Morgunblaðið - 19.05.1989, Page 4

Morgunblaðið - 19.05.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Menntamálaráðherra og HÍK vilja að kennslu verði haldið áfram: Tökum ekki við fyrirskip- unum frá skólastj órnendum - segir Wincie Jóhannsdóttir formaðurHÍK Menntamálaráðuneytið og Hið íslenzka kennarafélag eru sammála um að bæta þurfi nemendum í framhaldsskólunum upp kennsluna, sem þeir hafa misst niður í verkfalli kennara, annað hvort í vor eða í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sendu frá sér í gær. Þar segir að þetta eigi jafiit við um áfanga- og bekkjaskóla, þar á meðal Verzlunarskólann. „Aðilar eru sammála um að nemendur verði hvorki brautskráðir né færðir milli bekkjardeilda eða áfanga án náms- mats frá kennurum. Nánari ákvarðanir um skólalok verði teknar í fiillu samráði við kennara i hverjum skóla á báðum skólastigum,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt yfirlýsingunni á að gera grunnskólakennurum í HÍK kleift að tryggja nemendum sínum kennslu eða námsmat, sambærilegt við það sem aðrir nemendur hafa fengið. Nemendur, sem ljúki grunn- skóla í vor, geti ekki hafið nám í framhaldsskóla án þess að hafa feng- ið vitnisburð eða einkunnir í öllum námsgreinum. Loks er í yfirlýsing- unni kveðið á um að ráðuneytið og kennarar standi saman að starfshópi sem fáist við einstök neyðartilfelli. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sagði á fundi kennara í MH í gær að kennarar teldu starf sitt mik- ilvægt, og að þess vegna ætluðu þeir ekki að stuðla að „gervilausn- um“ með því að gefin yrðu út „verð- laus prófskírteini", eins og formaður- inn orðaði það. „Það er skoðun stjómar og fuli- trúaráðs HÍK að það skipti miklu máli að nemendur fái kennslu," sagði Wincie. „Við viljum vara við þeirri taugaveiklun, sem hefur gætt hjá ýmsum skólastjómendum um leið og ljóst er að deilunni er lokið." Wincie sagði að það hefðu verið kennurum í verkfalli mikil vonbrigði að ekkert hefði heyrzt frá skólameisturum, sem hefði stutt málstað verkfallsmanna. Bæði hefði verið beðið um slíkan stuðning og framlög í verkfallssjóð HÍK frá Skólameistarafélaginu. „Ég held að það hjálpi okkur ekki mikið, nú þegar við förum aftur inn í skólana, að vera að fara að vinna með taugaveikluðum mönnum, sem fundu ekki hjá sér neina þörf til þess að styðja okkur,“ sagði Wincie. Wincie sagði að á kennarafundum, sem vom í sumum skólum í gær og em víða boðaðir í dag, ættu kennar- ar að leggja áherzlu á faglegt og ábyrgt mat á stöðunni enda legðu þeir meira upp úr hinu faglega en skólastjómendur. „Þegar við fömm á fyrsta kennarafundinn emm við I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.16 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 19. MAÍ SPÁ:S- og suðaustanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning og súld um allt land og hiti á bilinu 4-7 stig. TAKN: Heiðskírt /, Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * f ;* / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El — Þoka == Þokumóða ’, ’ Súld OQ Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHE/M kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hltl voftur Akureyri 4 alskýjað Reykjavlk 6 skýjafi Bergen 9 rfgnlng Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannah. 