Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 31 Norræn Mmerkjasýning opnuð í Landssímahúsinu Norræn frímerkjasýning var opnuð í anddyri Landssímahúss- ins i gær. Þetta er þriðja frímerkjasýningin, sem haldin er á vegum Pósts og síma, en hinar fyrri voru sýningar á jólafrí- merkjum eftir ýmsa höfunda og á fuglafrímerkjum eftir Þröst Magnússon. Allt frá árinu 1956 hafa póstyfir- völd á Norðurlöndunum gefið út frímerki undir sameiginlegu þema og nú fara slíkar útgáfur fram á þriggja ára fresti._ Þemað í ár er „Þjóðbúningar". Árið 1986 var þemað „Vinabæjarhreyfingin", 1983 var það „Ferðist um Norður- lönd" og árið 1980 var sameiginlegt þema landana „Nytjalist fyrri alda" svo dæmi séu tekin. Hvert Norðurlandana gefur út tvö frímerki í senn. Höfundur íslensku frímerkjana að þessu sinni er Tryggvi Tryggvason og sýna þau annars vegar konur á upphlut og hinsvegar konur á peysufötum. Tryggvi útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1976. Hann starfaði á Auglýsingastofu 'Kristínar til ársins 1986, en þá setti hann á fót eigin auglýsingastofu, Yddu hf., ásamt fjórum öðrum fé- lögum sínum. Tryggvi hefur teiknað fjórtán frímerki fyrir Póst og síma auk þess sem hann var höfundur af- mælismerkis Reykjavíkurborgar og frímerkja í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Sýningin verður opin á skrifstof- utfma Pósts og síma. Norrænu frímerkin, sem nýlega hafá verið gefin út. Sigurþór EUertsson, yfirdeildarstjóri frímerkjasölu Pósts og síma, Tryggvi Tryggvason, hönnuður nýju frímerkjanna, og Rafh Júlfus- son, póstmálafulltrúi, við opnun sýningarinnar í gær. STUTTAR ÞINGFRETTIR Góður skriður var á málum í þingdeildum i gær. Stefht er að þinglausnum fyrir helgi, hugsanlega á morgun, föstu- dag, en líklegar þó daginn eft- ir, laugardag. Umhverfisráðuneytið settísalt? Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana, enda stefnt að þinglausnum fyrir helgina. Meðal stjórnarfrumvarpa, sem afgreiða þarf fyrir þinglausnir, eru frumvarp um húsbréf, frum- varp um aðgerðir í tengslum við kjarasamninga og frumvarp um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfé- laga. Sýnt er að fjöldi þingmála verð- ur settur í salt. Líklegt er talið að þeirra á meðal verði frumvarp um sérstakt umhverfismálaráðu- neyti. Þingmenn verða að láta hendur standa fram úr ermum, ef áform um þinglausnir eiga að ná fram að ganga. Auk nokkurra frum- varpa," sem afgreiða þarf, verður þingið að ljúka afgreiðslu vegaá- ætlunar, sem menn eru ekki á eitt sáttir um í fjárveitinganefnd. Þá þarf og að ljúka umræðu um ýmsar skýrslur, m.a. um Byggða- stofnun, Sigló o.fl. EJgsk|r*feðptöðugjald á mjolkurbú og sláturhús? Neðri deild Alþingis afgreiddi frumvarp um tekjustofna sveitar- félaga svo að aðstöðgjald komi á starfsemi sláturhúsa og mjólk- urbúa sem aðra atvinnustarfsemi. Þetta var rökstutt svö að skatt- heimta af þessu tagi ætti að koma jafnt á alla atvinnustarfsemi. Rekstur sláturhúsa og mjólkurbúa væri og í sumum tilfellum höfuð- þáttur atvinnustarfsemi í minni sveitarfélögum. Sveitarfélögum væri því mismunað, tekjulega séð, með því að undanþiggja þessa starfsemi en ekki aðra aðstöðu- gjaldi. Efri deild var á öðru máli. Hún bætti inn í frumvarpið undan- þáguákvæði sem náði til „starf- semi sláturhúsa og mjólkurbúa. Undanþága mjólkurbúa nær ein- ungis til framleiðslu mjólkur- og mjólkurafurða". Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra mælti með þessum málalyktum. Hann sagði aðstöðugjald ranglátan skatt, sem í þessu tilfelii myndi annað tveggja þýða hærra verð búvöru eða meiri niðurgreiðslur. Efri deild hefur nú sent neðri deild frumvarpið svo breytt. Geir H. Haarde hyggst flytja þar aðra breytingartillögu, sem miðar að því að undanþága mjólkurbúanna verði afnumin. Ef neðri deild verð- ur samkvæm fyrri afstöðu sinni og samþykkir tillögu Geirs mun málið fara til endanlegrar af- greiðslu í sameinuðu þingi. Skilagjald á einnota umbúðir Alþingi hefur samþykkt lög um ráðstafanir gegn umhverfísmeng- un af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Samkvæmt hinum nýju lögum skal leggja skilagjald [allt að 10 krónur] á einnota umbúðir úr málmi, gleri og plastefni. Til viðbótar skila- gjaldi skal með sama hætti leggja á umsýsluþóknun, sem í fyrstu nemur 1% af skilagjaldi en heim- ild er til hækkunar í allt að 5% af skilagjaldi. engu úr því að á vegum Félags- málaskóla alþýðu hefur til þessa farið fram merkt fræðslustarf sem sjálfsagt er að halda áfram og styðja með árlegu framlagi á fjár- lögum. Til að tryggja sem bezt slíkan stuðning er einfaldast að gera samning hliðstæðan þeim sem menntamálaráðuneytið hefur gert við Slysavarnafélag íslands um öryggismála- og slysavarna- kennslu og birtur er hér sem fylgi- skjal. Undirritaður leggur til að slíkur samningur verði gerður við aðstandendur Félagsmálaskóla alþýðu og að frumvarpi þessu verið vísað til ríkisstjórnarinnar". Biðlaun þingmanna í gær kom frumvarp um breyt- ingu á lögum um þingfararkaup Þrátt fyrir annir síðustu daga fyrir þinglausnir er vorsvipur á þeim, sem ijósmyndari Morgunblaðsins festir hér á filmu. Frá vinstri: Sigurbjörn Magnússon, starfsmaður þingflokks sjálfstæðis- manna, Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokksins, Þorsteinn Pálsson, flokksformaður, og Birgir ísl. Gunnarsson, þingmaður Reykvíkinga. í hinum nýju lögum segir og: „Iðnaðarráðherra skal beita sér fyrir stofnun hlutafélags, sem taki að sér umsýslan skilagjaldsins svo og söfnun og endurvinnslu ein- nota umbúða, er falla undir lög þessi". Félagsmálaskóli alþýðu Geir H. Haarde, sem sæti á í félagsmálanefnd neðri deildar, hefur lagt til að frumvarpi til laga um Félagsmálaskóla alþýðu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Hann skilar ítarlegu minnihlutaáliti um málið. I niðurlagi þess segir m.a.: „Að öllu þessu samanlögðu er það niðurstaða undirritaðs að rangt sé að setja sérstök lög um Félagsmálaskóla alþýðu. Jafn- framt þykir vera sýnt fram á að frumvarp þetta er vanhugsað og illa undirbúið að flestu leyti. Þessi niðurstaða dregur hins vegar í Alþingismanna til umræðu í neðri deild. I frumvarpinu felst sú breyt- ing, að þingmenn sem segja af sér og hverfa til annarra launaðra starfa missi rétt til biðlauna. