Morgunblaðið - 19.05.1989, Side 44
E/NKAREIKN/NGUfí ÞINN
í LANDSBANKANUM;
ttgtmfelfifeife
SJÓVÁlJuALMENNAR
FELAG FOLKSINS
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Nefekattur endurvakiim án lækkunar staðgreiðslu:
200 milljóna
kr. skattauki
SAMKVÆMT stjórnarfrumvarpi, sem ætlunin er að afgreiða fyrir þing-
lausnir, verður sérstakur skattur í framkvæmdasjóð aldraðra, sem
hefur verið innifalinn í staðgreiðslu, tekinn upp á ný. Staðgreiðslan
lækkar hins vegar ekki að sama skapi og er þvf um beinan 200 millj-
óna króna skattauka að ræða. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp
voru sóknargjald, kirkjugarðsgjald, sjúkratryggingargjald og sérstakt
gjald i framkvæmdasjóð aldraðra felld inn i staðgreiðsluna og álagning-
arhlutfall hennar hækkað sem þeim nam.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að
hver einstaklingur, 16 til 70 ára, sem
hefur tekjur yfir skattleysismörkum,
greiði árlegan nefskatt til sjóðsins,
kr. 2.500.
í nefndaráliti Geirs H. Haarde og
- » Ragnhildar Helgadóttur, þingmanna
Framhaldsskólanemar:
Þrýst á Svav-
ar að breyta
reglugerðum
FÉLAG framhaldsskóla mun
—^-funda á morgun, laugardag, og
ákveða hvaða kröfiir nemendur
muni gera varðandi skólalok, nú
er verkfalli Hins íslenzka kenn-
arafélags er lokið. Að sögn Bark-
ar Gunnarssonar, formanns
Nemendafélags Verzlunarskóla
íslands, mun verða lögð áherzla
á að þrýsta á menntamálaráð-
herra að breyta reglugerðum,
þannig að hægit verði að útskrifa
nemendur á grundvelli mats á
fyrri árangri án þess að þeir
hafi þreytt fullgild próf í öllum
greinum.
Nemendur í yngri bekkjum
Verzlunarskólans funduðu í gær-
kvöldi og gengu síðan á fund kenn-
—^ara með kröfur um að engin skyldu-
próf verði i vor. Að sögn Barkar
var tekið vel í tillögur nemenda af
hálfu kennara. Hvað stúdentsefnin
varðaði, sagði Börkur að meðal
þeirra væri samstaða um að mæta
ekki í próf, yrðu þau sett á eftir
næstu mánaðamót. Hann sagðist
telja að sama afstaða væri fyrir
hendi hjá stúdentsefnum almennt.
Sjálfstæðisflokks, kemur fram, að
af 200 m.kr. áætluðum tekjum af
skattheimtu þessari, renna 160 m.kr.
beint í ríkissjóð, aðeins 40 m.kr. til
sjóðsins.
í nefndaráliti þeirra segir að með
upptöku skattsins sé verið að grafa
undan framkvæmd staðgreiðslunnar,
sem hafi það að markmiði, að sem
flestir gjaldendur séu jafnan skuld-
lausir við ríkissjóð. Þá sé verið að
skapa fordæmi fyrir því „að allir
gömlu smáskattamir verði teknir upp
á ný“.
Geir H. Haarde alþingsmaður
sagði í viðtali við Morgunblaðið að
þessi skattahækkunarleið ríkisstjórn-
arinnar, „að fela nýja tekjuöflun í
rikissjóð í frumvarpi um fagleg mál-
efni, sem efnisleg samstaða er um
að flestu öðru leyti,“ væri hneyksli.
Morgunblaðið/Emilía
Gunnars Gunnarssonar minnst í Viðey
Ættingjar Gunnars Gunnarssonar skálds og forráðamenn Almenna bókafélagsins fóru út í Viðey
um hádegisbilið í gær og minntust þess við gröf Gunnars, konu hans og sonar, að 100 ár voru liðin
frá fæðingu skáldsins. Var þessi mynd tekin við það tækifæri.
Sjá einnig bls. 18.
Verkfalli BHMR-félaga frestað eftir gerð kjarasamninga:
Náttúrufræðingar telj a _
hækkimina 16% á einu ári
Samþykkt að greiða bætur til verkfallsmannanna
ÞRJÚ aðildarfélög Bandalags há- íslenskra sjúkraþjálfara og Mat-
skólamenntaðra rikisstarfsmanna væla- og næringarfræðingafélag
hafa þegar samþykkt nánast ein- íslands. Ónnur félög hafa frestað
verkfalli þar til samningamir
verða teknir til afgreiðslu.
