Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 50

Morgunblaðið - 17.06.1989, Page 50
fclk í fréttum ------------ ^ Monroe deyr IS reska leikkonan Kay Kent, sem hafði lifibrauð sitt af því að líkjaeftir Marilyn Monroe, bandarísku leikkonunni oggoðsögninni sem lést með dul.arfullum hætti árið 1962, fannst látin á heimili sínu í Chatham á Englandi fyrir skömmu. í námunda við líkið var vodka-flaska sem drukkið hafði verið úr til hálfs og pillur á víð og dreif. Þótti dauðdag- inn minna á endalok konunnar sem var fyrirmynd Kay Kent í lifanda lífi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1989 Ragnheiður Mósesdóttir og Már Jónsson. Morgunblaðið/Sverrir SOGUFELAG Sagnfræði gerð aðgengilegri Þriðji árgangur tímaritsins Ný saga er kominn út. Ritstjórar blaðsins eru Már Jónsson og Ragnheiður Mósesdóttir. Þegar þau voru spurð um tilgang og til- komu ritstins sagði Ragnheiður: „Það er ekki hægt að rekja sögu tímaritsins án þess að minn- ast á Sagnir, rit sagnfræðinema við háskólann. Þeir, sem standa að Nýrri sögu, hafa flestir stundað nám í sagnfræði við háskólann og hafa kynnst Sögnum, sem er tilraun sagnfræðinema til að gera sagnfræði aðgengilegri en áður tíðkaðist. I Nýrri sögu er að nokkru leyti byggt á þeirri reynslu." Már bætir við að Ný saga sé þó alls ekki eins og Sagnir, heldur sé stefnt að þvi ritið verði eins konar millistig milli Sagna og Sögu, sem eirinig er gefið út af Sögufélaginu. í Nýrri sögu eru fræðilegar greinar eins og í Sögu en þær eru styttri og lögð er áhersla á að skreyta efnið með myndum, sem margar eru fágæt- ar. í greinum þessa heftis er spannað efni allt frá miðöldum til vorra daga. Guðmund J. Guð- mundsson fjallar um barneignir klerka og frillulíf þeirra á miðöld- um. Már Jónsson ritar um barns- feðranir og eiðatökur. Hann lýsir þróun sem varð í þeim málum allt frá siðaskiptum og fram á 18. öld þegar ekki var lengur gengið hart fram í því að konur upplýstu um faðemi bama sinna. Matthew James Driscoll skrifar grein sem einnig snertir skírlífi. Hann lýsir því hvemig sögunni af „skikkju skírlífsins" sem fyrst var franskt söguljóð en breyttist síðan í norr- æna riddarasögu, var loks snúið í rímur á Islandi á 15. öld. Guð- mundur Hálfdánarson ritar grein um frelsishugmyndir íslenskra bænda á 19.öld og telur ósannað að erlendar fijálshyggjuhug- myndir hafí haft þar nokkur áhrif. Loks er grein eftir Halldór Bjama- son um stríðsgróðann í Reykjavík og hvaða áhrif hann hafði á at- vinnulíf í höfuðborginni. Mor^unblaðið/Bjöm Blöndal Stúlkurnar í sveit Útvegsmiðstöðvarinnar í Keflavík ásamt formanni sínum, Þorsteini Arnasyni, en sveit- in hefur sigrað í róðrakeppni kvenna á sjómannadaginn 7 ár í röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.