Morgunblaðið - 19.05.1989, Side 29

Morgunblaðið - 19.05.1989, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Sumarstarf barnaog unglinga BÆKLINGURINN „Sumarstarf fyrir böm og unglinga 1989“ er kominn út og er honum dreift til allra aldurshópa í skólum Reykjavíkurborgar um þessar mundir. I bæklingi þessum er að fínna upplýsingar um fram- boð félaga og borgarstofhana á starfi á leik fyrir böm og ungl- inga í borginni sumarið 1989. Starfsþættir þeir sem um getur í bæklingnum eru fyrir aldurinn 2—16 ára. Flest atriði snerta íþrótt- ir og útivist en einnig eru kynntar reglulegar skemmtisamkomur ungs fólks. Utgjöld þátttakenda vegna starfsþáttanna eru mjög mismun- andi. Foreldrar sem hug hafa á að hagnýta sér framboð borgarinnar og félaganna fyrir böm sin eru hvattir til þess að draga ekki úr innritun þeirra. Útgefandi bæklingsins er íþrótta- og tómstundaráð. Innritun í starfsþætti á vegum íþrótta- og tómstundaráðs fer fram í Laugar- dalshöllinni, laugardaginn 20. maí klukkan 13-17. Norðurlandajass og gjörningur NORRÆNIR djasstónleikar verða í Heita pottinum í Duus- húsi sunnudagskvöldið 21. maí, kl. 21.30. Þar koma fram sænski gítarleikarinn Lelle Kullgren, danski píanóleikarinn Kristian Blak, færeyski trymbillinn Jón- leif Jensen og íslenski kontrabas- saleikarinn Tómas R. Einarsson. Þess utan verður á staðnum fær- eyski listmálarinn Tórbjörn 01- sen og mun bregða á léreft þeim áhrifum sem tónlistin hefur á hann. Þeir Kristian Blak og Lelle Kull- gren komu hingað á síðasta ári með hljómsveitinni Yggdrasil sem ferðaðist þá um Norðurlöndin og hljóðritaði plötu í leiðinni. Flóamarkaður uppeldis- og með- ferðarheimilis UPPELDIS- og meðferðarheim- ilið Sólheimum 7, Reykjavík er heimili fyrir unglinga á aldrinum 12—16 ára sem þurfa á aðstoð að halda. Heimilið er ein deild innan Unglingaheimilis ríkisins. Á heimilinu er lögð áhersla á tómstundastarf og skipa ferðalög, bæði innanlands _og utan, stóran sess í því starfi. í sumar er fyrir- hugað ferðalag hér innanlands og er nú unnið að fjáröflun til þeirrar ferðar. Einn þáttur í fjáröflun er hinn árlegi flóamarkaður sem verður haldinn á morgun, laugardag, klukkan 14—17 í Safnaðarheimil- inu Langholtskirkju. Þar verða til sölu mjög ódýr föt, búsáhöld og skrautmunir. Uppboð verður á húsgögnum og góðum munum klukkan 14.30. Einnig verður tombóla og grænmetis- og blómamarkaður. Uppeldis- og meðferðarheimilið Sólheimum 7, heldur flóamarkað á morgun, laugardag, í Saftiað- arheimili Langholtskirkju. Fundur um borg- aralegar athafiiir ÞANN 9. apríl sl. fór fram fyrsta borgaralega fermingin á íslandi. Aðstandendur hennar boða til fundar um áframhaldandi starf. Rætt verður um borgaralegar athafnir við helstu tímamót á mannsævinni, svo sem naftigiftir, fermingar og jarðarfarir og hug- að að stoftiun samtaka sem m.a. hefðu að leiðarljósi lífsviðhorf óháð trúarsetningum, þar sem ti-úarleg efiii eru utan mannlegs þekkingarsviðs. Megináhugamál samtakanna væru mannkynið og þau verðmæti sem það hefur skapað. Fundurinn verður í húsi Félags bókagerðar- manna að Hverfisgötu 21 á morg- un, laugardáginn 20. maí, og hefst kiukkan 14. (Úr fréttatilkynningu.) Ný umferðarljós KVEIKT verður á nýjum um- ferðarljósum á Suðurlandsbraut við Reykjaveg og Vegmúla, á morgun, klukkan 14. Umferðarljósin eru umferðar- stýrð að hluta. Umferðarskynjarar eru á Reykjaveg og Vegmúla og beygjureinum fyrir vinstri beygjur af Suðurlandsbraut. Ef engin þverumferð er, logar að jafnaði grænt fyrir umferð á Suðurlandsbraut. Fótgangandi vegfarendur geta „kallað" á grænt ljós yfir Suðurlandsbraut með því að ýta á hnapp. Trúnaðarbréfí Noregi HINN 11. maí 1989 afhenti Har- aldur Kröyer, sendiherra, Ólafi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Noregi með aðsetur í Osió. Kennaranám- skeið í Kram- húsinu ÞRIÐJA árið í röð heldur Kram- húsið námskeið, ætlað íþrótta- kennurum, tónmenntakennurum svo og öðrum þeim kennurum sem nota hreyfingu og tónlist við kennslu, dagana 1.