Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.06.1989, Blaðsíða 43
MOR(pUNBLAÐjÐ,. LAUGARDAGUR 1,7., J.ýNÍ, 19§p Samgöngur um Greinargerð frá Sementsverksmiðju ríkisins og íslenska járnblendifélaginu hf. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Se- mentsverksmiðju ríkisins og Is- lenska járnblendifélaginu hf. í fjölmiðlum hefur lítillega komið fram, að Sementsverksmiðja ríksins og íslenska járnblendsfélagið hafi hug á að fá gerð jarðgöng undir Hvalfjörð og haft nokkurt frum- kvæði að því, að þetta geti gerst. Forráðamönnum þessara fyrirtækja þykir tímabært að gera opinberlega grein fyrir, hvað fyrirtækjunum gengur til og í hveiju frumkvæði þeirra er fólgið. Sementsverksmiðja ríkisins framleiðir mikið magn af sementi og flytur ár hvert um landið. Megin- hluti þessa sements er fluttur til viðskiptavina á höfuðborgarsvæð- inu. Göng undir Hvalíjörð mundu gerbreyta aðstæðum til þessara flutninga og geta Iækkað kostnað við þá talsvert. Beinn rekstrarlegur ávinningur Sementsverksmiðjunnar af tilkomu jarðgangna væri því verulegur ár hvert. Þar á ofan væri sjálf jarðgangnagerðin mikil- vægur markaður fyrir sement. Ætla má, að jarðgöngin tækju til sín sement sem svarar tíunda hluta af því, sem árssala Sementsverk- smiðjunnar hefur verið undangeng- in ár. Beinn fjárhagslegur ávinningur íslenska járnblendisfélagsins af til- komu jarðgangna væri minni en Sementsverksmiðjunnar. Kostnað- ur við flutning aðfanga, sem verk- smiðjunni berast frá Reykjavík mundi þó að sjálfsögðu lækka og útflutningur kísiljárns og kísilryks í smásendingum með skipum í reglubundnum ferðum, beint til notenda gæti orðið álitlegur kostur í stað þess að dreifa allri vörunni frá miðstöðvum í Evrópulöndum. Sömuleiðis yrði nýting á afgangs- timbri af höfuðborgarsvæðinu sem hráefnis til rekstrarins þá fyrst hagkvæm, þegar flutningsleiðirnar hafa styst. Áhugi fyrirtækjanna tveggja varðar þó ekki einungis ávinning þeirra í rekstri. Hann á ekki síður rök sín í því, hversu ófyrirsjáanleg, jákvæð áhrif jarðgöngin undir Hval- fjörð mundu hafa á alla atvinnu- og byggðarþróun norðan Hvalíjarð- ar og vestur og norður um land. Með því að færa byggðirnar norðan Hvalfjarðar og höfuðborgarsvæðið nær hvor annarri sem nemur 45-60 km eftir því hvaða staði um er rætt, væru opnaðar alveg nýjar víddir í því, hver viðskipti og hvaða atvinnu er unnt að stunda og hvar. Ársumferð á þessari leið sl. ár var að meðaltali 1.300 bílar á dag og ætla má, að nær 20% þess séu stór- flutningabílar. Lækkaður flutnings- kostnaður í þessum ferðum er beinn ávinningur allra sem bera hann nú og í annan stað kann hann í ýmsum tilfellum að gera möguleg viðskipti, sem nú eru of kostnaðarsöm vegna fjarðlægðar. Aukningu umsvifa og umferðar, sem af þessu mundi leiða er enginn vegur að áætla. Byggð- irnar a.m.k. vestur og norður fyrir Borgarnes yrðu sjálfkrafa hluti af atvinnu- og þjónustumarkaði höfuð- borgarsvæðisins, húsnæðis- og landverð mundi breytast um leið og umferð og viðskiptatengsl mundu aukast. Hin beinu og óbeinu vaxtar- og spamaðaráhrif þessarar miklu breytingar í samgöngumálum svæðisins er enginn vegur að sjá fyrir. Þegar forráðamenn fyrirtækj- anna tveggja skoðuðu í samfellu þessa mikiu hagsmuni af jarðgang- nagerð og líkindin til að göngin yrðu grafin á vegum ríkisins innan ramma venjulegra ijármögnunar vegagerðar í landinu, þótti þeim einsýnt, að aðrar brýnar þarfir mundu hafa þar forgang um langt skeið. Raunar teija þeir líklegt að með þeim aðferðum kæmi ekki að Hvalfjarðargöngum í forgangsröð fyrr en talsvert yrði liðið á næstu öld. Athugun, sem gerð var ásamt reyndum verktaka í jarðgangna- gerð og erlendum ráðgjöfum, gaf til kynna, að göngin mætti gera og reka með hóflegum vegtolli af um- ferð, þannig að ijárfestingin skilaði sér á tíma, sem telja má hæfilegan fyrir þessa tegund af mannvirki. Állmiklar rannsóknir eru þó nauð- synlegar til að sannreyna þær vísbendingar. Rétt er að taka skýrt fram í þessu sambandi, að hvorki Sementsverk- smiðja ríkisins