Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
31
Kveðjuorð:
Guðmundur Jóhannsson
félagsmálíirá ðuna u tur
Fæddur 16. ágúst 1907
Dáinn 7. maí 1989
Er ég nú sting niður penna til
að koma á blað nokkrum orðum til
minningar um afa minn Guðmund
Jóhannsson er lést á Landspítalan-
um í Reykjavík þann 7. maí sl. er
ekki hlaupið að því að byija skrifin.
Slíkur er hafsjór endurminninganna
að ómögulegt er í stuttri kveðju að
gera nema broti af þeim skil. Afi
Guðmundur eins og við sonarsynir
hans kölluðum hann ætíð var fædd-
ur í Reykjavík 16. ágúst 1907, son-
ur hjónanna Jóhanns Guðmunds-
sonar og Sigríðar Guðmundsdóttur.
Ég geri ráð fyrir að segja megi að
hann hafí sín fyrstu ár búið við
þokkaleg kjör á þeirra tíma mæli-
kvarða þar sem foreldrum hans
auðnaðist að reisa sér eigið hús á
Skólavörðustíg 20 hér í borg og bjó
við fasta atvinnu heimilisföðurins,
sem var meira en margur bar auðnu
til. En það átti fyrir afa og systrum
hans, þeim Guðfinnu og Rósu, að
liggja, að verða móðurlaus á unga
aldri. Móðir hans fékk illkynja
krabbamein og er spánska veikin
hetjaði á landsmenn árið 1918
megnaði hinn sjúki líkami ekki að
standast þolraun pestarinnar. Við
fráfall móður sinnar var afí 11 ára
gamall. Aldrei heyrði ég afa vor-
kenna sjálfum sér eða æðrast á
hveiju sem gekk en er hann rifjaði
upp með mér þessa bemskureynslu
sína var ekki laust við að maður
skynjaði þá þungu raun sem 11 ár
hnokki mátti axla er hann gekk upp
Skólavörðustíginn með kistulok
móður sinnar á herðum, það er
hætt við að slík sjón stingi margan
í dag. Mér varð það ljóst af öllum
mínu miklu samskiptum við afa í
gegnum tíðina að engrar mann-
eskju saknaði hann eins mikið á
lífsleiðinni og móður sinnar. Sem
ungur maður gekk afí í Iðnskólann
í Reykjavík og nam þar blokk-
smíði. í starfí hans sem blikksmiður
kom fram rík sköpunargáfa á þvi
sviði sem öðmm, má þar til dæmis
nefna að hann hannaði hina aðskilj-
anlegustu hluti sem tóbaksdósir er
um áratugaskeið voru notaðar und-
ir neftóbaksframleiðslu hins opin-
bera svo og hljólbörur sem enn í
dag 50 árum síðar eru framleiddar
óbreyttar og þykja meistarastykki.
En sem blokksmiður tók afí jafn-
framt virkan þátt í baráttumálum
sinnar stéttar, var meðal annars
einn af stofnendum félags blikk-
smiða og formaður þess um árabil.
Fyrir störf sín að málefnum blikk-
smiða var hann sæmdur gullmerki
félagsins. En það átti ekki fyrir afa
að liggja að starfa sem blikksmiður
alla sína tíð, forlögin höfðu ætlað
honum að gerast brautryðjandi á
öðrum sviðum. Sem margur maður-
inn hafði afi um hríð all nokkur
kynni af Bakkusi konungi. Á þeim
árum var umræða um málefni
áfengissjúkra ekki með þeim hætti
sem er nú í dag, hver var sjálfum
sér næstur í baráttunni gegn Bakk-
usi. Fyrir hartnær 40 árum segir
afí skilið við Bakkus að fullu.
Það líða nokkur ár nánar tiltekið
til ársins 1954 að afi fær spumir
af erlendum samtökum, AA-sam-
tökunum, sem helgi sig því að
hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálf-
um í baráttunni við áfengisbölið.
Það sem eftir fór lýsir vel þeim
stórbrotna mannvini sem afí var. í
samvinnu við þá Jónas Guðmunds-
son og Guðna Ásgeirsson var boðað
til stofnfundar AA-samtakanna á
Leiðrétting-
í minningargrein í blaðinu á mið-
vikudag um Guðrúnu Sigurðardótt-
ur eftir J.B.I. segir að tengdasonur
hennar Pétur Sveinsson sé lögreglu-
stjóri. Hér átti að standa lögreglu-
þjónn. Það leiðréttist hér með.
