Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAI 1989 29 Kris Kristofersson í hlutverki sínu í myndinni „Réttdræpir". Regnboginn sýnir „Réttdræpir" REGNBOGINN hefiir tekið tíl sýn- inga myndina „Réttdræpir". Með aðalhlutverk fara Kris Kristofer- son og Mark Moses. Leikstjóri er John Guillermin. Nokkrir strokufangar undir for- ystu Johns Stillwells koma á veit- ingastað og drepa þar nokkra menn til fjár. Þessu næst kynnumst við Noble Adams, sem á búgarð þarna, hann er einmitt að taka á móti syni sínum sem lokið hefur lögfræðinámi. Nokkru síðar kemur Lane Craw- ford löggæslumaður á búgarðinn og biður Noble um liðveislu við að elta uppi illvirkjana. Doktor í lífefhafræði ÞANN 20. apríl síðastliðinn varði Sigríður Ólafsdóttir doktorsrit- gerð sína við lífefhafræðideild Virgina Commonwealth Univers- ity f borginni Richmond í Virginíu- fylki í Bandaríkjunum. Titill ritgerðarinnar var „Spectro- scopic Analysis of Conformational Changés in Alkaline Phosphatase" og fjallaði um athuganir á formbreyt- ingum á ensímum alkalískum fos- fatasa við bindingu á hvarfefnum og latefnum. Rannsóknirnar voru gerð- ar undir leiðsögn Dr. Jan F. Chlebow- ski frá 1986-1989. Niðurstöður rannsóknanna hafa þegar birst í 2 greinum eftir Sigríði og samstarfsmenn í Journal of Bio- logical Chemistry 1988 og 1989. Sigríður lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Tjörn 1977 og BS-prófí í líffræði fr^ Háskóla ís- lands vorið 1980. Hun starfaði á efnafræðistofu Raunvísindastofnun- ar Háskólans við rannsóknir á melt- ingarensímum úr þorski og hitakær- um örvefum frá 1980-1984 og 1985-1986. Dr. Sigríður Ólafsdóttir Foreldrar Sigríðar eru Erla ísleifs- dóttir og Ólafur Jensson, læknir. Hún er gift Þorkeli Sigurðssyni, lækni, sem stundar nú framhaldsnám í augnlækningum í Björgvin í Noregi. Fiskverd á uppboðsmörkuðum 17. FISKMARKAÐUR hf. Hœsta verft 45,50 59,00 69,00 17,00 15,00 15,00 70,00 100,00 70,00 í Hafnarfirði Lœgsta Meðal- Þorskur Ýsa Ýsa(ósl.) Karfi Ufsi Langa Lúöa Skötubörð Skötuselur Samtals vero 40,00 30,00 69,00 17,00 15,00 15,00 70,00 100,00 70,00 veró 41,19 53,75 69,00 17,00 15,00 15,00 70,00 100,00 70,00 45,76 Magn (lestir) 1,727 3,349 0,295 0,768 0,076 0,102 0,028 0,018 0,008 6,369 Heildar- vero (kr.) 71.114 179.940 20.355 13.048 1.140 1.530 1.960 1.800 560 291.447 Selt var úr ýmsum bátum. í dag veroa meðal annars seld 70 tonn af grálúðu, 15 tonn af karfa, um 20 tonn af þorski og 10 stórlúöur úr Otri HF. Selt verður óákveðið magn úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 30,00' 39,35 1,048 41.241 Ýsa 84,00 \30,00 49,74 4,926 245.017 Karfi 30,00 15,00 27,06 0,524 14.178 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,344 5.160 Steinbítur 30,00 26,00 28,94 1,796 51.983 Blálanga 27,00 26,00 26,38 3,216 84.861 Lúða(stór) 195,00 60,00 139,51 0,840 117.185 Lúða(milli) 190,00 190,00 190,00 0,032 6.080 Lúða(smá) 175,00 175,00 175,00 0,026 4.550 Skarkoli 16,00 14,00 14,44 2,3t6 33.440 Sólkoli 12,00 12,00 12,00 0,077 924 Samtals 39,92 15,145 604.618 Selt var úr Freyju RE oc 1 bátum. i dag verða meðal annars seld 10 tonn af ýsi i úr Þorláki AR og óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 55,00 20,00 49,50 15,155 750.243 Ýsa 68,00 10,00 52,24 21,317 1.177.529 Karfi 34,50 15,00 32,36 1,799 58.213 Ufsi 28,00 11,00 25,67 14,279 366.607 Steinbítur 15,00 5,00 10,65 0,310 3.300 Langa 21,00 19,00 20,18 2,145 43.295 Lúöa 300,00 200,00 240,16 0,160 38.425 Skarkoli 35,00 25,00 34,42 \ 0,584 20.100 Keila 8,00 8,00 8,00 1,040 8.320 Héfur 