Morgunblaðið - 01.11.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 01.11.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 Færeyskirog grænlenskir út- gerðarmenn: Taka vel í sölu á lax- veiðikvóta MARGT bendir til þess að er- indi sem Laxárfélagið lagði fyr- ir útgerðarmenn í Færeyjum, sem eru eigendur úthafslax- veiðikvóta, verði vel tekið. Lax- árfélagið hefur boðist til að kaupa kvótann af útgerðar- mönnum og í undirbúningi er að Ieggja svipað erindi fyrir grænlensku heimastjórnina um kaup á kvóta Grænlendinga. Orri Vigfússon, formaður Lax- árfélagsins, er nýkominn frá Grænlandi þar sem hann kannaði undirtektir við þessari málaleitan. Aðild að Laxárfélaginu eiga Stangveiðifélag Reykjavíkur, Landssamband stangveiðifélaga, sem eru veiðiréttareigendur, Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva og Stéttarsamband bænda. Að sögn Orra er allt útlit fyrir að fulltrúar grænlensku heima- stjómarinnar sýni erindinu áhuga þar sem laxveiði Grænlendinga í sjó brást í ár og þeir sjá fram á mikinn taprekstur. Orri sagði að Laxárfélagið hefði haft forgöngu um þetta mál og að það ætti samstarf við aðila í Kanada, Bretlandi og Noregi. Hann sagði að stefnt væri að því að kaupa kvóta Færeyinga og Grænlendinga til tveggja ára og á því tímabili yrðu laxveiðar í sjó algerlega bannaðar. Hann kvaðst telja að þá gæti laxagengd i ám á Islandi aukist um ailt að 30%. Bryggjan marar í hálfú kafi, eftir standa undirstöðurnar. Stórtjón í höftiinni í Grindavík Grindavík. ELSTI hluti hafnarbryggjunn- ar í Grindavík, hluti Svíra- garðs, brotnaði í fyrrakvöld og er talinn ónýtur. Bryggjan var smiðuð 1947 og er mikið notuð sem löndunarbryggja. Þetta gerðist um kvöldmatar- leytið, en þá var stórstraumsflóð og mjög hásjávað í höfninni. Mjög brimasamt var við Grindavík og briminu fylgdu miklar fyllur sem komu inn í höfnina. Fyllurnar hafa mikil áhrif á sjávarhæðina í höfninni og svo virðist sem efra dekk bryggjunnar, sem er tré- bryggja, hafi lyfst upp og borist út á höfnina með útsoginu. Bjarni Þórarinsson hafnarvörð- ur sagði í viðtali við Morgun- blaðið að þetta óhapp kæmi á versta tíma þar sem síldarvertíð er nú að byija og margir aðkomu- bátar væru í Grindavík. Ljóst væri að um stórtjón væri að ræða sem skipti milljónum. „Bryggjan er ónýt,“ sagði Bjarni, „og bráðabirgðaviðgerð kemur vart til greina.“ Hann gat þess einnig að nú yrði erfitt að láta bátana liggja við Svíragarð því hlutinn sem skemmdist hafi veitt gott skjól fyrir minni bát- ana. Bjarni sagði að síðustu að beðið yrði með ákvarðanir þar til menn frá hafnamálastjórn hefðu metið skemmdirnar. FÓ Karvel Pálmason: Hraftiagilsskóli: Nýja íþróttahús- inu lokað NÝTT íþróttahús við Hrafha- gilsskóla í Eyjafirði, sem vígt var síðastliðinn laugardag, hef- ur verið tekið úr notkun vegna slysahættu. Loftljós í húsinu hrundi á mánudag, í fyrsta tímanum í húsinu, þegar bolti lenti í Ijósinu. „Það vildi okkur til happs að húsvörðurinn var í stúkunni og sá að ljósið losnaði og gat varað menn við, þannig að óhappi var forðað,“ sagði Sigurður Aðalgeirsson skóla- stjóri Hrafnagilsskóla. Hann bjóst við að húsið yrði ekki lokað nema í 2-3 daga á meðan verið væri að tryggja festingarnar. „Ríkisstjórnin þekkir ekki sinn vitjunartíma“ „ÞEGAR menn eru komnir á toppinn þekkja þeir oft ekki sinn vitjun- ari.