Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 Um stöðu endurskoðenda ffltrgMiíM&Mífo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fuiltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magriús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 90 kr. eintakið. N or ðurlandaráð og Eystrasaltsríkin egar þing Norðurlanda- ráðs var haldið í Stokk- hólmi fyrr á þessu ári, lá þar fyrir tillaga frá þingmanni Framfaraflokksins í Dan- mörku um að Eystrasaltsríkj- unum yrði boðið að senda full- trúa til að fylgjast með þing- inu. Tillagan var ekki tekin alvarlega af öðrum þingfull- trúum, líklega bæði vegna þess hver stóð að henni og einnig vegna hins hvert efni hennar var. Þingfulltrúum þótti þetta einfaldlega of lang- sótt hugmynd. Nú í haust bauð Norðurlandaráð til ráð- stefnu um sjávarmengun og var hún í Kaupmannahöfn. Carl Bildt, formaður Hægri- flokksins i Svíþjóð, lagði til við forsætisnefnd Norður- landaráðs, að hún byði fulltrú- um Eystrasaltsþjóðanna, það er þjóðfylkinganna, sem þar hafa verið stofnaðar, til þings- ins. Þeirri tillögu var hafnað meðal annars á þeirri form- legu forsendu, að Sovétstjórn- inni hefði þegar verið boðið að senda fulltrúa. N.u liggur enn fyrir forsætisnefndinni erindi um einhvers konar sam- band við Eystrasaltsríkin, að þessu sinni frá Anker Jörg- ensen, fyrrum forsætisráð- herra jafnaðarmanna í Dan- mörku. Verður það rætt á fundi nefndarinnar nú um miðjan mánuðinn á Álandseyj- um. Þróunin er ákaflega ör í Austur-Evrópu og breytingar svo hraðar, að menn mega hafa sig alla við til að fylgjast með því sem þar er að ger- ast. Hvarvetna vilja menn nota þær glufur sem hafa myndast og reyna fyrir sér á frelsisbraut. Norðurlandaráð gæti orðið vettvangur frjáls- ræðis fyrir Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen. Ætti forsætisnefnd Norður- landaráðs hiklaust að taka ákvarðanir sem miða að því að styrkja tengslin við þessar þjóðir og auðvelda þeim að fóta sig við nýjar og gjör- breyttar aðstæður. Áð sjálfsögðu er hægara sagt en gert að hrinda nýrri stefnu af þessu tagi í fram- kvæmd. í mörg horn er að líta. Til dæmis er nauðsynlegt að huga að því, hvort ekki eigi að fjalla hispurslaust um utahríkismálefni á vettvangi Norðurlandaráðs, hvort það samræmist kröfum tímans að fjölþjóðleg stofnun eins og ráðið leiði þann málaflokk al- veg hjá sér. Fyrir því hafa verið góð og gild rök að halda deilum um utanríkis- og ör- yggismál utan vébanda Norð- urlandaráðs. Eiga þau við enn í dag? í ræðu sem Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseti flutti í Helsinki á dögunum sagði hann að Sovétmenn væru reiðbúnir að stofna til tengsla við Norðurlandaráð. Hann lagði til að sendinefnd frá ráðinu hitti fulltrúa Æðsta ráðs Sovétríkjanna, en síðan yrði efnt til funda með fulltrú- um Æðstu ráða í sjálfstjórnar- lýðveldum í norðurhluta Sov- étríkjanna. Fulltrúar Norður- landaráðs geta ekki gengið til slíkra funda nema með ótví- ræðu umboði og það verður ekki veitt án umræðna um utanríkismál. Fundir af þessu tagi þurfa alls ekki að rekast á hugmyndir um að rækta sérstaklega tengslin við Eystrasaltsríkin. Norrænar þjóðir eiga ekki að þurfa að fara í gegnum Moskvu til þess heldur eiga þær að taka upp bein samskipti við Eistlend- inga, Letta og Litháa. Þeir sem ekki fylgjast náið með breytingum í Evrópu og bregðast rétt við þeim eiga á hættu að daga uppi eins og nátttröll. Norðurlandaráð er í eðli sínu íhaldssöm stofnun og ýmsir vilja ekki neinar