10,00 5,00 7,00 0,050 350 Skata 70,00 58,00 62,17 0,046 2.860 Skötuselur 275,00 86,00 218,44 0,054 11.796 Samtals 43,57 56,939 2.481.038 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK og Hrafni GK. f dag verða meðal annars seld 30 tonn af þorski úr Eldeyjar-Hjalta GK. Selt verður óákveðið magn af blönduðum afla úr dagróðra- og snurvoöarbátum. Kópavogur: Kynning á félagsstarfi aldraðra Kynningardagar verða hjá fé- lagsstarfi aldraðra í Kópavogi dagana 18. - 21. mai í Félags- heimili Kópavogs. Nú stendur fyrir dyrum sérstök kynning á vinnu og vinnubrögðum frá námskeiðum vetrarins, basar og kaffisala, einnig myndasýning frá starfinu undanfarin ár. Auk þess verður sérstök dagskrá áhverjumdegi: Fimmtudaginn 18. maí klukkan 14: Sýning opnuð með ávarpi og kórsöng aldraðra, sem Kristín Pétursdóttir stjÓrnar. Klukkan 16.30: Danssýning, stjórnandi Dagný Björk Péturs- dóttir. Föstudaginn 19. maí klukkan 14.30: Leikfimisýning, stjórnandi Elísabet Hannesdóttir. Laugardag- inn 20. maí klukkan 14.30: Kór- söngur aldraðra, klukkan 16.30 almennur dans, stjórnandi Elísabet Hannesdóttir. Aldraðir eru þátttakendur í öll- um þessum greinum. Opið verður þessa þrjá daga frá klukkan 14 - 17. Sunnudaginn 21. maí: Kynningu lýkur með kirkjuferð á Akranes. Lagt verður af stað klukkan 11 árdegis frá Fannborg 1. Blúshelgi í Bíó- kjallaranum HUÓMSVErriN The Grinders, sem skipuð er gítarleikaranum og söngvaranum Krisljáni Krisfjánssyni, bassaleikaranum Þorleifi Guðjónssyni og tveimur Bandaríkjamönnum, heldur tón- leika í Bíókjallaranum í Tungl- inu i dag fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. The Grinders hafa bækistöð í Svíþjóð og hafa leikið þar og viðs vegar um Evrópu. Trióið leikur eink- um blöndu af Mississippi-blús og bluegrass tónlist en einnig Chicago-blús. Auk Kristjáns og Þorleifs eru í hljómsveitinni munnhörpuleikari og söngvari að nafni Derrick „Big" Walker og Professor Washboard (Scott Alexander) sem leikur á þvottabretti og önnur ásláttarhljóð- færi. Gestir The Grinders á tónleikun- um hér verða Megas, sem kemur fram á fimmtudagskvöld, og Ellen Kristjánsdóttir, Magnús Eiríksson og Eyþór Gunnarsson, sem koma fram á laugardagskvöld. Lúðrasveitar- tónleikar í Hafh- arfirði Lúðrasveitartónleikar verða haldnir i Víðistaðakirkju í dag, fimmtudaginn 18. mai, klukkan 20. Skólalúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvikur (eldri og yngri deild) kemur í heimsókn og heldur tón- leika ásamt Lúðrasveit Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Allir eru vel- komnir. Námskeið tal- meinafræðinga Talmeinafræðingarnir Hrafn- hildur Sigurðardóttir og Svan- hildur Svavarsdóttir munu halda námskeið fyrir foreldra og aðra sem hafa með börn að gera; kennara, fóstrur og þroskaþjálfa um mál- og talgalla og leiðbeina um þjálfun. Á námskeiðinu verða sýnd ýmis leikföng og hjálpargögn sem notuð eru til þjálfunar. Námskeiðið verður haldið laug- ardaginn 20. maí klukkan 10-16 og endurtekið laugardaginn 27. maí klukkan 10-16. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vorsýningu Myndlista- og handíðaskóla Islands. 49 útskriftar-^ nemendur MHÍ sýna verk sín FJÖRUTÍU og nfu útskriftar- nemendur sýna verk sín á vor- sýningu Myndlista- og handíða- skóla íslands, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Að þessu sinni útskrifast 49 nemendur, þar af 14 í málun, 13 í skúlptúr, 8 í grafík, 4 í fjöltækni, 9 í grafiskri hönnun og einn í textíl. Sýningin var opnuð 13. maí og stendur til 21. maí. Hún er opin frákl. 