íma,“ sagði Karvel Pálmason þingmaður Alþýðuflokksins um ríkis- stjórnina í umræðum um lánsQárlög í efri deild Alþingis. Karvel taldi dóm almennings yfir ríkisstjórninni mundu verða harðan. Ólafur Ragnar Grímsson tjár- málaráðherra hafði framsögu með frumvarpi ríkisstjómarinnar til lánsfjárlaga fyrir árið 1990. Þegar röðin kom að Karvel Pálmasyni kvað hann talnaræðu fjármálaráð- herra vera óskiljanlega almenningi eins og sér. Teldi hann eðlilegt að ræða um lánsfjárlög heimilanna í landinu. Kvaðst Karvel hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkis- stjómina; skattar væru háir og ekki hefði verið staðið við loforð gagn- vart launþegum um kaupmátt tekna. í svari sínu sagði fjármálaráð- herra að hann tæki ásakanir sem þessar mjög alvarlega. Benti hann á að samkomulag við samtök opin- berra starfsmanna hefði gengið út á það að varðveita kaupmátt lægstu launa. Hefði verið staðið við það, þar eð kaupmáttur fjórðungs fé- lagsmanna BSRB hefði hækkað um 2-7% á samningstímanum. Um ASÍ-félaga sagði Ölafirr Ragnar að samkomulag við þá hefði gengið út á ákveðna upphæð til niður- greiðslna; hefði verið staðið við það og gott betur. Karvel gerði sig ekki ánægðan með þetta svar og benti á áiyktanir miðstjórnar ASÍ, Verkamannasam- bands íslands og fleiri aðila; hann væri ekki einn um að ásaka ríkis- stjórnina um svik. Krafðist Karvel þess að fundinum yrði frestað til þess að hann hefði tækifæri til þess Helgi Ágústsson sendiherra í London Ólafiir Egilsson fertilMoskvu Sendiherraskipti verða í sendi- ráði íslands í London nú um mánaðamótin. Ólafúr Egilsson sem verið hefur sendiherra þar síðan 1986 mun senn taka við embætti sendiherra Islands í Moskvu. Helgi Ágústsson skrif- stofiistjóri í utanríkisráðuneyt- inu verður sendiherra í London. Núverandi sendiherra í Sovétríkj- unum, Tómas Á. Tómasson, hefur verið við störf erlendis í nærfellt tvo áratugi og mun vera gert ráð fyrir að hann komi nú heim til starfa í utanríkisráðuneytinu. Eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá hafa ýmsar breytingar í utanríkisráðuneytinu verið í deigl- unni og samkvæmt heimildum blaðsins má búast við að nánari ákvarðanir um þær verði birtar á næstunni. að afla sér allra nauðsynlegra gagna um loforð ríkisstjórnarinnar og efndir. Þingforseti, Jón Helgason, gerði hlé á fundi í fimm mínútur og stóðu þingdeildarmenn og ráðherra í þjarki um stund. Ráðherra benti á nauðsyn þess að afgreiða málið til nefndar í vikunni. Að lokum var ákveðið að fresta þessu máli en halda dagskrá áfram að öðru leyti. Sjá nánar á þingsíðu, bls. 27. Dalvík: Ungiir maður lést í um- ferðarslysi RÚMLEGA þrítugur Dalvíking- ur, Björn Þór Árnason, skip- sljóri, lést er bifreið sem hann ók fór út af Ólafsfjarðarvegi, skammt utan við Dalvík. Til- kynnt var um slysið til lögregl- unnar á Dalvík um kl. 8.30 í gærmorgun, en ekki er vitað hvenær slysið átti sér stað. Slysið varð á milli bæjanna Hóls og Karlsár, skammt utan við Dalvík. Tilkynnt var um slysið snemma í gærmorgun og fór lög- reglan á Dalvík á vettvang. Björn Þór var einn í bifreiðinni. Bifreið hans hafði oltið út af veginum og hann kastast út úr bílnum og látist samstundis. Aflíðandi beygja er á veginum þar sem slysið varð og er talið að þar hafi ökumaður misst vald á bifreiðinni. Björn Þór Árnason var 31 árs, til