Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 25 HVAÐ SEGJA ÞAU UM KJARASAMNINGANA Morgunblaðið/Sverrir Páll Halldórsson, formaður BHMR, og Gunnlaugur Ástgeirsson, ræða við Ólaf Ragnar Grímsson, Qár- málaráðherra, í gærmorgun, þegar beðið var eftir að lokafrágangi kjarasamninganna. Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra: Launaliður- inn næsta árið endurspeglar aðra kjara- samninga „Ég er fyrst og fremst ny'ög ánægður með að þessu verki skuli vera lokið. Ég er vissulega dálítið þreyttur. Þetta hefur ver- ið ótrúleg lota í raun og veru síðustu tíu daga, en þetta var mjög flókin deila og erflð og blandaðist margt inn í hana, þar á meðal djúpstæð og langvarandi tortryggni milli þessara samtaka og ríkisvaldsins, kröfúr um nýtt og gjörbreytt launakerfí við erf- iðar aðstæður í okkar þjóðfélagi og síðan vinnubrögð og aðferðir sem voru auövitað dálítið óveiyu- legar og ólíkar því sem menn hafa þekkt áður, án þess ég sé að dæma það neikvætt,“ sagði Ólafúr Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra. Hann sagði að því hefði vinnan við þessa samninga að allra dóma sem þekktu samninga marga ára- tugi aftur í tímann verið afar sér- stæð og óvenjuleg og raunar teldi hann að lausn hefði ekki fundist á deilunni ef ráðherrar hefðu ekki tekið jafn virkan þátt í samninga- gerðinni síðustu tvær vikur og raun bæri vitni. Hér hefði ekki einungis verið um að ræða kjárasamninga í venjulegri merkingu heldur einnig eins konar vinnusáttmála við sam- tök sem lengi hefðu deilt við ríkis- valdið. „Við sögðum alltaf frá upphafi þessara viðræðna að við vildum byggja hér upp kerfi þar sem há- skólamenntaðir menn fengju að njóta menntunar sinnar og hæfni. Sérstaklega væri nauðsynlegt að ráða bót á kjörum vísindamanna og sérfræðinga, sem ekki eru inn í þessu sérkennilega íslenska yfir- vinnu- og aukagreiðslukerfi, sem ýmis konar stjómendur hafa þróað í hinum ýmsu stofnunum. Þétta er fyrst og fremst ungt fólk, sem er að vinna að rannsóknum og byggir störfin á sérmenntun sinni og þá er auðvitað nauðsynlegt fyrir þjóð- félagið að skapa grundvöll til þess að slík störf gætu nýst í framtíð- inni. Hins vegar var ekki hægt að slá föstu hér og nú hver einhver launamunur ætti að vera milli þess- ara ríkisstarfsmanna og annara sem vinna hjá öðrum en ríkinu, en það var nauðsynlegt að koma sér saman um aðferð og einn af kostun- um við þennan samning er að hann er til 1994 hvaða alla meginþætti snertir. Ég held að svo langur samn- ingstími sé nánast einsdæmi," sagði Ólafur. „Launaliðurinn á þessu ári og fyrri hluta næsta árs endurspeglar á skýran hátt þá kjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur samtök, við BSRB, ASÍ og aðra og ríkisstjórnin metur mjög mikils, eins og kom fram á fundi ráðherranefnd- arinnar með BHMR að það skuli hafa gengið í liðssveit með þeim samtökum launafólks, sem þessa launastefnu hafa stutt og sam- þykkt. Það er mikilvægur múr- steinn í að hlaða hér upp grundvöll að efnahagslegum stöðugleika á næsta ári og allra næstu árum. Það hefði auðvitað verið mjög erfitt ef ein samtök af þessari stærð hefðu ætlað sér að brjóta þessa stefnu að einhveiju leyti niður,“ sagði Ólafur einnig. „Ég held þétta verkfall hafi verið mjög erfitt. Það hefur verið erfitt fyrir fólkið sem tók þátt í því og það hefur verið erfítt fyrir þjóð- félagið. Það er vont þegar skapast nánast- styijaldarástand milli há- skólamenntaðs fólks og almenn- ings. Ég hef haft miklar áhyggjur af þeim ijandskap sem ég hef fund- ið hjá ýmsum til dæmis gegn kenn- urum í þessu verkfalli. Ég held að það sé mjög brýnt að það heflist á ný tímabil sátta og samstillingar, þar sem að bæði þeir sem hafa verið í verkfallinu og eins almenn- ingur átta sig á að það er nauðsyn- legt að stilla saman strengina. Góð lífskjör byggjast í nútimasamfélagi eingöngu á tækniþróun, verk- menntun, þekkingarsköpun og öðr- um slíkum þáttum," sagði Olafur að lokum. Margrét Heinreks- dóttir formaður FLÍR: Mikil vinna eftir „ÉG HEFÐI gjarnan viljað ná meiru fram og miðað við lengd verkfallsins er þetta óneitanlega nokkuð rýrt en þó er ég þokka- lega ánægð eftir atvikum," sagði Magrét Heinreksdóttir formaður Félags lögfræðinga í ríkisþjón- ustu. „Ég held að við verðum að líta á þennan samning sem nokk- urn tímamótasamning og það er geysilega mikil vinna óunnin á grundvelli hans.