íslandi, föstudaginn langa 1954.
Það var í þessum efnum sem svo
mörgum öðrum, afa nægði ekki að
líða vel sjálfum hann hafði þessa
brennandi þörf til að freista þess
að hjálpa öðrum. Með stofnun sam-
takanna var bakinu snúið við góðri
stöðu og málstaðurinn það sem
máli var talið skipta upp frá því.
Ekki ætla ég hér að rekja feril afa
að málefnum meðferðar áfengis-
sjúklinga frekar þar verða eflaust
aðrir til. Ekki má gleyma þeirri
staðreynd að góður maður hlýtur
að eiga að bakhjarli góða konu og
það var sannarlega staðreynd hvað
afa snerti. Hann bar gæfu til að
eignast þá konu er studdi við bak
honum í gegnum súrt og sætt.
Amma mín Gíslína Þórðardóttir,
köllu Lóa, var fædd í Reykjavík 3.
október 1907, kjördóttir hjónanna
Þórðar Bjamasonar og eiginkonu
hans Vilborgar. Afa Guðmundi og
ömmu Lóu varð fjögurra bama
auðið, Sigríðar sem búsett er í Vest-
mannaeyjum, Borgþórs föður míns
sem er látinn, Jóhanns sem búsett-
ur er í Svíþjóð og Svövu sem bú-
sett er í Reykjavík. Ég vil að lokum
þakka afa mínum samfylgdina og
allt það sem hann gaf mér, hann
var kletturinn sem aldrei haggaðist
hvað sem á gekk. Fyrir engum
manni lífs eða liðnum hef ég borið
jafn mikla virðingu.
Birgir Þór Borgþórsson
Á nýliðnum páskum var þess
minnst í AA-samtökunum á íslandi
að 35 ár vom liðin frá stofnun þess
og vom það sannarlega merk tíma-
mót í sögu þeirra hér á landi.
Þess var getið í einu dagblaðanna
að „innan samtakanna er unnið
fómfust starf í kyrrþey". Og em
það sannmæli að við bemm ekki
viðleitni okkar á torg, því það er
andstætt erfðavenjum og eðli sam-
taka okkar.
Samt stöndum við nú aftur á
örlagaríkum tímamótum, ijúfum
hjúp þagnarinnar og kveðjum látinn
félaga fyrir opnum tjöldum í hinsta
sinni. Sá sem lagði forðum slóðina;
fyrsti og jafnframt síðasti braut-
ryðjandinn er horfinn á vit síns
æðri máttar. Guðmundur Jóhanns-
son sá eini er eftir lifði þriggja
brautryðjenda AA-samtakanna, er
burtkallaður á áttugasta og þriðja
aldursári.
Skarð er fyrir skildi, sem alls
ekki verður fyllt samkvæmt hefðum
félagsskapar okkar. Brautin er að-
eins einu sinni mdd, okkar siðvenja
er að ganga hæglát en ömgg í spor
frumhetjanna. Enginn skyldi ætla
að við væram að syrgja fallinn for-
ingja, enda væri það ekki í sam-
ræmi við lífsskoðun og ævistarf
Guðmundar á vettvangi áfengis-
mála þesarar þjóðar. Hann hefði
talið sér meiri sæmd í að vera
minnst sem hins traustasta þjóns,
sem ávallt var reiðubúinn að rétta
hjálparhönd. Fyrst og fremst þeim
sem bágast áttu. En enginn sneri
bónleiður til búðar af hans fundi.
Náungakærleikur hans var tak-
markalaus og óþreytandi. Þegar
nýir vindar tóku að blása um starfs-
vettvanginn reyndi Guðmundur að
draga sig að nokkm í hlé af hóg-
værð sinni, en honum var ekki
sleppt af samtökum okkar, fyrr en
yfír lauk. Hann hefði að vanda flutt
setningarávarp Þjónusturáðstefnu
okkar nú síðla mánaðarins, ef náð
Guðs hefði staðið til þess. Nær
ævilangt þrotlaust starf hans, við
að gæta þess að hönd AA-hreyfing-
arinnar væri ávallt reiðubúin, þegar
einhver teygði sig fram eftir hjálp
mun blasa við í arfleiðfð AA-sam-
takanna, til fyrirmyndar um
ókomna tíð. Hann var alltaf og
undantekningarlaust ábyrgur. Um
verklok sótti Guðmundur heimsmót
Alcoholics Anonymous, í New Orle-
ans 1980, þar var honum sem
brautiyðjanda margvíslegur sómi
sýndur. Fyrir ijölmörg og göfug
TVOFALDUR
1. VINMNGUR
á laugardag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
■
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn!
