Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 25

Morgunblaðið - 20.06.1989, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1989 25 Litlir feetur í oflitlum skóm eftirKolbein Gíslason ogHermann Ritter Að jafnaði gengur annað hvert barn í of litlum skóm. Þetta er niður- staða rannsókna á vexti bamsfóta og notkun skóbúnaðar sem heilbrigð- isyfirvöld í Vestur-Þýskalandi gerðu í samráði við þarlenda skóbúnaðar- sérfræðinga. Niðurstöður þessara rannsókna vom nýverið birtar opinberlega. Kannaðir vom fætur og skór um 270 þúsund vesturþýskra barna og sýndu mælingar að um 125 þúsund þeirra, eða rúmlega 46%, gengu í of litlum skóm. Um 11% barnanna notuðu skó sem vom meira en einu til tveimur númerum of litlir en við sams konar könnun sem gerð var fyrir um réttu ári síðan töldust þau vera um 18%. Þá reyndust um 25 þúsund börn nota of stóra skó, sem var nálægt því að vera 10% tilfella. Börn sem töldust nota skó af hæfilegri stærð vom um 119 þúsund, eða rúmlega 44%. Þetta er sjöunda sinn á jafn mörg- um ámm sem gerð er könnun á skó- búnaði barna og fóthirðu í Vestur- Þýskalandi. Með athugunum þessum er reynt að öðlast nokkra hugmynd um vöxt fótanna og skónotkun. Þó alkunna sé að fætur barna vaxi mjög ört og að lögun þeirra breytist, þá benda niðurstöður þýsku rannsókn- anna til þess að stór hluti foreldra láti sig næsta litlu varða skóbúnað barna sinna og gæti þess ekki að endurnýja hann með hliðsjón af vexti og þroska bamanna. Þessar niðurstöður hljóta að telj- ast nokkuð sláandi. í það minnsta vekja þær spurningar um það hvem- ig þessum málum er háttað hér á landi. Því miður hafa ekki verið fram- kvæmdar hliðstæðar rannsóknir hér á landi. Niðurstöður þýsku rannsókn- anna benda hins vegar ótvírætt til þess að full ástæða er til þess að kanna skóbúnað ungra bama á öm vaxtarskeiði. „Þótt það sé sennilega fæstum tamt að tengja skó- búnað almennu heilsufari þá er staðreyndin samt sú að heilbrigði fótanna er að verulegu leyti undir skó- tauinu komið.“ Þótt íslendingar teljist á meðal rikustu þjóða heims og útgjöld þeirra til einkaneyslu með því mesta sem gerist þá virðist oft á tíðum gæta nokkurs hirðuleysis meðal almenn- ings þegar skóbúnaður er annars vegar. Sá gmnur læðist jafnvel að í hringiðu markaðssamfélagsins gleymist það mörgum hver auður er í góðri heilsu. Þótt það sé sennilega fæstum tamt að tengja skóbúnað almennu heilsu- fari þá er staðreyndin samt sú að heilbrigði fótanna er að vemlegu leyti undir skótauinu komið. Þetta er sérstaklega brýnt að hafa í huga þegar valdir em skór á unga fætur. Fyrir þann sem beðið hefur skaða á fótheilsu sinni kann það að vera huggun harmi gegn að margt meinið er viðráðanlegt til a.m.k. nokkurs bata. Engum þarf þó að dyljast að betra er heilt en vel gróið. Það er engan veginn hægt með réttu að heimfæra niðurstöður rann- sóknanna í Þýskalandi upp á Islend- inga. Það er hins vegar jafn fráleitt að gefa sér það að óreyndu að engra útbóta sé hér þörf og að við getum aðeins vel við unað. Hvað Islendinga varðar þá undirstrika rannsóknir í Þýskalandi fyrst og fremst þörfina á að heilbrigðisyfirvöld í landinu fylgist grannt með fótheilsu fólks, ekki síst ungra barna og standi jafnframt fyr- ir almennri fræðslu um þessa hluti. í þessu efni er ábyrgðina ekki aðeins að finna hjá einstaklingunum. Höfundar eru bæklunarskósmiðir. KETTLER Ný sending af hinum glæsilegu v-þýsku garðhúsgögnum komin. GElSiBE VESTURGÖTU 1. SÍMI 11350 GISELUk 8SLAND SUMARHUS ER EKKI BARA FJARLÆGUR DRAUMUR - ÞAÐ SANNA OKKAR VERÐ OG GREIÐSLUKJÖR Sjón er sögu ríkarim MBWBT■. Éfl— ll'll ' ' ' l'll lillHfWll BI I-“—S 0 i -’Hi . Ur eldhúsi / ! • 2-4 manna herbergí Hjónaherbergi M \IIIII SÝNING rfAl SYNINGÍPI ‘ . í dag og næstu daga í Trönuhrauni 8 Hafnarfirði Okkur hjá TRANSIT hf. er sönn ánægja að tilkynna yður að á 30 ára afmæli fyrirtækis okkar bjóðum við til sölu mjög traust, hlý og vönduð (heilsárs) sumarhús, sem vió erum afskaplega stoltir af. lRANSÍTl Frábært hugvit svo og alúð hefur einkennt alla hönnun og smíði á þessum húsum. Húsin eru mjög hlý vegna góðrar einangr- unar m.a. er 6 tommu einangrun í gólfi og lofti. Tvöfalt verksmiðjugler er í gluggun- um. Allir viðir húsanna eru sérstaklega traustir, svo sem gólfbitar (7,5 cm x 20 cm), þaksperrur og aðrir burðarbitar. TRANSIT hf. býður nú glæsilegt sumarhús af GISELLA ÍSLAND gerð, sem er 48 fm að flatarmáli auk 22 fm svefnlofts eða alls 70 fm innanhúss. Auk þess er yfirbyggð verönd 35 fm. Sam- tals eru því 105 fm undir þaki. Við hönnun húsanna hefur hver þumlungur verið skoðaður gaumgæfilega af fagmönn- um og vegna hagstæðra viðskiptasamninga okkar getum við haldið öllum kostnaði í algjöru lágmarki. Verð á GISELLA ÍSLAND sumarhúsi óupp- settu er frá kr. 1.250.000,- Við munum á næstu dögum bjóða nokkur hús af GISELLA ÍSLAND gerð á einstöku kynningarverði, sem er aðeins frá kr. 1.110.000,-. Greiðslukjör eru frábær og við erum mjög sveigjanlegir í samningum. DÆMI: 1) Við samning greiðist 15% af verði. 2) Við afhendingu greiðist 40% af verði. 3) Eftirstöðvar greiðast síðan á t.d. 2 árum. Ef þér viljið kynnast GISELLA ÍSLAND sum- arhúsinu nánar, þá verið velkomin ÍTRÖNU- HRAUN 8, HAFNARFIRÐI, skoðið sýninga- 1 húsið og fáið nánari upplýsingar. ATH. Þeir sem þegar hafa látið skrá sig í sumar, staðfesti pöntun sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar. TRONUHRAUNI 8, HAFNARFIRÐI, SIMI 652501

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.