Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Sprenging í olíuhreinsunarstöð Gífurleg sprenging varð í olíuhreinsunarstöð Shell-fyrirtækisins við höfnina í Hamborg í gær með þeim afleiðingum að einn starfs- maður beið bana. Sprengingin varð í aðaldælustöð og náðu eld- tungur 100 metra i loft upp. Fleiri sprengingar sigldu í kjölfarið áður en slökkviliði tókst að ná tökum á eldunum fjórum klukku- stundum síðar. 200 slökkviliðsmenn ásamt Qórum slökkvibátum og þyrlu börðust við eldana. Orsakir sprengingarinnar eru ókunn- ar. Fiskurinn svo fkllegnr að mig langar að fá hann í matinn - sagði Ingvar Carlsson eftir heimsókn í frystihús KASK á Höfii í Hornafírði „MÉR VIRÐIST Sskiðnaðurinn vera afkastamikill og skynsam- lega upp byggður og fiskurinn er svo fallegur að mann langar eiginlega til að fá fisk í matinn,“ sagði Ingvar Carlsson forsætis- ráðherra Svíþjóðar að lokinni heimsókn í frystihús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í gær. Sænsku forsætisráðherrahjónin luku opinberri heimsókn sinni til íslands með skoðunarferð um Höfn í Hornafirði og nágrenni. Ingvar Carlsson var spurður hvort heimsókn hans hingað til lands gæti orðið til að greiða fyrir fisksölu héðan til Svíþjóðar. „Nú þegar kaupa Svíar mikinn físk af Islendingum og það munum við halda áfram að gera,“ sagði hann. „Reglur um fríverslun með fisk milli EFTA landanna gætu hæglega orðið til þess að auka möguleika íslands til að selja til aðildarríkja Fríverslunarbandalagsins." Sænski forsætisráðherrann, kona hans Ingrid Carlsson, og föru- neyti þeirra fóru í gær til Hafnar í Homafirði í fylgd með Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Farið var upp að Hoffellsjökli og byggðin á Höfn skoðuð. Að því loknu fóm gestimir í frystihús KASK og sáu með eigin augum hvemig hinn íslenski fískur er með- höndlaður. Áður höfðu sænsku gestimir meðal annars skoðað Þingvelli og Viðey. Ingvar Carlsson sagði það vera minnisstæðast eftir heimsóknina hingað, hvemig íslendingar afla ódýrrar orku úr iðmm jarðar og hve fullkominn fiskiðnaðurinn er hér á landi. Sænsku forsætisráð- herrahjónin og fylgdarlið þeirra fóm heim til Svíþjóðar að lokinni heimsókninni til Hafnar í gær. Morgunblaðið/Bjami Frá heimsókn sænsku forsætisráðherrahjónanna til Viðeyjar, frá vinstri Ingrid og Ingvar Carlsson, Davíð Oddsson borgarsljóri og kona hans, Ástríður Thorarensen. Mengunarslysið í Alaska: Tjóiiið miima en talið var Gro Harlem Brundtland í Brussel: Aðild Noregs að EB ekki á dagskrá næstu flögur árin Washington. Frá tvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. OLÍAN sem rann úr tankskipinu að lúðuveiðar megi hefjast alls stað- Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, átti í gær viðræður við Jacques Delors, for- seta framkvæmdastjómar Evr- ópubandalagsins (EB) í Brussel. Fundurinn snerist annars vegar um samskipti Norðmanna við bandalagið og hins vegar samn- inga EFTA, sem Norðmenn veita forystu um þessar mundir, við EB. Brandtland sagði að af umræð- um í norska þinginu í síðustu viku væri ljóst að af umsókn Norðmanna um aðild að EB yrði ekki á næsta kjörtímabili. Brandtland lýsti yfír ánægju sinni með þróun samskipta EFTA og EB frá Oslóarfundi leiðtoga EFTA-landanna og sagði mikil- væga tilraun nú gerða til að finna nothæfan samstarfsgrandvðll fyrir EB og EFTA. Árangur hennar yrði ekki ljós fyrr en liði á árið og fram- haldið væri að miklu leyti í höndum íslendinga, annars vegar, sem taka við forsæti EFTA af Norðmönnum 1. júlí, og framkvæmdastjómar EB hins vegar. Þó mætti búast við því að einhvers árangurs gætti af störf- um samstarfsnefndanna fyrir fund EFTA-ráðherranna í Kristiansund í júní. Um það hvort markmið EFTA fælu það í sér, yrði þeim náð, að aðild að EB væri einungis forms- atriði, sagði Brantland að það væri óhugsandi m.a. vegna pólitískra aðstæðna innan EB; aðild að EB yrði aldrei borin saman við sam- skiptasamninga við bandalagið. Brandtland var spurð um afstöðu hennar til félagslegra réttinda inn- an EB, t.d. aðildar launþega að stjómum fyrirtækja, og hvort hún væri sammála stallsystur sinni á Bretlandi um að tillögur fram- kvæmdastjórnarinnar í því efni væra afturhvarf til marxisma og stéttabaráttu. Brandtland kvaðst styðja heilshugar álla viðleitni innan EB til að tryggja réttindi fólks og sagðist telja tillögumar hluta af skynsamlegum aðgerðum til að ná markmiðum bandalagsins. „Exxon Valdez", sem strandaði í Prince William-sundi fyrir nærri tveimur mánuðum, virðist ekki hafa valdið eins miklu tjóni á fiski- stoftium á Alaska-miðum, og ótt- ast var í fyrstu. Útgerðarmenn era vongóðir um aflabrögð á vertíðinni, sem er að hefjast og segja að þeir óttist