Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
Sigríður BrynjóUs-
dóttir — Minning
Fædd 16. febrúar 1894
Dáin 12. maí 1989
Að heilsast og kveðjast það er
lífsins saga.
í dag er til moldar borin vinkona
mín og föðursystir konu minnar,
Sigríður Brynjólfsdóttir.
Sigríður var fædd á Starmýri í
Álftafírði 16. febrúar 1894, og var
því á 96. aldursári er hún lést í
Landakotsspítalanum að morgni
12. þ.m.
Guðný Sigríður hét hún fullu
nafni, en notaði aðeins Sigríðar
nafnið. Faðir hennar var Brynjólfur
Jónsson bóndi á Geithellum og síðar
á Starmýri i Álftafírði. Móðir Brynj-
ólfs var Hildur dóttir Brynjólfs
Eiríkssonar og Þórunnar Jónsdóttur
Jónssonar (kögguls) prests og konu
hans Gyðnýjar Jónsdóttur Stein-
grímssonar eldprests. Móðir Sigríð-
ar var Guðleif Guðmundsdóttir
bónda á Starmýri, Hjörleifssonar
bónda á Snotrunesi hins sterka,
Ámasonar bónda og skálds á Hofs-
strönd og Höfn, Gíslasonar prests
á Desjamýri, Gíslasonar bónda og
lögréttumanns á Höskuldsstöðum í
Breiðdal.
Hjónin á Starmýri, Brynjólfur og
Guðleif, áttu 13 böm, 3 dóu í
bemsku, en 10 komust til fullorð-
insára. Þekktastur þeirra var Jör-
undur, er var þingmaður Ámesinga
í rúm 30 ár. Sigga eins og hún var
ailtaf kölluð af fi'ændfólki og vinum,
var næstyngst systkinanna. Hún
ólst upp við almenn sveitastörf, en
fljótlega eftir fermingu fór hún að
vinna fyrir sér í vist á vetram og
kaupavinnu á sumram. Oft minntist
hún vera sinnar á heimili séra Jóns
Jakobssonar prests á Djúpavogi og
gat þess hve gott og lærdómsríkt
það hefði verið að dvelja þar.
Sigga var ákaflega dugleg við
vinnu, handlagin og vandvirk. Hún
var glaðlynd og átti gott með að
umgangast ungt fólk. Böm hænd-
ust að henni.
Árið 1929 gerðist Sigga ráðs-
kona í heimavistarskóla í Reykholti
í Biskupstungum, en þar var þá
skólastjóri og kennari Stefán Sig-
urðsson. Þar var hún í 8 ár. Mörg
af þeim bömum, sem þar vora,
hafa haldið tryggð við hana síðan.
Ég minnst þess er við hjónin komum
með henni á skemmtifundi Félags
Biskupstúnamanna í Reykjavík,
hvað mörg þessara bama, þá full-
orðið fólk, kom til hennar og minnt-
ust við hana hlýjum vinarorðum.
Frá Reykholti fór Sigga til
Reykjavíkur. Þar vann hún á
saumastofu Haraldar Ámasonar og
saumastofu Magnúsar Víglunds-
sonar, þar til hún var lögð niður.
Þá fór hún í sælgætisgerðina
Víking og síðast í Sláturfélag Suð-
urlands, þá komin á áttræðis aldur.
Á öllum þessum stöðum eignaðist
hún vini.
Sigga var hraust alla ævi. Hún
hafði gott minni og hélt því óskertu
til æviloka. Hún fylgdist með dag-
legum viðburðum í útvarpi og sjón-
varpi. SjötíuogQögra ára keypti hún
gamla íbúð á Þórsgötu 7 og lét
breyta henni að sínum smekk, með
nýrri eldhúsinnréttingu og lagfær-
ingu á baði. Margur á hennar aldri
hefði látið slíkt vera, en þetta lýsir
vel framtakssemi hennar og dugn-
aði. Hún átti fallegt innbú, og til
hennar var alltaf gott að koma.
Hún var gjafinild og rausnarleg í
gjöfum sínum.
Fyrir rúmu ári síðan flutti Sigga
í umönnunar- og hjúkranarheimilið
Skjól. Þar leið henni vel.
Ég gæti sagst margt fleira um
t
Móöir okkar,
PETRfNA friðbjörnsdóttir
frá Slglufiröl,
Sklpasundi 35,
andaöist á Hrafnistu 18. maí.
