Morgunblaðið - 01.08.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.08.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989 39 Minninff: Sigurm undur Einarsson trúboði Fæddur 25. október 1902 Dáinn 19. júlí 1989 Nú er- fallin þessi hetja Guðs, Sigurmundur Einarsson, trúboði. Farinn aftur heim til Drottins, eftir langa bið eftir fararleyfi. Sumir þurfa að bíða lengi, aðrir bíða skem- ur. En nú er hann fijáls og kominn heim, eins og Prédikarinn segir: Og andinn aftur til Guðs, sem gaf hann. Sigurmundur var fáum mönnum líkur. Svo einlægur þjónn Guðs var hann, að leitun er að öðrum eins. Svo einlægur Jesúmaður og ákafur trúboði, að sjaldgæft telst. Svo hjálplegur öllum sem leituðu Guðs, leituðu trúarlegra takmarka, að stundum virtist sem Kristur sjálfur starfaði í honum og um hann. Sagt var um Sigurmund, að hann hafi frelsast tæplega fertugur að aldri, eftir að hafa horft á vin sinn hrapa til bana er þeir voru að háfa fugl í Vestmannaeyjum. Skelfing atburðarins hafi grafið sig djúpt í vitund hans og þungi ótal spurn- inga, sem vakna um örlagastund, höggvið nærri hugarfylgsni hans. — Hvað býr í hugarfylgsni manns? Er ekki fylgsni felustaður, eða skýli? Er það ekki þar sem kjarni mannsins býr, í hugarfylgsni? Þar sem maðurinn er hann sjálfur, án allra sjónhverfinga sem beitt er til þess að hljóta samþykki í mann- heimi, — og upplifað í einni svipan verðleysi hinnar almennu uppgerð- ar og verið knúinn af óáþreifanleg- um rökum til þess að finna dýrari svið, til þess að lífið verði bærilegt. Ekkert kerfi hugsunar í veröldinni, annað en Jesús Kristur, á svar við hinni dýpstu spurningu. Þess vegna hlaut svar Sigurmundar að verða í Jesú: „Ég er vegurinn, sannleikur- inn og lífið. Fylg þú mér“. Og það gerði Sigurmundur, og gerði það allt öðru vísi en flestir aðrir menn. Hann gerðist liðsmaður Guðs, af heilum hug, ákafur og einlægur. Hann hafnaði öllu veraldarinnar oflæti, sem flestum verður á að burðast með, þrátt fyrir orð um annað. Sigurmundur fór um allt ísland, ferð eftir ferð. Á svo til hvert ein- asta heimili kom hann og bauð til sölu bækur og rit, trúarlegs efnis. Hann bauð til bænastunda ef hon- um fannst fólk í þörf, bauð til söngs og vitnisburðar um atburðinn mikla á Golgata. Hann prédikaði öðrum betur, fann aðgengilegri rök í Orð- inu. Stjórnaði kór. En umfram allt var hann listamaður tveggja manna tals. Listamaður, kallaður af Guði til þeirrar þjónustu að mæta ein- staklingum í einkasamtali, þegar þeir gátu hvorki talað né spurt að fleiri viðstöddum. Þegar einkamál þeirra þrengdu svo að, að ekki var hægt að sýna þau hveijum sem var. Hann vænti leiðbeiningar an- dans, um stað og stund, hvar sín væri þörf. Og Guð gat sent hann um landið þvert og endilangt, einan í kassabíl, til þess að mæta af- skekktum einstaklingum sem and- varpað höfðu til óljóss Guðs um hjálp, af því að Sigurmundur var trúnaðarmaður Drottins. Fyrir tuttugu og fimm árum, nákvæmlega, sendi Guð Sigurmund í veg fyrir undirritaðan. Sá var þá á flótta. Hundeltur af sjálfsásökun og sjálfsdæmingu. Um flóttamann- inn söfnuðust ýmiss konar