—6. júní. Markmið nám- skeiðsins er að kynna kennurum aðferðir til að auka fjölbreytni og nýjungar í skólastarfi. Aðal- kennari nám- skeiðsins verður Maggie Semple sem er einn af aðalkennurum á Laban Internatio- nal Summmer Course. Aðrir kenn- arar á námskeiðinu verða: Anna Richardsdóttir íþrótta- fræðingur, Christien Polos dansari, Hafdís Árnadóttir íþróttakennari, Joao DaSilva dansari, Sigríður Eyþórsdóttir leikari og leiklistar- kennari og Soffía Vagnsdóttir tón- listarkennari. Einnig halda fyrirlestra á nám- skeiðinu; Páll Skúlason prófessor í heimsspeki og Örn Jónsson nátt- úruráðgjafi. Þess skal getið að menntamála- ráðuneytið metur námskeiðið til punkta. Allar frekari upplýsingar eru veittar i Kramhúsinu. (l’r fréttatilkynningu) Tónleikar í Víði- staðakirkju KÓR Víðistaðasóknar og Sigurð- ur S. Steingrímsson barítón- söngvari halda tónleika i Víði- staðakirkju laugardaginn 20. maí kl. 17.00. Á efnisskránni eru m.a. kafli út Sálumessu eftir Fauré, Fangakórinn úr Nabucco eftir Verdi, Barcarole úr Ævin- týrum Hoftmanns eftir Offen- bach og The Holy City eftir Step- hen Adams. Kór Víðistaða- kirkju var stofn- aður haustið 1977. Söngstjóri kórsins frá stofn- un hans hefur verið Kristín Jó- hannesdóttir. Sigurður S. Steingrímsson er Skagfirðingur. Hann hefur stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík og Nýja tóniistarskólann. Undirieikari á tónleikunum er Bjarni Þ. Jónatans- son. . • Leiðrétting í frétt í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær fímmtudag, um að bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Computer Associates muni opna útibú á íslandi var ranglega farið með nafn Kjartans Nielsen sem ráðinn hefur verið til að veita útibú- inu forstöðu. Morgunbiaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Bókauppboð á Selfossi KLAUSTURHÓLAR halda sitt 150. listmunauppboð í Inghóli á Selfossi á morgun, laugardag kl 14. Bækumar verða til sýnis í dag, á milli klukkan 14 og 18, á upp- boðsstað. Vitni vantar LÖGRELGAN á Hvolsvelli leitar nú mögulegra vitna vegna bílþjófhaðs aðfaranótt síðastlið- ins iaugardags. Bíl var þá stolið frá Hellu og honum ekið útaf við afleggjarann að Ásmundarstöð- um. Bilinn er talinn ónýtur. Bílnum, sem er grár Fiat Panda, skrásetningarnúmer G 2143, var stolið um nóttina á milii klukkan 2 og 5. Eins og áður sagði fannst hann við afleggjarann að Ásmund- arstöðum, utan vegar og hafði greinilega oltið oftar en einu sinni og er mjög illa farinn. Lögreglan á Hvolsvelli beinir þeim tilmælum til þeirra, sem einhverjar upplýs- ingar geta gefíð um atburðinn, að þeir snúi sér til hennar. Meðal ann- ars hefur lögreglan áhuga á því að vita hvort einhver eða einhveijir hafí verið teknir upp í aðra bíla á þessum slóðum um nóttina. HafnarQörður: Vinnumiðlun fyrir skólafólk í félagsmiðstöðinni Vitanum Strandgötu 1, er um þessar mundir starfrækt vinnumiðlun. Miðlunin er ætluð skólafólki, 16 ára og eldri. Það er Hafnarfjarðar- bær sem stendur fyrir þessu fram- taki og er vonast til að hægt verðj að miðla sem flestum vinnu í sum- ar. Allir þeir aðilar er leita eftir starfskröftum eða starfi eru hvatt- ir til að hafa samband við miðlun- ina. Opunartími er klukkan 10—12 og 13—16 alla virka daga. (Úr fréttatilkynningu) Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra: Húsakostur heimilisms í Reykjadal endumýjaður STARFSEMI sumardvalarheimilis Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra i Reykjadal í Mosfellsbæ hefst um næstu mánaðamót, en þar er nú verið að ljúka smíði tveggja nýbygginga, sem leysa munu af hólmi gömlu svefnálmuna á staðn- um. Einungis lokafrágangur er eftir, og um næstu helgi munu félagar úr Kiwanisklúbbnum Við- ey í Reykjavík vinna að honum, en þeir hafa styrkt. sumardvalar- heimilið með vinnuframlagi sínu undanfarin ár. