Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 17 I starfsmenntun fóstra. Gera þart' skólanum kleift að annast ráðgjöf vegna þróunar og nýbreytnistarfs á dagvistarheimilum. Það er mikilvægt að dagvistarstofnanir geti sótt um ráðgjöf og stuðning ef fóstrur óska eftir að sérhæfa sig í ákveðnum vinnubrögðum. Semja þyrfti sérstaklega við kenn- ara Fósturskólans um mögulega skiptingu starfstíma milli kennslu og rannsóknar- eða þróunarverkefna. Setja þarf reglur um forsendur og skipulagningu þróunarverkefna, t.d. um kostnaðarskiptingu ríkis og sveit- arfélaga en einnig hver hlutur Fóst- urskólans er í þessu samstarfi. Aukið samstarf Fósturskóla íslands og Kennarahaskóla íslands Eg tel mjög mikilvægt að mennta- málaráðuneytið skipi starfshóp sem geri tillögur um aukið samstarf Fóst- urskólans og Kennaraháskóla ís- lands, sérstaklega þar sem starfssvið skarast. Starfshópurinn skyldi einnig koma með tillögur að auknu sam- starfi við Rannsóknarstofnun uppeld- ismála. Breytt inntökuskilyrði Inntökuskilyrði eru úrelt en þau miða m.a. við próf sem ekki er leng- ur til, t.d. gagnfræðapróf. Stúdents- próf eða sambærilegt nám og reynsla, yrði gert að inntökuskilyrði en jafnframt tel ég mikilvægt að opna skólann svipað og gert er t.d. f-Noregi. Svo sem heimild til að veita nemendum inngöngu hafi þeir lokið stúdentsprófsáföngum í ákveðnum greinum, sem tengjast fóstrunámi sérstaklega. Nauðsynlegt er að fá heimild til að veita nemendum undirbúnings- menntun undir fóstrunám. í þessu sambandi er rétt að geta þess að þegar Kennaraskóli íslands varð há- skóli var sett til bráðabirgða laga- ákvæði um aðfaranám til þess að auðvelda breytinguna. Þetta myndi m.a. auðvelda væntanlegum fóstru- liðum að hefja fóstrunám (Mennta- málaráðuneytið undirbýr núna nám fóstruliða í nokkrum framhaldsskól- um). Námstilhögun Ég tel eðlilegt að námstíminn yrði þrjú ár eins og nú er. Fóstrunám þarf að meta til eininga í samræmi við nám í Kennaraháskóla íslands, Háskóla íslands og Tækniskóla ís- lands. Þannig yrði námið markvisst fært á háskólastig. Ég álít einnig nauðsynlegt að setja á stofn náms- braut, sem gerir nemendum kleift að vera í hlutanámi og ljúka grunnn- ámi á t.d. 4 árum. Þar er átt við þá sem vilja ljúka námi t.d. samhliða vinnu. Æfinga- og tilraunastofnun fyrir börn í núgildandi lögum um FÍ er kveð- ið á um nauðsyn þess að starfrækja æfinga- og tilraunastofnun fyrir börn, fram að skólaaldri, undir yfir- stjórn FÍ. Þessu ákvæði þarf að fylgja eftir. Nemendum yrði búin sérstök aðstaða til athugunar á atferli og leikjum barna og uppeldislegum starfsháttum. Fósturskólinn hefði náið samstarf við Rannsóknastofnun uppeldismála varðandi rannsóknir. Þannig nýttust starfskraftar beggja stofnana. Á þennan hátt tel ég að færa megi Fósturskóla íslands á háskólastig. Eitt er víst að endurskoðun laga um Fósturskóla íslands þolir enga bið og það jafnvel þó menn séu hlynntir samruna við Kennaraháskóla Is- lands. Það er ósköp einfaldlega vegna þess að ef sá kostur yrði fyrir valinu þá spái ég því að hann kosti miklar umræður og vangaveltur, samninga um fyrrnefnd grundvallar- atriði. Ekki má gleyma því að mennta- málaráðuneytið undirbýr nú nám fós- truliða. Fóstruliðar munu því vænt- anlega útskrifast úr nokkrum fram- haldsskólum innan tíðar. Ef ráðamenn ætla að tryggja dag- vistarheimilum starfsfólk með fóstrumenntun er brýnt að efla fóstrumenntunina nú þegar þannig að henni sé ekki gert lægra undir höfði en annarri starfsmenntun í landinu. Höfímdur er skólasljóri Fóstur- skóla tslands. • • BORN EIGA BETRA SKILIÐ! Fullorðna fólkiö mótar umhverfi borgarbarna engu síður en sjálf náttúran. Með því að láta glerbrot, úðabrúsa, einnota kveikjara og sígarettustubba liggja á almannafæri egnum við slysagildrur fyrir litla fólkið. Lítum í kringum okkur - forðum börnum okkar frá óhöppum! IATTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGIA: ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.