Daetur hinnar látnu.
t
Bróðir okkar og mágur,
GUNNAR NIELSEN,
Tjarnargötu 10c,
andaöist í Borgarspítalanum 18. maí.
Guörún Halldórsson, Ólafur Halldórsson,
Snorra May Cheak.
t
Amma okkar,
JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR,
veröur jarðsungin frá Hvammstangakirkju laugardaginn 20. maí
kl. 14.00.
Systkinin frá Þorgrfmsstööum.
t
Bróðir okkar, mágur og fóstri,
GEIRMUNDUR VALTÝSSON,
áöur bóndi aö Seli f Austur-Landeyjum,
nú til heimills að Ljósheimum 11, Reykjavík,
verður jarðsettur frá Voðmúlastaðakapellu, laugardaginn 20. þ.m.
klukkan 14.
Þórhildur Margrét Valtýsdóttlr, Þurföur Valtýsdóttir,
Helga Valtýsdóttir, Grfmur Pálsson,
Karel Valtýsson, Sverrir Kristjánsson.
Valtýr Slgurðsson,
Lokað
Lokað í dag vegna útfararTHEODÓRS A. JÓNSSONAR.
Tónika hf., umboðs- og heildverslun,
Melabraut 73, Seltjamarnesi.
þessa góðu vinkonu mína, en hér
læt ég staðar numið. Við hjónin
þökkum henni samfylgdina. Bless-
uð sé minning hennar.
Árni Örnólfsson
Mig langar með nokkram orðum
að minnast afasystur minnar,
Sigríðar Brynjólfsdóttur, en hún
lést á Landakotsspítala að morgni
12. þ.m.
Þær vora margar minningamar
sem komu í huga minn, þegar ég
ákvað að skrifa nokkur orð um
Siggu frænku og samband mitt við
hana. Minningar um þær stundir
sem ég átti hjá henni, ásamt for-
eldram mínum, á Þórsgötunni,
verða alltaf í huga mínum. Alltaf
tók hún okkur opnum örmum og
við máttum ekki fara frá henni án
þess að þiggja eitthvað. Svona var
Sigga frænka. Ávallt hress og kát,
og hafði gaman af því að tala um
heima og geima. Hún var einnig
ákaflega næm fyrir því hvað „litlu"
gestunum hennar fannst gaman að
gera og einnig hvað þeim fannst
best að drekka. Þegar ég var lítil
stelpa og kom til hennar í heim-
sókn, þá bauð hún mér alltaf að
setjast í raggustólinn sinn, vegna
þess að hún vissi hve hrifín ég var
af honum. Svo var einnig mjög
gaman að vera í kaffi hjá henni,
vegna þess að hún gaf mér alltaf
appelsín og af því var ég mjög hrif-
in. Ég minnist einnig þess tíma sem
ég og foreldrar mínir áttum með
henni í Munaðamesi fyrir 10 áram
síðan. Þá voram við frænkumar
saman í herbergi og þó að aldurs-
munurinn væri mikill, þá kom okk-
ur mjög vel saman. Sigga frænka
var mjög frændrækin kona. Þrátt
fyrir háan aldur, þá mundi hún alla
afmælisdaga. Þótti mér alltaf jafn
vænt um að heyra í henni á af-
mælisdögum mínum. Ég kem til
Minning:
með að sakna þess að heyra ekki
frá henni lengur.
Það er margt sem ég gæti rifjað
upp um samskipti okkar Siggu
frænku, en ætla ekki að gera hér
frekar.
Ég vil þakka Siggu frænku sam-
fylgdina og fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig.
Guð blessi minningu hennar.
Helga Sigurbjörg Árnadóttir
Mig langar að minnast með fá-
einum orðum ömmusystur minnar,
Sigríðar Brynjólfsdóttur, sem and-
aðist 12. maí sl. í Landakotsspítala
eftir skamma legu. Þar háði hún
erfíða baráttu þar til yfír lauk.
Hún fæddist 16. febrúar 1894
að Starmýri, Álftafirði. Foreldrar
hennar vora Guðleif Guðmunds-
dóttir og Brynjólfur Jónsson. Hún
var næstyngst 13 systkina, sem öll
era látin. Þijú elstu böm þeirra
Guðleifar og Biynjólfs létust í æsku
en hin komust öll á legg og náðu
flest háum aldri.