16 léttskýjað Narssarssuaq 7 skýjað Nuuk +1 snjókoma Osló 16 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 23 heiðskýrt Amsterdam 23 mistur Barcelona 21 léttskýjað Berlfn 22 léttskýjað Chicago 17 mistur Foneyjar 20 rigning Fraokfurt 24 léttskýjað Glasgow 15 rignlng Hamborg 20 skýjað Las Palmas 24 skýjað London 22 skýjað Los Angeles 15 alskýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Madrfd 27 skýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal 17 heiðskfrt New York 17 mistur Orlando 24 mlstur Parfs 26 léttskýjað Róm 18 skruggur Vín 21 léttskýjað Washington 18 léttskýjað Winnipea 13 heiðskfrt ekki að fara að taka við fyrirskipun- um, heldur til að leggja mat á þær hugmyndir, sem skólastjómendur hafa, og til að leggja í púkk okkar hugmyndir," sagði Wincie. Wincie benti á að í samkomulagi kennara og fjármálaráðuneytis væri beinlínis gert ráð fyrir því, að auka- greiðslur giltu meðan verið væri að ganga frá skólaárinu, hvenær svo sem það væri gert. Þess vegna væri ef til vill hægt að hliðra til á næsta skólaári og kenna og prófa í haust án þess að kennarar þyrftu að vinna á venjulegum kauptaxta. „Það væri þá kannski hægt að komast hjá því að jafnmargir nemendur dyttu út úr þessu, eins og lítur út fyrir núna,“ sagði Wincie. Hún sagðist telja eðlilegt að taka bæði tillit til þess, sem nemendur vildu og þess, sem þeim væri fyrir beztu, en það væri tvennt ólíkt eins og kennarar vissu vel. „Nemendur lifa það af að lenda í svolitium hrakn- ingum. Það er sárt, en það grær,“ sagði Wincie. Á fundinum komu fram spuming- ar um það, hvort samninganefnd HIK hefði eitthvert samráð haft við nem- endur og hvort nemendur myndu yfirleitt mæta í skólann, þótt kennar- ar vildu halda uppi kennslu. Gunn- laugur Ástgeirsson, samninganefnd- armaður, sagði samninganefndina hafa haft öðru að sinna undanfarna daga. Hún hefði enga skoðun á því, hvort nemendur kæmu í skólann eða ekki, enda væri það þeirra eigið mál. „Við bjóðumst til að þjónusta þessa nemendur, og reynum að mæta faglegum kröfum," sagði Gunnlaugur. Félagsfundur náttúrufræðinga: Launahækkan- ir metnar 16% Á FJÖLMENNUM félagsfundi í Félagi íslenskra náttúrufræðinga, sem hófst um hálfri klukkustund eftir undirritun samninganna var tillaga um frestun verkfalls sam- þykkt með örfáum mótatkvæðum. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur, sem leiddi samninganefnd félagsins sfðustu dagana f fjarverú formannsins, Unnar Stejngríms- dóttur, gerði grein fyrir samn- ingnum lið fyrir lið. I máli hans kom fram það mat að f samningn- um fælist 16% hækkun launa fram til 1. mai 1990. Þá kom fram að hver verkfallsmanna fær 20 þús- und króna greiðslu í „striðsskaða- bætur" og ríkissjóður leggur 10-15 miljónir f sérstakan sjóð sem skiptist milli þeirra BHMR manna sem unnu á bak- eða útkallsvökt- um meðan á verkfalli stóð. Búnaðarfélag Islands og Reykjavíkurborg gerðu samhljóða samning við náttúrufræðinga f sinni þjónustu en ekki hefur verið gengið frá samningum við fjóra náttúru- fræðinga sem starfa á Landakoti. Félagið mun taka endanlega afstöðu til samninganna á sérstaklega boðuð- um félagsfundi einhvern næstu daga. Auk 3,35% hækkunar á taxta frá 1. maí kom fram í máli Ólafs K. Pálssonar að vægi breytinga á pró- faldursmörkum og llfaldursviðmiðun væri um 2,5% að meðaltali en þýddi 4-5% hækkun til þess hluta félags- manna sem nyti strax góðs af. Þá hækkuðu laun um 6,3% vegna 1,5% áfangahækkana 1. september, 1. nóvember, 1. janúar og 1. maí. Hækkunaráhrif 6.500 króna orlofs- uppbótar 1. júní væru 0,7% og áhrif hækkunar desemberuppbótar voru metin 0,3%. Hann sagði að hækkun- in