Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 1
96 SIÐUR B/C
159. tbl. 77. árg.
SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Leiðtogafimdur sjö helstu iðnríkja heims í París:
Fordæma ofbeldisverk
kínverskra stj órnvalda
Erlend blöð bönnuð í Peking í þeim tilgangi að „uppræta ranghugmyndir“
Tímaritið Time:
Raftnagnsleiðsl-
ur varhugaverðar
EKKI alls fyrir
löngu kom út hjá
opinberri banda-
rískri stofnun, sem
Qallar um áhrif
nýrrar tækni,
skýrsla um hættu,
sem fólki stafar af
rafmagnsleiðslum, að því er segir í
bandaríska fréttatímaritinu Time. I
skýrslunni segir að nálægð við há-
spennulínur stofni heilsu fólks í hættu
vegna segulsviðs sein myndast í
kringum þær. I skýrslunni er einnig
gefið til kynna að venjulegar leiðslur
í íbúðarhúsum og heimilistæki eins
og brauðristar og rafinagnsteppi,
sjónvörp og tölvuskjáir geti verið
skaðleg heilsu af sömu sökum. Er vitn-
að í rannsóknir sem sýni að hætta á
krabbameini aukist hjá þeim sem búa
nærri háspennulínum og að hjá kon-
um sem vinni 20 stundir á viku eða
lengur við skjái sé tvöfalt meiri hætta
á fósturskaða en hjá öðrum skrifstofú-
konum. Þó er tekið fram að ekki hafi
verið sýnt fram á beint orsakasam-
band þarna á milli. Time ráðleggur
því fólki að flylja rafhiagnsvekjara-
klukkuna af náttborðinu og yfir í hinn
enda herbergisins, gæta þess að sitja
þijá metra frá sjónvarpstækinu og
umfiram allt varast að hafa of miklar
áhyggjur.
Grænland:
A reiðhjólum
yfir jökulinn
Kaupinannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
TVEIR Vestur-
Þjóðveijar freista
þess nú að komast
yfir Grænlands-
jökul á reiðhjólum,
alls 600 kílómetra
vegalengd. Þeir
eru búnir að vera
19 daga í þessum óvenjulega leið-
angri sínum og eru um það bil hálfh-
aðir, að sögn grænlenska útvarpsins.
Mennirnir eru á sérbúnum reiðhjólum
með sleða í togi. Vísindanefiid Græn-
lands og Danska heimskautamiðstöð-
in hafa viðurkennt leiðangurinn, sem
er fyrsta tilraunin til að fara yfir jök-
ulinn á reiðhjólum. Leiðangurinn hef-
ur fengið nafiiið „Minningarleiðangur
Nansens 1989“ — til heiðurs norska
heimskautakönnuðinum Friðþjófi
Nansen, sem fetaði sömu leið og hjól-
reiðamennirnir þræða nú — á skíðum.
París. Rcutcr.
ASTANDIÐ í Kína var meginviðfangsefhið
á öðrum og næstsíðasta degi leiðtogafund-
ar sjö helstu iðnríkja lieims í París í gær.
Stjórnmálaleiðtogar Japans, Banda-
ríkjanna, Vestur-Þýskalands, Bretlands,
Frakklands, Kanada og Ítalíu fordæmdu
sfjárnvöld í Kína fyrir að kveða niður
mótmæli kínverskra námsmanna á blóðug-
an hátt, og án tillits til mannréttinda.
Að sögn Rcuters- fré ttasto f u n n ar reis
nokkur ágreiningur á fundinum um af-
stöðuna til Kína. Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti reyndi að fá því framgengt að
samþykkt yrði harðorð ályktun þar sem
kínversk stjórnvöld væru fordæmd fyrir
fjöldamorðin á námsmönnum í Peking 4. júní.
Sosuke Uno, forsætisráðhérra Japans, vildi
fara hægar í sakirnar og varaði við því að
Kínveijar yrðu einangraðir. Niðurstaðan varð
harðorð fordæming án mikilla refsiaðgerða.
Kínversk stjórnvöld eru hvött til að „hætta
aðgerðum gegn þeim sem ekki hafi gert ann-
að en að krefjast lögmæts réttar síns til lýð-
ræðis og frelsis".
í yfirlýsingunni sem samþykkt var segir
orðrétt: „Kúgunin [í Kína] hefur leitt hvert
okkar til að grípa til viðeigandi ráðstafana
til að láta í ljós djúpstæða fordæmingu.
Tvíhliða samskipti ráðherra og annarra hátt-
settra manna hafa verið stöðvuð og einnig
vopnaviðskipti þar sem þau voru fyrir hendi.“
Leiðtogarnir samþykktu einnig að stöðva
ætti afgreiðslu nýrra lána til Kína frá Al-
þjóðabankanum og að kínverskir námsmenn
sem þessu óskuðu fengju að dvelja áfram í
löndunum sjö.
Þær fréttir bárust frá Kína í gær að sala
á erlendum dagblöðum og tímaritum hefði
verið bönnuð í Peking „til að uppræta rang-
hugmyndir almennings". Háskólum landsins,
þar sem lýðræðishreyfingin spratt upp, hefur
einnig verið skipað að beijast gegn vestræn-
um hugmyndum í landinu.
BARATTAIj
VID
BðLVALDIN
Brjóstakrabbamein er
fjórdungurgreincira ~1
krabbameina kvenna JL
<
CASTROGATE
Dularfullt kókaínhneyksli á Kúbu