“ „Það er mikilvægt að gott sam- starf beggja aðila náist um þá vinnu því endanlegur árangur fer eftir því með hvaða hætti er gengið til verka, ekki síst af hálfu ríkisins. Ef fulltrú- ar ríkisins hafa framsýni til að túlka þennan samning af skynsemi og án þess að eyða tíma í hártoganir á hveiju einasta atriði held ég að við getum þokkalega við una þegar upp verður staðið,“ sagði Margrét Heinreksdóttir. Páll Halldórsson formaður BHMR: Árangurinn ræðst af því hversu vel samningnum verður fylgt eftir „Ég er auðvitað ny'ög ánægður yfir að samningur hafi náðst. Ég tel það merk tímamót að okkur hafi tekist að gera samning sem á að varða leiðina að bættum kjörum háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, þannig að þau nálg- ist kjör háskólamanna á almenn- um markaði. Hins vegar mun árangurinn af þessum samningi ráðast af því hversu vel við fylgj- um honum eftir,“ sagði Páll Hall- dórsson, formaður BHMR. Hann sagði að ef BHMR ætlaði að tryggja það að þær hækkanir sem þeir ættu 1. júlí ár hvert leidd. þá nær launum á almennum mark- aði, en yrðu ekki bara verðbólgu- hækkanir til að mynda, þýddi það að mjög vel þyrfti að. fylgjast með launaþróun og halda utan um samn- inginn að öðru leyti. BHMR hefði orðið að taka áhættu og gera samn- ing til langs tíma til þess að ná fram þessum leiðréttingum, þrátt fyrir að einkenni samskiptanna við ríkisvaldið væru tortryggni og það ekki að ástæðulausu. Sá launamun- ur sem þeir vildu brúa væri svo mikill að það væri ekki raunhæft að leysa hann í einu skrefi. Þá hlyti það að verða eitt af brýnni verkefn- um að byggja upp trúnaðartraust milli háskólamenntaðra starfs- manna og ríkisins. Páll benti á að samningurinn þýddi bullandi kaupmáttarhrap til að byija með og ástæðan fyrir áherslunni á Iangtímasamning væri einnig að samtökin hefðu ekki haft styrk til að bijóta niður þá launa- stefnu sem búið var að móta ‘í landinu. Hann sagðist ekki hafa átt von á svo langvinnum átökum, en benti á að þegar ákvörðun var tek- in um verkfall í almennri atkvæða- greiðslu hefði ekki verið búið að staðfesta þessa launastefnu neins staðar í þjóðfélaginu. Það hefði ekki verið gert fyrr en í samningum á fyrstu dögum verkfalls. „Þama vorum við komnir í dálí- tið erfiða stöðu sem við gátum ekki með nokkru móti séð fyrir og þetta kemur til af því hvernig okkar verk- fallsréttur er. Það er svo langt milli þess að þú ert að taka ákvörðun um að fara í atkvæðagreiðslu um verkfall og þar til það skellur á, að þú ert kannski kominn í allt annað umhverfi," sagði Páll. Hann sagði ljóst að gera þyrfti breytingar á verkfallsréttinum og gera hann sveigjanlegri og markvissari. „Eg vil-segja það að lokum að það er erfið töm að baki, en ég hef það nú samt á tilfinningunni að ég sé ekki að ljúka einhveiju verkefni heldur að hefja það.“ Wincie Jóhannsdóttir formaður HÍK: Verðum að veraá verði gagnvart eftidum á samningnum „Það er Iangt í frá að ég sé ánægð með þennan samning. Þessi samningur einkennist af því að hann er til langs tíma og það á að nota þann tíma til að ná fram ýmsum leiðréttingum sem við höfúm lengi barist fyrir. Með slíkum samning tekur mað- ur vissa áliættu,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags. Hún sagði að síðan forsætisráð- herra hefði tekið þá ákvörðun um helgina að efna loforð sín frá 1985 hefðu þau verið að reyna að búa sem tryggast um hnútana, þannig að samningurinn skilaði því sem hann ætti að skila. Um árabil hefðu verið erfíð samskipti milli háskóla- manna, ekki sist kennara, og ríkis- ins. Þessar síðustu vikur hefðu síður en svo bætt úr skák, en vinna þyrfti að því að treysta samskiptin, því samningurinn kallaði á mikla samvinnu. Það þyrfti að byggja upp trúnaðartrust, en jafnframt þyrfti BHMR að