Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 Pétur Bjarnason mótunarlistamaður. Hestaskál og teikn Myndlist Bragi Ásgeirsson Á þessari öld hafa mótunarlista- menn stöðugt verið að leita til for- tíðarinnar og upprunaleikans í formi, lit og rymi. Forngrísk höggmyndalist, svo og list etrúska var þeim mörgum hugleikin, svo sem sér stað hjá jafn ólíkum og heimskunnum myndhöggvurum og Marino Marini og Henry Moore, svo einhverjir séu nefndir, en svo hafa sumir leitað enn lengra til fortíðarinnar svo sem til bronsaldar og jafnvel steinaldar og elstu menja um tilvist mannsins. Þetta liggur vafalítið í þeim augljósa sannleika, hve formkennd mannsins var rík og auðug í ár- daga, þegar hugtakið „list" var ekki til, og hve mjög henni hefur hrakað með tilkomu iðnbyltingar- innar og vélaaldar. Slík háþróuð formkennd var fyrrum almenn- ingseign og fínnst m.a. í dýraríkinu í ótal myndum. Hin svonefnda sið- menning hefur aftur á móti haft úrkynjun í för með sér á þessu sviði, þannig að nú er það þjálfun- aratriði að tileinka sér hana og er kennt við skapandi listir. En þessar kenndir blunda raunar innst inni í öllum og hér skiptir máli að vekja þær til lífsins, og það vakir ein- mitt fyrir mörgum mótunarlista- manninum, um leið og hann skírskotar til upprunaleikans. Skapandi kenndir eru þannig eng- an veginn séreign fárra heldur þvert á móti almenningseign og ber hér engum að hreykja sér hátt með vísun til sérgáfu. En að sjálf- sögðu blunda þessar kenndir mis- djúpt í hverjum og einum. Þetta að vekja þær til lífsins og koma með útrétta hendi á móts við fjöldann er þannig af hinu góða og mjög þýðingarmikið í stöðluðu nútímaþjóðfélagi. Það fer ekki hjá því, að þessar staðreyndir leiti á hugann við skoð- un sýningar hins unga og efnilega mótunarlistamanns Péturs Bjarnasonar í Ásmundarsal, sem lýkur nú um helgina. Flestir munirnir á sýningu hans minna á forneskjuna og þá einna helst bronsöld, enda eru allir mun- irnir utan eins steyptir í brons, en það er máluð gipsmynd. Það sem öðru fremur vakir fyrir Pétri er skírskotun til forms, fyrir- ferðar og rúmtaks í sjálfu sér og fegurð upprunalegrar efnisáferðar. Þetta er honum allt og því þvíngar hann skoðandann strax til nýrrar formhugsunar með því að móta hesta einn sér eða þverstæða án höfuðs, þannig að form búksins svo og fótanna, sem færa þá úr stað, og eru tákn hreyfanleikans, er það fyrsta sem blasir við honum. Óneitanlega dálítið óvænt og óþægilegt fyrst í stað, en venst furðufljótt og hittir í mark. Þessi sýning hlýtur að koma mörgum mjög á óvart og einkum þeim, sem ekki eru kunnir slíkum vihnubrögðum hjá mótunarlista- mönnum og hún ber listamanni á þroskabraut fagurlegt vitni. Traust og hnitmiðað Það eru traust og fáguð vinnu- brögð, sem eru aðal málverka Jó- hannesar Jóhannessonar, sem fram til 23. maí sýnir í Galleríi Borg við Pósthússtræti. Jóhannes hefur lengi staðið í fylkingarbrjósti íslenzkra myndlistarmanna eða all- ar götur frá því á dögum Septem- bersýninganna, sem svo miklu róti ollu í íslenzku listalífi. Verið þátt- takandi í flestum samsýningum, stórum sem smáum, innan lands og utan, og fram á