Sigga, eins og hún var ævinlega
kölluð af sínum nánustu, fór
snemma að vinna fyrir sér eins og
títt var. Skólagangan var ekki löng
og innan við fermingu var hún far-
in að vinna fyrir sér hjá vandalaus-
um. Næstu árin var hún vinnukona
á ýmsum bæjum í Álftafírði. Rúm-
lega tvítug fór hún alfarin úr átt-
högunum. Leiðin lá til Reykjavíkur.
Fyrstu árin í bænum vann hún fyr-
ir sér sem vinnukona á vetuma en
á sumrin var hún kaupakona á
ýmsum stöðum í nágrenni
Reykjavíkur. Nokkram áram eftir
að hún kom suður réðst hún sem
ráðskona í Reykholtsskóla í Bisk-
upstungum, en þar var hún í 10 ár.
Líklega hefur það verið í
stríðsbyijun sem Sigga hóf störf á
saumastofu Haraldar Ámasonar en
þar vann hún við sauma í mörg ár.
Á þessum áram leigði hún herbergi
á Oðinsgötu 13, en það hús var í
eigu tveggja frænda hennar, Jóns
og Sigurðar. En þeir bræður bjuggu
í húsinu, ásamt þremur öðram
systkinum, Þorbjörgu, Nönnu og
Ara. Þau systkinin era böm Ingi-
bjargar Jónsdóttur og Guðmundar
Jónssonar frá Nesi í Selvogi, en þau
hjón áttu einnig Bergljótu, Málfríði,
Ragnar og Magneu. Sigga hélt allt-
af mikilli tryggð við öll systkinin
og fjölskyldur þeirra. Kynnin hófust
þegar hún var vinnukona hjá Ingi-
björgu frænku sinni og Guðmundi
eitt sumar á Borgum í Nesjum en
þar bjuggu þau um eitt skeið.
Á Óðinsgötu 13 komu fljótlega
fleiri ættingjar til að dvelja þar:
Böm Bergljótar fluttust þangað
hvert af öðra, þegar þau leituðu sér
frekari menntunar eftir bamaskóla-
nám. Ég fluttist þangað 11 ára
gömul með móður minni, Vilborgu,
er hún tók íbúð á leigu í húsinu.
Eggert Jónsson
Fæddur28. októberl961
Dáinn 10. maí 1989
Ó dauði, taktu vel þeim vini mínum
sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund.
Oft bar hann þrá tfl þín í huga sínum
og þú gafst honum traust á banastund.
Nú leggur hann það allt, sem var hans auður
sitt æviböl, sitt hjarta að fðtum þér.
Er slikt ei nóg? Sá einn er ekki snauður
sem einskis hér á jörðu væntir sér.
(Tómas Guðm.)
Hann Eggert er dáinn. Það er
þungbært að fá svona frétt, þegar
ungt fólk er kallað í burtu, svo
snöggt sem hendi sé veifað.
En þá vakna upp minningar frá
liðnum áram og bemskudögum,
sem alltaf er bjart yfir.
Við voram vinir, þurftum oft að
tala mikið saman. Ég minnist hans
sem lítils snáða að leik upp á Holti.
Alltaf brosandi og kurteis í fram-
komu, góður stóri bróðir að passa
Gumma sem nú tekur á móti honum
fyrir handan. Ég minnist allra smá-
ferðanna sem við Inga fórum með
bömin okkar, þá var oft glaumur
og gleði. En allt breytist, tveir ung-
ir bræður era horfnir og minning-
amar einar eftir.
Megi algóður guð styrkja þig
Inga mín í sorg þinni.
Guðný
Það var tekið vel á móti okkur og
þar hófust sterkir þræðir. Oft var
glatt á hjalla og hlaupið á milli
hæða. Þegar ég lít til baka þá man
ég oft eftir Siggu þar sem hún sat
við saumavélina sína og saumaði,
ýmist á sjálfa sig eða einhvem
ættingja. Á aðfangadagskvöldum
voram við öll saman komin á efstu
hæðinni hjá þeim systkinunum og
Þorbjörg og Nanna bára fram dýr-
indis krásir. Sigga hafði mjög gam-
an af að spila og var oft tekið í spil
í kringum jólin og á ég margar
ógleymanlegar minningar frá þess-
um tíma.