né íslenska járn- blendifélagið hafa minnsta áhuga á að eiga og reka jarðgöng. Áhuginn snýst um að fá jarðgöngin gerð sem fyrst, í hvers höndum sem það ger- ist. Forráðamönnum fyrirtækjanna þótti hins vegar sýnt af þeim tveim- ur milljónum króna, sem Alþingi hefur nú í tvö ár veitt til allra undir- búningsathugana þessarar fram- kvæmdar, að hennar væri ekki að vænta í bráð. Því gerðu fýrirtækin tve sam- gönguráðherra tilboð með bréfi dags. 8. febrúar 1989. Tilboðið fól í sér að fyrirtækin ásamt fyrr- greindu verktakafyrirtæki mundu taka á sig kostnað og áhættuna af því að gera þær undirbúningsrann- sóknir, sem nauðsynlegar eru til að ganga úr skugga um hvort jarð- gangnagerðin er tæknilega mögu- leg og fjárhagslega fýsileg. Til að eiga von í að fá umbun fyrir áhættu sína var tilboðið bundið ýmsum skilyrðum, sem bundin skyldu í samningi. Samningsdrög, sem hugsuð voru sem viðræðugrundvöll- ur, voru lögð fyrir ráðherra. Er þar gert ráð fyrir stofnun hlutafélags, sem fengi einkarétt til byggingar og rekstrar slíks mannvirkis um tiltekið árabil og jafnframt að göng- in yrðu eign ríkisins án endurgjalds að þeim tíma liðnum. Það er for- senda þessa tilboðs, að fram- kvæmdin skerði í engu vegafé til annarra þarfa. Samgönguráðherra hefur ekki tekið afstöðu til þessa tilboðs. Sementsverksmiðja ríkisins og íslenska járnblendisfélagið telja mjög brýnt, að rétt stjórnvöld taki afstöðu til þess nú þegar, hvort þau geta fellt sig við þessa aðferð til að koma þessum mikilvægu sam- göngubótum í verk og taki þá upp samninga um málið hið fyrsta. Sömuleiðis telja fyrirtækin mikils um vert, að sveitafélög, fyrirtæki, félagasamtök og allur almenningur, sem telur þessa gangnagerð sig varða, láti skoðanir sínar í ljós um málið, með ályktunum, bréfum, skeytum eða á annan veg, svo að fyrirtækin og forystumenn í stjórn- málum viti, hvort þau hafa almenn- an stuðning í þessari viðleitni. Þess skal að lokum getið, að aðrar hugmyndir um tæknilega lausn þessa máls en jarðgöng í gegnum fast berg, hafa verið viðr- aðar. Einkum er þar rætt um stein- steypt botngöng, sem gerð yrðu á fyllingu í botni fjarðarins. Ljóst er, að næstu skref í undirbúningsrann- sóknum fælu í sér að kanna, hvort sú lausn eða brú, gæti verið hag- kvæmari en venjuleg göng, sem sprengd væru í föstu bergi. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja telja þessa samgöngubót vera afar mikilsverða fýrir allt Vest- urland, Vestfirði og Norðurland, sem og höfuðborgarsvæðið. Þeir telja þetta hins vegar lykilatriði, sem gæti ráðið meiru en flest annað um byggða- og atvinnuþróun í byggðunum sem næst liggja Hval- firði að norðan. Mánudagur Reykjavík—Hvcragcrði, gist á Hótel Ork Þriðjudagur Hveragerði—Höfn í Hornafirði, gist á Hótel Höfn Miðvikudagur Höfn—Egilsstaðir, gist á Hótel Valaskjálf Fimmtudagur Egilsstaðir—Seyðisfjörður—Húsavík, gist á Hótel Húsavík Föstudagur Húsavík—Mývatnssvæðið—Akureyri, gist á Hótel Norðurland Laugardagur Akureyri-Dalvík—Óiafsfjörður—blönduós, gist á Hótel Ðtönduós Sunnudagur Blönduós—Kjölur—Reykjavík kr.34.900. Vero pr. mann í tvíbýli Innifaliö: Allur akstur, gisting meó morgunveröi og leiðsögn. Aukalega er hægt að fá hálft fæði. Börn innan 15 ára fá 50% afslátt í herbergi með foreld rum og með eigin svefnpoka. EYJAFJALLAFERÐ - ÆVINTYRALEG DAGSFERÐ A HESTUM YFIR FIMMVÖRÐUHÁLS Farið upp með fossum Skógar, yfir Fimmvörðuháls og göngu- ferð niður í Þórsmörk. Þetta er einhver stórkostlegasta dagleið á Islandi. Brottför frá Skógum: Alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga íjúlíogágúst. Verð pr. mann kr. 6.900,- (maki greiðirikr. 6.200.- Börn yngri en 14 ára greióakr. 3.400,- - Stmar 31 ■‘624040 og 624214 Eftir þriggja ára hlé eru hinar frábæru álklæðningar frá Korrugai nú aftur fáanlegar. Sparaðu viðhald notaðu ál. Mcga hf. Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Pósthólf 1026, 121 Rcykjavík ~ ____________Sími 622434____________ Telex 3071 zimscn is —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.