Kjarasamningurinn gildir til árs-
loka 1994, en er uppsegjanlegur með
mánaðar fyrirvara eftir 30. septem-
ber 1990. Laun hækka frá 1. maí
um 3,35%, nema hjá kennurum um
róma kjarasamninga bandalagsins
við stjórnvöld, sem undirritaðir
voru um hádegisbilið í gær eftir
rúmlega sólarhrings fundahöld,
og aflýst verkfalli, sem staðið hef-
ur i rúmar sex vikur. Þessi félög
em Félag islenskra fræða, Félag
5,35%, og síðan fjórum sinnum um
1,5% í hvert sinn, þann 1. septem-
ber, 1. nóvember, 1. janúar og 1.
maí. Prófaldurshækkun tekur gildi
1. júlí í ár, sem metin er til um 2%
hækkunar. Endurskoðunarákvæði er
í samningnum vegna almennra
breytinga á launakjörum, auk
ákvæða um endurskoðun á launa-
kerfí háskólamanna hjá ríkinu, sem
Hugmyndir borgaryfirvalda um Fossvogsbraut:
Jarðgöng grafin undir Kópavog
Á VEGUM borgaryfirvalda í Reykjavík er verið að kanna mögu-
leika á að leggja Fossvogsbraut i jarðgöngum undir Kópavog og
leysa þar með þá deilu, sem staðið hefur um hugmynd að brautinni
eftir endilöngum Fossvogsdal. Hugsanleg göng yrðu á annan kíló-
metra að lengd.
„Við höfum verið að velta því
fyrir okkur að grafa tveggja ak-
reina göng undir Kópavoginn þann-
ig að dalnum verði hlíft," sagði
Davíð Oddsson borgarstjóri en
hann kynnti hugmyndina á fundi
borgarstjómar í gær. Samkvæmt
hugmyndum borgaryfirvalda yrði
ekið inn í jarðgöngin til móts við
Stekkjarbakka og Reykjanesbraut
og þá farið að mestu undir Nýbýla-
veg og komið upp nálægt Lundi
við Nýbýlaveg. Önnur tillaga gerir
ráð fyrir jarðgöngum þvert undir
Kópavog frá mótum Breiðholts- og
Reykjanesbrautar að Lundi við
Nýbýlaveg. „Þetta er alveg raun-
hæft,“ sagði Davíð. „Hugmyndim-
ar eru komnar frá ráðgjafarverk-
fræðingum og fyrstu athuganir
benda til að jarðgöng yrðu jafnvel
ódýrari en niðurgrafin Fossvogs-
braut."
Hugmyndin hefur enn ekki verið
kynnt bæjaryfirvöldum í Kópavogi
en eins og borgarstjóri segir: „Við
erum alltaf að velta fyrir okkur
leiðum til að leysa þennan vanda
á þessu svæði og munum halda því
áfram á næstu mánuðum, að kanna
málefnalega og í rólegheitum
hvaða möguleikar eru fyrir hendi."
Ef af þessum framkvæmdum
verður, þá verða þetta fyrstu jarð-
göng í þéttbýli hér á landi. „Jarð-
göng sem þessi eru algeng víða
erlendis og alveg ljóst að þau munu
borga sig upp á örfáum árum á
meðan önnur göng á landsbyggð-
inni borga sig upp á fleiri áratug-
um,“ sagði Davíð. „Við erum að
tala um þjóðveg fyrir allt höfuð-
borgarsvæðið, sem kemur til með
að þjóna jafnt Kópavogsbúum sem
Reykvíkingum og öðrum lands-
mönnum. Hann yrði að okkar mati
alger þjóðvegur og ætti að greiðast
úr ríkissjóði."
hefur það að markmiði að samræma
kjör þeirra kjörum háskólamanna á
almennum markaði. Auk þess er
gert ráð fyrir að 1,5% af föstum laun-
um renni í sérstakan endurmenntun-
arsjóð og jafngildir það 35—40 millj-
ónum.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, segir launalið samn-
inganna á þessu ári endurspegla þá
kjarasamninga sem gerðir hafa verið
við Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja og Alþýðusamband íslands og
hækkun launakostnaðar ríkisins sé
hlutfallslega í samræmi við það.
Á félagsfundi náttúrufræðinga
eftir hádegið í gær kom fram það
mat að í samningnum felist um 16%
launahækkun fram til 1. maí 1990,
en hækkunin, sem BSRB fái á sínum
samningstíma til 1. desember, sé
11%. Fram kom að hver verkfalls-
maður fær um 20 þúsund króna
greiðslu úr ríkissjóði. Þá greiðir ríkis-
sjóður 10—15 milljónir í sérstakan
sjóð, sem skiptist á milli þeirra
BHMR-manna, sem unnu á bak- eða
útkallsvöktum meðan á verkfalli stóð
og fá þeir menn þá ekki 20 þúsund
króna greiðsluna. Þá fá kennarar
greitt yfirvinnukaup fyrir alla vinnu,
sem þeir inna af hendi við kennslu
og brottskráningu nemenda eftir að
hefðbundnu skólaári lýkur 25. maí.
Enn er óljóst hvemig lokum skóla-
ársins verður háttað í framhaldsskól-
um. í yfirlýsingu, sem menntarpála-
ráðherra og HIK sendu sameiginlega
frá sér í gær, segir að tryggja verði
með einhverjum hætti að nemendum
verði bætt upp kennslutap, og þar
er kveðið á um að þeir verði ekki
útskrifaðir eða færðir milli áfanga
og bekkja nema að loknu námsmati.
Sjá samninginn, fréttir og viðtöl
á bls. 4, 22-23, 26, 26.