breytingar á starfsemi þess, hvort heldur vegna þróunar í Austur- eða Vestur-Evrópu. Þeir líta fremur um öxl en fram á veginn. Vilji menn að hræringar samtímans endur- speglist í störfum Norðurland- aráðs eiga þeir við núverandi aðstæður að líta með jákvæð- um huga á tillögur Gorb- atsjovs í ræðunni í Helsinki og jafnframt ákveða að rækta bein tengsl við Eystrasalts- þjóðirnar svo sem með því að bjóða þeim að senda fulltrúa hingað til Reykjavíkur, þegar þing Norðurlandaráðs verður haldið hér eftir fáeina mánuði. I eftir Stefán Svavarsson í nýlegri grein eftir Friðrik Ey- steinsson, rekstrarhagfræðing, er mjög ómaklega vegið að stétt end- urskoðenda. í rauninni er ekki ástæða til þess að svara þessari grein, en það skal þó gert, aðallega vegna þess að ritstjórn Morgun- blaðsins kaus að birta hana á miðopnu blaðsins, en einnig vegna þess, að þingsályktunartillaga hef- ur nú komið fram á Alþingi, þar sem krafist er rannsóknar á störf- um endurskoðenda. Friðrik lýsir því í grein sinni, að hann hafi áhuga á reikningsskil- um fýrirtækja, en jafnframt skýrir hann frá því að efni skýrslu Ragn- ars Kjartanssonar, fyrrum stjórn- arformanns Hafskips hf., hafi komið sér mjög á óvart. Ef áhug- inn er raunverulegur, þá hefði hann áttað sig á því, að úttekt Ragnars er verulega gölluð og hún er ekki skrifuð af mikilli þekkingu á reglum reikningshalds. Það var raunar varla við því að búast; maðurinn heldur uppi vörnum í hinu svonefnda Hafskipsmáli með því að ráðast gegn endurskoðend- um og vinnubrögðum þeirra. Ekki lái ég honum að gera það, enda hentar það málstað hans, en varla er skýrslan skrifuð af hlutlausum manni. Friðrik virðist ekki hafa gert gagnrýna athugun á skýrslu Ragn- ars og gerir niðurstöður hans að 'sínum. Hann segir, að við reikn- ingagerð fyrirtækja ríki henti- stefna og heldur því fram, að end- urskoðendur séu að missa tökin á viðfangsefni sínu og gefast upp. Þessum stóryrðum skal hér harð- lega mótmælt með því að skýra svör endurskoðenda við þeim fimm dæmum úr skýrslu Ragnars, sem Friðrik valdi til sérstakrar umþ'öil- unar. Til þess að þurfa ekki að lenda í ritdeilum við Friðrik úm þetta mál, vil ég taka skýrt fram, að önnur dæmi úr skýrslu Ragnars eru álíka auðskýrð. 1. Um endurmatsaðgerðir I skýrslu Ragnars kemur fram, að 19 mismunandi endurmatsað- ferðum hafi verið beitt hjá þeim 60—70 fyrirtækjum, sem skoðuð voru. Þetta er rangt, aðferðirnar era þrjár. Ein aðferðin byggist á fyrirmælum skattlaga, önnur á þeirri hugmynd að gagnlegt sé að fá upplýsingar um upphaflegt kaupverð framreiknað fyrir áhrif- um almennra verðlagsbreytinga, en sú þriðja byggist á því að nálg- ast endurkaupsverð viðkomandi fjármuna. Friðrik virðist líta svo til, að öll fyrirtækin skuli beita sömu aðferð við endurmat. En er það endilega rökrétt? Hagfræðingnum skal bent á, að endurskoðendur væru án efa allir sammála urg að nota skyldi sama stuðul við endurmat á öllum fjár- munum, ef því væri þannig farið, að allir ijármunir hækkuðu jafn- mikið í verði og í hátt við almenn- ar verðlagsbreytingar. En þetta er merguiinn málsins; svo er bara ekki. Astæðan til þess er aðallega sú, að hér gætir áhrifa framboðs og eftirspumar, en ég hætti mér ekki opinberlega lengra inn á þá braut, enda er ég ekki hagfræðing- ur. Getur verið að hagfræðingurinn átti sig ekki á þessu? Nú er það svo, að hér á landi eru ekki gefnar út margar vísitöl- ur, gagnstætt því sem við á meðal iðnvæddra þjóða. Af þeim sökum hefur verið erfitt að fá