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna gagnrýndi flutning frumvarpsins nú, þótt hann teldi fulla ástæðu til að endurskoða lög um kjör þingmanna í heild. Frumvarpið vekti ýmsar spurningar, til dæmis hvers vegna biðlaunin ættu aðeins að falla niður þegar þingmaður afsalar sér þingmennsku en ekki þegar þingmaður fellur í kosning- um eða fer ekki (framboð. Ólafur spurði einnig hvers vegna svo mikið lægi á að afgreiða þetta frumvarp og hvort því væri beint gegn Kjartani Jóhannssyni (A/Rn), sem nú hygðist segja af sér og taka til starfa í utanríkis- þjónustunni. Guðmundur H. Garðarsson: Efla þarf löggæzluna - afhema á pólitískar stöðuveitingar EFLING löggæzlunnar hefiir hvergi nærri haldist í hendur við þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa: vöxt þéttbýlis, fjölgun ökutækja, framvindu í lögbrot- um, ásókn fikniefha o.s.frv. Þörf- in fyrir aukna vernd borgaranna eykst stöðugt. Svo mæiti Guðmundur H. Garðarsson efnislega í þingræðu er hann talaði fyrir þingsálykt- unartillögu niu þingmanna Sjálf- stæðisflokks úr öllum kjördæm- um landsins, þess efhis, að Al- þingi „feli dómsmálaráðherra að gripa nú þegar til ráðstafana er feli í sér eflingu löggæzlu í landinu". Guðmundur sagði að öflug lög- . gæzla væri einn af hornsteinum lýðræðislegra stjórnarhátta. Örar þjóðfélagsbreytingar, sem orðið hefðu, gerðu vaxandi kröfur um ýmiss konar löggzælu á flestum sviðum, en ekki sízt vegna um- ferðarmála og forvarnarstarfs gegn ofbeldi og fíkniefnum. íslendingar hefðu ekki farið varhluta af „þeirri alvarlegu þróun sem fylgir út- breiðslu og neyzlu fíkniefna ... Skipulagðir glæpahringir teygðu anga sína um allan heim, þ.á m. til Islands". Þingmaðurinn sagði að fyrir fimm árum hefði verið einn lög- reglumaður í umferðardeild á höf- uðborgarsvæðinu á hver 1000 skráð ökutæki. Nú væri öldin önnur. I dag væri einn lögreglumaður á 1930 ökutæki. I almennri deild, er sinnti útköll- um og hverfaeftirliti, væru lítið eitt fleiri lögreglumenn en árið 1944, þegar íbúar vóru helmingi færri en nú er — og verkefnin fábreyttari og smærri í sniðum. Svipaða sögu væri að segja af öðrum deildum löggæzlunnar. Þingmaðurinn sagði nauðsynlegt að styrkja öll starfssvið löggæzl- unnar: almenna löggæzlu, eftirlit með umferð, rannsóknir og fíkni- efnavarnir — sem og fjarskiptaþjón- ustu löggæzlunnar.. Og síðast en ekki sízt Lögregluskóla Islands. Þá sagði þingmaðurinn að „af- nema beri pólitískar stöðuveitingar, eins og þær eiga sér nú stað í gegh um dómsmálaráðherra og dóms- málaráðuneyti". Hann taldi slík „pólitísk afskipti" hugsanlega skýr- ingu á því „að dómsmál og lög- gæzlumál eru komin í þá niður- níðslu í dag" sem raun væri á. Alþingi: Sjötíu frum- vörp orðin að lögum í gær voru samþykkt tvenn lög frá Alþingi; lög um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga og lög um tekju- og eignarskatt. Alls hafa nú 70 frumvörp veríð sam- þykkt sem lðg frá Alþingi í vet- ur. Tæplega þríðjungur þeirra, eða 23, hefur verið samþykktur í mai. Af þeim 70 lagafrumvörpum, sem samþykkt hafa verið, eru 64 stjórnarfrumvörp en einungis 6 þingmannafrumvörp. Alls mun ríkisstjórnin hafa lagt fram yfir eitt- hundrað frumvörp. í þessari viku hafa fimm frum- vörp orðið að lögum. Á þriðjudag voru samþykkt þjóðminjalög, lög um búfjárrækt og lög um umhverf- ismengun af völdum einnota um- búða. I gær voru svo annars vegar samþykkt lög um breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og hins vegar lög, sem fela í sér lítils háttar breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. BOSCH ER BÍLLINN ÞINN MED BOSCH ELPSNEYTISKERFI? BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.