Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 25 Dýrasta borg Banda- ríkjanna Flórida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. New York er enn sem fyrr dýrasta borg Bandaríkjanna. Þar kostar 303,36 dollara að meðaltali að leigja sér hótel- herbergi, bílaleigubíl og kaupa þrjár máltíðir á sólarhring. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar sem tímaritið Corp- orate Travelá stendur fyrir og birtir ávallt í maí. Áðurnefndur dvalarkostnaður í New York var í fyrra 270,24 dollarar og hækkaði því um 11,6% á árinu eða næstum fjórum sinnum meira en meðaltalshækkunin (3,3%) var í 100 helstu við- skiptaborgumjáandaríkjanna. SkýrslaSIPRI: Útgjöld til hermála lækka Stokkliúlini. Frá Erik Liden, frétta- rítara Morgunblaðsins. í fyrsta sinn í mörg ár lækk- uðu samanlögð útgjöld þjóða heimsins til hermála í fyrra og vopnuðum átökum fækkaði úr 33 í 28. Þetta kemur fram í skýrslu Friðarrannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi, SIPRI, sem birt var í gær. Það veldur þó nokkrum ugg innan stofnunarinnar að 24 þróun- arríki hafa komið sér upp eld- flaugum sem borið. geta kjarnaodda. Kjarnorkutilraun- um er einnig haldið áfram hvarvetna í heiminum og eru Frakkar, Sovétmenn og Bandaríkjamenn þar í fylking- arbrjósti. 40 kjarnorku- sprengjur voru sprengdar í til- raunaskyni í fyrra. Kina: Játa þátttöku í Víetnams- stríðinu Hong Kong. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa sent 320.000 manna herlið til Víet- nams á sjöunda áratugnum til að berjast við bandarískt her- lið og suður-víetnamska bandamenn þeirra. Skýrt var frá þessu í hinni hálfopinberu fréttastofu Kínversku frétta- þjónustunni á þriðjudag og þar var þess jafnframt getið að kínversk stjórnvöld hefðu stutt norður-víetnamska herinn og Víetkong-skæruliða með 20 milljarða dollara fjárframlagi, rúmlega 1.000 milljörðum ísl. króna. Fréttastofan greindi frá því að 4.000 kínverskir her- menn hefðu fallið í stríðinu. Mandela lýkur laganámi NELSON Mandela, blökku- mannaleiðtoginn sem afplánar lífstíðarfangelsi fyrir andóf gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, hlaut á mið- vikudag æðstu prófgráðu í lög- um sem veitt er við háskólann í Suður-Afríku. Hann fékk prófskírteinið sent í pósti í fangelsið í Paarl skammt frá Höfðaborg og nafn hans verð- ur ekki lesið upp við útskriftar- hátíðina. Mandela, sem er sjö- tugur að aldri, las undir prófið í fangelsi og lokaritgerðina, sem meðal annars fjallar um suður-afrísk herlög, skrifaði hann á sjúkrahúsi í Höfðaborg þar sem hann var undir lækn- ishöiiuum vegna lugnabólgu. Súkkulaði-Eiffel Reuter Stærsti Eiffel-turn úr súkkulaði hefur verið byggður í móttökusal hótels í Singapore. Súkkulaðiturninn er 7,2 metrar á hæð, vegur 1,6 tonn og fimm súkkulaðigerðarmenn voru fjórar vikur að hyggja turninn. Fundið var upp á tiltækinu til að heiðra 100 ára afmæli Eiffel-turnsins í París. Oldungadeild Bandaríkjaþings: Smíði FSX-þot- unnar samþykkt Washington. Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur lagt blessun sína yfir samning niilli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Japan um smíði nýrrar orrustu- þotu, FSX-þotunnar. Er niðurstaða þessi talin umtalsverður sigur fyrir ríkisstjórn George Bush Bandarikjaforseta. Forsetinn og ýmsir háttsettir embættismenn höfðu lagt hart að þingmönnum að samþykkja samn- inginn. Fram kom tillaga þess efnis að hætt yrði við smíði þotunnar en hún var felld með 52 atkvæðum gegn 47. Þeir sem andvígir eru því að Bandaríkjamenn og Japanir ráð- ist í sameiningu í þetta verkefni hafa haldið því fram að ríkisstjórn Bush eigi að krefjast þess að Japan- ir falli frá verndarstefnu sinni, sem getið hefur af sér umtalsverðan ójöfnuð í viðskiptum landanna. Hafa þeir hinir sömu sagt að raun- hæfara væri að selja Japönum orr- ustuþotur af gerðinni F-16 í stað þess að gera þeim kleift að fram- leiða FSX-þotuna, sem minnir um margt á fyrrnefndu gerðina. Neiti Japanir að samþykkja þennan kost beri að grípa til efnhagslegra refsi- aðgerða gegn þeim. Öldungadeildin samþykkti sér- stakt viðbótarákvæði við samning- inn sem demókratinn Robert Byrd, lagði fram í umræðunni. Það kveð- ur m.a. á um eftirlit með fram- kvæmd verkefnisins til að tryggja að eitthvert þriðja ríki geti ekki fært sér í nyt tækniþekkingu þá sem beitt er við smíði þotunnar. Ríkisstjórnin hafði lýst sig andvíga ákvæði þessu en það var samykkt með 72 atkvæðum gegn 27. STAÐGREIÐSLA 1989 NÁMSMANNA SKATTKORT Breytt fyrirkomulag HVERJIR EIGA RETT ÁNÁMSMANNA- SKATTKORTI? Rétt á námsmannaskattkorti árið 1989 ejga þeir námsmenn, fæddir 1973 eða fyrr, sem stundað hafa nám á vormisseri og nýtt hafa lítið sem ekkert af persónuafslætti sín- um á þeim tíma og ekki flutt hann til maka. BREYTT ÚTGÁFU- FYRIRKOMULAG Sú breyting hefur verið gerð að í ár þarf ekki að sækja sérstak- lega um námsmannaskattkort nema í undantekningartilvik- um. Ríkisskattstjóri mun á grund- velli upplýsingafráskólum um það hverjir teljast námsmenn og frá launagreiðendum um nýtingu persónuafsláttar þeirra gefa út námsmannaskattkort og senda til þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun júnínk. Námsmenn við erlenda skóla þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um námsmanna- skattkorttil ríkisskattstjóra. Útgáfu námsmannaskatt- korta annast staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík. Sími 91 -623300. BREYTTUR GILDISTÍMI Gildistíma námsmannaskatt- kortsins hefur verið breytt. Nú er heimilt að nota námsmannaskatt- kortið frá útgáfudegi til og með 31. desember 1989 í stað júní, júlí og ágúst eins og áður. Athugið að námsmanna- skattkort gefin út á árinu 1988 eru ekki lengur í gildi. BREYTT MEÐFERÐ PERSÓNUAFSLÁTTAR Á námsmannaskattkorti 1989 kemur fram heildarfjárhæð per- sónuafsláttar sem kortið veitir rétt til en ekki mánaðarleg fjárhæð eins og áður. Við ákvörðun stað- greiðslu korthafa ber launagreið- anda að draga þennan afslátt frá eftir þörfum þar til hann er upp- urinn, samhliða persónuafslætti námsmanns samkvæmt aðal- skattkorti og skattkorti maka hans ef þau eru afhent honum. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.