upplýsingar um sértækar verðlagsbreytingar. Endurskoðendur hafa brugðist við þessum vanda með því að rann- saka, hvaða verðstuðlar og gjald- miðlar gætu verið til vitnis um endurkaupsverð. Og á grundvelli þeirra rannsókna hafa þeir gert tillögur til yfirstjórna fyrirtækja um endurmatsstuðul (ekki endur- matsaðferð). Það kynni að vera fróðlegt fyrir lesendur þessarar greinar að fá að vita, að í umræðum erlendis um áhrif verðbólgunnar á reiknings- skil fyrirtækja, hefur yfirleitt verið byijað á því að mæla með sama stuðli til endurmats á eignum. Honum hefur síðan ávallt verið hafnað, þegar lengra leið á umræð- una vegna þess að mönnum varð ljóst, að sami stuðull getur ekki tekið til verðbreytinga á því ijöl- breytta safni fjármuna, sem notað- ir eru í atvinnurekstri. Finnst þér sennilegt, lesandi góður, til dæmis, að verð á Boing-þotum Flugleiða ráðist af byggingarvísitölunni á Islandi? Að minnsta kosti einn hagfræðingur virðist halda þessu fram, þó að ég og þú séum auþvit- að sammála um, hversu fráleitt það er. Að lokum skal um þetta efni bent á, að samkvæmt íslenskum lögum má endurmeta varanlega rekstrarfjármuni hafi um varan- lega hækkun á verði þeirra verið að ræða. Engin bein fyrirmæli eru á hinn bóginn í lögum um það, hvernig að þessu endurmati skuli staðið, þegar frá er talið að heim- ilt er að miða endurmat eigna við aðferð skattlaga. Lögum sam- kvæmt skulu þó reikningsskil vera í samræmi við góða reikningsskila- venju. Eélagsskapur endurskoð- enda hér á landi hefur margsinnis um þetta mál fjallað og er það aðaltillaga félagsins að miða við almennar verðlagsbreytingar, en færi er gefið á öðrum stuðlum, telji menn það eiga betur við. íslenskir endurskoðendur eiga aðild að alþjóðlegum samtökum endurskoðenda og þau hafa mælt með einum stuðli við skilyrði óða- verðbólgu, en heimild er líka gefin til að taka mið af sértæku verð- lagi. Hvor tveggja hátturinn er sem sé viðurkennd venja á alþjóðlegum vettvangi, ög eins og sjá má eru íslenskar venjur í samræmi við þessar alþjóðlegu reglur. Því hélt framkvæmdastjóri þessara sam- taka a.m.k. fram á fundum hér á landi, annars vegar með endur- skoðendum en hins vegar fulltrú- um Verslunarráðsins. 2. Um gengismál Friðrik finnur að því, að fyrir- tæki hafi ekki notað sama gengi við gerð reikningsskila fyrir árið 1988. Ég er sammála því, að æski- legast sé að fyrirtæki noti sama gengi, en ég er ekki sammála því, að mismunandi gengi viti á óskilj- anleg vinnubrögð. Sannleikurinn í þessu máli er nefnilega sá, að það átti betur við hjá sumum fyrirtækj- um að nota árslokagengi fyrir umrætt ár, hjá öðrum átti betur við að nota gengi í ársbyijun 1989, og hjá enn öðrum skipti engu máli, hvor gengisskráningin var notuð. Úr þessu máli er unnt að gera langa sögu, en ég skal reyna að clraga fram aðalatriði málsins. Á undanförnum árum hefur ver- ið talsvert misvægi milli breytinga á innlendu verðlagi og gengi. Sum ár hefur gengi krónunar lækkað talsvert meira en innlent verðlag hefur hækkað. En önnur ár hefur þessu verið öfugt farið. Þegar til lengdar lætur ætti þó verð á gjald- miðlum að hækka minna en inn- lend verð, þar sem það felur í sér erlenda verðbólgu. Þessar sveiflur hafa valdið endurskoðendum ómældum erfiðleikum. Það er þeirra hlutskipti að reyna að greina rétt frá afkomu og efnahag fyrir- tækja, og þegar svo háttar til að gengi er ekki rétt skráð, torveldar það mjög þessar mælingar. Sér í lagi á þetta við'um þau fyrirtæki, sem íjármagnað hafa