til 1. maí næstkomandi væri met- in 16% en 11% á samningstíma BSRB. í máli sínu lét Ólafur K. Pálsson í (jós ánægju með að í 1. grein samn- ingsins væri kveðið á um að endur- skoðun launakerfis skyldi hafa það að markmiði að háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra kjara og menn sem gegna hliðstæð- um stðrfum eða hafa sömu eða svip- aða menntun, sérhæfni og ábyrgð en taka ekki laun samkvæmt launa- kerfi ríkisins. Hins vegar greindi hann frá því að mikið hefði verið þrefað um það ákvæði sömu greinar að gæta skyldi þess við endurskoðun- ina að valda ekki röskun á „hinu almenna launakerfi í landinu". Þá sagði hann mikilvægt að hafa fengið inn í samninginn ákvæði um hálfs launaflokks hækkun til hvers BHMR manns hvern þann mánuð sem álit sérstakrar endurskoðunarnefndar á starfskjörum dregst fram yfir 1. júlí 1990 og sagði að með þessu hefði BHMR fengið ( hendur svipu til að knýja ríkissjóð til að efna sinn hluta samningsins. Ólafur sagði Ijóst að lengra yrði ekki komist í samfloti BHMR-félaga. Hann lauk máli sínu með því að segja að þótt hann- væri ekki yfir sig hrif- inn af samningnum væri hér á ferð tilraun sem væri þess virði að gera. Ekki væri fyrirsjáanlegt að frekari barátta skilaði árangri í samræmi við fyrirhöfn og að samninganefnd félagsins mælti einróma með sam- þykkt félagsins. Fimm náttúrufræðingar tóku til máls um samninginn og mælti aðeins einn þeirra gegn samþykkt hans. Aðrir báru lof á samninganefnd og forystumenn félagsins og þótt enginn teldi samninginn beinlínis hagstæðan kom fram í máli manna að rétt væri að láta á reyna fram til hvemig sam- starf við ríkið yrði um endurskoðun launakerfisins. Yrði það ekki sem skyldi mætti segja samningnum upp frá 1. október 1990. Kennarar fá auka- greiðslur SAMHLIÐA því að skrifað var undir kjarasamninga BHMR og ríkisins í gær undirrituðu fjár- málaráðherra og formaður HÍK samkomulag um aukagreiðslur til kennara. Það gerir ráð fyrir kenn- arar fái greitt aukalega fyrir alla vinnu, sem tengist lokum skólaárs- ins og menntamálaráðuneytið fer fram á og kennarar taka að sér eftir að kennslu- og próftímabili yfirstandandi skólaárs er lokið. í samkomulaginu segir að aðilar séu sammála um að kennslu- og próf- vikúm teljist lokið 25. maí í þeim skólum þar sem kennslutímabil hófst 1. september á síðasta ári. Um vinnu, sem innt er af hendi eftir þann tíma gildir að aukakennsla verður greidd sem yfirvinna samkvæmt reglum um kennslu í öldungadeildum, enda verði kennslu háttað með svipuðum hætti og þar. Þá verði vinna við námsmat, útskrift og önnur störf, sem tengjast lokum skólaársins, greidd í yfirvinnu. Loks verði greitt að lágmarki fyrir átta stunda vinnu hvern dag, sem starfsmaður er kallaður til vinnu, „á kennarafund, til prófyfirsetu eða bara til að taka til í skápnum sínum,“ eins og Eggert Lárusson, samninga- maður HIK, orðaði það er hann skýrði samkomulagið á fundi HÍK. Hvað varðar störf kennara á tíma- bilinu til og með 25. maí á að reikna 60% álag á allar kennslustundir allt að þeim tímafjölda, sem er á stunda- skrá annarinnar og greiða þann tíma- fjölda sem yfirvinnu, enda verði til- högun kennslunnar svipuð og í öld- ungadeildum. Allar aðrar kennslu- stundir eiga að greiðast sem yfir- vinna, og verði prófdögum fjölgað frá úpphaflegri áætlun, á að greiða viðkomandi kennara fjórar yfirvinnu- stundir aukalega fyrir hvern við- bótarprófdag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.