Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 18. MAÍ1989 15 Sólveig Eggerz Pétursdóttír VATNS- LITA- MYNDIR Það virðist færast í aukana, að félagsheimili í nagrannabyggðum og úti á landi bjóði upp á stuttar myndlistarsýningar og er það ánægjuleg þróun. Slíkar sýningar þurfa að vera vel skipulagðar og fjölbreyttar, en engin einstefna á hvorn veginn sem er, þannig að þær verði forvitnilegar fyrir þá, sem eiga leið framhjá, svo að fólk staldri við, en stígi síður bensínið í botn. Ég átti leið framhjá Hlégarði á dögunum og staldraði þar við um stund, enda margt um manninn og ég hafði ekki komið þar inn fyrir dyr áður. Þá reyndist verið að opna þar sýningu á 24 vatnslita- myndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Þetta eru að venju myndir úr umhverfinu og borgarlandinu og sannverðulega settar á blað auk mynda frjáls hugarflugs — engar djúpar hugleiðingar um tilveruna og listina heldur frásagnir úr og um næsta umhverfi þess, sem á pentskúfnum heldur á ferðalögum hans um land og byggð. Tækifærisriss eins og þessi eru jafnan æði misjöfn, en bestu ein- kenni listakonunnar komu helst fram í klárt útfærðum myndum eins ogt.d. „Logn" (11), „Fríkirkj- an" (13), „Ur Mösfellssveit" (22), „Við spegilinn" (26) og „Kvöld- stund" (27). Er ég ekki frá því að myndin „Við spegilinn" sé lang- samlega veigamesta verkið á sýn- ingunni fyrir frísklega útfærslu, ástþrungna skírskotun og rökrétta myndbyggingu. Ingunn Jensdóttir. Hella: Ingunn Jens- dóttir sýnir í Laufafelli Selfossi. INGUNN Jensdóttir heldur þessa dagana málverkasýningu í Laufa- felli við Grillskálann á Hellu. Á sýningunni eru 30 vatnslita- myndir sem Ingunn málaði á þessu og slðasta ári. Sýningin stendur yfir fram til 28. maí. i ¦¦- Sig. Jóns. verðlækkim út maí Takmaitað magn —Nu er ixÆ/œriðtH aðgera góðkaup - HæðarstíUing með sveif Útxiæginplata Utdreginplata Létt haeðarstilling gædavara á ótrúlegu verðí Ath! Opið laugardaga fráki. 10-14 SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI 43211 ^ " - - ¦ .....¦¦ ¦ ¦•' '¦¦¦ ¦' ¦¦-: ¦ -- ¦ -¦* ^ ¦¦'¦- ¦' ¦ ¦¦¦" ¦ '-¦ -'¦-¦¦¦______________________;________________________________________________________________________________' - _____________________________|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.