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
störf á opinberum vettvangi, sæmdi
íslenska þjóðin Guðmund heiðurs-
merki sínu 1979. Hann mun af yfir-
lætisleysi sínu hafa kosið að álíta
að fyrir sjálfboðin líknarstörf í þágu
vesælla bæri sér ekki fálkakross.
Minnismerki hans varir í auð-
mýkt sinni um alla framtíð í hjarta
bræðralags okkar.
Félagarnir
Hann afí, Guðmundur Jóhanns-
son, er skilinn við. Þegar bróðir
Birgir hringdi til mín til að tilkynna
mér það, var sem fótunum væri
kippt undan mér. Endurminningar
um afa flugu framhjá sjónum mér
í hendingu. Allt frá því að ég var
lítill drengur hafði ég ásamt bræðr-
um mínum heimsótt afa og ömmu
á Hringbraut nær alla sunnudaga
til að njóta nærvem þeirra og um-
hyggju.
Afí var sú manngerð sem aldrei
sýndi nein merki veikleika hvorki
hugsjón, andlega né líkamlega. Það
sýndi sig þegar við fyölskylda mín
misstum föður okkar, Borgþór, son
Guðmundar. Þá kom afi og studdi
okkur í sorg okkar. Hann samdi
nokkur lög um ævina og þar á
meðal lag í minningu pabba. Hann
gekk okkur bræðmnum sem næst
í föðurstað, og amma sagði alltaf
hann pabbi þinn þegar hún var að
segja mér eitthvað af afa, og þótti
mér það svo notalegt því það und-
irstingur svo vel þann góða anda
sem meðal okkar ríkir. Ég varð
þess heiðurs aðnjótandi að fá að
hlýða á frásagnir afa frá liðinni tíð,
og varð það uppsprettan að áhuga
mínum um kjör manna áðurfyrr og
nú. Afí var einn af uppáhaldsmönn-
um AA-samtakanna á íslandi eftir
að hafa átt við sín vandamál að
stríða með áfengi, en margir hafa
fengið að njóta krafta hans í þeim
málum, það sýna samtöl mín við
alla hans vini sem ég hefí kynnst.
Ég bar gæfu til að vinna að málum
áfengissjúkra um nokkurra ára
skeið og kynnast störfum afa að
eigin raun. Ég hóf störf hjá Klepps-
spítalanum árið 1979 og síðan að
Vistheimilinu að Vífílsstöðum. Oft
komu upp spumingar sem ég átti
erfitt með að leysa og þá gat ég
alltaf leitað til afa eftir svöram, og
alltaf var hann reiðubúinn að að-
stoða mig. Það er hreint ágætt að
vita af því hvað hann lét margt
gott af sér leiða.
Eftir að ég hætti störfum við
þetta málefni leyfði afi mér að fylgj-
ast með þeim hlutum sem vom að
gerast hveiju sinni. Endurminning-
amar um afa em hreinn hafsjór
yfir að líta, og því erfitt að velja
eitt öðm fremur, en endurminnin-
gamar um hann munu hafa djúp-
stæð áhrif á skoðanir mínar um
velferð alls mannkyns um ókomna
tíð.
Elsku amma, ég vona að trú þín
megi styrkja þig um alla framtíð
og fjölskyldu minni allri votta ég
innilegustu hluttekningu mína.
Vegna trúar minnar, veit ég að störf
afa á þessu tilverustigi, em metin
að verðleikum þar sem hann er
núna, og störfum hans er ekki lok-
ið. Mig langar að kveðja hann og
óska honum góðrar ferðar.
Ragnar Borgþórsson
og fíölskylda
Kaniit
Þú nyja
símanu
merið?
/3x 6: 7