Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAu'gÁRDAGUR 17.
—
Ijóðeiga
erindi til aDra
ISLENSK KVÆÐI
Vigdís Finnbogadóttir valdi
„Ég hef lengi litið svo á að Ijóðalestur og Ijóða-
söngur sé hin ágætasta leið til að efla málvitund
manna, auka orðaforða og treysta samhengið í
sögu okkar, auk þess sem skemmtileg og falleg
Ijóð veita huganum gleði sem enginn getur frá
honumtekið.“
Úr fonnálsoröum Vigdísar Finnbogadóttur.
Wqáts rimBoaadót-úr
valdi
Tilvalin
stúdentsgjöf
Mál ii¥ii og menmng
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Helmut Kohl:
Eignmáfram
samleið með
Vesturlöndum
Bonn, Genf. Reuter.
SOVÉTSTJÓRNIN álítur mögu-
legt að tímaáætlun George Bush
Bandaríkjaforseta varðandi fækk-
un hefðbundinna vopna verði hald-
in ef samningsaðilar leggi sig
fram, að sögn Helmuts Kohls,
kanslara Vestur-Þýskalands.
Kohl skýrði þinginu í gær frá við-
ræðum sínum við Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseta. Kohl sagði vangaveltur
um brotthvarf frá samstöðu Vestur-
Þjóðveija með vestrænum þjóðum
vera úr lausu lofti gripnar.
Hann hafði eftir Gorbatsjov að
mögulegt ætti að vera að ná samn-
ingi um fækkun hefðbundinna vopna
á árinu 1990 og hrinda honum í
framkvæmd 1992 eða 1993 en Bush
forseti nefndi þessar tímasetningar
er afvopnunartiilögumar voru kynnt-
ar í Brassel á leiðtogafundi Atlants-
hafsbandalagsins fyrir skömmu.
Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra og maður hennar, Dennis, létt
á brún eftir að hafa greitt atkvæði í kosningum til Evrópuþingsins.
Kannanir benda til þess að Thatcher hafi ekki ástæðu til að gleðj-
ast yfir úrslitunum.
Kosningar til þings Evrópubandalagsins:
Vinstrimenn virðast vinna á
London. Reuter.
VINSTRIMENN og umhverfissinnar virðast hafa unnið á í kosningum
til þings Evrópubandalagsins (EB) í fimm löndum bandalagsins í
fyrradag. í Bretlandi, Spáni og Danmörku bendir allt til þess að
stjórnarflokkarnir hafi goldið afhroð í kosningunum.
Úrslit kosninganna í Bretlandi,. 32%, Græningjar 14% og Jafnaðar-
Danmörku, Spáni, Irlandi og Hoi-
landi verða ekki birt fyrr en eftir
helgi, eða um leið og niðurstöður
liggja fyrir í kosningum til EB-
þingsins í Vestur-Þýskalandi,
Frakklandi, Grikklandi, Italíu, Port-
úgal, Belgíu og Lúxemborg en í
þessum löndum verður kosið á
morgun, sunnudag.
Miðað við könnun, sem gerð var
er kjósendur komu út af kjörstað,
bendir allt til þess að vinstrimenn
og flokkar umhverfisvemdunar-
manna hafi unnið stórlega á. í Bret-
landi sýndi könnun af því tagi að
Verkamannaflokkurinn hefði hlotið
44% atkvæða en íhaldsflokkurinn
mannaflokkurinn 6%. Miðað við
þetta ynni Verkamannaflokkurinn
19 sæti af íhaldsflokknum á Evr-
ópuþinginu, fengi 51 en átti 32
áður. Ihaldsflokkurinn hafði 45
sæti en fengi nú 26. Vegna kosn-
ingafyrirkomulagsins í Bretlandi fá
aðrir flokkar engan fulltrúa á þing-
inu.
í Danmörku var kjörsóknin að-
eins 46,1% og hefur ekki verið minni
í neinum kosningum þar í landi á
þessari öld. Bendir allt til þess að
fylgi íhaldsflokks Pouls Schliiters,
forsætisráðherra, hafi minnkað úr
20,8% í 14% og að Evrópuþing-
mönnum flokksins fækki úr fjórum
í tvo. Jafnaðarmannaflokkurinn
virðist hafa fengið um 28% atkvæða
og bætt við sig tveimur þingsætum
en hann hafði þijú áður.