vera mjög á vérði gagn- vart efndum á þessum samningi. Hún sagði aðspurð að þetta hefði verið baráttunnar á virði, ekki vegna peninganna eða ioforðanna, heldur vegna sjálfsmyndar háskóla- menntaðs fólks. „Við höfum sýnt tvennt. Annars vegar var samstarf- ið í þessum hóp frábært og hins vegar höfum við sýnt að við látum ekki bjóða okkur hvað sem er og það er mikils virði líka. Það verður ekki metið til fjár. Alveg eins og fjármálaráðherra hefur talað um; menntun gefur meira en peninga." Wincie sagðist ekki hafa átt von á svona löngu verkfalli. „Ég held engu okkar hafí dottið í hug að ráðmenn myndu láta þetta ganga svona langt, einkum ekki gagnvart skólunum. Þetta verkfall hefur nefnilega aðallega verið verkfall og mjög lítið verið samningar. Maður býst við að menn keppist við að semja þegar það er verkfall, en það hafa að minnsta kosti tvisvar verið mjög löng hlé, sem sköpuðust af því ríkið vildi ekki ræða við okkur. Ég held það sé spuming hvort kenn- arar hefðu farið út í þetta hefði þeim dottið í hug að slíkt ábyrgðar- leysi verð ég að segja myndi koma í ljós.“ Rósa Hauksdóttir formaður Iðjuþjálfa- félagsins: Viðunandi verði efndir góðar „ÞETTA er náttúrulega langt frá upphaflegum kröfúm en við von- um að efndimar verði góðar við þá vinnu sem eftir er. Þá er þetta viðunandi," sagði Rósa Hauks- dóttir formaður Iðjuþjáifafélags íslands. Hún kvaðst eiga von á að al- mennur fundur í þessu 18 manna félagi tæki afstöðu til samningsins í dag, föstudag. Indriði H. Þorláksson formaður samninga- nefndar ríkisins: Tel samning- inn innan rammans INDRIÐI H. Þorláksson, formað- ur samninganefiidar ríkissjóðs, segist telja að samningurinn við BHMR sé innan ramma launa- stefiiu ríkisstjómarinnar. Hann segir ómögulegt að meta nú áhrif þeirra ákvæða sem lúti að breytingum á launakerfi og koma eigi til framkvæmda á næstu árum. Hann taldi ekki unnt að fullyrða hvort endurskoðun á launakerfi mundi leiða til samskonar breytinga á samningum við til dæmis Kenn- arasamband íslands og Hjúkrunar- félag íslands en sagði að viður- kennt væri af hálfu ríkisins að kjör fyrir sömu vinnu skyldu vera sam- bærileg án tillits til hvaða stéttarfé- laga menn tilheyrðu. Fiskverö á uppboðsmörkuöum 18. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,00 30,00 40,80 8,891 362.745 Þorskur(ósl.) 45,00 30,00 31,09 0,681 21.158 Þorskur(smár) 27,00 27,00 27,00 0,286 7.722 Ýsa 55,00 37,00 41,30 3,806 157.177 Ýsa(óst) 51,00 49,00 50,62 0,779 39.431 Karfi 40,00 35,50 35,86 15,362 550.948 Ufsi 16,00 16,00 16,00 0,495 7.922 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,206 3.084 Langa 20,00 20,00 20,00 0,376 7.514 Lúða 265,00 110,00 147,22 0,380 55.996 Grálúða 43,00 41,00 41,94 68,772 2.884.233 Koli 25,00 25,00 25,00 0,085 2.113 Samtals 40,95 100,118 4.100.043 Selt var úr Otri HF og bátum. í dag verða meðal annars seld 70 til 75 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu og 1 tonn af ufsa úr Núpi ÞH og feerabátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 49,00 30,00 47,29 4,098 193.795 Ýsa 77,00 35,00 54,75 1,212 66.355 Karfi 29,00 25,00 25,58 3,183 81.436 Ufsi(smár) 15,00 15,00 15,00 0,216 3.240 Steinbítur 23,00 23,00 23,00 0,622 14.306 Steinbítur(ósL) 25,00 25,00 25,00 0,142 3.550 Skarkoli 15,00 15,00 15,00 0,007 105 Lúða(smá) 180,00 180,00 180,00 0,005 900 Samtals 38,08 9,664 368.017 Selt var úr Höfðavík AK og bátum. I dag verður selt úr hand- færabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 52,50 30,00 48,45 41,560 2.013.482 Ýsa 65,00 40,00 53,32 31,439 1.676.220 Karfi 38,50 20,50 29,95 2,517 75.375 Ufsi 20,00 8,00 16,00 1,888 30.208 Steinbítur 15,00 6,00 11,69 2,218 25.918 Langa 33,00 16,00 25,51 0,995 25.385 Lúða 225,00 175,00 212,50 0,040 8.500 Skarkoli 35,00 12,00 14,85 3,648 54.160 Keila 11,00 11,00 11,00 0,500 5.500 Skata 78,00 76,00 77,40 0,050 3.870 Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,036 3.600 Rauðmagi 40,00 40,00 40,00 0,003 120 Samtals 46,20 84,894 3.922.338

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.