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur rekið sumardvalarheimili fyrir fötluð böm í Reykjadal síðan 1963. Að sögn Páls Svavarssonar fram- kvæmdastjóra Styrktarfélagsins eru gömlu húsakynnin þar orðin mjög léleg, en þau voru byggð af miklum Unglingaferð til Akraness Selfossi. UNGLINGARÁÐ hestamannafé- lagsins Sleipnis stendur fyrir unglingaferð til Akraness sunnu- daginn 21. mai. I ferðinni er ráðgert að ungling- arnir úr Sleipni skoði tamningastöð og heimsæki unglinga á Akranesi sem stunda hestamennsku. Farið verður frá félagsheimili Sleipnis á Selfossi klukkan 12.00 á sunnudag. — Sig. Jóns. vanefnum árið 1963. Hafist var handa við byggingu tveggja nýrra húsa síðastliðið haust, en þau munu leysa af hólmi svefnálmu í gömlu húsakynnunum. Smíði nýju húsanna, sem hvort um sig er um 150 fermetr- ar að flatarmáli, er nú nánast lokið, og verða þau tekin í notkun þegar starfsemi sumardvalarheimilisins hefst 1. júní næstkomandi. Einungis er eftir lokafrágangur utanhúss, og munu félagar úr Kiwanisklúbbnum Viðey í Reykjavík annast hann um næstu helgi. Að sögn Páls hefur Kiwanisklúbburinn Viðey aðstoðað Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra við viðhald á húsakynnunum í Reykjadal undanfarin ár með vinnu- framlagi félagsmanna, sem hann sagði að reynst hefði ómetanlegt fyrir félagið. í Reykjadal er aðstaða fyrir 24 fötluð böm í einu, og dvelur hvert barn á heimilinu í einn mánuð. Hing- að til hefur heimilið verið opið í þrjá maánuði á sumrin, en að sögn Páls er ætlunin að nýta aðstöðuna þar að einhverju leyti að vetrarlagi í framtíðinni. Kiwanisklúbburinn Viðey mun efna til fjöiskylduskemmtunar á Hót- el íslandi sunnudaginn 28. maí næst- komandi til styrktar sumardvalar- heimilinu í Reykjadal. Þar munu ýmsir skemmtikraftar koma fram, en allir sem að skemmtuninni standa munu gefa sitt framlag, og verður öilum ágóðanum varið til uppbygg- ingarinnar í Reykjadal. Einn gripanna á sýningu finnsku listamannanna. Gallerí Grjót: Finnsk málm- listasýning í DAG verður opnuð sýning 10 fínnskra málmlistarinanna í Gall- eríi Grjóti við Skólavörðustíg 4a. Sýningin beryfirskriftina „Intima- te Pieces“. Verkin á sýningunni eru afrakstur vinnu nemenda á málm- listabraut Listiðnaðarháskóians í Helsinki á nýliðnu vormisseri. í hópnum eru gull-, silfur og stein- smiðir og efniviðurinn því marg- breytilegur. Að auki er ein veflistar- kona í hópnum. í tilefni af sýning- unni eru allir lsitamennirnir staddir hér á landi. Sýningin verður opnuð í dag, fósudaginn 19. maí, og stendur til 4. júní og er opnunartíminn frá klukkan 12-18 alla virka daga, en frá klukkan 14-18 um helgar. Ólafsvík Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. Sltia auglýsingor Wéiagslíf Ungt fótk meðhtutverk YWAM - Ísland Biblíufræðsla á morgun, laugar- dag, kl. 10.00 í Grensáskirkju. Sigríður Schram fjallar um efnið „Hvað er lofgjörð" og hverju kemur hún til leiðar? Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. Innanfélagsmót Áður auglýst innanfélagsmót verður haldið laugardaginn 20. mai. Mótið hefst kl. 12.00 stund- vislega. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Hjálpræöis- herinn ) Kiikjustræti 2 Vakningasamkoma í kvöld kl. 20.30. Majór Njáll Djurhuus talar og barnagospel syngur. Biblíu- lestur laugardag kl. 17.00 í um- sjá majórs Njáls. Allirvelkomnir. Skíðadeild Ármanns Innanfélagsmót skíöadeildar Ár- manns verður í Bláfjöllum laug- ardaginn 20. maí. Brautarskoðun fyrir 12 ára og yngri hefst kl 10. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.