Morgunblaðið - 18.05.1989, Page 15

Morgunblaðið - 18.05.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ1989 15 Sólveig Eggerz Pétursdóttir VATNS- LITA- MYNDIR Það virðist færast í aukana, að félagsheimili í nágrannabyggðum og úti á landi bjóði upp á stuttar myndlistarsýningar og er það ánægjuleg þróun. Slíkar sýningar þurfa að vera vel skipulagðar og fíölbreyttar, en engin einstefna á hvom veginn sem er, þannig að þær verði forvitnilegar fyrir þá, sem eiga leið framhjá, svo að fólk staldri við, en stígi síður bensínið í botn. Ég átti leið framhjá Hlégarði á dögunum og staldraði þar við um stund, enda margt um manninn og ég hafði ekki komið þar inn fyrir dyr áður. Þá reyndist verið að opna þar sýningu á 24 vatnslita- myndum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. Þetta eru að venju myndir úr umhverfinu og borgarlandinu og sannverðulega settar á blað auk mynda frjáls hugarflugs — engar djúpar hugleiðingar um tilveruna og listina heldur frásagnir úr og um næsta umhverfí þess, sem á pentskúfnum heldur á ferðalögum hans um land og byggð. Tækifærisriss eins og þessi eru jafnan æði misjöfn, en bestu ein- kenni listakonunnar komu helst fram í klárt útfærðum myndum eins og t.d. j,Logn“ (11), „Fríkirkj- an“ (13), „Ur Mbsfellssveit" (22), „Við spegilinn" (26) og „Kvöld- stund“ (27). Er ég ekki frá því að myndin „Við spegilinn" sé lang- samlega veigamesta verkið á sýn- ingunni fyrir frísklega útfærslu, ástþrungna skírskotun og rökrétta myndbyggingu. Ingunn Jensdóttir. Hella: Ingunn Jens- dóttir sýnir í Laufafelli Selfossi. INGUNN Jensdóttir heldur þessa dagana málverkasýningu í Laufa- felli við Grillskálann á HeUu. Á sýningunni eru 30 vatnslita- myndir sem Ingunn málaði á þessu og síðasta ári. Sýningin stendur yfir fram til 28. maí. — Sig. Jóns. verðlækkun út maí Takmaikað magn -Nú ertœkifceriðtií að gera góðkaup— Hæðarstilling með sveif Útdreginplata * Utdreginplata Létt hæðarstílling Kapalrennur Urval tölvu- og prentaraborða, allt á hálfvirði Sænsk gæðavara á ótmlegu verði Ath! Oplð laugardaga frákl. 10-14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.