11 til kl. 18 alla daga. Kvöldferð út í Viðey Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands stendur fyrir kvöldferð út í Viðey í kvöld, fimmtudags- kvöld. Farið verður úr Sunda- höfn klukkan 21 með Mariusúð Hafsteins Sveinssonar. Eftir landtöku við bryggjuna í Bæjarvör verður stutt kynning á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Síðan verður gengið um Vestureyj- una, þar verður hugað að gróður- fari og fuglalífi og rifjuð upp jarð- saga og örnefni. Áætlað er að göngunni ljúki á Sjónarhóli við sólarlag kl. 22.48 og farið strax í land. Norræna húsið: Ronja ræningja- dóttir, Madditt og Kalli á þakinu í TENGSLUM við sýningu á teikningum og vatnslitamyndum eftir sænsku Ustakonuna Ilon Wikland í Norræna húsinu, sem opnuð var sl. laugardag, verður dagskrá fyrir böru í sýningarsal hússins í dag, fimmtudaginn 18. maí, klukkan 16. Listakonan teiknar fyrir börnin og Silja Aðalsteinsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Sigrún Hallbeck lesa úr bókum eftir Astrid Lind- gren. Sigrún les á sænsku og Vil- borg les úr nýrri bók sem hún er að þýða og kemur væntanlega út í haust hjá Máli og menningu. Á sýningunni eru 55 myndir gerðar við sögur sem allir þekkja m.a. Bróður minn ljónshjarta, Ronju ræningjadóttur, Jól í Oláta- garði, Maddit o.fl. Sýningin stendur fram til 11. júní og verður opin daglega klukk- an 14 - 19. Tengsl í 40 ár Málþing- í tilefni 40 ára afmælis Sambandslýð- veldisins Þýska- lands í TILEFNI 40 ára afmælis Sam- bandslýðveldisins Þýskalands verður haldið málþing, föstudag- inn 19. maí nk. undir yfirskrift- inni „Tengsl í 40 ár", um sam- skipti landsins við ísland undan- farna fjóra áratugi. Fjðgur félög ásamt vestur-þýska sendiráðinu í Reykjavík, standa að málþing- inu, en þau eru; Alexander von Humboldt félagið á íslandi, Daad-félagið á íslandi, Germ- anía og Goethe-lnstittit. Málþingið, sem hefst klukkan 13, verður formlega sett af Hans Hermann Haferkamp, sendiherra Sambandslýðveldisins Þýskalands á Islandi. Steingrímur Hermannas- son, forsætisráðherra flytur ávarp, en erindi flytja dr. Gylfi Þ. Gísla- son, prófessor við HI, dr. Ulrich Groenke, prófessor við háskólann í Köln, dr. Heinrich Pfeiffer frá Alexander von Humboldt stofnun- inni og dr. Christian Roth forstjóri ISAL. Eftir kaffihlé verða pall- boðrsumræður. Aðgangur að mál- þinginu er ókeypis. A föstudagskvöldið standa þessir sömu aðilar fyrir afmælishófí Sam- bandslýðveldiáins í Viðeyjarstofu, sem hefst með kvöldverði klukkan 20, en veislustjórar verða Úlfar Þ'orðarson læknir og Þorvarður Alfonsson framkvæmdastjóri. Jóhanna Guðríður Linnet Einsöngvara- prófstónleikar JÓHANNA Guðríður Linnet lýk- ur einsöngvaraprófi úr söng- deild Nýja tónlistarskólans með opinberum tónleikum í Gerðu- bergi, föstudaginn 19. maí klukkan 20.30. Jóhanna hóf söngnám hjá Sieg- linde Kahmann í Tónlistarskólan- lim í Reykjavík 1980 til 1984 og var í söngnámi í Hollandi 1984 til 1986. Sl. tvö ár hefur hún verið nemandi Sigurðar Demetz. Á efnis- skrá tónleikanna I Gerðubergi er m.a. Liederkreis eftir R. Schum- ann, ljóð eftir Beethoven, Mend- elsohn, Brahms, Hugo Wolf svo og eftir íslenska höfunda svo sem Árna Harðarson, Sigvalda Kaldal- óns og Pál ísólfsson. Jóhanna hefur komið fram með hljómsveitum t.d. í Þjóðleikhúsinu, sungið hlutverk Konstanze í Brott- náminu úr kvennabúrinu, á vegum Nýja tónlistarskólans, en fyrst kom Jóhanna fram 9 ára gömul á að- ventukvöldi í Dómkirkjunni í Reykjavík. Píanóleikari á tónleik- unum verður Ragnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.