atvinnutæki sín með gengistryggðum lánum til langs tíma. Til dæmis um þennan vanda má nefna tvö síðastliðin ár. Á ár- inu 1987 háttaði svo til, að innlent verðlag hækkaði um 18%, en gengi flestra gjaldmiðla var stöðugt vegna fastgengisstefnu stjórn- valda. Þetta leiddi til þess að af- koma fyrirtækja, sem háð eru gengi, var sýnd miklu betri á því ári en stenst skoðun, þegar til nokkurra ára er litið. Á árinu 1988 var þessu öfugt farið; gengi krón- unnar lækkaði meira en innlent verðlag, jafnvel þótt miðað sé við skráninguna í árslok 1988. Þetta þýddi að íjármagnskostnaður fyr- irtækja var sýndur meiri en hann átti að vera. Og með því að nota gengið í ársbyijun 1989, juku fyr- irtækin á þennan vanda. Áf tvennu illu átti betur við, að gamla gengið væri notað í rekstrarreikningi. Um efnahagsreikninginn í lok áranna gilti á hinn bóginn öðru máli, einkum á það þó við um seinna árið. Til þess að staða eigin íjár þeirra fyrirtækja, sem skuld- uðu í gengi, væri ekki sýnd betri en efni máls styddi, þótti réttara að nota nýja gengið. En þessi full- yrðing á aðeins við, ef varanlegir ijármunir viðkomandi fyrirtækis eru skráðir og eiga sér verð, sem breytist í hátt við innlent verðlag1. Hjá þeim fyrirtækjum, sem eiga Ijármuni, sem fylgja erlendu verði, gegnir öðru máli. Upphækkun gengistryggðrá skulda færi í því tilviki í raun til hækkunar á varan- legum eignum en ekki til lækkunar á eigin fé. Þá má benda á, að hjá flestum innlánsstofnunum er jafn- vægi milli erlendra eigna og skulda, svo að áhrif í rekstrar- og efnahagsreikningum þeirra eru nánast engin. Eins og lesandinn má af þessu sjá, stönguðust hér á þau sjónar- mið sem virða ber við samningu rekstrarreiknings og efnahags- reiknings, og voru skiptar skoðan- ir meðal endurskoðenda um það, hvaða sjónarmið ættu að hafa for- gang. Hér er ekki svigrúm til þess að gera frekari grein fyrir þessu máli, en þeim, sem vilja kynna sér það betur, er bent á álitsgerð frá félagi endurskoðenda um málið. Friðrik gerir að umtalsefni, að Landsvirkjun hafi notað gamla gengið og bætt eiginljárstöðu sína með þeim hætti. Lesandanum ætti nú að vera ljóst, að þetta er ekki rétt. Endurmatsstuðull fyrirtækis- ins tekur mið af breytingum á er- lendum gjaldmiðlum, svo að upp- hækkun skulda fyrirtækisins mið- að við að nota gengið í ársbyijun 1989 hefði leitt til nærfellt sömu upphækkunar á eignum. Hver skyldi nú vera heimildarmaður Ragnars og Friðriks í þessu efni? Ég get frætt þig um það, lesandi góður; það yar blaðamaður hjá Dagblaðinu. I makalausri grein sl. vor hélt hann því fram, að afkoma fyrirtækisins væri stórlega ofmet- in, jafnvel þótt honum hafi verið sagt, að gjaldfærsla á upphækkun skulda miðað við gengið í ársbyijun 1989 færi í raun alls ekki til gjalda, þegar á allt væri litið. En þá var málið engin „frétt“ svo að rangind- in voru látin flakka og á þeim byggja Ragnar og Friðrik mál sitt. Rökin fyrir því að nota gengið í árslok 1988 verða ljós, þegar til þess er litið, að greiðsluframlag •MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÖYEMBER ÍÓ89 Stefán Svavarsson „Engum er ljósara en löggiltum endurskoð- endum, hversu þýðing- armikið er að treysta megi á störf þeirra. Þegar til þess er litið, að tilveruréttur endur- skoðenda byggist á því að þeim sé treyst, telja menn þá líklegt, að end- urskoðendur láti það viðgangast að í málefh- um þeirra ráði ríkjum hentistefha og óreiða?