hin síðari ár virkur í félagslífi myndlistarmanna. Þá hefur hann haldið allmargar sérsýningar og þá síðustu í Galleríi íslenzk list á Vesturgötu 17 fyrir tveim árum. Jóhannes er núlistamálari af gamla skólanum að því leyti, að hann gengur út frá málverkinu sem slíku, er vígður litum, efnisáferð línu og formi, en mun minna hug- myndafræði dagsins. Hann hefur þannig löngu fundið köllun sína og ræktar sinn garð af stakri natni og án þess að láta kenn- ingasmiði hafa áhrif á sig. Jóhann- es skipar um margt flokk þeirra mörgu ágætu norrænu myndlistar- manna, er umbyltu listhugsun fjöl- margra upp úr heimsstyrjöldinni síðari og hafa alla tíð haldið tryggð við þær hugmyndir, er þá ruddu sér rúms, en þó með nokkrum frávikum svo sem persónueinkenni þeirra gaf tilefni til, að viðbættum listrænum þroska. Slíkir eru hvarvetna hátt metnir í sínum heimalöndum og hefur ísland hér ekki með öllu ver- ið samstiga þróuninni. Jóhannes er samur sér í mynd- gerð sinni, hvað myndirnar í listhús- Jóhannes Jóhannesson inu Borg snertir, en eitt er þó af nýjum toga og það er, að hann leit- ast við að samræma hlutlæg og óhlutlæg stílbrigði fyrri tímaskeiða í nokkrum mynda sinna. Þess má sjá stað í hinum stóru konumyndum, en vinnubrögðin í þeim eru allnýstárleg, þótt að baki séu kunnugleg form frá fyrri árum. Hér er hin mikla mynd „Portrett" (5) skýrasta dæmið. Það er sjálf form- og litræn bygging verkanna, sem vakir öðru fremur fyrir lista- manninum og þau forvitnilegu átök, sem slík vinnubrögð kalla fram. Bestu eðliskostir Jóhannesar sem málara koma trúlega greinilegast fram í myndum svo sem „Totem" (3), „Móðir mín í kví kví" (4), „Gul- ur máni" (14) og „Við ströndina" (15), sem jafnframt er eitt jarðræn- asta og safaríkasta málverk sem ég hefi lengi séð frá hendi Jóhann- esar. Að öllu samanlögðu sterk og hrifmikil sýning sem Jóhannes J6- hannesson hefur drjugan sóma af. BATAR - SKIP - LANDSLAG í „Gallerí list" að Skipholti 50B sýnir um þessar mundir kornungur málari, fyrrum nemandi í málunar- deild MHÍ, Arthúr Ragnarsson að nafni, allnokkrar vatnslita- myndir. Myndefni sitt sækir hann mest- megin í báta, skip og tilfallandi umhverfi, — bryggjur, naust, haf, fjöll og himin. Vinnubrögðin eru iðulega fáguð en fljótvirk og oft meira byggt á áunninni og meðfæddri leikni en yfirvegaðri hugsun, átökum við viðfangsefnið og myndræn lögmál. En á bak við þessar ákaflega mi- sjöfnu myndir skynjar maður þó leikinn teiknara og tilfinningu fyr- ir formum og blæbrigðum í Iit. Einkum kemur það greinilega fram í myndunum „Hvalbátar í Reykjavíkurhöfn" (2) og þó enn frekar í myndinni „Roðinn" (12), en báðar eru þær yfirvegaðri í út- færslu og stemmningaríkari flest- um öðrum á sýningunni. í þeim myndum skynjar maður greinilega, að það býr mun meira Arthúr Ragnarsson í þessum manni en fram kemur á þessari sýningu. §lnií MRrl ÉlKlB PLÁSS • Allt að 7 sæti. • Aflmikil 12 ventla vél. • Framdríf. • Rafmagnsrúður og læsingar og annar lúxusbúnaður Vökvastýrí og sjálfskipting m/overdrive Hagstætt verð og greiðslukjör BILABORG HF FOSSHÁLSI 1.S.6812 99 4+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.