Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 21

Morgunblaðið - 16.07.1989, Síða 21
ATVINNU RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Kennarar við Há- skólann á Akureyri Menntamálaráðuneytið auglýsir lausar stöður við Háskólann á Akureyri. Þær eru staða lektors í iðnrekstrarfræði við rekstrardeild, en þar eru helztu kennslugreinar framleiðslu- stjórnun, birgðastýring, verksmiðjuskipulagning og vinnu- rannsóknir. Eirmig eru anglýstar staða lektors i rekstrar- hagfræði við rekstrardeild og staða lektors í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild. V eiðieftirlitsmenn Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir tveimur veiðieftirlits- mönnum. Annar þeirra verður staðsettur á Akureyri, en gert er ráð fyrir, að hinn fái þjálfun við að síga um borð í veiðiskip úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sölumenn ritverka Örn og Örlygur óska eftir sölumönnum til að bjóða ný og eldri ritverk í Reykjavík og úti á landi. Tekið er fram, að þara sé um mjög seljanlega vöru að ræða, háa söluprósentu og því mikla tekjumöguleika. Oskað er eftir kappsömu og ábyggilegu fólki. Atvinnuleit fyrir fatlaða Akureyrarbær auglýsir eftir starfsmanni að vinnumiðlunar- skrifstofu, er sinni atvinnuleit fyrir fatlaða og aðra þá, sem hafa slæma samkeppnisaðstöðu á vinnumarkaði. Vinnan felst í mati á starfshæfni, ráðgjöf, atvinnuleit og stuðningi við fatlaðan starfsmann í vinnu, samstarfsfólk hans og vinnu- veitanda. Menntun í ráðgjöf, reynsla af málefnum fatlaðra og staðgóð þekking á vinnumarkaði á Akureyri koma um- sækjanda til tekna. RAÐAUGL ÝSINGAR Alþjóðleg ungmennaskipti Tuttugu skiptinemar víðs vegar að koma til landsins í lok þessa mánaðar til ársdvalar. A meðan þeir eru að kynnast og læra fyrstu orðin í íslenzku, dveljast þeir í Reykjavík, en um miðjan ágúst fara þeir allir í sveitina. Alþjóðleg ung- mennaskipti (AUS) óska eftir fjölskyldum eða sambýlum á höfuðborgarsvæðinu, sem vilja opna heimili sín fyrir skipti- nemunum í þær 3 vikur, sem þeir dvelja í Reykjavík. SMÁAUGL ÝSINGAR Sumarleyfísferðir Ferðafélag Islands auglýsir sumarleyfisferðir á næstunni. Hinn 19. júlí verður lagt upp í 5 daga ferð í Landmannaiaug- ar og Þórsmörk. Gengið verður milli sæluhúss F.í. á leiðinni frá Landmannalaugum til Þórsmerkur þ. e. í Hrafntinnu- skeri, við Alftavatn og á Emstrum. Dagana 20.-25. júlí verð- ur farið í Landmannalaugar - Þórsmörk og 21.-30. júlí (10 dagar) í Nýjadal - Vonarskarð - Hamarinn - Jökulheima - Veiðivötn. Hinn 2L-26. júlí (6 dagar) verður farið í Land- mannalaugar - Þórsmörk og 26.-30. júlí (5 dagar) í Land- mannalaugar - Alftavatn. Dagana 26.-30. júlí (5 dagar) verður farið í Þórsmörk - Alftavatn og 26-30 júlí (5 dagar) í Landmannalaugar - Þórsmörk. Dagana 27. júlí-1. ágúst (6 dagar) verður farið í Landmannalaugar - Þórsmörk og 9.-13. ágúst í Eldgjá - Strútslaug - Alftavatn. Fæðingarheimili Reykjavíkur: V estmannaeyj ar: Nægatvinna í sumar Vestmannaeyjuin. NÆG atvinna hefur verið í Vest- tnannaeyjum í sumar. Agætlega hefur aflast og stöðug vinna hef- ur verið í frystihúsunum. Atvinnuástand í Eyjum hefur verið svipað nú og undanfarin sumur. Næg atvinna hefur verið og nánast ekkert atvinnuleysi. Framundan er sumarlokun hjá frystihúsunum, en lokað verður í þrjár vikur eftir Þjóðhátíð, en lokun sem þessi hefur verið viðhöfð hjá frystihúsunum undanfarin ár. Að sögn Amar Sigurmundsson- ar, hjá Samfrost í Eyjum, tengist lokun frystihúsanna núna m.a. því að Eyjabátar eiga mjög lítinn kvóta eftir. Það er því líklegt að þeim verði lagt um leið og frystihúsin loka og má því búast við að lakara ástand verði í atvinnumálum Eyja- manna í næsta mánuði. Arnar sagðist vera frekar svart- sýnn á atvinnuna í haust, vegna þess litla kvóta sem bátarnir ættu eftir. Hann sagði að rekstur frysti- húsanna yrði einnig óhagkvæmari að kvótinn minnkaði vegna afla- samsetningarinnar en menn settu traust sitt á að síldin og hráefni til fiskimjölsverksmiðjanna myndi bjarga atvinnunni í Eyjum í haust. Grímur. Lokað á mesta annatímanum Aukið álag á starfsfólk fæðingardeildar Landspítalans fyrir vikið FÆÐINGARHEIMILINU í Reykjavík verður lokað 24. júlí næstkomandi og ekki opnað aftur fyrr en í byijun september. Hluta heimil- isins var lokað þegar í vor í sparnaðarskyni. Á milli 50 og 60 starfsmenn vinna á heimilinu þegar full starfsemi er þar en um 30 starfs- menn munu fara í sumarfrí 24. júlí. Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilisins segir að starfsfólkið sé mjög ósátt við þessa tilhögun. Gera má ráð fyrir að allt að sextíu fæðingar hefðu orðið á heimilinu þann tíma sem það verður lokað en þær færast yfir á Landspitala. Tíðkast hefur undanfarin ár að loka Fæðingarheimilinu á meðan á sumarleyf- um stendur í sparnaðarskyni. Að sögn Gunnlaugs Snædals yfir- læknis fæðingardeildar Land- spítalans er þessi tími einn mestí annatíminn á fæðingardeild spítalans auk þess sem hluti starfsfólks þar er einnig í sumarleyfi. Brugðist verð- ur við því með því meðal annars að senda sængurkonur fyrr heim en ella. og reyna að taka færri sjúklinga inn á aðrar deildir á meðan álagið er mest. Við þetta bætist að fæðingum hefur farið heldur flölgandi undan- farin ár. Er að sögn Gunnlaugs aði verða sífellt algengara að konur á milli þrítugs og fertugs eignist sitt þriðja eða íjórða barn. Hulda Jensdóttir segir að ekki hafi verið algengt að þurft hafi að vísa sængurkonum frá vegna þess að hluta Fæðingarheimilisins var lok- að fyrr í sumar en að það hafi á ýmsan hátt komið illa við starfsem- ina. Hún segir að aðsókn að heimil- inu hafi farið minnkandi undanfarin ár og þess vegna hafi þessi lokun haft minni áhrif en ella. Hún segir að sumarleyfi starfs- fólks séu öll tekin í einu í sparnaðar- skyni, svo að ekki þurfi að ráða að- stoðarfólk. Hulda er mjög ósátt við þessar aðgerðir. „Það er ógurlega hart að það skuli þrengt að fæðandi konum og börnum í sambandi við þessar sparnaðarráðstafanir," sagði Hulda. Hún segir að vegna álagsins á Landspítala þurfi jafnvel að senda konur heim á þriðja degi og það sé mjög slæmt í ljósi þess að ekki tíðkast lengur að hjúkrunarfólk fari heim til sængurkvenna fyrstu dagana eftir fæðingar. Gunnlaugur Snædal segir að greinilegt sé að konur vilji frekar fæða á sumrin. Hann segir að fæð- ingar séu flestar frá júlí og fram í september. Hann segir að ekki sé gripið til þess að útskrifa konur fyrr vegna álags á fæðingardeildina nema í neyð. Hann segir að það sé einung- is gert ef allt hefur gengið eðlilega við fæðinguna og konurnar geti haft samband við fæðingardeildina ef eitt- hvað kemur upp á. Þessar sparnaðar- aðgerðir koma því ekki niður á ör- yggi mæðra og barna að mati Gunn- laugs. Borgarnes: Betra atvinnu- ástand Borgaraesi Atvinnuástand í Borgamesi er betra en gert hafði verið ráð fyr- ir og svipaður fjöldi er á atvinnu- leysisskrá og í fyrra. Vel tókst að útvega skólabörnum sumar- vinnu í Borgamesi og nágrenni. Að sögn Jóns Arnar Eggertsson- ar formanns Verkalýðsfélags Borgarness og nágrennis fengu 35 manns atvinnuleysisbætur við síðustu útborgun, þar af 23 Borg- nesingar. í Borgarnesi er aðallega um eldra fólk að ræða sem er at- vinnulaust, til dæmis eru 14 manns yfir 67 ára en aðeins einn undir 50 ára. í uppsveitunum er meira um að ungt fólk sé atvinnulaust. Vel hefur gengið að útvega skólabörnum og ungmennum sum- arvinnu. Hafði Borgarnesbær milli- göngu um að útvega 80 unglingum vinnu í sumar. Flest störfin eru hjá bænum, við að snyrta og fegra stað- inn, en önnur hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Skógrækt ríkisins í Skorradal. Aðilar sem rætt var við voru sammála um að atvinnuástand væri betra en spáð hefði verið. Þá kom einnig fram að mikill skortur væri á leiguhúsnæði í bænum en vonast væri til þess að úr rættist þegar tíu félagslegar íbúðir sem nú væru í smíðum yrðu teknar í notkun um - næstu áramót. TKÞ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.