meira að þeir fái ekki sjómenn á skip sín og verkamenn til vinnu, vegna sam- keppni við Exxon, sem greiðir mönn- um 17 dollara (rúmlega 900 ísl. krónur) í tímakaup við að hreinsa olíuna á íjöranum. Það er ekki að sjá, að olían hafí skaðað fiskstofna í nágrenninu. Stjórnvöld í Alaska hafa samþykkt, ar nema á svæðinu milli Afgonak og Kodiak-eyju þar sem lúðan hefír reynst vera menguð. Laxveiðar hafa verið leyfðar á Copper-fljóti og í mynni þess. Er talið, að laxveiðar á því svæði, sem hefjast samkvæmt venju þann 1. júní og 1. júlí muni fara fram með eðlilegum hætti. Engu að síður hefur olíulekinn valdið miklu tjóni á dýralífinu á þess- um slóðum. Otur og selur, fuglar og öhnur dýr hafa til þessa drepist í þúsundatali. Taldir hafa verið 11640 dauðir fuglar og 607 sjóotr- ar. Fundist hafa hræ af 24 svokölluð- um. skallaömum, en talið er að á svæðinu séu um 6000 emir þessarar tegundar. Her naðar hyggj a hefiir leitt okkur á heljarþröm - segir forseti Islands í viðtali við Reuter-fréttastofima FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, segir í viðtali sem Reuíers-fréttastofan dreifði á miðvikudag að á þeim árum sem liðin eru frá því hún tók við embætti forseta hafi hún orðið áköf kvenréttindakona. í greininni segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi áður en hún varð forseti verið þekktur herstöðvarandstæðing- ur á íslandi og að hún teþ'i að hemaðarhyggja hafi leitt mannkyn- ið á heljarþröm. Segir höfundur greinarinnar, Alan Elsner, að forsetinn vilji ekki láta hafa eftir sér ummæli um veru vamarliðs- ins hér á landi. Hins vegar hafi hún verið reiðubúin til að svara spumingu í þá vem eftir að fréttamaðurinn hafði slökkt á segul- bandstæki sínu. „Ég er kvenréttindakona eink- um vegna karlmanna. Þeir fara á mis við svo mikla orku og gáfur með því að hafa konur ekki við hlið sér sem jafningja, “ segir Vigdís Finnbogadóttir. í greininni segir að hún sé sameiningartákn íslensku þjóðarinnar og minnst er á stórsigur hennar í forsetakosn- ingunum á síðasta ári. Segir höf- undurinn að fylgi það sem hún fékk í kosningunum, um 95 pró- sent greiddra atkvæða, sé nánast einstakur atburður í sögu lýðræð- isins. Höfundurinn ræðir um viðleitni kvenna til að auka hlut sinn í íslenskum stjórnmálum og víkur að stofnun Kvennalistans. „Á meðan konur geta ekki náð langt innan flokkanna er skiljanlegt að þær vilji gera eitthvað í málinu," hefur höfundurinn eftir forseta. Á hinn bóginn sé óraunhæft að gera ráð fyrir því að karlmenn gefi eftir sæti sín á Alþingi eða að embættismenn Víki fyrir konum. í frétt Alans Eisners segir að þótt embætti forseta íslands sé þess eðlis að ekki sé gert ráð fyr- ir þátttöku hans í hversdagslegri stjómmálaumræðu þá sé Vigdís Finnbogadóttir langt frá því að vera ópólitísk. „Fólkið hefur kosið mig til að standa utan hvers- dagslegs stjómmálavafsturs þannig að ef eitthvað verulega ógnvekjandi gerðist gæti ég tekið þá alvarlegu ákvörðun að neita að staðfesta lög er samþykkt hefðu verið á þingi," segir for- seti. Höfundurinn bætir við að í slíku tilfelli yrði vilji þjóðarinnar kannaður í þjóðaratkvæða- greiðslu. „Ég hef nefnt dauðarefs- ingu sem dæmi. Ég gæti aldrei tekið þá ábyrgð á mig að undir- rita lög í þá vera,“ segir forseti íslands og bætir við að hún telji dauðarefsingu ekki geta talist innanríkismál. „Ég er andvíg dauðarefsingum hvar sem þeim er beitt. Ég tel að enginn hafi rétt á því að að taka aðra mann- vera af lífi“. Alan Elsner víkur að því að forseti íslands hafi á áram áður verið leikhússtjóri í Reykjavík og að hún hafi séð um frönsku- kennslu í ríkissjónvarpinu. Hún hafi einnig verið þekkt fyrir and- stöðu sína við vera bandarískra hermanna á íslandi. „Nú vill hún að skoðanir sínar séu ekki gerðar opinberar þó svo hún víki sér ekki undan því að svara spumingum er varða umdeild mál með því að segja einfaldlega „ég vil ekki tjá mig um málið,“ líkt og margir þjóðarleiðtogar myndu gera. Er hún var spurð um hina stóru her- stöð flughers Bandaríkjamanna í Keflavík bað hún þann er þetta ritar einfaldlega að slökkva á seg- Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. ulbandinu áður en hún svaraði," segir í frétt Alans Elsners. Segir höfundurinn því næst að Vigdís Finnbogadóttir sé á hinn bóginn ekki andvíg því áð höfð séu eftir henni ummæli er varða heimsfrið og andstöðu hennar við hvers konar hemaðarhyggju. „Hernað- arhyggja hefur leitt okkur á helj- arþröm. Þessi vopnaði friður okk- ar— —hvar stöndum við nú þegar haft er í huga að enn er unnt að eyða veröldinni á aðeins örfáum mínútum," hefur höfundurinn eft- ir forseta íslands í lok viðtalsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.