legátar með léttvægar lausnir. Tveir menn ■ stóðu upp úr. Guðni Markússon í Kirkjulækjarkoti, fulltrúi orðsins um elskuna í hjartanu, og Sigur- mundur Einarsson, sem fulltrúi orðsins um lausnina og lausnarann. Hann lét Biblíuna ávallt svara sjálfa, því að hann kunni hana og gat sótt orðin í hana á svipstundu. „Hér stendur skrifað", sagði hann þá og það var eins og fingur hans hefðu skynjara í gómunum, svo fljótir voru þeir að finna fram kapít- ula og vers. Og Margrét, blessuð Margrét, eiginkona Sigurmundar, dáin 1977, kom til Ástu með fullan stóran disk af pönnukökum og sagði, eins og afskandi: „Eru ekki börnin svöng?“ Það var svo innilegt og þessvegna svo auðvelt að þiggja það. Auðvitað er stór barnahópur, bláfátækra flóttamanna, sísvangur. Og Mar- grét kaus sér að vera varnarstólpi þeiiTa sem minnst máttu sín. Óhagganleg. Guð er svo góður þegar hann sendir fólk eins og þessa ágætu vini til manns út í eyðimörkina. Gegnumfrelsaða vini, eins og það heitir á máli frelsaðra manna, þeg- ar einhveijir gefast Guði af lífi og sál, heilu hjarta, og lifa honum allt sitt líf upp frá því og líta aldrei til baka,' og gá aldrei að eigin hag. Þegar menn, karlar og konur, leit- ast við að lifa markmiði smiðsins frá Nasaret, sjálfs. „Ég skal koma og lækna hann“, sagði Jesús, þegar hann var beðinn um að hjálpa sveini hundraðshöfðingj ans. Nú er tími Sigurmundar liðinn. Öldin önnur. Í dag fer mest fyrir mönnum sem hugsa fyrst um eigin hag. Mönnum sem dansa í kringum stóla og uppi á stólum og telja sér trú um að þeir séu að þóknast Guði. Mönnum, sem bera sjálfa sig fram. Aldrei bar blessaður Sigurmund- ur Einarsson sjálfan sig fram. Hann bar aðeins Jesúm Krist fram. Aldr- ei hrósaði Sigurmundur sjálfum áér. Hann hrósaði aðeins Jesú. Fólk lærði að þekkja Jesúm, fólk tók trú á Jesúm, fyrir orð og at- höfn Sigurmundar. Yið hjónin þökkum Guði almátt- ugum fyrir Sigurmund og Margr- éti, og áhrif þeirra á líf okkar. Biðj- um Guð að blessa minningu þeirra og gefa þjóðinni marga sem þau. „Þessvepa ástundar hinn vitri einfeldni og verður fyrirraynd allra. Hann býst ekki í skart, þessvegna Ijómar hann; hann heldur sér ekki fram, og það er ágæti hans; hann er laus við sjálfhælni, og þessvegna er hann virtur; hann er laus við sjálfsþótta og ber því af öðrum. Og af því að hann keppir ekki við aðra, getur enginn keppt við hann.“ Lao Tse. óij Ágústsson Birting nfmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofti blaðsins í Hafiiarstrætí 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Hvað er merkilegt við þennan Candy kæliskáp? (Annað en verðið?) • 380 lítra(240 I kælirog 1401 frystir)• Tvöaðskilin kælikerfi (2 kæliþjöppur) • Orkusparandi • Hitamælir fyrir frysti • Hæð 185 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm. AFMÆUSTILBOÐ: Áður kr. 61.900, nú kr. 55.710. Staðgreidd kr. 52.925 — sparnaður 8.975! G09 Borgartúni 20, sími 26788 Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboðsmönnum okkar um land allt ... ANSILJÚFFENGT RJÓMASÚKKULAÐI MEÐ HNETUM OG RÚSI'NUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.