“ fyrirtækisins var með mesta móti á því ári og greiðsluafkoman (þ.e. þegar tekið hefur verið tillit til greiddra afborgana) var sú hæsta í sögu fyrirtækisins. Þá skiptir hér einnig máli, að áhrif gengisbreyt- ingarinnar í ársbyijun 1989 eru m.a. þau, að afborganir langtíma- lána verða í krónum talið hærri en ella. Eðlilegt þótti því, að tíma- setning á bókun gengistapsins færi saman við verðhækkunar- beiðnir fyrirtækisins vegna greiðsluáhrifa gengisfellingarinn- ar. Þessi atriði, auk þess sem að framan greinir um upphækkun eignanna, réðu úrslitum um, að fyrirtækið notaði gengið í árslok 1988. 3. Seðlabankahúsið og bókun skipa Friðrik skýrir réttilega frá því, að bankabygging Seðlabankans sé ekki færð til eignar í bókum hans. Fyrir því má færa gild rök, og vil ég í þessu sambandi vísa til grein- ar, sem ég skrifaði nýlega vegna umíjöllunar Fijálsrar verslunar um málið, og birtist í Morgunblaðinu. Það er því ekki ástæða til að endur- taka þau h'ér. í annan Stað nefnir Friðrik í þessum tölulið, að útgerðarfyrir- tæki á Skagaströnd hafi fært skip með öðrum hætti en tíðkast. Það er orðum aukið að félag endur- skoðenda hafi vítt endurskoðunar- stofuna fyrir tiltækið. Félags- stjórnin benti henni á, að æskiiegt væri að öll fyrirtæki í atvinnugrein- inni notuðu sömu aðferð. Þá þótti ekki við hæfi að matsverð Ijár- hæðanefndar fiskiskipa væri not- að, ekki vegna þess að það þætti slæmt, heldur af ótta við að annað kynni þá að verða tekið upp við bókun eigna, t.d. brunabótamat. Áður en til slíks kæmi væri nauð- synlegt að samræmd stefna væri tekin af félagsins hálfu til mats- gjörða opinberra aðila. Raunar gat endurskoðunarskrifstofan fært rök fyrir því, að matið gæti verið í samræmi við alþjóðlegar og inn- lendar reglur, þar sem fjárhæða- nefndin lítur svo til að mat hennar megi túlka sem afskrifað endurnýj- unarverð og bókun eigna við slíku verði er í samræmi við eina af þeim þremur aðferðum, sem rætt var um í tölulið eitt hér að framan. 4. Mat birgða og kvóta l Pjórða atriðið, sem Friðrik gerir að umtalsefni, varðar mat birgða hjá fyrirtækjum í fiskiðnaði. Hann heldur því fram, að ekkert sam- rærni sé í mati birgða hjá þessum fyrirtækjum. Hver er nú sannleik- urinn í þessu máli? Fyrst skal stuttlega gerð grein fyrir því, hvernig meta á birgðir. Samkvæmt góðum reikningsskila- venjum skal meta birgðir við kostn- aðarverði eða dagverði, hvort sem lægra reynist. í grófum dráttum má segja að dagverð tákni í þessu sambandi söluverð. Þessa mats- reglu má aðallega skýra með hlið- sjón af þeim varúðarsjónarmiðum, sem venja er að beita við reikninga- gerð fyrirtækja. í undantekningar- tilvikum er þó heimilt að miða mat birgða við söluverð, en þá þarf að koma til, að engin óvissa má vera um sölu birgðanna. Með slíku birgðamati er vikið til hliðar þeirri reglu reikningshalds, sem segir til um það, hvenær sé rétt að skýra frá tekjum. Aðalreglan er sem sé sú, að tekjur skuli skrá, þegar sala hefur átt sér stað. Fyrir nokkru síðan hittust þeir endurskoðendur, 5em vinna fyrir fiskvinnslufyrirtækin í landinu. Ég leyfi mér að segja að meira en 90% af fyrirtækjum í atvinnugreininni hafi átt þar fulltrúa. Umræðuefnið var samræming reikningsskila fyr- ir fyrirtæki í sjávarútvegi, og eitt efnið, sem tekið var til skoðunar, var mat birgða. Rætt var um, hvort stætt væri á því að nota skilaverð (söluverð) við mat birgðanna vegna þess að fyrirtækin noti það sjálf i skýrslum, sem notaðar eru innan fyrirtækjanna og í skýrslum til samtaka atvinnugreinarinnar. Nið- urstaðan af umræðunum varð sú, að