Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 64

Morgunblaðið - 20.06.1989, Síða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JUNI 1989 Lokað hjá fyrirtækjum sem eiga mál til úrskurðar hjá Ríkisskattanefhd MEÐAL þeirra fyrirtælqa sem lokað var hjá í gær vegna söluskatts- skulda voru 10 fyrirtæki sem framleiða myndbönd vegna skulda sem samtals nema 40-50 milljónum króna. 1987 var fyrirtækjum í grein- inni gert að greiða söluskatt vegna efniskaupa við framleiðslu mynd- banda og náði skattskyldan með afturvirkum hætti til áranna 1985 og 1986. Pjárhæð sú sem fyrirtækjunum var lokað vegna er byggð á áætlun yfirvalda en fyrirtækin játa ekki skattskylduna, segja að þar sem þau greiði söluskatt af framleiðslu sinni á smásölustigi sé um tvísköttun að ræða. Ríkisskattanefnd hefúr verið fengið mál þetta til meðferðar og mun á næstunni kveða upp úrskurð. Steinar Berg ísleifsson forstjóri Steina h/f segir að gert hafi verið munnlegt samkomulag við sölu- skattsdeild tollstjóra um að niður- stöðu Ríkisskattanefndar yrði beðið en með því að hefja lokunaraðgerð- ir sé þetta samkomulag brotið. Steinar segir að mörg þessara fyrir- tækja hafi fjölþætta starfsemi sem þau greiði skilvíslega söluksatt af, aðeins á þessu eina sviði sé um ágreining um skattskyldu að ræða. Hann segist telja framkomu yfir- valda í þessu máli óþolandi. „Þessar aðgerðir eru svo einræðislegar að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Það er byggt á tilbúnu reikningsyfirliti ríkisins sjálfs, farið inn í fyrirtæki og þau innsigluð og maður er ekki virtur viðlits. Ég fór fram á fárra daga frest til meðan ég seldi við- skiptabanka mínum veðskuldabréf til að greiða þetta til að geta hald- ið opnu en það var ekki á það hlust- að. Þessi niðurlæging er engu lík. Mitt fyrirtæki skilar ríkissjóði skilv- íslega að minnsta kostað 35 milljón- um í söluskatt á ári og þessar að- gerðir er ekki hægt að skilja öðruv- ísi en að ríkið sé að drepa gjöfula mjólkurkú,“ sagði Steinar Berg ísleifsson. Aðspurður um mál myndbanda- fyrirtækjanna sagði Snorri Olsen deildarstjóri hjá fjármálaráðuneyti að samkvæmt lögum um söluskatt frestaði ákvörðun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu ekki ein- daga skattsins né leysti undan við- urlögum. Hann sagðist ekki vita um samkomulag það sem vísað væri til en með þessum nýju og hertu innheimtuaðgerðum væri bókstaf laganna fylgt til hlítar. Þar lægi það sjónarmið meðal annars -til- grundvallar að mismuna ekki gjaldendum. Þeir sem gerðu ágrein- ing við skattskyldu ættu eki að njóta góðs af meðan aðrir, sem eins væri ástatt um, kysu að greiða sam- kvæmt álagningu. Komi hins vegar á daginn að Ríkisskattanefnd úr- skurði fyrirtækjunum í vil, verði öllum í greininni endurgreidd fram- lög sín með vöxtum. símrn SUMMMBOD PINNRETTINGAR - ISLENSK FRAMLEIÐSLA mm Mstonmf IB ELDHÚSIN OKKAR HAFA VAKIÐ MIKLA ATHYGLI OG VERIÐ EFTIRSÓTT Þeir sem hafa leitað eftir stílhreinum og vönduðum innréttingum á hagkvæmu verði hafa fundið eitthvað við sitt hæfi hjá IB Innréttingum. Þar hafa viðskiptavinir okkar notið þjónustu og ráðleggingar fagmanna á staðnum. Þeirhafa leyst málin og skapað persónulegan svip fyrirhvern og einn, því möguleikarnireru margir. Láttu fagleg sjónarmið ráða þegarþú velur innréttingar. BCIÐÍN ARMÍILA 17a BYGGINGAWÓNUSTA SÍMAR 84585-84461 ^llSonHsían hf Stillholt 16-300 Akranes Slmi 93-11799 Bvúnns bf. ® 97-11480 Egilsstöðum Aðgerðirnar eru nákvæm- lega eftir vanskilaskrám - segir Olafur Ragnar Grímsson fj ármálaráðherra „ÍTARLEGAR skrár eru gerðar yfir vanskil í söluskatti. Síðan eru hafiiar aðgerðir nákvæmlega eftir skránum, það er enginn mannamun- ur gerður, heldur sitja allir við sama borð,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson fjánnálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann var spurður um lokanir fyrirtækja vegna söluskattsvanskila. Hann seg- ir þá stefhubreytingu vera fólgna í þessum aðgerðum, að innheimtu- menn ríkissjóðs hafi fúllan stuðning ríkisstjómarinnar við þær. til þess. Það felur í sér ákveðna stefnubreytingu að innheimtuaðil- amir fá fullt umboð til að fram- kvæma innheimtuna og það verður staðið fullkomlega við bakið á þeim í þessari innheimtuaðgerð," sagði fjármálaráðherra. Ólafur segir að til aðgerða hefði verið gripið gegn tíu myndbanda- framleiðslufyrirtækjum nú, vegna þess að allir séu settir undir einn hatt. Fyrirtækin hafa farið fram á úrskurð ríkisskattanefndar um hvort þeim beri að greiða afturvirkan sölu- skatt, sem lagður var á þau árið 1987 fyrir viðskipti áranna á undan. „Það var talið, að dómi lögfræðinga, að ekki væri hægt að gera neinn greinarmun þar á, fyrst úrskurður lá ekki fyrir og þar væri um skuld að ræða. Þannig væri farið eftir bók- staf laganna." Ólafur kvaðst ekki vita nákvæm- lega um hlutfallsegan fjölda fyrir- tækjanna eftir landshlutum. Þó væri stærsti hluti þeirra á höfuðborgar- svæðinu, en þau væri engu að síður að finna í öllum skattheimtuumdæm- um landsins. „Það eru nokkur hundruð fyrir- tæki sem eru á þessum lista,“ sagði Ólafur. Hann segir þessar aðgerðir hafa verið í undirbúningi í nokkrar vikur og byggjast á víðtæku sam- starfi skattyfirvalda, það er bæjar- fógeta, tollþjónustu í Reykjavík, lög- reglu og annarra innheimtuaðila. „Þeim er falið að tryggja að fullkom- in skil verði á söluskatti.“ Ólafur segir að verið sé að takast á við stórt þjóðfélagslegt og efnahagslegt vandamál. Þess vegna hafi orðið að undirbúa þessar aðgerðir mjög vel og heija þær á öllu landinu á sama tíma. „Embættum á hveijum stað er falið að framkvæma þessar aðgerðir og þau hafa fullan stuðning fjármála- ráðuneytisins og ríkisstjómarinnar Þegar þú vilt lúta ferskleikann njóta sín ... Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til - fátt gefur meiri ferskleika. Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 10% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 5.7 37 1 msk (15 g) 17 112 100 g 116 753

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.