Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 18
18... MÓRGUNBLAÖÍÐ I.AUGAHDAGUR 17. JÚXÍ :iOS9 Öðruvísi sumarfrí Námskeið undir Jökli 3.-8. og 24.-28. júlí. Alhliða sálar- og líkamsafslöppun. Jurtafæði. Hugleiðingar o.s.frv. Með ástarkveðju, Leifur Leopoldsson - Lone Svargo. sunnudagskvöld í sumar. Komið og njótið góðrar kvöldstundar í nýju oghuggulegu umhverfiáHótelLoftleiðum, Módelsamtökin sýna nýjustu tískuna í íslenskum ullarfatnaði. Kynning fer fram á íslensku og ensku. Boðið er upp á sérstakan íslenskan matseðilí tilefni kvöldsins. íslensk tónlist í fyrirrúmi alltkvöldið. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA jSSW HÓTEL Bordapantanirí síma 22321 Salat Blóm vikunnar Umsjón Ágústa Björnsdóttir no. 127 Salat (Lactuca sativa) er æva- forn garðplanta sem hefur náð geysilegri útbreiðslu í ræktun vítt og breitt um heiminn. Eftir vaxt- arlagi og gerð er því skipt niður í nokkra aðalflokka svo sem blað- salat og höfuðsalat og alltaf eru einhveijar nýjungar að koma á markaðinn. I þessum þætti segir Kristín Gestsdóttir frá blaðsalati sem vinsælt er um þessar mundir: Grænt salat er það grænmeti sem ég get helst ekki verið án, enda ólst ég upp við mikið salat- át, en móðir mín ræktaði salat austur á Seyðisfirði. Oft hef ég heyrt á fólki að því finnst þetta skrýtið því hvítkál sé miklu betra. Hvað íslenska hvítkálið áhrærir, finnst mér það ágætt í hrásalat, en hið innflutta er alltof gróft. En misjafn er smekkur manna. Nú er mikið til af alls konar „grænu salati“ allan ársins hring og er það innflutt meiri hluta árs- ins. Ég hef oft undrast það hversu vel þetta innflutta salat geymist því mér finnst þegar ég hef tekið upp salatið úr garðinum mínum að það þoli mjög litla geymslu. Að sjálfsögðu vitum við flest, að sitthvað er gert við innflutta grænmetið til að auka geymsluþol Salat-bowl þess og áreiðanlega er það á kostnað hollustunnar. Nú er svo komið, að ég get alls ekki borðað innflutta salatið en hakka aftur á móti í mig það heimaræktaða með bestu lyst. Grun hef ég um að líkaminn hafni bara ósjálfrátt hinu meðhöndlaða. Nú í þessu kalda vori hafði ég miklar áhyggj- ur af því að ég fengi ekki salatið fyrr en seint og um síðir. Ég ætl- aði að reyna að sjá við því og keypti stóra plastpotta og sáði í þá inni. Setti út á svalir þegar vel viðraði og loks út í garð þegar hlýnaði, sjaldan fór þó hitinn yfir 6° um hádaginn og var við frost- mark á nóttunni. En salatið dafn- aði vel og nú er ég farin að borða það með mikilli ánægju. Sú salat- tegund sem ég rækta núna heitir salat bowl sem lauslega mætti þýða salat-skál, ræktaði ég fyrst í fyrrasumar með góðum árangri, það er líka fljótsprottnara en ann- að salat sem ég hef ræktað. Ég er alltaf forvitin um nýjar tegund- ir grænmetis og þykir því mikill fengur að þessu salati. Blöðin eru löng og greinótt og mjúk undir tönn. Það er gott með öðru græn- meti eða eitt sér, bæði með kjöti og fiski og einnig undir álegg á brauð. Salatinu er gott að sá tvisv- ar eða þrisvar yfir sumarið og þegar líður að hausti hef ég hugs- að mér að sá því aftur í stóru plastpottana og kippa inn þegar næturfrostin byija. Kristín Gestsdóttir Andaðu djúpt! Njóttu hreina loftsins — jafnt úti í náttúrunni sem inni í tjaldinu þínu. Láttu okkur þvo og hreinsa viðleguútbúnaðinn — tjaldið þitt og svefnpokann svo að hann verði hreinn og ilmandi í útilegum sumarsins. Eitt enn: Smáleki má ekki verða að stórmáli. Þess vegna er heillaráð að láta okkur vatnsverja tjaldið. Þú tekur aðeins stögin úr og kemur með tjaldið til okkar. Vatnsvarið tjald ver þig gegn vætu. Skeifunni 11 Simi: 82220 — fyrir ferðaianga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.