Það fer ekki hjá því að sterk
tengsl myndist þegar fólk býr svo
náið. Eftir að við mæðgur fluttumst
á Óðinsgötuna var ákveðið að við,
ásamt Siggu, borðuðum kvöldmat
saman og þegar Sigga dóttir Berg-
ljótar og Eyþórs kom til okkar,
voram við fjórar við litla eldhús-
borðið. Sigga tók þátt í að ala okk-
ur upp og kom fram við okkur eins
og hún væri amma okkar.
Sigga var að mörgu leyti sér-
stök. Yfír henni var ákveðin reisn.
Hún lærði snemma að standa á eig-
in fótum. Hún var húsbóndaholl og
bar öllum sem hún vann hjá vel
söguna. Samviskusemin var henni
í blóð borin og störf sín leysti hún
vel af hendi. Hún var rösk í fram-
göngu og ósérhlífín. Hún var ein-
staklega frændrækin og hafði mikil
og góð samskipti við öll systkina-
böm sín. Ég minnist þess frá fyrri
áram að venjulega heimsótti hún
einhveija af ættingjunum á sunnu-
dögum og var ég ekki svo lítið
ánægð þegar hún fór að taka mig
með sér í þessar heimsóknir. Hún
var mikið fyrir böm og lét sér annt
um öll bömin í fjölskyldunni. Hún
hafði líka ríka samúð með þeim sem
áttu erfítt. Þótt Sigga hefði aldrei
annað en verkakvennakaup var hún
sannarlega örlát. Ég minnist þess
hvað hún hafði mikla ánægju af
að kaupa jólagjafír handa bömun-
um í fjölskyldunni. Það vora ekki
bara ættingjar hennar sem fengu
að njóta gjafmildi hennar: Hún átti
það til að gefa bömum þeirra
kvenna sem hún vann með jólagjaf-
ir. Mér féll sá heiður í skaut að
pakka inn öllum gjöfunum og var
það einn liðurinn í ánægju hennar
að leyfa mér að taka þátt í þessu
með henni.
Þegar húsið á Óðinsgötu 13 var
selt tvístraðist fólkið víðs vegar um
bæinn en sambandið sem þama
myndaðist hefur aldrei rofnað.
Sigga flutti á Lindargötu 29 til
Rósu Guðmundsdóttur. Hún leigði
"hjá henni í nokkur ár og reyndist
hún og böm hennar Siggu sérlega
vel.
Þegar komið var fram á sjöunda
áratuginn réðst Sigga fyrst í að
kaupa sér íbúð, en þá var hún kom-
in vel á sjötugsaldurinn. íbúðin var
að Þórsgötu 7 og þar undi hún hag
sínum vel og lagði hart að sér við
að endurbæta íbúðina. Hún bjó
þama til ársins 1983 en þá seldi
hún íbúðina og keypti hæð að Vita-
stíg 7. Þótt hún væri komin undir
nírætt var henni fjarri skapi að
leggja árar í bát. Og enn var hafist
handa við að lagfæra og fegra
heimilið. Systkinabömin og §öl-
skyldur þeirra stóðu við bakið á
henni og gerðu henni kleift að halda
heimili, en kraftar hennar vora
teknir að þverra. Samt hafði hún
alltaf einhveijar ráðagerðir á pijón-
unum og saumaskapinn lagði hún
aldrei á hilluna. Síðustu starfsár sín
vann Sigga hjá Sláturfélagi Suður-
lands og var komin undir áttrætt
þegar hún hætti störfum.
I janúar 1988 fluttist hún að
Hjúkranarheimilinu Skjóli. Þar naut
hún góðrar umönnunar og kunni
sannarlega að meta það sem gert
var fyrir hana þar. Ekki síst ber
að nefna þá hlið sem sneri að and-
legri velferð. Þar átti hún hauk í
homi sem sr. Ólöf Ólafsdóttir var,
en hún^ er starfandi prestur að
Skjóli. Á stuttri samleið skapaðist
milli þeirra gagnkvæm vinátta og
virðing.
Þegar komið er að leiðarlokum
vil ég þakka Siggu alla hennar
ástúð og velvild sem hún sýndi mér
og fjjölskyldu minni fyrr og síðar.
Minning hennar lifir.
Lillý