skilaverðið gæti verið í sam- ræmi við góðar r^ikningsskilavenj- ur, enda væri engin óvissa um að sölusamtökin keyptu birgðirnar. Fyrir þann hluta birgðanna, sem kynni að vera utan við samkomu- lag um kaup birgðanna, skyldi hins vegar miða við kostnaðarverð. Á þess að það sé stutt rannsókn- arniðurstöðu, þá leyfi ég mér að fullyrða, að umræddri reglu hafi verið beitt hjá flestum fyrirtækj- anna í atvinnugreininni. Hér má auðvitað finna að því, að öllum þeim endurskoðendum, sem hlut áttu að máli, skyldi ekki hafa ver- ið gert viðvart með formlegum hætti. En það er fráleitt, að þessi verklagsregla hafi ekki með óform- legum hætti borist til eyrna allra þeirra, sem málið varðar. Til þess að gera mál sitt meira lifandi skýrir Friðrik frá því, að sumir endurskoðendur eignfæri fiska í sjó. Það getur raunar verið við hæfi (athugasemd F'riðriks tek- ur ekki til þess máls), enda sé um fiskeldisfyrirtæki að ræða, sem stundar hafbeit, en það er ekki til umræðu hér. Málið er, að aflakvót- ar gánga kaupum og sölum, og því er eðlilegt, að sú spurning hafi vaknað, hvernig skyldi færa kaup- verð á kvóta. Þessi kaup eru ýmist gerð til skamms eða langs tíma. Hafi kvóti verið keyptur, sem gild- ir á einu tilteknu veiðitímabili, er ágreiningslaust að kaupverð hans skal gjaidfæra. Hitt er ekki eins ljóst, hvernig staðið skal að verki, þegar kvótinn er til lengri tíma. Nú þekki ég ekki til þess um hversu háar íjárhæðir er að tefla, en það getur líka skipt máli í þessu sambandi. Óverulegar fjárhæðir mætti gjaldfæra, jafnvel þótt keyptur kvóti vegna veiðiheimilda sé til nokkurra ára. Hér getur líka skipt máli, hver fjárhagsstaða fyrirtækjanna er. Því verri sem hún er, þeim mun gildari ástæða er til að skoða, hvort eignarfærsla geti verið eðlileg. Mat manna á öllum þessum atriðum getur verið mismunandi, en ég hef ekki trú á því að meðferð mála í þessu efni skipti sköpum í reikn- ingsskilum fyrirtækjanna. Ljóst er, að hér er um tiltölulega nýtt við- fangsefni að ræða, og að sjálf- sögðu er æskilegast að samræmi megi vera á milli fyrirtækja í þessu efni'. Umræðu um þetta mál er ekki lokið af hálfu endurskoðenda, en í þessu sambandi myndi hjálpa að fá upplýsingar frá stjórnvöldum um, hver skipan mála á að vera í þessu efni á næstu árum. 5. Úr ýmsum áttum í þessum tölulið er ekki um efn- islega umíjöllun að ræða, heldur er gefið í skyn með því að nefna til nokkur atriði, að undarlegir hlutir séu að gerast í ársreikning- um fyrirtækja. Þessum dylgjum skal svarað í stuttu máli, þó að ástæða sé til að hafa um þær fleiri orð. a) Gengisjöfnunarreikningur. Fyrsta dæmi Friðriks í þessum lið er svokallaður gengisjöfnunar- reikningur tveggja hitaveitna. Hér er um úrlausn einnar endurskoðun- arstofu að ræða á þeim vanda, sem rætt var um í tölulið 2 hér að fram- an. Miklar sveiflur í gengismálum hafa valdið því að afkoma fyrir- tækja, sem skulda mikið vegna fjárfestinga í varanlegum rekstr- arijármunum, getur verið mjög misvísandi um raunverulegan árangur þessara fyrirtækja, ef gengismunru hvers árs er færður á 'rekstui'. Með því að ræða við endurskoðendur, sem hlut eiga að máli, hefði Friðrik komist að því, að marktækari niðurstaða um af- komu fyrirtækjanna fékkst með því að dreifa gengismun í nokkur ár, þegar til annarra stærða um árangur af starfseminni er litið. Er það ekki tilgangur. reiknings- skila að reyna að skýra rétt frá? b) Eftirlaunaskuldbindingar. Það skýtur nú skökku við að ráðast gegn endurskoðendum vegn'a bókunar