heimilis að Smáravegi 8 á Dalvík. Hann lætur eftir sig tíu ára dóttur. Sigldi á 2 báta og dýpkunarskip Vestmannaeyjum. ÓHAPP varð er verið var sigla Bakkafossi inn innsiglinguna i Vestmannaeyjahöfn um níuleytið í gærmorgun. Stjómendur skips- ins misstu stjórn á því með þeim afleiðingum að það rakst á dýpk- unarskipið Vestmannaey og tvo aðra báta sem lágu við Naustham- arsbryggju. Björgvin Magnússon, hafn- sögumaður, sagði að Bakkafoss hefði verið á siglingu inn renn- una, milli hafnargarðana, þegar skipið hentist skyndilega í átt að nyrðri hafnargarðinum í þann mund er átti að fara að beygja á stjórnborða inn höfnina. Þrátt fyrir að beygt væri hart í stjór og bógskrúfur settar á fullt þá lét skipið ekki að stjórn. Reynt var þá að bakka en það var of seint til að forða því að skipið lenti á bátum sem lágu við austanverða Nausthamarsbryggju. Bakkafoss lenti fyrst á grafskipinu Vest- mannaey en skrönglaðist af henni á milli Alseyjar og Gígju sem lágu samsíða aftan við grafskipið. Talsverðar skemmdir urðu á Vestmanney, spil og dekkhús skemmdust auk þess sem smá dæld kom á skipið. Rekkverk á Álsey laskaðist og lítilsháttar dæld kom á skipið, en Gígja slapp með smá skemmdir á rekkverki. Gat kom á stefni Bakkafoss og var gert við það í Eyjum í gær. Björgvin sagði að það væri samdóma álit hans og skipstjóra Bakkafoss að mikið sog í innsigl- ingunni hefði valdið því að þeir' misstu stjórn á skipinu. „Það verður eitthvað að gera til þess að laga innsiglinguna hér. Skip af þessari stærð koma hér inn vikulega og það er varla fært að taka þau inn um þessa þröngu innsiglingu. Það má alla vega ekkert út af bera til þess að ekki hljótist slys af. Að mínu mati verð- ur að taka af norður hafnargarð- inum til þess að breikka innsigl- inguna ef koma á í veg fyrir að slys sem þetta endurtaki sig,“ sagði Björgvin að lokum. Grímur Sauðárkrókur: Skipum Utgerðarfélags- ins skipt á milli eigenda Skjöldur fær Drangey, nýtt útgerðar- félag fær Hegranes og Skaffca HLUTHA'FAR í Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf. á Sauðárkróki hafa náð samkomulagi úm að selja allar eigur og að hluthafarnir taki með sér uppreiknað hlutafé inn í önnur félög. Einn hluthaf- inn, Skjöldur hf., kaupir togarann Drangey SK-1 og tekur með sér hlut sinn í eigin fé og hálfan hlut Sauðárkróksbæjar, samtals 30% af eigin fé Utgerðarfélagsins. Aðrir hluthafar, þar á meðal Fiskiðja Sauðárkróks hf. og Hraðfrystihúsið á Hofsósi, stofha nýtt útgerðarfélag, Skagfírðing hf., kaupa togarana Hegranes SK-2 og Skafla SK-3 og taka með sér 70% eigið fé Utgerðarfélagsins. Hluthafar Skagfirðings hf. verða auk Fiskiðjunnar og Hrað- frystihússins á Hofsósi Sauðár- króksbær, Sameinaða sveitarfé- lagið á Hofsósi og nágrenni, Kaup- félag Skagfirðinga og einstakling- ar. Hlutafé verður aukið um 90 milljónir kr., þannig að hlutafé Skagfirðings var um 200 milljónir kr. við stofnun félagsins í gær. í fréttatilkynningu frá hluthöfum í Útgerðarfélagi Skagfirðinga hf. kemur fram að stefnt er að því að nýja félagið kaupi Skagfirðing SK-4, sem er í eigu Fiskiðju Sauð- árkróks, og að hlutafé verði aukið meira í tengslum við það. Þá kem- ur fram að yfirstjórn og skrifstofu- hald Skagfirðings hf. og Fiskiðju Sauðárkróks verður sameinað á einn stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.