Á Spáni benda kannanir til að
stjómarflokkamir hafi tapað fylgi
en í Hollandi virðast Kristilegir
demókratar, flokkur Ruuds Lub-
bers, forsætisráðherra, hins vegar
hafa styrkt stöðu sína.
Aukakosnignar í Bretlandi
Verkamannaflokkurinn vann
tvennar aukakosningar, sem fram
fóm í kjördæmum í miðborg Glas-
gow í Vauxhall-hverfínu í London
í fyrradag. Breyttu úrslitin engu
um hlutfall flokka á breska þinginu
þar sem Verkamannaflokkurinn
vann bæði kjördæmin í síðustu
þingkosningum.
Efiiahagsvandinn í Færeyjum:
Dönsk yfirvöld vísa frek-
ari fyrirgreiðslu á bug
Jogvan Sundstein segir væntanlega stjórn munu
skera harkalega niður útgjöld o g fækka fískiskipum
Kaupmannahöfh. Frá Nils Jorgen Bruun,
POUL Schliiter, forsætisráð-
herra Danmerkur, hefur hafiiað
ósk Færeyinga um aukna ríkis-
ábyrgð vegna frekari lántöku
færeyskra sveitarfélaga. Jogvan
Sundstein, lögmaður Færeyja,
hefur lýst óánægju sinni með
afstöðu dönsku stjórnarinnar og
segist munu taka málið upp á
ný. Danir hafa ábyrgst allt að
300 milljón d.kr. (2.200 milljón
ísl.kr.) lán sem Færeyingar hafe
tekið hjá dönskum lánastofnun-
um og sjóðum.
Færeysk sveitarfélög hafa nær
fyllt áðurnefndan ábyrgðakvóta,
skulda þegar um 247 milljónir d.kr.
hjá sameiginlegum lánasjóði sveit-
arfélaga ríkisins einum, og þess
vegna fór Sundstein nýlega til
Kaupmannahafnar til að reyna að
fá kvótann hækkaðan. Sjóðurinn
vill gjama lána Færeyingum 200
milljónir d.kr. í viðbót en skilyrðið
er að ríkið gangi í ábyrgð.
Schliiter segir að færeysk sveit-
arfélög hafi á síðasta ári notað
mun meira fé en þau hafi haft ráð
á. Fjárfestingar og neysla Færey-
fréttaritara Morgunbladsins.
Jogvan Sundstein, lögmaður
Færeyja.
inga séu komin langt yfir það sem
landið hafi bolmagn til.
I símaviðtali við Morgunblaðið í
gær sagði Sundstein að dönsk
stjórnvöld hefðu tekið þessa
ákvörðun án nokkurs fyrirvara.
Hann sagðist hafa bent á að lána-
sjóðurinn hefði aldrei tapað eyri á
því að ábyrgjast ián færeysku
sveitarfélaganna.
Lögmaðurinn var spurður um
stjómarmyndunartilraunir Fólka-
flokksins, Sambandsflokksins og
Þjóðveldisflokksins: „Við erum nú
að leggja síðustu hönd á stjórnar-
sáttmálann og ég er vongóður um
að við ljúkum þessu í kvöld eða í
síðasta lagi á morgun [laugardag].
Samkomulag er um að lausnir á
efnahagsvandanum skuli hafa for-
gang og önnur ágreiningsmál hafa
nánast verið lögð til hliðar. Við
hyggjumst skera opinberar ljár-
festingar niður í um 550 milljónir
d.kr. á næsta ári; 1988 vora þær
um 1.000 milljónir. I sjávarútvegn-
um verður gerð róttæk uppstokkun
og skipastóllinn minnkaður um 10
- 20% á næstu tveim árum; útgerð-
armenn fá bætur fyrir skipin sem
verða úrelt eða seld. Markmið nýju
stjórnarinnar verður einfaldlega að
reisa efnahag landsins við á næstu
áram með öllum tiltækum ráðum,“
sagði Sundstein. Aðspurður sagði
hann allt benda til að hann myndi
áfram gegna stöðu lögmanns í
nýju stjóminni en ekki væri búið
að ganga frá skiptingu ráðuneyta.