á eftirlaunaskuld- bindingum. Sannleikurinn í því máli er sá, að það er fyrst og fremst fyrir vei'k nokkurra þeirra, að viðurkenning er að fást á því að hér sé um skuldir að ræða, sem færa ber í bækur. En Friðrik skal á það bent, viti hann það ekki, að stjórnir fyrirtækja og stofnana bera ábyrgð á ársreikningum sínum en ekki endurskoðendur. Þeir bera hins vegar ábyrgð á efni áritunar sinnar á reikningsskil. Bókun eftirlaunaskuldbindinga er afar flókið mál að ræða, sem tekið hefur tíma að vinna úr, eftir að samþykki fékkst fyrir færslu þeirra yfirleitt. Um þessar mundir er að verða til tillaga frá endurskoðend- um um hvernig skuli að verki stað- ið. c) Flugleiðir og Eimskip. . Það er skoðun þeirra sem til þekkja að reikningsskil Eimskipa- félags íslands hf. og Flugleiða hf. hafi verið til mikillar fyrirmyndar mörg undanfarin ár. Hér skal meira að segja fullyrt, að ársreikn- ingar þessara fyrirtækja hafi haft veruleg áhrif á efni og framsetn- ingu ársreikninga hjá öðrum fyrir- tækjum. Mér er því hulin ráðgáta af hveiju Friðrik kýs að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. d) Skattalegt tap. Að lokum nefnir Friðrik dæmi um að skattalegt tap hafi verið eignfært í reikningsskilum eins banka. Hér er um mjög sérstætt mál að ræða. Þannig var að Út- vegsbankinn hf. yfirtók rekstur nafna síns með sérstökum lögum. I þeim var svo kveðið á um, að hlutafélagsbankinn skyldi kaupa yfii'færanlegt tap ríkisbankans. Allir, sem til bókhalds þekkja, vita að þegar eitthvað er keypt, þá þarf að færa kaupin. Kaupverð tapsins ákvarðaðist á grundvelli núvirðis skattalegs hagræðis hlutafélagsbankans og réttast hefði verið að afskrifa það á þeim tíma, sem yfirfæranlegt tap ríkis- bankans hefði fjarað út. Þessar upplýsingar hefði Friðrik getað fengið hjá endurskoðendum bank- ans, en hann lét vera að rannsaka málið. I niðurlagi greinar sinnar lýsir Friðrik þeirri skoðun sinni, að skýrsla Ragnars sé vönduð og merkileg heimild um gerð reikn- ingsskila á íslandi. Þessari niður- stöðu mótmæli ég harðlega. Skýrslan er hvorki vönduð né merkiieg heimild, en hún er löng. Hún er vörn ákærðs manns, sem tekur þann kost að ráðast gegn heilli stétt manna, þó að mál háns snúist um reikningsskil eins fyrir- tækis. Mér finnst raunar dálítið merkilegt, að Friðrik skuli hafa kosið að fjalla ekki um þau efnisat- riði, sem ákæran gengur út á. Lokaorð Engum er ljósara en löggiltum endurskoðendum, hversu þýðing- armikið er að treysta megi á störf þeirra. Þegar til þess er litið, að tilveruréttur endurskoðenda bygg- ist á því að þeim sé treyst, telja menn þá líklegt, að endurskoðend- ur láti það viðgangast að í málefn- um þeirra ráði ríkjum hentistefna og óreiða? Ég leyfi mér að segja, lesandi góður, að þú sért sammála mér um, að engar líkur séu til þess. Og ég leyfi mér líka að segja, að aðilar viðskiptalífsins séu al- mennt ánægðir með störf endur- skoðenda. Nú er það auðvitað svo, að eng- in starfstétt er hafin^yfir gagn- rýni. Endurskoðendur era að sjálf- sögðu reiðubúnir að ræða um mál- efni sín opinberlega, fari umræðan fram á málefnalegum grunni. En er ekki of langt gengið, þegar heill þingflokkur stundar þá íþrótt að krefjast rannsóknar á vinnubrögð- um endurskoðenda á grundvelli „upplýsinga" í skýrslu manns, sem 23 ákærður er fyrir að hafa haft við blekkingar í reikningsskilum fyrir- tækis, sem hann var í fyrirsvari fyrir? Og það sem meira er, skýrsl- an er ekki einu sinni skrifuð af manni, sem hefur þekkingu á