Amma var mjög lagin sauma- kona enda starfaði hún við það. Ef hún vissi að okkur vantaði eitt- hvað var hún búin að sauma það. Hvort sem um var að ræða föt eða púða í stólana okkar. Okkur er ómetanleg öll sú ástúð sem hún sýndi litlu börnunum okk- ar sem gerðu sig heimakomin á heimili hennar og afa. Elsku afí, missir þinn er mikill en við vitum að nú er hún hjá guði sínum sem hún trúði svo mikið á. Við systkinin og fjölskyldur okkar sendum þér okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þig í sorg þinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Hafdís og Svanur Ég vil minnast með fáeinum orð- um ömmu minnar, Hallborgar Sig- urjónsdóttur, sem jarðsungin er frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, fimmtudaginn 18. maí. Já, nó er hún amma dáin. Það eru svo ótal margar hlýjar og góðar minningar sem sitja eftir í huga mínum. Amma og afi komu frá Mallorca þann 3. maí en þá varð amma mik- ið lasin, hún lést syo þann 6. maí í Landspitalanum. Ég hitti þau rétt áður en þau fóru út, á heimili for- eldra minna. Amma var þá að tala um það að ég og maðurinn minn yrðum að fara að koma í heimsókn, en ég svaraði því til að við kæmum strax eftir Mallorca-ferðina þeirra. Sú heimsókn gafst því miður ekki. Amma var blíð og góð mann- eskja, en líka sannkallaður boga- maður. En eins og þeirra er vani þá átti hún það stundum til að segja það sem aðrir láta sér nægja að hugsa. Sumir kunna kannski ekki að meta það í byrjun, en að lokum þegar fólk kynntist henni nánar þá elskaði það þessi einkenni ömmu og hafði gaman af, því þetta var hin eina sanna amma. Eitt átti hún þó ógert og er það trassaskap mínum að kenna. En ætlunin var að kenna mér að baka - „ömmu flatkökur". Amma bakaði flatkökur handa öllum börnum sínum og færði þeim á jólunum. Jólin byrjuðu aldrei fyrr en amma kom með rjúkandi heitar flatkök- urnar á aðfangadag, og þá var sko veisla. En annað sérkenni ömmu var brúnkakan hennar. Aldrei stóð svo á að ekki væri gengið að því sem vísu að til væri brúnkaka á heimili ömmu. Og velti ég því oft fyrir mér þegar ég var lítil hvort amma ætti „ævintýrahorn" þar sem brúnkökur yrðu til. Amma var mjög trúrækin kona, og minnist ég þess sem barn að í hvert skipti sem ég gisti hjá ömmu þá kenndi hún mér nýja bæn, eða sálm áður en gengið var til náða. Núna er amma komin í betri ver- öld, og biður þess að taka á móti okkur einu og einu þegar þar að kemur. Mig langar að enda þessar minningar á sálmi sem við amma fórum alltaf með á eftir öðrum bænum á kvöldin. Vertu guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Elsku afi minn, guð styrki þig og varðveiti. Hallborg Arnardóttir Indiana K. Bjarna- dóttir - Minning Fæddlð. ágústl904 DáinlO. mai'1989 Tíminn er afstætt hugtak. Það er ekki svo langt síðan amma kenndi mér að biðja bænirnar mínar. Margar minningar leita á hug- ann. Við amma vorum miklar vin- konur og sem barn var ég mikið með ömmu og afa í Ljósheimum. Þar ríkti svo mikill friður. Miklar breytingar urðu á lífi ömmu við fráfall afa árið 1977, þau voru svo miklir félagar. Ég kom oft til ömmu og afa, þau léku sér mikið við mig og man ég svo vel eftir því að við fórum mikið í bíltúra um helgar og opnuðu þau augu mín fyrir náttúrunni. Eftir að heilsu ömmu fór að hraka var hún mikið á heimili okk- ar, þar sem amma og mamma voru svo miklar vinkonur, undi ég hag mínum vel í félagsskap þeirra, og gerðum við margt saman. Við ferð- uðumst um landið þrjár og er ég var í sveit keyrðu þær mig og sóttu. Amma var mjög svo söngelsk kona, svo að okkur leiddist aldrei á þess- um ferðalögum. Já, margs er að minnast, ekki síst er ég dvaldi í Bandaríkjunum síðastliðið ár, leitaði hugur minn oft til ömmu, þar sem hún var orð- in svo mikið veik, en samt er ég heimsótti hana fannst mér hún reyna að segja að nú væri hennar tími komin, og nú þegar hún geng- ur á vit nýrra drauma og hittir afa á ný, kveð ég elsku ömmu með þakklæti í hjarta fyrir allt sem hún hefur kennt mér og allar góðu sam- verustundirnar. Guð geymi ömmu mína. Nú iegg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín verri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom. Sb. 1871. S. Egilsson.) Fanney Karlsdóttir Mig langar til að minnast ömmu minnar Indiönu Katrínar Bjarna- dóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Amma var ákaflega falleg og kvennskörungur mikill. Hún var mjög áberandi persóna og gustaði af henni hvar sem hún var, enda þótt lífsferill hennar hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Amma var mjög ákveðin, hafði sínar skoðanir á hlutunum en var ávallt mjög góð við okkur börnin. Hún var mjög félagslynd og leið best að hafa fullt af fólki í kringum sig. Enda þótt hún segði ekki mikið síðustu árin var hún mjög glöð ef hún fékk heim- sókn og þá sérstaklega þegar litlu börnin sáust, þá gaf hún okkur fal- legt bros. Starfsfólk Hvítabandsins á hrós skilið fyrir hvað það hugsar vel um gamla fólkið og gefur því mikla hjartahlýju. Þar leið henni vel, og henni líður örugglega vel núna í sínum nýju heimkynnum laus við fjötrana sem háðu henni á síðustu árum. Ástarþakkir fyrir allt. Katrín Magnea Jakob J. Thorar- ensen - Minning Fæddurl. febrúarl903 Dáinn4. maí 1989 Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast frænda okkar Jak- obs Jóhanns Thorarensen, Kobba eins og hann var alltaf kallaður. Hann fæddist 1. febrúar 1903, í Ármúla við ísafjarðardjúp, sonur hjónanna Elisabetar Ingunnar Bjarnadóttur og Ólafs Thorarensen, sem þá bjuggu í Ármúla og síðar í Reykjarfirði. Um Kobba mætti margt segja, sem aðrir gætu tekið sér til fyrir-. myndar. Um tveggja ára aldur veiktist hann mjög hastarlega, en fram að þeim tíma var hann hið mesta efnis- barn. Strax þegar Kobbi varð veikur fór móðir hans með hann á sjúkra- húsið á ísafirði og dvaldi þar með hann um Iengri tíma. Álitið var að hann hefði fengið heilahimnubólgu, og varð hann aldrei heill heilsu eft- ir það. Kobbi vissi sitt ástand miklu gleggra en fjöldann grunaði, en var samt alltaf kátur og glaður og hvers manns hugljúfi. Kobbi var mjög söngelskur, fljótur að læra lög og ljóð, og hafði yndi af allri hljómlist. Síðustu árin dvaldi Kobbi í sjúkrahúsi Hólmavíkur og naut þar hlýju og góðrar umönnunar, og færum við forstöðukonu sjúkra- hússins sérstakar þakkir fyrir alla þá vinsemd og hlýju, sem hún sýndi Kobba alla tið. Nú þegar við kveðjum Kobba, þökkum við honum liðnar sam- verustundir, og biðjum honum Guðsblessunar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, þín veri vemd í nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Bodda og Imma i i i i 4 i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.