Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 25
1- Dýrasta borg Banda- ríkjanna Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. New York er enn sem fyrr dýrasta borg Bandaríkjanna. Þar kostar 303,36 dollara að meðaltali að leigja sér hótel- herbergi, bílaleigubíl og kaupa þijár máltíðir á sólarhring. Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar sem tímaritið Corp- orate Travelé stendur fyrir og birtir ávallt í maí. Áðurnefndur dvalarkostnaður í New York var í fyrra 270,24 dollarar og hækkaði því um 11,6% á árinu eða næstum fjórum sinnum meira en meðaltalshækkunin (3,3%) var í 100 helstu við- skiptaborgum j3andaríkjanna. Skýrsla SIPRI: Útgjöld til hermála lækka Stokkhólmi. Frá Erik Liden, frétta ritara Morgunblaðsins. í fyrsta sinn í mörg ár lækk- uðu samanlögð útgjöld þjóða heimsins til hermála í fyrra og vopnuðum átökum fækkaði úr 33 í 28. Þetta kemur fram í skýrslu Friðarrannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi, SIPRI, sem birt var í gær. Það veldur þó nokkrum ugg innan stofnunarinnar að 24 þróun- arríki hafa komið sér upp eld- flaugum sem borið. geta kjamaodda. Kjarnorkutilraun- um er einnig haldið áfram hvarvetna í heiminum og eru Frakkar, Sovétmenn og Bandaríkjamenn þar í fýlking- arbijósti. 40 kjamorku- sprengjur vora sprengdar í til- raunaskyni í fyrra. Kína: Játa þátttöku í Víetnams- stríðinu Hong Kong. Reuter. KÍNVERSK stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa sent 320.000 manna herlið til Víet- nams á sjöunda áratugnum til að beijast við bandarískt her- lið og suður-víetnamska bandamenn þeirra. Skýrt var frá þessu í hinni hálfopinbera fréttastofu Kínversku frétta- þjónustunni á þriðjudag og þar var þess jafnframt getið að kínversk stjórnvöld hefðu stutt norður-víetnamska herinn og Víetkong-skæraliða með 20 milljarða dollara Qárframlagi, rúmlega 1.000 milljörðum ísl. króna. Fréttastofan greindi frá því að 4.000 kínverskir her- menn hefðu fallið í stríðinu. Mandela lýkur laganámi NELSON Mandela, blökku- mannaleiðtoginn sem afplánar lífstíðarfangelsi fýrir andóf gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku, hlaut á mið- vikudag æðstu prófgráðu í lög- um sem veitt er við háskólann í Suður-Afríku. Hann fékk prófskírteinið sent í pósti í fangelsið í Paarl skammt frá Höfðaborg og nafn hans verð- ur ekki lesið upp við útskriftar- hátíðina. Mandela, sem er sjö- tugur að aldri, las undir prófið í fangelsi og lokaritgerðina, sem meðal annars ijallar um suður-afrísk herlög, skrifaði hann á sjúkrahúsi í Höfðaborg þar sem hann var undir lækn- ishöridum vegna lugnabólgu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Reuter Súkkulaði-Eiffel Stærsti EifFel-turn úr súkkulaði hefur verið byggður í móttökusal hótels í Singapore. Súkkulaðiturninn er 7,2 metrar á hæð, vegur 1,6 tonn og fimm súkkulaðigerðarmenn voru Qórar vikur að byggja turninn. Fundið var upp á tiltækinu til að heiðra 100 ára afmæli Eiffel-turasins í París. • • Oldungadeild Bandaríkjaþings: Smíði FSX-þot- unnar samþykkt Washington. Reuter. Oldungadeild Bandaríkjaþings hefiir lagt blessun sína yfir samning milli ríkisstjóraa Bandaríkj anna og Japan um smíði nýrrar orrustu- þotu, FSX-þotunnar. Er niðurstaða þessi talin umtalsverður sigur fyrir rikissljóra George Bush Bandarikjaforseta. Forsetinn og ýmsir háttsettir embættismenn höfðu lagt hart að þingmönnum að samþyklq'a samn- inginn. Fram kom tillaga þess efnis að hætt yrði við smíði þotunnar en hún var felld með 52 atkvæðum gegn 47. Þeir sem andvígir era því að Bandaríkjamenn og Japanir ráð- ist f sameiningu í þetta verkefni hafa haldið því fram að ríkisstjórn Bush eigi að krefjast þess að Japan- ir falli frá vemdarstefnu sinni, sem getið hefur af sér umtalsverðan ójöfnuð í viðskiptum landanna. Hafa þeir hinir sömu sagt að raun- hæfara væri að selja Japönum orr- ustuþotur af gerðinni F-16 í stað þess að gera þeim kleift að fram- leiða FSX-þotuna, sem minnir um margt á fýrmefndu gerðina. Neiti Japanir að samþykkja þennan kost beri að grípa til efnhagslegra refsi- aðgerða gegn þeim. Óldungadeildin samþykkti sér- stakt viðbótarákvæði við samning- inn sem demókratinn Robert Byrd, lagði fram í umræðunni. Það kveð- ur m.a. á um eftirlit með fram- kvæmd verkefnisins til að tryggja að eitthvert þriðja ríki geti ekki fært sér í nyt tækniþekkingu þá sem beitt er við smíði þotunnar. Ríkisstjómin hafði lýst sig andvíga ákvæði þessu en það var samykkt með 72 atkvæðum gegn 27. STAÐGREIÐSLA 1989 NÁMSMANNA- SKATTKORT Breytt fyrirkomulag rsk ; RÍKISSKATTSTJÓRI 1 HVERJIR EIGA RÉTT Á NÁMSMANNA- SKATTKORTI? Rétt á námsmannaskattkorti árið 1989 eiga þeir námsmenn, fæddir 1973 eða fyrr, sem stundað hafa nám á vormisseri og nýtt hafa lítið sem ekkert af persónuafslætti sín- um á þeim tíma og ekki flutt hann til maka. BREYTT ÚTGÁFU- FYRIRKOMULAG Sú breyting hefur verið gerð að í ár þarf ekki að sækja sérstak- lega um námsmannaskattkort nema í undantekningartilvik- um. Ríkisskattstjóri mun á grund- velli upplýsinga frá skólum um það hverjir teljast námsmenn og frá launagreiðendum um nýtingu persónuafsláttar þeirra gefa út námsmannaskattkort og senda til þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun júní nk. Námsmenn við erlenda skóla þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um námsmanna- skattkort til ríkisskattstjóra. Útgáfu námsmannaskatt- korta annast staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík. Sími 91 -623300. BREYTTUR GILDISTÍMI Gildistíma námsmannaskatt- kortsins hefur verið breytt. Nú er heimilt að nota námsmannaskatt- kortið frá útgáfudegi til og með 31. desember 1989 í staðjúní, júlí og ágústeinsog áður. Athugið að námsmanna- skattkort gefin út á árinu 1988 eru ekki lengur í gildi. BREYTT MEÐFERÐ PERSÓNUAFSLÁTTAR Á námsmannaskattkorti 1989 kemur fram heildarfjárhæð per- sónuafsláttar sem kortið veitir rétt til en ekki mánaðarleg fjárhæð eins og áður. Við ákvörðun stað- greiðslu korthafa ber launagreið- anda að draga þennan afslátt frá eftir þörfum þar til hann er upp- urinn, samhliða persónuafslætti námsmanns samkvæmt aðal- skattkorti og skattkorti maka hans ef þau eru afhent honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.