regl- um og hugtökum reikningshalds. Gerir flokkurinn kannski ráð fyrir því, að þeir kumpánar Ragnar og Friðrik taki verkið að sér? Að lokum skal tekið fram, að endurskoðendur gera sér ljósa grein fyrir því, að ýmislegt má betur fara á starfsvettvangi þeirra. Það er þó skoðun þeirra sem til þekkja, að miklar framfarir hafi átt sér stað á síðustu árum í gerð reikningsskila hér á landi. Og það raunar við aðstæður, sem gera mælingar á afkomu og efnahag fyrirtækja ákaflega erfiðar. Hér á ég við þau áhrif sem verðbólgan hefur til þess að brengla úrslit reikningsskila. En endurskoðendur hafa ekki brugðist í þessu efni, það er a.m.k. umsögn erlendra fag- manna um okkar málefni. Það er því langur vegur í, að endurskoð- endur séu að missa tökin á við- fangsefni sínu. í fagfélagi endurskoðenda hefur nefndarstarfið aukist á síðustu árum og vænta má framhalds á því. í félaginu er reglulega staðið fyrir námstefnum um hin margvís- legustu niálefni á starfsvettvangi endurskoðenda. En auðvitað er enn langt í land, svo jafna megi stöðu okkat' við það sem best gerist í heiminum. Það verkefni er nú á borði stjórnár félagsins, að rann- sókn fari fram á því, hvernig megi styrkja stöðu nefnda félagsins. Nauðsynlegt er, að áliti nefnda félagsins, sem raunar væri æski- legt að aðrir hagsmunaaðilar ættu aðild að, fái formlega viðurkenn- ingu, helst í lögum. Þá fara einnig fram umræður um það, hvernig skuli bregðast við fari félagsmenn ekki eftir áliti félagsins, verði það formlega viðurkennt. Ailt þetta veit á grósku í félagi, sem gerir sér vel grein fyrir hlutverki sínu. En menn verða að taka tillit til þess, að tíma getur tekið í litlu samfélagi að skipa öllum málum nægilega vel. Nefndastarfið hefur einnig yfirleitt verið unnið í hjá- verkum manna, sem næg verkefni hafa. Hér er raunar um eilífðar- verkefni að ræða, því viðskipta- hættir eru sífellt að breytast og þeir kalla yfirleitt á nýjar lausnir í þeirri list að skýra frá afkomu og efnahag fyrirtækja. Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Forsíðumynd af mál verki eftir Karólínu ENSKA listatímaritið Aiis Review birtir á forsíðu sinni hinn 20. október síðastlið- inn mynd af málverki eftir Karólínu Lárusdóttur. Er þetta gert í tilefhi af því, að 29. október hófst sýning á verkum Karólínu í Phoenix Gallery í Lavenham í Suffolk á Englandi og stendur hún til 18. nóvember. Arts Review er helsta tímaritið fyrir þá, sem vilja fylgjast með framviridú málaralistar í Bret- landi og er það selt um heim allan. Þar er að finna yfirlit yfir myndlistasýningar og gagn- rýni. Er ritið gefið út tvisvar í mánuði. Það tekur um klukkustund að aka frá London til Lavenham í Suffolk, þar sem sýnig Karólínu Lárusdóttur verður til 18. nóvember í Phoenix Gallery. Á sýningunni eru um 80 myndir, 40 olíumyndir og 40 vatnslitamyndir og er þetta sölusýning. Myndin sem er á forsíðu Arts Review heitir Afmælið. í febrúar/mars verður Karólína með sýningu í Phoenix Gallery í Highgate í London. Forsíða enska listatímaritsins Arts Review Karoiina Larusdoltir » Thc Birtlutn il (hc Phocnix Gillcry, Lavrnham. Suftolk Octobcr 29-No»«ml>cr 18 ÍNSIDE THE DRAUGHTSMAN’S ART Eluabclh Frink's drawings at thc Ncw Grafton Gallery. ‘School oí London’ drawings at Odctte Gdbcrt and AlUon Lambcrt at Long & Rylc Paula Rrgo’s sinistcr and crotk nurscry rhyme prints at Marlborough Graphics Thc stunning stagc dcsign of ‘Miss Saigon’ ‘ * NcwGallerics

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.